Morgunblaðið - 06.05.2007, Side 68

Morgunblaðið - 06.05.2007, Side 68
68 SUNNUDAGUR 6. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN KVENNASKÓLINN er ein höf- uðprýði Blönduóss og mikilvægt kennitákn fyrir héraðið allt. Starf hans og saga hefur mótað menn- ingarstarf og ímynd héraðsins í meira en heila öld. Hugmyndir hafa komið fram um að þar verði til húsa safna- og fræðslumiðstöð um kvennamenntun á Íslandi frá upphafi byggðar hér á landi. Yrði það samofið núverandi Textílsetri og Heimilisiðnaðarsafni sem rekið er af mikilli reisn. Er það ein margra góðra hugmynda sem komið hafa fram og sæma vel þessu forn- fræga og fallega húsi. Baráttuhópur verður til Svo skemmtilega vildi til vet- urinn 2006 að bæði Adolf Bernd- sen á Skagaströnd og Jóhanna Pálmadóttir á Akri sátu samtímis á þingi. Fengum við þá þingmenn allra flokka í kjördæminu til að flytja með okkur tillögu um að „menntamálaráðherra skipi starfs- hóp er leggi fram tillögur um framtíðarhlutverk húsnæðis Kvennaskólans á Blönduósi. Jafn- framt geri starfshópurinn fram- kvæmda- og kostnaðaráætlun þar sem fram komi tillögur um viðhald húsnæðisins og endurbætur“. Tillagan kom seint fram og var ekki rædd á þinginu. En engu að síður sýndi þetta framtak þing- mannanna að stjórnvöld vilja axla ábyrgð sína á húsinu. Það gaf fyr- irheit um að áfram yrði unnið í málinu. Nokkrar konur sem tengdust Kvennaskólanum mynd- uðu að eigin frumkvæði bar- áttuhóp fyrir málefnum hans. Að- albjörg Ingvarsdóttir fyrrverandi skólastýra leiðir hópinn, en aðrar eru Guðrún Jónsdóttir frá Bjarg- húsum, Ingibjörg Sólveig Kolka og Guðrún Jónsdóttir arkitekt. Hefur þessi hópur annast milli- göngu við menntamálaráðuneytið, húsafriðunarnefnd og héraðsnefnd til að þoka málum áfram. Hefur nú verið tilnefndur starfshópur þessara aðila til að hafa umsjón með framkvæmdum. Verkið er hafið Kvennaskólahúsið sem nú stendur var að meginhluta byggt á árunum 1911-1912 eftir teikn- ingum Einars Erlendssonar bygg- ingarmeistara í Reykjavík. Húsið er að 75% í eigu ríkisins og 25% í eigu héraðsnefndar Austur- Húnvetninga. Fyrir ári síðan samþykkti Al- þingi að veita eina milljón króna á árinu 2006 til að gera úttekt á Kvennaskólanum og forgangsraða verkþáttum í viðhaldi og end- urbótum hans. Sú úttekt hefur verið gerð undir forsjá húsafrið- unarnefndar. Á grundvelli hennar voru veittar 7 milljónir króna í ár til að hanna endurbæturnar og ráðast í brýnustu aðgerðir til að verja húsið frekari skemmdum. Heimaaðilar hafa gefið yfirlýs- ingar um að standa við sinn hlut í endurbótunum. Faglegir og fram- kvæmdalegir þættir verða áfram á vegum húsafriðunarnefndar í fullu samráði við heimamenn. Er ráð- gert að endurnýja lagnir og þak skólans á þessu ári eins og fjár- munir duga. Leggjumst öll á árar Okkur er öllum ljóst að brýnt er að hefjast handa um gagngerar endurbætur á Kvennaskólanum, a.m.k. að utan, og endurnýja frá- rennslislagnir o.fl., óháð því hvaða starfsemi verður í húsinu. Húsa- friðunarnefnd hefur lagt fram til- lögur um einstaka verkþætti, kostnaðarmetið þá og forgangs- raðað. Jafnframt hefur Bar- áttuhópurinn unnið að hug- myndum um framtíðarhlutverk Kvennaskólans. Það er metnaðarmál ekki aðeins Húnvetninga heldur þjóðarinnar allrar að verja þetta fallega og sögufræga hús, gera það upp, færa því aftur fyrra útlit og þann glæsileika sem því ber. Framtíð húss Kvennaskólans er að stórum hluta í höndum Alþing- is, en ríkið er aðaleigandi þess. Ég heiti því fyrir mitt leyti að leggja málefnum Kvennaskólans allt það lið sem ég má og fæ afl til á næsta kjörtímabili. Leggjum Kvennaskólanum á Blönduósi lið Jón Bjarnason Höfundur er þingmaður Vinstri grænna OPIÐ HÚS Í DAG MILLI KL. 14 OG 15 STÓRITEIGUR 35 - MOSFELLSBÆR Berg fasteignasala, Háaleitisbraut 58 Sími 588 5530 • Netfang: berg@berg.is Pétur Pétursson lögg. fasteignasali Glæsilegt 143 fm einbýlishús auk 47,8 fm bílskúrs á frábærum stað í enda götu. Stórt óbyggt svæði umhverfis húsið, gil og lækur. Fallegur garður og stór sólpallur með nýjum potti. Toppfrágangur. 4 svefnherbergi. 2 baðher- bergi og tvöfaldur bílskúr. Arinn í stofu. Toppeign í toppvið- haldi. V. 51,5 millj. Halldór og Sigrún taka á móti gestum. JARÐIR - LANDSPILDUR - SUMARHÚS YFIR 100 BÚJARÐIR OG LANDSPILDUR OG UM 60 SUMARHÚS Á SÖLUSKRÁ FM Sjá nánar á www.fmeignir.is www.fasteignamidstodin.is Nýtt glæsilegt einbýli sem stendur upp við sjávarkambinn en einnig er óbyggt svæði vestan megin hússins og má því segja að lóðin sé óvenju vel staðsett. Húsið í heild er 307 fm en þar af er um 50,5 fm bílskúr og 62 fm sér íbúðarrými. Byggingaraðili hefur lagt mikinn metnað í húsið og vinnu- brögð eru vönduð. Húsið selst tilb. til innréttinga. Laust nú þegar. V. 85 m. 6577 EIGNIN VERÐUR TIL SÝNIS Í DAG (SUNNUDAG) FRÁ KL. 13-15. Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali OPIÐ HÚS BLIKASTÍGUR 19 - SJÁVARLÓÐ Á ÁLFTANESI 24.900.000 Einstaklega falleg 99,7 fm. 3ja herbergja íbúð með sérinngang á 1. hæð í húsi staðsett i enda á lokuðum botnlanga. Vandaðar innréttingar úr mahogny og eikarparket og flísar á gólfum. Barnvænt umhverfi með sparkvelli og róluvelli ásamt sameiginlegum listigarði. Þórarinn sölumaður Draumahúsa tekur á móti gestum. Fr u m Básbryggja 15, 1.hæð - 110 Rvk Opið hús í dag kl. 14:00 - 15:00 Hlíðasmári 15 • 201 Kópavogur • Sími: 585 0100 Guðmundur St. Ragnarsson - Löggildur fasteignasali Fagrabrekka– Kópavogi Húseign kynnir verulega fallegt einbýlishús í góðu hverfi í Kópavogi. Fallegur gróinn suður garður. Húsið hefur verið mikið endurnýjað. Innra skipulag er eftirfarandi: Gengið inn á flísalagða forstofu meðgóðum skápum, eldhús er mjög fallegt með ný- legri innréttingu, góðum borðkrók og útgengi í suðurgarð. Rúmgóð stofa og sjón- varpsstofa, parket á gólfi, á efri palli er borðstofa, gestasalerni og herbergi, parket á gólfi nema á baði (flísalagt). Niðri eru þrjú rúmgóð svefnherbergi, þvottahús, geym- sla, fallegt baðherbergi með horn baðkari, góð innrétting og gott alrými. Bílskúr fylg- ir eigninni en hann er ekki fullgerður. Allar nánari upplýsingar veitir Baldvin Ómar í síma 898 1177 eða á skrifstofu Húseignar í 585 0100 Heiti eignar: Fagrabrekka– Kópavogi Stærð í fermetrum: 227 fm Fjöldi herbergja: 4 svefnherbergi Tegund eignar: Einbýli Verð: 51,5,0 millj. OPIÐ HÚS Í DAG SUNNUDAG KL. 15:00 – 15:30 SANDAVAÐ 9 - REYKJAVÍK Glæsileg 2ja herbergja íbúð með sérinngang af svölum. Íbúðin er fullbúin með gólfefn- um og vönduðum innrétting- um. Stórar svalir með frábæru útsýni yfir Elliðavatn og Víði- dalin. Gólfefni eru gegnheil eik og náttúrusteinn, fataskápar og innréttingar frá HTH, gengt úr stofu á svalir. Baðherbergi flísalagt í hólf og gólf baðkar og sturta. Verð: 23.500.000.- Magnús Ninni Reykdal, sölufulltrúi, tekur á móti fólki GSM: 694-9999 • magnus@storborg.is Sími 534 8300 • Kirkjustétt 4 • 113 Reykjavík • www.storborg.is • storborg@storborg.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.