Morgunblaðið - 06.05.2007, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 06.05.2007, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. MAÍ 2007 51 isflokkurinn og núverandi stjórnarflokkar líklegri til að halda efnahagsmálum þjóðarinnar á réttum kili en ríkisstjórn, sem mynduð yrði á vinstri kantinum? Að yngri kjósendur sækist eftir þeim efnahagslega og pólitíska stöðugleika, sem þeir hafa þekkt síðustu 16 árin og telji ekki ástæðu til að taka mikla áhættu í þeim efnum? Auðvitað sér fólk að það er viss áhætta sam- fara því að Samfylkingin fari í ríkisstjórn m.a. vegna þeirrar óeiningar, sem þar ríkir innan dyra. Og líklega hafa úrslit kosninganna í Hafn- arfirði orðið Vinstri grænum til bölvunar. Þegar fólk horfist allt í einu í augu við þær hugsanlegu afleiðingar þeirrar kosningar, að það dragi úr at- vinnuuppbyggingu í landinu, stoppa menn við. Minnkandi stuðningur við hugmyndir um sam- stjórn Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna gæti verið vísbending um það sama. Þegar horft er til sögu lýðveldisins er ljóst, að sú saga einkennist fremur af pólitískum glund- roða en af pólitískum stöðugleika. Það eru bara tvö tímabil þeirrar sögu, sem segja má, að við- unandi pólitískur stöðugleiki hafi ríkt og það eru síðustu 16 árin og Viðreisnartímabilið frá 1959 til 1971. Það er engin tilviljun að þetta eru þau tvö tímabil lýðveldissögunnar, sem einkennast af mestum framförum. Þegar engin samstaða ríkir og stöðugar deilur eru uppi er ekki hægt að bú- ast við miklum árangri. Þetta finna kjósendur á sér. Yfirleitt einkenn- ist afstaða almennra kjósenda af meiri yfirvegun og heilbrigðri skynsemi en þeirra, sem taka virk- an þátt í stjórnmálabaráttunni. Fólk veit hvað það hefur en veit ekki hvað það fær, taki það ákvörðun um að breyta til. Það er svo spurning hvað veldur því, að Sjálfstæðis- flokkurinn nýtur fyrst og fremst góðs af þessari eftirsókn eftir pólitískum stöðugleika en Fram- sóknarflokkurinn ekki. Fari sem horfir bíður Framsóknarflokkurinn mikið afhroð í þessum kosningum. Hvað veldur því, að Framsóknarflokkurinn er í svo mun veik- ari stöðu en Sjálfstæðisflokkurinn? Að einhverju leyti er skýringin sú, að innan Sjálfstæðisflokksins hefur líka ríkt pólitískur stöðugleiki frá árinu 1991. Þar hefur verið ein- hugur og er enn. Þeir tveir formenn, sem setið hafa frá 1991, þeir Davíð Oddsson og Geir H. Haarde, hafa notið mikils stuðnings meðal flokks- manna sinna. Hið sama verður tæpast sagt um Framsókn- arflokkinn. Forsætisráðherraferill Halldórs Ás- grímssonar var ekki vel heppnaður. Vandræða- gangurinn í Framsóknarflokknum við formannsskiptin á síðasta ári hefur líklega haft meiri áhrif á kjósendur en við blasti þá. Það er líka hugsanlegt að kjósendur upplifi Framsókn- arflokkinn nú með áþekkum hætti og kjósendur upplifðu Alþýðuflokkinn á vissu tímabili sögu hans, sem lítinn og þröngan sérhagsmunaflokk. Að auki virðist sem Framsóknarflokknum hafi mistekizt það ætlunarverk sitt að ná fótfestu á höfuðborgarsvæðinu. Halldór Ásgrímsson gerði heiðarlega tilraun til þess en tókst ekki að ljúka því verki. Það má jafnvel spyrja að fenginni reynslu, hvort það væri betri kostur fyrir Fram- sóknarflokkinn að leggja áherzlu á rætur sínar á landsbyggðinni. Og svo má ekki gleyma því, að það fer ekki fram hjá neinum að það er ekki full eining meðal manna í Framsóknarflokknum. Þessi spurning um einingu eða óeiningu innan flokka skiptir miklu máli. Það þýðir t.d. ekkert fyrir Samfylkingarmenn að reyna að fela þá óein- ingu, sem uppi er á milli Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur og Össurar Skarphéðinssonar. Nýjasta dæmið um mismunandi viðhorf í grundvallaratriðum innan Samfylkingarinnar er upphaf greinar eftir Jón Baldvin Hannibalsson, sem birtist hér í Morgunblaðinu í dag, laugardag, en þar segir: „Í 1. maí ræðu á Hótel Borg hélt Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir því fram, að A-flokkarnir – Al- þýðuflokkur og Alþýðubandalag og forverar þess – hefðu, þrátt fyrir umtalsvert fylgi, haft minni áhrif á mótun íslenzks þjóðfélags en fylgi þeirra hefði gefið tilefni til. Þessi sagnfræðitilgáta er al- veg áreiðanlega röng. Trúlega hafa þessir flokk- ar, löngum í nánu samstarfi við verkalýðshreyf- inguna, haft mun meiri mótunaráhrif á þjóðfélagið en fylgi þeirra, þingstyrkur og rík- isstjórnarþátttaka beinlínis gáfu tilefni til.“ Jón Baldvin hefur rétt fyrir sér en þetta er ekki í fyrsta sinn, sem Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir kemur með kolrangar söguskýringar í póli- tík. Hvað skyldi valda því? En kjarni málsins er auðvitað sá, að þegar það fólk, sem teljast verður til forystusveitar Sam- fylkingar getur ekki verið samstiga, hvorki í nú- tíð eða í skilningi á fortíðinni, gefur það kjós- endum ekki til kynna, að þeir hinir sömu geti tryggt pólitískan stöðugleika á Íslandi á næstu árum. Kjósendur vilja pólitískan stöðugleika. Það er alveg ljóst af niðurstöðum skoðanakannana. Svo verður spennandi að sjá, hvort þeir greiða at- kvæði í samræmi við þann vilja sinn. »Nú þegar vika er til kosninga er nokkuð ljóst hvað kjós-endur vilja. Þeir vilja áframhaldandi pólitískan stöðugleika. Umræður um stöðugleika hafa fyrst og fremst snúizt um efna- hagslegan stöðugleika en þegar rýnt er í niðurstöður skoð- anakannana fer ekki á milli mála, að boðskapur kjósenda er sá, að þeir vilja tryggja áfram þann pólitíska stöðugleika, sem hér hefur verið til staðar í 16 ár. rbréf Morgunblaðið/Brynjar Gauti Féð er komið á græn grös og sauðburður hafinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.