Morgunblaðið - 06.05.2007, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 06.05.2007, Blaðsíða 31
aðspurðir hlynntir skóla án að- greiningar þótt uppi séu mismun- andi hugmyndir um hvernig eigi að standa að því. Þá eru allir flokkar jákvæðir gagnvart leng- ingu kennaramenntunar. Framhaldsskólastigið til sveit- arfélaganna? Hluti af sveigjanleikanum sem flokkarnir leggja áherslu á er að meira frjálsræði sé varðandi hve- nær skólaganga hefst og hvenær henni lýkur. Þannig séu fljótandi skil milli leikskóla og grunnskóla annars vegar og grunnskóla og framhaldsskóla hins vegar. Allir flokkar eru hlynntir því að nem- endur í grunnskólum geti tekið áfanga á framhaldsskólastigi en fulltrúar Samfylkingarinnar og VG leggja áherslu á að það sé ekki eina leiðin til að gera skilin milli grunnskóla og framhaldsskóla sveigjanlegri. Framsóknarflokkurinn vill láta skoða sérstaklega hvort ekki eigi að flytja framhaldsskólana til sveitarfélaganna til að auðvelda samstarf milli skólastiganna þriggja en leikskólar og grunn- skólar eru þegar á könnu sveitar- félaga. Samfylkingin er einnig já- kvæð gagnvart því að sveitarfélögin sjái um framhalds- skólana en aðrir flokkar hafa það ekki á sinni stefnuskrá. Stytting náms til stúdentsprófs er ekki á stefnuskrá neins flokks en í takt við sveigjanleikann þá leggja allir áherslu á fjölbreyttari leiðir í gegnum framhaldsskóla og að nemendur, sem þess óski, geti útskrifast fyrr. Íslandshreyfingin leggur þó áherslu á að námsmenn skili sér fyrr út í atvinnulífið. Margir flokkar hafa áhyggjur af kostnaði sem nemendur í fram- haldsskólum þurfa að bera og þá sérstaklega vegna bókakaupa. Samfylkingin vill að skólabækur í framhaldsskólum séu ókeypis en Framsókn, Frjálslyndir og VG tala um bókakaupastyrki. Ekki skólagjöld í grunnnámi Hvað háskólastigið varðar stefn- ir enginn flokkur stefnir að upp- töku skólagjalda í grunnnámi í op- inberum skólum en þegar kemur að framhaldsnámi er hljóðið ann- að. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins bendir á að vilji Háskóli Íslands verða einn af hundrað bestu há- skólum heims þurfi að koma til meira fjármagn. Nú þegar hafi verið samið um aukin fjárframlög frá ríkinu en að ástæða sé til að skoða hvort nemendur eigi ekki að taka meiri þátt í fjármögnun á sínu eigin námi, en þó með því skilyrði að Lánasjóður íslenskra námsmanna (LÍN) láni fyrir skóla- gjöldum. Fulltrúar Samfylkingarinnar og VG hafa hins vegar áhyggjur af því að framhaldsnám nái ekki að þróast og vaxa hér á landi ef nem- endur þurfi að greiða fyrir það enda sé þá líklegra að þeir leiti til útlanda. Samfylking og Framsókn vilja láta skoða möguleika á að hluti námslána breytist í styrk að námi loknu. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Frjálslyndra segja hins vegar að þannig sé það nú þegar enda sé kostnaður ríkisins við lánasjóðinn töluverður þar sem lágir vextir séu á námslánum. Samfylkingin, Framsókn og Ís- landshreyfingin vilja jafnframt stefna að því að tekjutenging námslána verði afnumin en VG og Sjálfstæðisflokkur leggja meiri áherslu á að hún sé minnkuð eins og þróunin hefur verið. VG leggur sérstaka áherslu á að grunn- framfærsla haldi áfram að hækka og að kerfið verði gert sveigj- anlegra. Einna mestur er samhljómur hjá flokkunum þegar kemur að endurmenntun og símenntun en allir flokkar vilja að slíkt standi fullorðnu fólki til boða. Þá vilja flestir flokkar auðvelda fólki að snúa aftur til náms, t.d. með breytingum á lánasjóðskerfinu. halla@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. MAÍ 2007 31 FRJÁLSLYNDI flokkurinn legg- ur áherslu á jafnan aðgang að menntun án tillits til efnahags og búsetu en einnig á góðan aðgang að framhaldsnámi, símenntun og verknámi. Þetta segir Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður flokks- ins. „Menntun og rannsóknir eru forgangsverkefni af þeirri ein- földu ástæðu að það hjálpar okk- ur að auka verðmætin í þjóð- félaginu,“ segir Kristinn. Frjálslyndi flokkurinn er and- vígur skólagjöldum í grunnnámi í opinberum háskólum. „Við sjáum ekkert að því að aðrir en hið op- inbera reki skóla enda á at- vinnufrelsið að leyfa að skólar séu stofnaðir og reknir þótt menn kosti þá sjálfir. Menntun hefði ekki kom- ist til okkar Ís- lendinga í gegn- um aldirnar hefði hún verið alfarið á könnu hins opinbera. Einkarekstur má samt ekki koma í veg fyrir að all- ir geti sótt nám,“ segir Kristinn og bendir á að einkaháskólar, jafnt sem einkaskólar á öðrum skólastigum, séu fyrst og fremst reknir fyrir opinbert fé þótt at- vinnulífið leggi sums staðar til peninga. Ríkið geti því sett regl- ur um takmörkun skólagjalda til að tryggja að allir nemendur geti sótt nám sem þeir hafa áhuga á, óháð efnahag. Skóli nálægt heimabyggð Kristinn vill jafnframt halda kostnaði sem framhaldsskólanem- endur verða fyrir í skefjum, m.a. með bókakaupastyrkjum. „Efna- hagur má ekki hamla aðgangi að námi og það á að skipuleggja það þannig að sem flestir geti sótt framhaldsskóla nærri sinni heimabyggð, þótt auðvitað sé ekki hægt að bjóða upp á allt alls staðar.“ Frjálslyndi flokkurinn er hlynntur því að opinbert fé fylgi barni óháð vali á grunnskóla en er að sama skapi mótfallinn því að einkaskólar taki skólagjöld. Þá segir Kristinn að innan flokks- ins sé andstaða við samræmd próf bæði í grunnskóla og fram- haldsskóla. Menntun og rannsóknir í forgang Kristinn H. Gunnarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.