Morgunblaðið - 06.05.2007, Page 59

Morgunblaðið - 06.05.2007, Page 59
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. MAÍ 2007 59 Undanfarna mánuði hafa verið miklar umræður um hverskonar vegi eigi að byggja út frá Reykja- vík. Ákveðið var að byggja hrað- braut til Keflavíkur og nú krefjast t.d. íbúar á Suðurlandi og Vest- urlandi þess að það verði einnig byggðar hraðbrautir til Selfoss og Borg- arness. Þingmenn, ráðherrar og ýmsir fleiri hafa tekið undir þessa skoðun. Það eru þó ekki allir á því að bygging hraðbrautar sé besta lausnin. Sam- gönguráð hefur lagt til að byggður verði 2+1 vegur, það sama og Vegagerðin hafði áformað. Lögreglan á Selfossi vísar í góða reynslu af 2+1 veg- arkaflanum á Suðurlandsvegi og leggur til að slíkur vegur verði byggður. Að lokum hefur Sjóvá lagt til að byggður verði 2+2 veg- ur með mjóum miðdeili og að hluta til mislægum gatnamótum og býðst til að byggja þannig veg til Selfoss á tveim til þremur ár- um. Vegagerðin hefur látið vinna hönnunargögn fyrir 2+1 veg fyrir vegarkafla á Suðurlandsvegi en nú hefur samgönguráðherra fyr- irskipað Vegagerðinni að undirbúa eins fljótt og við verður komið út- boðsgögn fyrir hraðbraut. Þá er því eðlilegt að spurt sé hvað liggi að baki þessarar ákvörðunar. Í skýrslu OECD/ECMT, Speed Ma- nagement, sem gefin var út á síð- asta ári er lögð áhersla á að áður en teknar eru ákvarðanir um byggingu nýrra vega þá þurfi markmiðin að vera klár. Þau markmið sem mér finnst eðlilegt að leggja til grundvallar eru þau sömu og lögð er áhersla á í nýrri samgönguáætlun: 1) bæta umferðaröryggi en mörg alvarlegustu slysin hafa orð- ið vegna árekstra og útafaksturs 2) tryggja greiða umferð og öruggt flæði umferðar 3) hafa arðsemi að leiðarljósi þar sem tekið er tillit til þess hvernig fjármagn nýtist best m.t.t. alls vegakerfisins. Hvað fyrsta markmiðið varðar fullnægir ekki tveggja akreina vegur þessu markmiði nema leyfð- ur hraði sé lækkaður í 70–80 km/ klst sem ég hygg að ekki verði álitinn raunhæfur kostur. Bæði 2+1 vegur og hraðbraut fullnægja markmiðinu. Hraðbraut og 2+1 vegur með mislægum gatnamótum fullnægja mjög vel markmiði tvö og það gerir einnig 2+1 vegur með hringtorgum en ferðahraði verður þá eitthvað minni og hraði lægri sem bætir enn frekar um- ferðaröryggið. Þegar litið er til síðasta markmiðsins þá gerði Verkfræðistofan Línuhönnun á árinu 2005 úttekt á arðsemi þess að breyta núverandi Suðurlands- vegi annars vegar í 2+1 veg og hinsvegar í 2+2 veg. Í fyrra til- fellinu er fyrsta árs arðsemi á bilinu 7,7 til 9,4 prósent en í seinna tilfellinu 2,3 til 3,5 prósent. Það er því þrisvar sinnum arðsam- ara að byggja 2+1 veg en 2+2 veg. Sé einnig litið til mismunar á kostnaði við hraðbraut og 2+1 veg þá væri þeim fjármunum t.d. bet- ur varið í að auka burðarþol veg- anna, fækka einbreiðum brúm, bæta umhverfi vega og setja upp vegrið. Í öllum þeim lönd- um sem ég þekki til eru hraðbrautir að- allega byggðar með það að markmiði að leysa umferðarteppur fyrir vegi með veru- lega mikla umferð, sem orsakar tafir og hættu á umferð- arslysum. Umferð- aröryggi á vegum með svo litla umferð eins og er til Kefla- víkur, Selfoss og Borgarness er þá leyst á annan hátt en með bygg- ingu dýrra hraðbrauta. Því hlýtur aðalmarkmiðið með byggingu hraðbrautar á vegum eins og fyrir Reykjanesbraut, Suðurlandsveg og Vesturlandsveg að vera það að auka umferðarhraða og er þá venjulega miðað við hraða frá 110 til 130 km/klst. Samgönguráðherra verður að nefna hlutina réttum nöfnum því þó ráðherrann tali um 2+2 vegi þá er hann í raun að tala um hraðbrautir því hver getur annars tilgangurinn verið með slíkum vegum? Hvað umferðarör- yggi varðar þá tryggir 1+2 vegur næstum jafn mikið öryggi og 2+2 vegur og því hlýtur ráðherra að vera að tala um hraðbraut, því hver ætti tilgangurinn að vera annar því öryggið er hægt að tryggja með mun ódýrari hætti, þ.e. með 1+2 vegum. Er það þetta sem samgönguráðherra hefur í hyggju? Er hann að leggja til að byggðar verði hraðbrautir með leyfðum hraða á bilinu 110 til 130 km/klst. Ég tel að það liggi alveg ljóst fyrir að vegfarendur munu krefjast þess að þessir vegir verði notaðir á sama hátt og gert er í öðrum löndum. Einnig er markmið um arðsemi framkvæmda sem er eitt af meginmarkmiðum í sam- gönguáætluninni þverbrotið. Bygging hraðbrauta hér á landi er mikil offjárfesting sem ekki nýtist fyrr en eftir 20 til 30 ár. Þetta er því í hæsta máta skrýtin ráðstöfun í ljósi þess að við búum við ófull- komið vegakerfi sem þarfnast mikilla endurbóta. Það er því nauðsynlegt að sam- gönguráðherra skýri frekar út hvers vegna hann nú hefur lagt fyrir Vegagerðina að undirbúa hraðbraut í blóra við áætlanir hennar um 2+1 veg. Ekki þýðir að beina þessari spurningu til Vegagerðarinnar því það virðist sem ráðherra hafi tekið þetta tæknilega ákvörðunarvald af henni sem er þó eitt af aðal-hlutverkum hennar. Hver eru markmið sam- gönguráðherra með bygg- ingu hraðbrauta á Íslandi? Rögnvaldur Jónsson telur að það sé verið að byggja hrað- brautir út frá borginni » Bygging hraðbrautahér á landi er mikil offjárfesting sem ekki nýtist fyrr en eftir 20 til 30 ár. Rögnvaldur Jónsson Höfundur er verkfræðingur og fyrr- verandi framkvæmdastjóri hjá Vega- gerðinni. Fréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.