Morgunblaðið - 06.05.2007, Blaðsíða 26
lífshlaup
26 SUNNUDAGUR 6. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
É
g kynntist Theódóru
Thoroddsen fyrst í
ferðalagi sem um þrjá-
tíu fróðleiksfúsir sögu-
áhugamenn fóru í með
Jóni Böðvarssyni. Ferðin var farin í
þeim tilgangi að finna hina fornu vík-
ingaborg Jómsborg. Ekki fannst nú
staðsetning þeirrar ágætu borgar svo
óyggjandi væri, en ferðalangarnir
stofnuðu hins vegar Pálnatókavina-
félagið sem starfaði af þrótti í fáein ár
undir kjörorðinu: „Hafa skal það sem
skemmtilegra reynist.“
Theódóra Thoroddsen er mikil
áhugamanneskja um fornsögur og
lætur ekkert tækifæri ónotað til að
glöggva sig á staðháttum þeirra
frægu sagna. Hún á ekki langt að
sækja áhuga sinn á þjóðlegu efni,
amma hennar og alnafna orti frægar
þulur í þjóðkvæðastíl. Þær nöfnur
voru raunar samtíða á heimili svo ár-
um skipti á uppvaxtarárum yngri
Theódóru sem ég sit hjá inni í stofu í
Fossvogshverfinu. Þar hefur hún bú-
ið síðan hún missti mann sinn, Gísla
Halldórsson leikara, fyrir nokkrum
árum.
„Ég fæddist á Akureyri 1929,“ seg-
ir Theódóra.
„Faðir minn Sverrir Thoroddsen
vann þar á skrifstofunni hjá Síld-
areinkasölu ríkisins. Móðir mín,
Helga Laufey Eyjólfsdóttir, var
heimavinnandi húsmóðir eins og þá
tíðkaðist. Ég var annað barn foreldra
mína, eldri er Katrín, síðar fæddust
Guðmundur Hrafn, Kristín Ólína og
Helga Ragnhildur.
Þegar við fluttum suður til Reykja-
víkur var ég tveggja ára. Um sama
leyti seldi amma mín og nafna Vonar-
stræti 12 og foreldrar mínir og hún
tóku saman á leigu fjögurra her-
bergja íbúð í nýlegu húsi í Tjarnar-
götu 43. Amma var í stærstu stofunni
með allt sitt hafurtask, hin herbergin
höfðum við. Ég man ekki eftir heimili
okkar nema að amma hafi búið hjá
okkur þangað til ég var komin undir
fermingu, þá breyttust íbúðamálin og
amma fór til Pálma Hannessonar og
Ragnhildar föðursystur minnar.
Um tíma bjuggum við á Egilsgöt-
unni, þá hafði Katrín föðursystir mín
íbúð á efri hæðinni en við á þeirri
neðri. En þegar við fluttum vestur á
Víðimel fór amma ekki með. Amma
var ljómandi skemmtileg, létt og góð.
Hún var löngu orðin ekkja, afi minn,
Skúli Thoroddsen alþingismaður, dó
1915 en amma kom til foreldra minna
1932.
Ættfólkið í kaffisopa hjá ömmu
Það var fastur siður að klukkan ell-
efu á sunnudagsmorgnum kom ætt-
fólkið í kaffisopa til ömmu. Það voru
aðallega synirnir, tengdadæturnar
þurftu að hugsa um hádegismatinn.
Þeir komu með börnin. Það var
spjallað í klukkutíma, svo fóru allir
heim til sín að borða. Mamma var
auðvitað í eldhúsinu að elda meðan
klúbburinn kom saman, þetta var
kallaður klúbbur. Eftir að amma fór
frá okkur var klúbburinn þar sem
hún átti heima. Seinast bjó hún hjá
Sigurði föðurbróður mínum, þá fóru
allir þangað. Þá bjó hann í fjögurra
íbúða húsi, Katrín og Kristín bjuggu
þarna líka og foreldrar mínir. Þetta
var fjölskylduhús.
Eftir að amma féll frá var klúbb-
urinn hjá Katrínu og Kristínu, að
þeim gengnum var klúbburinn hjá
pabba og mömmu. Þá var orðið fálið-
að af eldri kynslóðinni en þá komu
barnabörnin til sögunnar, mín börn
og önnur til að hlusta og spjalla.
Það var rætt um allt mögulegt –
ekki síst pólitík. Ég man eftir að það
var mikill hasar þegar Gúttóslag-
urinn var. Lögreglan kom heim og
var að leita að fána held ég, pabbi var
þá búinn að fela hann inni hjá ömmu
svo löggan fann hann ekki.
Pabbi minn er einn af stofnendum
Kommúnistaflokksins. Amma var
róttæk jafnaðarmanneskja og allt
þetta fólk mitt. Það var jafnan gest-
kvæmt hjá ömmu en einkum er mér
minnisstætt þegar Sigurður Nordal
heimsótti hana, þá lágum við Katrín
systir á hleri. Þau flissuðu og hlógu.
Hann var að spyrja hana um álfa- og
þjóðsögur.
Amma ólst upp við mikinn áhuga á
þjóðlegum fræðum. Hún var dóttir
séra Guðmundar Einarssonar á
Kvennabrekku, þess sem fóstraði
Matthías Jochumsson um tíma.“
Hún fúllynd og hann fauti
Var Matthías ekki frekar óánægð-
ur með fóstrið á Kvennabrekku?
„Jú, hann fékk ekki að læra eins og
móðir hans Þóra hafði ætlast til, hún
var systir séra Guðmundar. En
amma Theó sagði þegar Sögukaflar
af sjálfum mér komu út: „Ja, mér
finnst nú ekkert skrítið þótt hann hafi
verið óánægður á Kvennabrekku,
hann Matthías, mamma var fúllynd
en pabbi var fauti.“ Seinna fór ég að
grúska og kynna mér aðstæður þess-
arar langömmu minnar og langafa og
komst að því að í júlímánuði 1854
misstu þessi hjón fjögur börn sín, eitt
hafði dáið 1851 og einnig misstu þau
þrjú börn 1857. Það var ekki nema
von að illa lægi á konunni. Amma
mín, Theódóra, fæddist ekki fyrr en
1863 og foreldrar hennar hafa þá ver-
ið margmæddir af barnmissi, það
hlýtur að vera hræðileg reynsla að
missa svo mörg börn á svo skömmum
tíma.
Amma Theódóra fékk að fara í
Kvennaskólann í Reykjavík. Hún bjó
þá hjá Jóni Árnasyni þjóðsagnasafn-
ara og frænku sinni Katrínu, konu
hans, uppi á Laufásvegi. Hinn 15.
mars hittust þar á heimilinu yfir
baunasúpu afi og amma, Skúli Thor-
oddsen, nýútskrifaður lögfræðingur
frá Kaupmannahöfn, og Theódóra
Guðmundsdóttir. Það var ást við
fyrstu sýn. Þau giftust næsta haust á
Bíldudal en upp frá því var bauna-
dagurinn haldinn hátíðlegur á þeirra
heimili. Í mínu minni var þessi dagur
enn haldinn hátíðlegur þótt afi væri
löngu dáinn og líka var jafnan salt-
kjöt og baunir í matinn á þrett-
ándanum, afmælisdegi afa Skúla.
Þau hjónin eignuðust 13 börn og
misstu einn ungan son, en tveir dóu
sem ungir menn.
Hjá ömmu og afa var vinnukonan
Guðbjörg Jafetsdóttir – Bauja. Hún
annaðist börnin á móti móður þeirra.
Börnunum var skipt í mömmubörn
og Baujubörn. Þegar nýtt barn kom
þá fór það næstyngsta yfir til Bauju.
Þegar Bauja var orðin gömul kona og
amma komin til okkar þá tók Katrín
föðursystir mín á leigu íbúð, nýkomin
frá læknanámi, réð sér ráðskonu og
tók Bauju til sín. Þar var hún þar til
hún dó.“
Ég spyr Theódóru hvort hún muni
eftir Bauju?
„Það held ég nú,“ svarar hún og
snarast fram. Kemur svo aftur með
heklaða herðaslá með fögru hand-
bragði.
„Þetta heklaði Bauja, ég erfði
þetta,“ segir hún.
Krakkarnir hittust
í Fjalakettinum
Ég spyr hvort Theódóru hafi verið
strítt á því að pabbi hennar væri
kommúnisti?
„Nei, því man ég ekki eftir. En við
fórum við Katrín systir í Fjalaköttinn
á sunnudögum, þar hittust krakkar
róttækra foreldra. Björn Th. Björns-
son lék leikrit man ég og ýmislegt
annað var til skemmtunar. Þetta var
kannski gert til mótvægis við sunnu-
dagaskóla sem sum önnur börn fóru
í.“
Theódóra kveður föður sinn ekki
hafa verið efnaðan mann.
„Hann vann í Útvegsbankanum á
daginn en á kvöldin þýddi hann leik-
rit fyrir Leikfélag Reykjavíkur og
bækur fyrir bókaforlög. Pabbi þýddi
lifandis býsn og vélritaði svo stensla
til fjölritunar.
Amma var ekki efnuð þegar ég
man eftir. Hún hafði eytt fjármunum
þeirra hjóna í að mennta börn þeirra.
Hún mun hafa sagt: „Ég skal sjá til
þess að það verði ekki grænn eyrir
eftir þegar ég dey.“ Henni tókst þó
ekki að klára allt – það var eftir jörðin
Dynjandi í Arnarfirði. Ég var farin að
búa þegar pabbi og systkini hans
eignuðust pening, það var rétt fyrir
jólin. Pabbi gaf mér og systkinum
mínum af sínum aurum, það var mik-
ill fengur í þeim aurum rétt fyrir jól-
in. Þá hafði Sigurður föðurbróðir selt
Dynjanda og fengið gott verð fyrir.
Öll börn Theódóru og Skúla fóru í
langskólanám nema pabbi. Hann var
sjúklingur sem unglingur og lítið í
skóla. Hann var með það sem þá var
kallað: „bólgna kirtla bak við lung-
un“, líklega hefur hann verið berkla-
veikur. En hann var sendur út í Viðey
til Eggerts Briem og hann sagði allt-
af að hann hefði fengið heilsuna úti í
Viðey. Hann var þar með Muggi
frænda sínum, sem líka var veikur.
Þeir hlupu og hlupu um eyjuna til að
reyna að fá styrk. Pabba batnaði en
Muggur dó ungur.
Pabbi var bara tvo mánuði í
menntaskóla, þá varð hann að hætta
vegna heilsunnar, en hann var eigi að
síður mikill málamaður, lærði meira
að segja esperantó. Og áður en yfir
lauk sá hann um erlend viðskipti í Út-
vegsbankanum – þýddi bréf úr
ítölsku, spænsku og fleiri málum.
Mamma átti þrjú systkini og eina
fóstursystur sem var dóttir móð-
urbróður míns, sem lést ungur. For-
eldrar hennar hétu Eyjólfur Ófeigs-
son og Pálína Jónsdóttir, þau bjuggu
á Grettisgötunni. Ég fór oft til ömmu
Pá. Fór ein frá Tjarnargötunni og
upp Skothúsveginn. Einhver sá eitt
sinn á eftir mér á leið til ömmu. Þá
hafði komið hundur og klaufin á káp-
unni minni þeyttist upp, ég flýtti mér
svo frá hundinum. Það var mikið
hlegið að þessu atviki. Eyjólfur afi
var um tíma útgerðarmaður en varð
gjaldþrota. Hann var af Fjallsætt,
náskyldur Tryggva Ófeigssyni.
Mikill samgangur
Amma var aftur náskyld Jóni í
Vaðnesi sem var með búð á Klapp-
arstígnum, þar sem nú er gleðihús.
Allt mitt fólk var því í Reykjavík og
það var mikill samgangur við það allt.
Ég man ekki eftir neinni fýlu eða öðr-
um leiðindum í fjölskyldunni.
Ég fór í Miðbæjarskólann og
fannst svo gaman þar að ég lagði á
mig að ganga yfir Skólavörðuholtið til
að geta verið með krökkunum eftir að
við fluttum í Austurbæinn.
Besta vinkona mín var Jóna Bjart-
marsdóttir, hún hafði átt heima í
næsta húsi við okkur í Tjarnargöt-
unni. En hún varð ekki langlíf. Leiðir
okkar höfðu þó skilið áður en hún dó.
Það gerðist þegar ég fór í Mennta-
skólann í Reykjavík. Katrín systir fór
í Ágústarskóla og þaðan í MR en þeg-
ar kom að mér þá tóku nokkrir kenn-
arar sig til og kenndu við barnaskól-
ann þannig að við gætum tekið beint
próf upp í MR. Um vorið fórum við öll
Kann ekki að láta mér leiðast
Morgunblaðið/ÞÖK
Heima Theódóra Thoroddsen á heimili sínu í Fossvogi, hún á ýmsa gamla hluti frá ömmu sinni og foreldrum.
Ferðalög og félagslíf í
bland við mikið og gott
fjölskyldulíf hefur verið
lífsinnihald Theódóru
Thoroddsen. Guðrún
Guðlaugsdóttir ræddi við
hana m.a. um ömmu
hennar og nöfnu, um
æsku- og unglingsár og
samfylgdina við eigin-
manninn, Gísla Halldórs-
son, sem hún kynntist 16
ára og var gift þar til
hann dó 1998.
Hjónin Gísli Halldórsson leikari og kona hans Theódóra Thoroddsen höfðu bæði yndi af ferðalögum og fóru gjarn-
an í fjallaferðir í frístundum sínum.