Morgunblaðið - 06.05.2007, Blaðsíða 90

Morgunblaðið - 06.05.2007, Blaðsíða 90
Sem dæmi, vissuð þið að Britney Spears rak- aði af sér allt hárið? Hvernig veit ég þetta? Og af hverju veit ég þetta …? 95 » reykjavíkreykjavík É g held að ég muni svei mér þá ekki eftir kurteisari viðmælanda en Groban. Það er ekki á hverj- um degi sem stórstjarna þakkar einhverjum aumingja frá Íslandi fyrir það að vilja tala við sig. Hlýir straumar flæddu um símalínuna sem lá alla leið til Los Angeles þar sem Groban býr. Það er við hæfi að maðurinn búi í Borg englanna enda er Groban sem engill í mannsmynd í huga margra. Groban hefur heillað mannkyn allt með styrkri en flauelsmjúkri barítónrödd sinni og á að baki þrjár hljómskífur, en sú síðasta, Awake, kom út í nóvember síðastliðnum. Blanda hans af poppi og klassík hefur hitt milljónir í hjartastað og fyrir löngu tímabært að litla stórþjóðin fái að njóta þessara töfra. Draumur Heyrðu, það bara seldist upp á fjórum mín- útum á fyrstu tónleikana þína!? „Já! (hlær), það var mjög gaman að frétta af því.“ Hefur þú heyrt eitthvað um litlu eyjuna okk- ar? „(Hlær) já… upptökustjórinn minn, Marius De Vries (Björk, Massive Attack, Madonna, Rufus Wainwright) hefur sagt mér ýmislegt og það var allt saman gott.“ Já! Ertu að vinna með honum? „Já, hann vann fjögur lög með mér á nýju plötunni. Ég hef verið aðdáandi hans og Bjark- ar í mörg ár og það var frábært að fá tækifæri til að vinna með honum.“ Það mætti segja að ferill þinn væri búinn að vera sannkölluð rússíbanareið … „Já, svona sannarlega (hlær). Þegar maður horfir um öxl virðist þetta ótrúlegt. Allt hefur gerst svo hratt, líkt og um stormsveip væri að ræða. Ég er í smáfríi núna, við vorum að klára Bandaríkjaferð en samt getum við ekki beðið eftir því að komast á túr aftur. Maður veit varla hvað maður á að gera annars – þetta er búin að vera fimm ára stanslaus vinna til þessa.“ Ertu sem sagt hissa yfir velgengninni? „(Hlær. Groban er í góðu skapi auðheyri- lega) … já, ég er það. En ég vona að ég hætti því ekki og fari að taka hlutunum sem sjálf- sögðum. Ég vil vera jafnhissa eftir þrjátíu ár, þ.e.a.s ef ég verð svo heppinn að vera enn syngjandi. Ég vona að Guð gefi að ég haldi góðri heilsu og geti sinnt listinni áfram af auð- mýkt. Mér finnst stundum eins og ég hafi unn- ið í lottóinu þegar ég skyggnist inn í sjálfan mig og ég er virkilega þakklátur fyrir öll þessi tækifæri sem ég hef fengið.“ Já, maður hefði haldið að það myndi taka ögn lengri tíma að komast í þá stöðu sem þú ert í, seljandi plötur í bílförmum út um allan heim … „Já, ég hélt það líka. Heimur poppstjörn- unnar er óralangt í burtu þegar maður er krakki, eiginlega óraunverulegur. Ég elska að leika og hóf leikferil þar sem mér fannst það liggja betur fyrir mér. Fannst það raunhæfara en það sem ég hef að aðalstarfa í dag. Þannig að þetta er alger draumur sem ég er að upplifa núna.“ Vill vinna með Björk Nú hefur þessi splæsing popps og klassíkur verið harðlega gagnrýnd af málsmetandi fólki úr báðum fylkingum gegnum tíðina. Margir vilja kalla þetta tóma froðu. Hvernig svarar þú svona fólki? „Tónlist er þannig að það er hægt að vinna hana vel eða illa. Alveg sama hvaða und- irstefnur eða geirar eiga í hlut. Hvað varðar þessa splæsingu þá er það eitthvað sem ég hef alltaf haft áhuga á. Ég er t.d. hrifinn af leik- húsi því þar er hægt að sameina svo margt. Ég lít ekki á tónlist mína sem „klassíska“, ég myndi kalla þetta popp með klassískum blæ- brigðum. Þetta snýst meira um að víkka út popphugtakið en að búa til einhvern ódýran, klassískan undirflokk.“ Þú hefur gefið út þrjár hljóðversplötur. Hvað getur þú sagt mér um listamannsþróun þína í gegnum þessar plötur? „Tja … sjálfsöryggið er orðið meira. Röddin er líka betri. Svo er ég farinn að semja sjálfur, og það finnst mér mjög mikilvægt. Þá er ég farinn að vinna með fólki sem kemur úr allt öðrum áttum en ég og ég er farinn að taka meiri áhættu, myndi ég segja. Fyrsta platan var auðvitað mjög „seif“ en þegar fram í sækir þarftu að geta komið sjálfum þér og aðdáend- unum á óvart.“ Hvernig gengur þér að höndla frægðina? Getur þú gengið um stræti og torg LA, óhult- ur? „Ég get reyndar spígsporað hér um í friði ... þú verður að athuga að ég bý í LA. Það er öllum skítsama (skellihlær). Sumt af þessu fræga fólki talar um að það þoli ekki að aðdá- endur gangi að því á veitingahúsum og vilji fá að taka í höndina á því eða eitthvað slíkt. Þetta skil ég ekki. Ef einhver gengi til mín og segði að hann elskaði tónlistina mína þá væri þetta orðið þess virði.“ Hverjar eru svo framtíðaráætlanirnar? „Vonandi get ég búið til fleiri plötur og mig langar til að kanna betur hvað er hægt að gera við þetta form. Ég er farinn að færa mig meira yfir í upptökustjórnun og spilaði þá bæði á pí- anó og trommur á síðustu plötu. Ég hef fullan hug á að rækta þessa hluti áfram á næstu plöt- um. Svo væri gaman að fá að leika eitthvað. Og vinna með Björk. Það væri frábært. Þá væri líf mitt fullkomnað!“ Líkt og auðmjúkur engill Vinsældir söngvarans Josh Grobans eru miklar um þessar mundir og miðar á væntanlega tónleika hans í Laugardalshöll flugu út. Arnar Eggert Thoroddsen ræddi við manninn og kiknaði í hnjáliðunum. Svona næstum því. Hjartaknúsari Groban á greinilega marga aðdáendur hér á landi ef marka má miðasölu á tónleikana sem fram fara í næstu viku. Reuters Samvinna Groban ásamt kanadísku söngkonunni Sarah McLachlan á tónleikum í Hollywood í október í fyrra. Tónleikar Josh Groban fara fram í Laug- ardalshöll 15. og 16. maí. Enn eru til miðar á fyrri tónleikana.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.