Morgunblaðið - 06.05.2007, Blaðsíða 87
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. MAÍ 2007 87
Aðili að
Gagnlegur fróðleikur og fleiri fyrirtæki,
sjá: www.kontakt.is
H
a
u
ku
r
2
6
7
4
Jens Ingólfsson rekstrarfræðingur, jens@kontakt.is
Brynhildur Bergþórsdóttir rekstrarhagfræðingur, brynhildur@kontakt.is
Birgir Ómar Haraldsson verkfræðingur, birgir@kontakt.is
Ragnar Marteinsson fyrirtækjaráðgjafi, ragnar@kontakt.is
Sigurður A. Þóroddsson hdl. lögg. fasteignasali, sigurdur@kontakt.is
Eva Gunnarsdóttir skrifstofustjóri, eva@kontakt.is
Við erum ráðgjafar í fyrirtækjaviðskiptum og aðstoðum
bæði seljendur og kaupendur meðalstórra fyrirtækja við
alla þætti slíkra viðskipta:
• Leit að heppilegum fyrirtækjum eða kaupendum
• Verðmat fyrirtækja.
• Viðræðu- og samningaferli.
• Fjármögnun.
• Gerð kaupsamninga og tengdra samninga.
Við höfum engin fyrirtæki til sölu en við vitum af fjölda
fyrirtækja sem geta verið fáanleg fyrir rétta kaupendur.
Við vitum líka af mörgum aðilum sem eru að leita að
góðum fyrirtækjum í flestum greinum atvinnurekstrar.
Eftirfarandi fyrirtæki eru ekki til sölu,
en við teljum þau fáanleg:
Tengsl okkar við viðskiptavini eru trúnaðarmál. Upplýs-
ingar um fyrirtæki eru ekki gefnar upp í síma. Vinsam-
lega hringið og pantið tíma, síminn er 414 1200, en
einnig er hægt að nota tölvupóst: jens@kontakt.is
eða brynhildur@kontakt.is
TENGINGVIÐ
TÆKIFÆRIN
Suðurlandsbraut 4, 7. hæð. • Sími: 414 1200
www.kontakt.is • Netfang: kontakt@kontakt.is
• Deild úr heildverslun með gjafavörur. Ársvelta 60 mkr.
• Innflutningsfyrirtæki með vörur fyrir sjávarútveg. EBITDA 55 mkr.
• Þekkt skyndibitakeðja. Ársvelta 130 mkr.
• Rótgróið fyrirtæki í hreinsun og útflutningi æðardúns.
• Vélsmiðja. Ársvelta 200 mkr.
• Stórt framleiðslufyrirtæki með matvæli.
• Rótgróið lítið byggingafyrirtæki með fasta viðskiptavini. Fjórir fastráðnir starfsmenn.
Góð verkefnastaða.
• Rótgróin húsgagna- og gjafavöruverslun. EBITDA 14 mkr.
• Stórir byggingaverktakar í einu Eystrasaltslandanna. Ársvelta 3.800 mkr.
• Innflutningsfyrirtæki með sumarvörur. Ársvelta 300 mkr.
• Deild úr heildverslun með þekktar garðvörur.
• Heildverslun Í Bretlandi með tölvuhluti. Selur til 2000 verslanna. Ársvelta 400 mkr.
• Framleiðandi lækningatækja í einu Eystrasaltslandinu sem selur til sjúkrahúsa í yfir
70 löndum. Um 60 vel menntaðir starfsmenn. Ársvelta 350 mkr. EBITDA 90 mkr.
• Lítil húsgagnaverslun í Kaupmannahöfn.
• Heildverslun-sérverslun með fatnað. Ársvelta 100 mkr.
• Rótgróin umboðs- og heildverslun á Austurlandi. Ársvelta 100 mkr.
• Heildverslun með gjafavörur. Ársvelta 50 mkr.
• Þekkt húsgagnaverslun. Ársvelta 250 mkr.
• Heildverslun með bílavörur. Ársvelta 75 mkr.
• Þekkt sérverslun með herrafatnað.
• Stórt veitingahús í miðborginni.
• Meðalstórt þjónustufyrirtæki í tæknibúnaði.
• Stór sérverslun-heildverslun með byggingavörur.
• Þekkt sérverslun með fatnað. Góð afkoma.
• Jarðvinnufyrirtæki með nýlegar vélar og góða verkefnastöðu.
FRÉTTIR
Fréttir á SMS
AÐALFUNDUR félags forstöðu-
manna ríkisstofnana var haldinn 2.
maí sl. Félagið var stofnað árið 1986
og er tilgangur þess er að vera
tengiliður við stjórnvöld um gagn-
kvæm málefni, stuðla að fræðslu-
starfi meðal félagsmanna og efla
kynni þeirra og samstarf.
Úr stjórn gengu Skúli Eggert
Þórðarson ríkisskattstjóri, sem ver-
ið hefur formaður félagsins í fjögur
ár og þar áður í stjórn í sex ár.
Þökkuðu fundarmenn fráfarandi
formanni fyrir dugnað og framsýni
við þróun félagsins, segir í frétt frá
félaginu. Jafnframt létu af stjórn-
arstörfum Sjöfn Sigurgísladóttir,
forstjóri Matís ohf., og Óli H. Þórð-
arson, fv. formaður Umferðarráðs,
sem var einn helsti hvatamaður að
stofnun félagsins og hefur verið í
stjórn þess frá upphafi. Var Óli sér-
staklega heiðraður á fundinum fyrir
framlag sitt til stofnunar og starf-
semi félagsins.
Í stjórn félagsins voru kjörin
Haukur Ingibergsson forstjóri
Fasteignamats ríkisins formaður,
Sigrún Jóhannesdóttir forstjóri
Persónuverndar varaformaður,
Björn Karlsson, brunamálastjóri
ritari, Snævar Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri Fasteigna ríkissjóðs
gjaldkeri og Gísli Tryggvason, tals-
maður neytenda meðstjórnandi.
Varastjórn skipa Margrét Hall-
grímsdóttir, þjóðminjavörður,
Rannveig Gunnarsdóttir forstjóri
Lyfjastofnunar og Þorkell Helga-
son, orkumálastjóri.
Nýr formaður
kjörinn í FFR
EIGA söfn og setur samleið? Leitað
verður svara við þeirri spurningu
og fleirum varðandi samstarf safna
og setra á málþingi um söfn og
sögutengda ferðaþjónustu miðviku-
daginn 9. maí kl. 13 til 16 í Öskju,
Náttúrufræðahúsi Háskólans.
„Á síðustu árum hafa orðið mikl-
ar breytingar í safna- og sýninga-
málum hér á landi. Fyrir aðeins um
tíu árum var sýningin Á Njáluslóð
sett upp, sem segja má að hafi
markað upphaf landnáms söguald-
arsýninga. Nú hafa verið stofnuð
samtök slíkra sýninga og verkefna
sem eru á þriðja tug. Setrin hafa
reynt að höfða til almennings með
afþreyingu og nýrri miðlun og upp-
skorið mikla aðsókn. Söfnin hafa
hins vegar, mörg hver, verið sein til
að innleiða nýjungar, þar til á allra
síðustu árum. Ekki er þó alveg ljóst
hvað er safn og hvað setur. Ný
safnalög 2001 gerðu ekki ráð fyrir
setrum, aðeins söfnum,“ segir í
fréttatilkynningu.
Málþingið er hluti af MA-verk-
efni Ólafs J. Engilbertssonar í hag-
nýtri menningarmiðlun. Auk Ólafs
verða eftirtaldir með erindi á mál-
þinginu: Ragnheiður Þórarins-
dóttir, sérfræðingur safnamála hjá
menntamálaráðuneyti; Rögnvaldur
Guðmundsson, formaður Samtaka
um sögutengda ferðaþjónustu;
Guðbrandur Benediktsson, safna-
og sagnfræðingur og deildarstjóri
miðlunar hjá Minjasafni Reykjavík-
ur; Torfi Tulinius, formaður sam-
takanna Vestfirðir á miðöldum og
Kjartan Ragnarsson, forstöðumað-
ur Landnámsseturs Íslands. Eggert
Þór Bernharðsson dósent verður
fundarstjóri og stýrir pallborðs-
umræðum í lok málþingsins.
Málþing um söfn
og sögutengda
ferðaþjónustu
í Öskju