Morgunblaðið - 06.05.2007, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 06.05.2007, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. MAÍ 2007 41 fundur staðfesti því niðurstöður okkar frá því 1974. Þetta sýnir að maður þarf stundum að vera þol- inmóður í þessu fagi til að bíða eftir staðfestingu.“ Afríka gegnir sem kunnugt er afar mikilsverðu hlutverki í þróunarsögu mannsins. Þar er þáttur Suður- Afríku ólítill; innan greinarinnar hef- ur enda orðið til sérstakt heiti yfir steingerðar leifar apamanna frá Suð- ur-Afríka. Þeir nefnast Australop- hitecus og síðan er síðara nafni skeytt við til aðgreiningar. Þar hefur Coppens einmitt lagt til drjúgan skerf og fóstrað fjölmörg ný teg- undaheiti. Hvers vegna varð maðurinn til? Ein áhrifamikil kenning Coppens um framþróun mannsins snýr að því hvernig loftslagsbreytingar fyrir átta milljón árum hafi haft afdrifarík áhrif á framþróun mannsins. Eftir rann- sóknir á steingerðum leifum sem fundust á tímabilinu frá 1967 til 1976 í Asíu setti hann fram kenningu um þetta árið 1983. Árangur uppgraft- arins voru steingervingar sem voru allt frá þriggja milljóna til einnar milljónar ára gamlir. Þegar Coppens fór að bera þessar menjar saman við upplýsingar um veðurfarsbreytingar á svæðinu á þessum tíma fór hann að sjá athyglisverða samsvörun. Í stuttu máli dró hann þá ályktun að veð- urfarsbreytingar, kólnun og auknir þurrkar (og þar af leiðandi minni gróður) hefðu haft greinileg áhrif á bæði líkamsgerð og lífsmáta þessara forvera mannsins. Framþróun teg- undarinnar í átt til nútímamannsins hefði með öðrum orðum stafað af klárri ytri nauðsyn til að laga sig að hrjúfara umhverfi. Þessar breyt- ingar fólu meðal annars í sér að heil- inn stækkaði, kannski til að vera bet- ur í stakk búinn til að upphugsa ráð til varnar árásum rándýra. Og tenn- urnar urðu betri til að kljást við kjöt í stað ávaxta og grænmetis eingöngu (eins og raunin var til dæmis með Lucy). Enda slíkt orðið af skornum skammti. Í framhaldi þessa hefur Coppens svo leitt í ljós, með því að rannsaka muninn á hraða breytinga á annars vegar líkamsgerð frummanna og hins vegar áhöldum, hvernig áunnir hæfileikar tóku smám saman við af ásköpuðum hæfileikum. Þetta hafi fært manninum bæði frelsi og jafn- framt ábyrgðarkennd og um síðir leitt til þess að hægði á þróun hans uns hún staðnæmdist. Á fyrrgetnum fyrirlestri í Háskóla Íslands velti Gísli Pálsson mannfræðingur því fyr- ir sér hvort nýtt landnám mannsins í geimnum kynni þá að leiða til þess að líffræðileg þróun mannsins tæki nú nýjan fjörkipp en það er önnur saga. Coppens er ekki að koma til Ís- lands í fyrsta sinn. Hann kom hér síð- ast fyrir 15 árum og hélt erindi. En finnst manni eins og honum, sem einkum hefur einbeitt sér að milljóna ára gömlum menjum, ekki dálítið þunnur þrettándi að koma til lands með svo unga jarðsögu? Og sem í samanburði við heimkynni frum- mannsins byggðist vart fólki fyrr en í gær? „Mikilvægi fornminja byggist ekki einvörðungu á aldri,“ segir Coppens. „En auk þess skilst mér að nýlegar jarðvegsrannsóknir gefi til kynna að menn kunni að hafa búið hér all- nokkru fyrr en áður hefur verið tal- ið,“ bætir hann við og brosir. REUTERS Samsvörun Steingerðar leifar sýna að loftslagsbreytingar fyrir átta millj- ón árum höfðu afdrifarík áhrif á framþróun mannsins. » Kaupmáttur, hagur heimilanna, hefur vaxið um 75% frá 1994 » Erlendar skuldir ríkissjóðs hafa verið greiddar upp » Skattar hafa verið lækkaðir á einstaklinga og fyrirtæki » Háskólanemum hefur fjölgað úr um 7.500 í um 17.000 á síðustu tólf árum » Atvinnuleysi sem áður var mikið vandamál er nú svo að segja óþekkt » Opinber framlög til heilbrigðismála hafa verið stóraukin og eru nú með hæstu í heiminum » Ísland er komið í 2. sæti á lista Sameinuðu þjóðanna yfir þau lönd þar sem lífskjör eru best í heiminum Þegar öllu er á botninn hvolft er traust efnahagsstjórn stærsta velferðarmálið Nýir tímar - á traustum grunni xd.is MRSTÚDENTAFAGNAÐUR Nemendasambands Menntaskólans í Reykjavík verður haldinn laugardaginn 2. júní 2007 í Súlnasal Hótels Sögu og hefst kl. 20.00. Húsið opnað kl. 19.00. Nýstúdentar og allir afmælisárgangar eru hvattir til að fjölmenna. Aðgöngumiðar verða seldir á söluskrifstofu Hótels Sögu, 3. hæð, dagana 14.-25. maí. Einnig er hægt að panta og greiða fyrir miðana með símgreiðslu í síma 525 9950. Samkvæmisklæðnaður. Stjórnin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.