Morgunblaðið - 06.05.2007, Blaðsíða 100

Morgunblaðið - 06.05.2007, Blaðsíða 100
SUNNUDAGUR 6. MAÍ 126. DAGUR ÁRSINS 2007 Heitast 10° C | Kaldast 2° C  Norðaustan 3–10 m/s. Léttir til sunnan- og vestanlands. Stöku él n- og austan. » 8 ÞETTA HELST» Úttekt á öryggisþáttum  Farið hefur verið fram á það við forstöðumenn sundlauga Reykjavík- urborgar að þeir geri úttekt á örygg- isþáttum í kjölfar hörmulegs slyss sem varð í Sundlaug Kópavogs. Meðal annars verður farið yfir hvort endurnýja þurfi tækjabúnað. »2 Ókeypis forvarnaskoðun  Í gær var skrifað undir sam- komulag á milli fulltrúa samninga- nefnda heilbrigðis- og trygginga- málaráðherra og Tannlæknafélags Íslands um fyrirkomulag tann- læknaþjónustu og ókeypis for- varnaskoðun þriggja og tólf ára barna. Tannlæknafélagið lét jafn- framt bóka að miklu meira þurfi til eigi að bæta almenna tannheilsu ungmenna á landinu. »2 Geislaplötur vinsælar  Geislaplötusala jókst töluvert hér á landi í fyrra frá árinu 2005 og seld- um eintökum fjölgaði um meira en hundrað þúsund á tveimur árum. Telst þetta sérstaklega til tíðinda þegar litið er til þess að á heimsvísu hefur plötusala dregist saman á und- anförnum árum. »10 Hrapaði í Kamerún  Óvíst er um afdrif 114 manns sem um borð voru í nýlegri Boing 737- 800 þotu flugfélagsins Kenya Air- ways sem hrapaði skömmu eftir flugtak í Kamerún í gær. Vélin var á leið frá Fílabeinsströndinni til Nai- robi í Kenía. »2 Kosið í Frakklandi  Síðari umferð forsetakosninganna í Frakklandi fer fram í dag. Sam- kvæmt nýjustu könnunum virðist sem Nicolas Sarkozy hafi enn aukið forskot sitt á keppinautinn Ségolène Royal. »6 SKOÐANIR» Ljósvaki: ... að Kompás berji á fólki? Til þrautar? Forystugrein: Nýr tónn og fersk hugsun í heilbrigðismálum UMRÆÐAN» Um samkeppnishæfni þjóða ReykjavíkurAkademían 10 ára Orgel eða ópera? Friðun Alliance-húss fagnaðarefni FÓLK» Kate Moss vill eignast barn með Pete. 92 Arnar Eggert Thor- oddsen ræddi við Josh Groban, sem sagðist meðal ann- ars vilja vinna með Björk. 90 TÓNLIST» Vill vinna með Björk KVIKMYNDIR» Kóngulóarmanninum leiðist slúður. 95 FÓLK» Paris Hilton hefur verið dæmd í fangelsi. 97 Hljómsveitin Jak- obínarína hefur skrifað undir samn- ing við EMI um út- gáfu fyrstu plötu sveitarinnar. 94 Sömdu við risann EMI TÓNLIST» reykjavíkreykjavík 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana SPARIÐ HELMING MEÐ ÁSKRIFT Í LAUSASÖLU 300 ÁSKRIFT 2650 HELGARÁSKRIFT 1600 PDF Á MBL.IS 1700 VEÐUR» » VEÐUR mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Paris Hilton í 45 daga fangelsi 2. Myndar útúrdrukkinn föður sinn 3. Breskri stúlku rænt? 4. Ellý hissa á bloggvinsældum Eftir Ragnhildi Sverrisdóttur rsv@mbl.is UNNIÐ er að margvíslegum rann- sóknum á sviði nanótækni hér á landi. Viðar Guðmundsson, prófess- or í eðlisfræði við Háskóla Íslands, segir möguleika nanótækni ótal marga. Hann nefnir sem dæmi, að ef heimurinn skipti venjulegum ljósa- perum út fyrir ljósdíóður, með rækt- uðum kristöllum, yrði orkusparnað- urinn gríðarlegur. Til marks um hversu smá við- fangsefni nanótækninnar eru má nefna, að menn víla ekki fyrir sér að skoða eitt atóm í einu og jafnvel raða saman atómum. Rannsóknarhópur Sveins Ólafssonar, vísindamanns við Raunvísindastofnun, hefur þróað og smíðað nokkrar smugsjár, en svo nefnist búnaðurinn sem þarf til þess- ara rannsókna. Fleiri rannsóknarhópar fást við nanótækni hér á landi. Rannsóknar- hópur Kristjáns Leóssonar leitar að- ferða til að leiða ljós eftir örsmáum rásum örgjörva, í stað rafboða og rannsóknarhópur Snorra Þ. Ingv- arssonar, dósents við HÍ, rannsakar hitamyndun í örgjörvum. Grafín nefnist eitt af töfraefnum framtíðarinnar, að mati Viðars Guð- mundssonar. Grafín er aðeins eitt atómlag af kolvetni, minna en einn nanó-metri á þykkt. Smári úr efninu er svo lítill, að hægt er að stýra einni rafeind í gegnum hann. Viðar segir nanó-tæknina smám saman ryðja sér til rúms og á hinum fjölbreytileg- ustu sviðum. „Eðlisfræðin er rétt að byrja og áherslusviðin alltaf að breytast. Það er kolrangt að við séum komin að einhverjum endi- mörkum.“ Risastór tækifæri í örsmárri tækni Í HNOTSKURN »Forskeytið „nanó“ vísar tilhluta sem eru nokkrir nanó-metrar að stærð, en einn nanómetri er einn milljarðasti úr metra. »Smugsjár gera mönnumkleift að skoða eitt atóm í einu og jafnvel að raða þeim saman.  Stóra | 42 Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is „ÞAÐ sem kom okkur mest á óvart var að allt var eins og þegar við vor- um í skólanum,“ segir Sigrún V. Ás- grímsdóttir, sem heimsótti Mela- skólann í Reykjavík ásamt bekkjarsystkinum sínum í tilefni þess að þau útskrifuðust frá skól- anum fyrir 50 árum. Krakkarnir í 12 ára C 1957 komu saman í tilefni 40 ára afmælis Mela- skóla 1986 og svo aftur fyrir 10 ár- um en þeir höfðu ekki komið í skól- ann frá því þeir luku barnaskóla- prófi fyrr en nú. Sigrún segir að haldið hafi verið upp á daginn og byrjað á því að fara í skólann. Kenn- ararnir Hróðmar Margeirsson og Sveinn Víkingur Þórarinsson voru með og settust nemendur í gömlu kennslustofuna. 32 nemendur voru í bekknum fyrir 50 árum. 25 þeirra tóku þátt í fagnaði dagsins, sem lauk með kvöldverði, og þar af mættu 13 í skólann. „Ragna Ólafsdóttir skóla- stjóri og Karen Tómasdóttir skrif- stofustjóri tóku afskaplega vel á móti okkur og þetta var mjög gam- an, allir voru svo glaðir að hittast.“ Sigrún segir stórkostlegt hvað Melaskóli sé vandaður að allri gerð. „Það eru sömu gólfdúkarnir og sama klæðning á veggjum. Reynt hefur verið að halda sama litavali en það sem er öðruvísi er að nú er mjög mikið af munum eftir nemendur upp um alla veggi á skólastofunni og nemendasýningar í anddyrinu stóra þar sem nemendur söfnuðust saman áður en gengið var upp í stofurnar. Þetta tíðkaðist ekki þegar við vorum en er mjög skemmtilegt.“ 12 ára C 1957 Sveinn V. Þórarinsson kennari með útskriftarbekknum fyrir hálfri öld. Sigrún er fjórða frá vinstri. Morgunblaðið/Kristinn 50 árum síðar Nemendurnir og kennararnir rifja upp liðna tíð í skólastofunni sinni. Allt eins í Melaskóla og fyrir hálfri öld RAUÐHEGRI hefur verið að spóka sig í nágrenni Elliðavatns. Það var Hafsteinn Björgvinsson, starfs- maður Vatnsveitunnar, sem fann þennan sjaldgæfa fugl við Hellu- vatn, þar sem hann hefur haldið sig síðan og einnig hefur hann sést við Kirkjuhólmatjörn. Hann hefur að- eins einu sinni áður fundist hér á landi en það var við Kópasker 5. október 1983. Þessi rauðhegri er fullorðinn fugl og skrautlegur, með mikla fjaðraskúfa á hálsinum og síðan hnakkaskúf. Fuglinn er ætt- aður sunnan úr löndum. Ljósmynd/Jóhann Óli Hilmarsson Sjaldséður gestur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.