Morgunblaðið - 06.05.2007, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.05.2007, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 6. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is BIRKISKÓGAR geta nýst til að verjast afleiðingum öskugosa, en þeir þola slík gos vel, hemja öskuna og koma í veg fyrir að hún fjúki burt. Landgræðsla rík- isins og Skógrækt ríkisins auk fjölda annarra hafa sett í gang verkefnið Hekluskóga meðal ann- ars til að nýta þessa eiginleika birkisins. Á föstudag undirrituðu land- búnaðarráðherra og fjár- málaráðherra fyrir hönd ríkisins og landgræðslustjóri og skóg- ræktarstjóri samstarfssamning um Hekluskóga og framlög rík- isins til verkefnisins. Samningurinn er til 10 ára og framlag ríkisins um fimm hundr- uð milljónir króna. Sveinn Runólfsson land- græðslustjóri segir samninginn við ríkið afar mikilvægan, enda tryggi hann fjárveitingu verkefn- isins til næstu tíu ára. „Þá gerir hann verkefnið fýsilegra fyrir aðra hugsanlega styrktaraðila því þeir sjá nú hvaða áherslu ríkið hefur lagt á Hekluskóga.“ Bætir atvinnuástand Sveinn segir reynsluna hafa sýnt að skóglaust land þoli ösku- gos afar illa en birkiskógur hemji öskuna og hún hverfi í skóg- arbotninn. „Það er í raun merki- legt hve vel birkið stendur af sér heitt öskufallið,“ segir hann. Þarna sé því verið að reisa nátt- úrlegan varnargarð gegn nátt- úruhamförum. Þá er skógræktinni á svæðinu ætlað að bæta landgæði, binda kolefni, stuðla að bættum vatnsbúskap, auka verðmæti lands og skapa nýja möguleika í ferðamennsku á svæðinu. „Þetta mun skipta máli fyrir atvinnumál í héraðinu, enda mun nokkur fjöldi fólks vinna að verkefninu,“ segir Sveinn. Skóglendið vörn gegn eldgosi Fjárveiting til Hekluskóga tryggð til 10 ára Undirritun Sveinn Runólfsson, landgræðslustjóri, Árni Mathiesen, fjár- málaráðherra, Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra og Jón Lofts- son, skógræktarstjóri skrifa undir samstarfssamning um Hekluskóga. EIGENDUR ellefu bifreiða vöknuðu upp við vondan draum þegar þeir sóttu bíla sína að Kaplakrika í Hafnarfirði í gærmorgun en þar hafði farið fram skemmtun á föstudagskvöldið. Eftir að henni lauk tók einhver eða einhverjir út reiði sína á bílunum, rispaði þá og braut í þeim rúður. Að sögn lögreglu er ekki vitað hver, eða hverjir, voru þar að verki en vegfarendur sem urðu vitni að athæfinu, eru beðnir um að hafa samband við lögregluna á höfuðborg- arsvæðinu í síma 444-1100. Ljósmynd/Sigurður Pálsson Skemmdir unnar á ellefu bifreiðum STÆKKUN fangelsisins á Kvía- bryggju er í fullum gangi um þess- ar mundir og ráðgert að henni verði lokið í september nk. Þetta kemur fram í nýjasta tölublaði vef- rits dóms- og kirkjumálaráðuneyt- isins. Eftir endurbætur mun pláss- um á Kvíabryggju fjölga um átta, úr fjórtán í tuttugu og tvö. Í vefritinu eru einnig tíundaðar fleiri framkvæmdir sem eru í þann mund að hefjast eða í undirbún- ingi. Þannig er stutt í að fangelsið á Akureyri verði endurbætt til muna og ráðgert er að hönnunarvinnu vegna heildaruppbyggingar fang- elsisins á Litla-Hrauni verði lokið á þessu ári. Að endingu er starfandi vinnu- hópur um þarfagreiningu vegna nýs fangelsis á höfuðborgarsvæð- inu. Haft er eftir Valtý Sigurðs- syni, forstjóra fangelsismálastofn- unar, að verið sé að kanna hvort unnt sé að fá hentuga lóð sem rúm- að geti starfsemina. Gert er ráð fyrir að þarfagreiningu ljúki í ágúst nk. Fram- kvæmdir við fangelsi Endurbætur fang- elsa í fullum gangi Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is BIÐLISTAR eftir skurðaðgerð- um á Landspítala-háskólasjúkra- húsi voru álíka langir í mars síð- astliðnum og á sama tíma í fyrra. Jóhannes M. Gunnarsson lækn- ingaforstjóri sagði að samkvæmt starfssemiupplýsingum sjúkra- hússins hafi alls 2.122 sjúklingar verið á slíkum biðlistum í mars síðastliðnum en það eru nýjustu tölur. Í mars í fyrra voru alls 2.018 sjúklingar á sambærilegum lista. Í mars s.l. voru 1.354 sjúkling- ar búnir að bíða lengur en í þrjá mánuði. „Við höfum tilhneigingu til að líta svo á að skemmri bið en þrír mánuði sé ekki eiginlegur biðlisti, heldur vinnulisti,“ sagði Jóhannes. Listanum er skipt eftir teg- undum aðgerða og sérgreinum sjúkrahússins. Jóhannes sagði að víðast hvar væri listinn mjög stuttur eða nánast enginn. „Það eru of langir biðlistar og lengri en við myndum vilja hafa þá. Þar má nefna liðskiptaaðgerðir í mjöðmum og hnjám. Á árunum 2005 og 2006 tókst að vinna þessa biðlista verulega niður, en á síð- ari hluta árs 2006 og í ár hefur ekki tekist að halda alveg í horf- inu og þessir listar hafa aðeins lengst.“ Nú bíður 151 eftir gervi- liðaaðgerð á hné og hafa 110 þeirra beðið lengur en í þrjá mánuði. Eftir slíkri aðgerð á mjöðm bíða 105 sjúklingar og eru 77 þeirra búnir að bíða í meira en þrjá mánuði. Jóhannes sagði að bið eftir gerviliðaaðgerðum væri vissulega óþægilega löng, en hún ætti sínar skýringar. Sjúklingar hefðu frelsi til að velja sér lækni og veldu þá að bíða heldur eftir aðgerð hjá tilteknum lækni en að fara til annars læknis sem gæti gert aðgerðina fyrr. Jóhannes sagði að hafa þyrfti í huga mikla afkastagetu sumra deilda þegar biðlistar væru skoð- aðir. T.d. bíða um 400 eftir að- gerðum á háls-, nef- og eyrna- deild, en umsetningin er svo hröð að 120 til 130 aðgerðir eru gerðar á mánuði. Þar sé því ekki löng bið þótt listinn sé langur. Um 60 sjúklingar bíða nú eftir hjartaaðgerð. Þó talan virðist ekki ýkja há eru þetta sjúklingar sem þola illa bið. „Í heildina tekið er staðan þolanleg þó blikur séu á lofti því skortur á starfsfólki er mikill og vaxandi,“ sagði Jóhann- es. Bið eftir hjartaþræðingum og ýmsum hjartarannsóknum hefur lengst, þrátt fyrir að afköst á því sviði hafi stöðugt aukist. Jóhann- es sagði eftirspurnina hafa vaxið gríðarlega mikið og er verið að skoða orsakir þess. Hann taldi aukninguna mega að hluta skýra með fjölgun segulómskoðana á kransæðum. Sú rannsóknarað- ferð er þægileg en háð takmörk- unum. Oft kallar hún á nánari skoðun með hjartaþræðingu. Biðlistar eftir skurðaðgerð- um á LSH svipaðir og í fyrra Í HNOTSKURN » Í mars síðastliðnumvoru 2.122 manns á bið- listum vegna skurðaðgerða. Þar af höfðu 1.354 sjúkling- ar beðið lengur en í þrjá mánuði. » Víða eru biðlistar stuttireða engir en um 60 sjúk- lingar bíða eftir hjartaað- gerð. Þeir þola illa bið. SVONEFNDIR stökkskór eru farnir að ryðja sér til rúms hérlendis og hvetur Fjóla Guðjónsdóttir hjá Forvarnahúsi Sjó- vár til varúðar við notkun þeirra. Greint var frá þessu fyr- irbæri, sem Bandaríkja- menn kalla „skyrunner“, í Morgunblaðinu á föstudag. Fjóla bendir á að búnaður- inn sé valinn miðað við þyngd notanda og fjöðrunin sé mismunandi. Ástæða sé til að hvetja til að- gæslu og nota ávallt örygg- isbúnað eins og hjálm, olnbogahlífar, úln- liðshlífar og hnéhlífar. „Ég myndi ekki mæla með þessu fyrir of unga krakka,“ segir Fjóla og bendir á að níu til 10 ára krakkar hafi varla burði til að valda svona búnaði. Hún bendir jafnframt á að ein- göngu eigi að nota stökkskó á hörðu og flötu yfirborði og varast beri að nota skóna á gangstétt eða í umferð þar sem hætta sé á að rekast á til dæmis ljósa- staura eða steina. Heldur ekki í lokuðu rými þar sem lofthæð sé ekki nægileg eða á svölum. Því síður á grasi eða á blautu undirlagi. Segir stökkskó varasama LAUSN hefur fundist á deilu fangavarða og ríkisins og er þess vænst að þeir fangaverðir sem sagt höfðu upp störfum dragi uppsagnir sínar til baka þegar skrifað hefur verið undir nýjan stofn- anasamning. Valtýr Sigurðsson fangelsismálastjóri segir að við skoðun á kjaramálum fanga- varða hafi komið í ljós að fangaverðir hafi setið eftir miðað við aðrar stéttir, einkum í ljósi þess að starf fangavarða hefur verið að breytast undanfarin ár og starfsskyldur þeirra sömuleiðis. Samkomulagið felur gróflega í sér 10% launahækkun frá síðustu mán- aðamótum og um 5% hækkun um næstu áramót. Fangaverðir og ríki ná saman LÖGREGLUNNI á Selfossi var um fimm- leytið í gærmorgun tilkynnt um bifreið ut- an vegar við Suðurlandsveg, nærri Kög- unarhól. Þegar komið var að bílnum, sem lá á hvolfi, var hann mannlaus en að sögn lögreglu fengust fljótlega upplýsingar um ökumanninn sem benda til að hann hafi verið undir áhrifum áfengis þegar slysið varð. Ökumaður lét lögreglu vita af sér, þ.e. að hann hafi ekki slasast í bílveltunni, fyr- ir hádegi í gær en ekki fékkst uppgefið hvar hann héldi sig. Taldi lögregla líkleg- ast að maðurinn vildi láta renna vel af sér áður en hann ræddi frekar við lögreglu, og er það stutt framburði vitna. Að sögn lögreglu er líklegt að maðurinn missi öku- réttindi þrátt fyrir að erfitt verði að sanna að hann hafi verið ölvaður undir stýri en það verði dómari að skera úr um. Velti bílnum og hafði sig á brott UPPI eru áform um að koma aftur fyrir móttökustöð Sorpu í Grafarvogi, en borg- arráð samþykkti á síðasta fundi sínum að leggja til við sviðsstjóra framkvæmdasviðs og skipulagsstjóra að taka upp viðræður við ríkið um kaup eða langtímaleigu á landspildu úr Keldnaholti í þeim tilgangi að koma þar fyrir móttökustöð. Væri stöðinni ætla að þjóna Mosfellsbæ, Grafarholti og nyrðri hluta Grafarvogs og kæmi hún í stað afgreiðslustöðvar Sorpu við Bæjarflöt, sem lokað var í ársbyrjun 2005. Afgreiðslustöð í Keldnaholti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.