Morgunblaðið - 06.05.2007, Blaðsíða 48
hvað varð um VICTORIU PRINCIPAL?
48 SUNNUDAGUR 6. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
LANDSKJÖRSTJÓRN
AUGLÝSING FRÁ LANDSKJÖRSTJÓRN
Landskjörstjórn gjörir kunnuga þá breytingu á auglýsinguum kosningar til
Alþingis frá 30. apríl 2007, sem birt var 2. maí 2007, að framboð
Baráttusamtaka eldri borgara og öryrkja í Norðausturkjördæmi,
E-listi, hefur verið afturkallað. Eftir þessa breytingu eru eftirtaldir listar bornir
fram í öllum kjördæmum landsins við alþingiskosningarnar sem fram eiga að
fara 12. maí 2007:
B-listi borinn fram af Framsóknarflokknum.
D-listi borinn fram af Sjálfstæðisflokknum.
F-listi borinn fram af Frjálslynda flokknum.
I-listi borinn fram af Íslandshreyfingunni.
S-listi borinn fram af Samfylkingunni.
V-listi borinn fram af Vinstri hreyfingunni – grænu framboði.
Reykjavík, 4. maí 2007. Landskjörstjórn,
Gestur Jónsson, formaður,
Hervör Þorvaldsdóttir,
Ástráður Haraldsson,
Guðríður Þorsteinsdóttir,
Gísli Baldur Garðarsson.
Eftir Valgerði Þ. Jónsdóttur
vjon@mbl.is
É
g vild’ ég væri Pamela í
Dallas,“ söng aust-
firska stúlkna-
hljómsveitin Dúkku-
lísurnar á níunda
áratugnum. Lagið heyrist ennþá af
og til í útvarpinu og vekur eflaust
minningar margra fertugra og eldri
um yrkisefnið; nefnilega Pamelu
Barnes Ewing. Victoria Principal
fór með hlutverk þessarar forríku,
ungu frúar á Southfork-búgarðinum
í Dallas, en samnefnd sápuópera var
ein sú fyrsta sinnar tegundar og ein
sú vinsælasta, sem sýnd hefur verið
í sjónvarpi á Íslandi fyrr og síðar.
Þorri þjóðarinnar fylgdist spenntur
með persónum og leikendum í 251
þætti, en þeir voru framleiddir á ár-
unum 1978 til 1987 og sýndir á
þriðjudagskvöldum. Hinir þóttu
vart viðræðuhæfir fram eftir vik-
unni.
Tæpast verður því haldið fram að
Principal hafi sýnt mikil leikræn til-
þrif í Dallas, ekki frekar en Patrick
Duffy, sem lék eiginmann hennar,
Bobby. Sannast sagna voru bæði
ákaflega væmin og tilgerðarleg. Á
móti vó að þau voru slóttug mjög
eins og vera ber í sápum sem bragð
er að. Að því leytinu komst þó eng-
inn með tærnar þar sem J.R., höfuð
Ewing-anna, leikinn af Larry Hag-
man, hafði hælana.
Victoria víðförla
Þótt frægðarsól Principal á leik-
listarbrautinni risi einna hæst er
hún fór með hlutverk Pamelu í Dall-
as hafði hún áður leikið bæði í sjón-
varpsþáttum og kvikmyndum og
komið víða við. Vegna starfa föður
hennar, sem var liðþjálfi í banda-
ríska flughernum, þurfti fjölskyldan
oft að flytja sig um set. Sjálf leit Vic-
toria Principal dagsins ljós 3. janúar
1950 (heimildum ber ekki saman og
eru árin 1946 og 1949 sums staðar
sögð fæðingarár hennar) í Fukuoka
í Japan, en ólst upp í London, Pú-
ertó Ríkó, Massachusetts og
Georgíu áður en fjölskyldan festi
rætur í Flórída.
Strax á grunnskólaaldri fékkst
hún við fyrirsætustörf, en stefndi á
nám í hnykklækningum. Átján ára
slasaðist hún alvarlega í umferð-
arslysi og ákvað þá að snúa sér frek-
ar að leiklist og freista gæfunnar í
New York. Fáum sögum fer af
Principal þar í borg en þær eru
helstar að hún vann sem fyrirsæta,
notaði hvert tækifæri til að mæta í
áheyrnarpróf og varð Ungfrú Miami
1969. Sama ár hóf hún nám í Royal
Academy of Dramatic Art í London
og fluttist, að tveggja ára námi
loknu, til Los Angeles.
Fyrsta alvöruhlutverkið sem hún
fékk í Englaborginni var hlutverk
mexíkóskrar hjákonu í gamanvestra
árið 1972 í leikstjórn Johns
Hustons, The Life and Times of
Judge Roy Bean, með ekki ómerkari
leikurum en Paul Newman, Ant-
hony Perkins, Jacqueline Bisset og
Ava Garner. Fyrir leik sinn var
Principal tilnefnd til Golden Globe-
verðlaunanna sem efnilegasti nýlið-
inn. Nafn Victoriu Principal var orð-
ið sæmilega þekkt og vakti hún enn
meiri eftirtekt þegar hún tók upp á
því að sitja fyrir á nektarmyndum í
Playboy 1973, en á þeim tíma upp-
hófust háværar gagnrýnisraddir um
hlutgervingu kvenmannskroppa.
Þrátt fyrir Golden Globe-
tilnefninguna og ýmis væn hlutverk
í sjónvarpsþáttum ákvað Principal
að hætta að leika til að kynna sér
hina hliðina á skemmtanabrans-
anum. Hún skráði sig á námskeið
fyrir umboðsmenn leikara, rithöf-
unda, leikstjóra og framleiðenda og
starfaði um þriggja ára skeið sem
slíkur. Þá hugðist hún enn venda
sínu kvæði í kross, hefja nám í lög-
fræði og fjármagna námið með smá-
hlutverkum í sjónvarpsþáttum.
Lögfræðiáformin fóru þó fyrir bí
þegar hún fékk tilboð um að leika
Pamelu í Dallas. Fyrir rulluna var
hún aftur tilnefnd til Golden Globe-
verðlaunanna og þá sem besta leik-
kona í sjónvarpsþáttaröð.
Þegar tökum á Dallas lauk var
Principal 38 ára og því nokkuð göm-
ul á Hollywood-mælikvarða fyrir
bitastæð hlutverk. Samt tókst henni
að landa nokkrum og stofnaði hún
auk þess sitt eigið kvikmyndafyr-
irtæki, sem 1989 framleiddi sjón-
varpsmyndina Naked Lie með
Victoriu Principal í aðalhlutverki,
Blind Witness, The Price of Passion
og margar fleiri. Samhliða um-
svifum í kvikmyndaframleiðslu og
-leik þreytti Principal frumraun
sína á sviði í Love Letters eftir A.R.
Gurney.
Prívat Principal
Á Dallas-árunum lék hún einnig í
mörgum öðrum sjónvarpmyndum
og -þáttaröðum, sem þó virðast
fæstar hafa ratað á íslenska sjón-
varpsskjái. Líklega er það ástæðan
fyrir því að samasemmerkið á milli
Pamelu og Principal hefur staðið
svo til óhaggað í hugum landans.
En báðar áttu sér líf – og sú síð-
arnefnda ennþá. Af einkalífi hennar
er það að segja að hún var gift leik-
aranum Christopher Skinner frá
1978 til 1980 og átti í ástarsam-
böndum við fræga menn eins og
Frank Sinatra, Anthony Perkins og
Andy Gibb, einn bræðranna þriggja
í Bee Gees, sem lést 1988, illa farinn
af ofneyslu fíkniefna. Þau sungu
saman á plötu hið klassíska lag
Everly-bræðra, All I Have To Do is
Dream, árið 1981 og lauk þar með
stuttum söngferli hennar.
Principal giftist dr. Harry
Glassman, fegrunarlækni í Beverly
Hills, árið 1985 eftir þriggja ára
sambúð og eftir að hann hafði skrif-
að undir hjúskaparsáttmála. Hjóna-
bandið var stormasamt, hún kærði
hann fyrir heimilisofbeldi 2003 en
dró kæruna svo til baka. Í maí síð-
astliðnum sótti hún svo um skilnað á
grundvelli ósættanlegs ágreinings
og réði sér lífverði til að halda
Glassman í hæfilegri fjarlægð.
Hann brást hinn versti við, þver-
neitaði að hafa lagt á hana hendur
og fullyrti að kæran frá 2003 ætti
rætur að rekja til áfengis- og geð-
lyfjakokteils konu sinnar.
Þótt brigslyrðin hafi gengið á
báða bóga náðu þau loks samn-
ingum um skiptingu 50 milljóna
dollara við skilnaðinn í desember
2006. Málið vakti nokkra athygli,
einkum þar sem Principal var for-
maður samtakanna Victory over
Kvikmyndaframleiðandinn Victoria Principal var viðstödd þegar ICG-
samtökin (International Cinematographers Guild) veittu verðlaun fyrir
frábært framlag til kvikmyndaiðnaðarins í Beverly Hills í febrúar s.l.
Gerir út á
fegurðina og
ætlar út í geim
SANDUR MÖL
FYLLINGAREFNI
WWW.BJORGUN.IS
Sævarhöfða 33,
112 Reykjavík,
sími 563 5600