Morgunblaðið - 06.05.2007, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 06.05.2007, Blaðsíða 48
hvað varð um VICTORIU PRINCIPAL? 48 SUNNUDAGUR 6. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ LANDSKJÖRSTJÓRN AUGLÝSING FRÁ LANDSKJÖRSTJÓRN Landskjörstjórn gjörir kunnuga þá breytingu á auglýsinguum kosningar til Alþingis frá 30. apríl 2007, sem birt var 2. maí 2007, að framboð Baráttusamtaka eldri borgara og öryrkja í Norðausturkjördæmi, E-listi, hefur verið afturkallað. Eftir þessa breytingu eru eftirtaldir listar bornir fram í öllum kjördæmum landsins við alþingiskosningarnar sem fram eiga að fara 12. maí 2007: B-listi borinn fram af Framsóknarflokknum. D-listi borinn fram af Sjálfstæðisflokknum. F-listi borinn fram af Frjálslynda flokknum. I-listi borinn fram af Íslandshreyfingunni. S-listi borinn fram af Samfylkingunni. V-listi borinn fram af Vinstri hreyfingunni – grænu framboði. Reykjavík, 4. maí 2007. Landskjörstjórn, Gestur Jónsson, formaður, Hervör Þorvaldsdóttir, Ástráður Haraldsson, Guðríður Þorsteinsdóttir, Gísli Baldur Garðarsson. Eftir Valgerði Þ. Jónsdóttur vjon@mbl.is É g vild’ ég væri Pamela í Dallas,“ söng aust- firska stúlkna- hljómsveitin Dúkku- lísurnar á níunda áratugnum. Lagið heyrist ennþá af og til í útvarpinu og vekur eflaust minningar margra fertugra og eldri um yrkisefnið; nefnilega Pamelu Barnes Ewing. Victoria Principal fór með hlutverk þessarar forríku, ungu frúar á Southfork-búgarðinum í Dallas, en samnefnd sápuópera var ein sú fyrsta sinnar tegundar og ein sú vinsælasta, sem sýnd hefur verið í sjónvarpi á Íslandi fyrr og síðar. Þorri þjóðarinnar fylgdist spenntur með persónum og leikendum í 251 þætti, en þeir voru framleiddir á ár- unum 1978 til 1987 og sýndir á þriðjudagskvöldum. Hinir þóttu vart viðræðuhæfir fram eftir vik- unni. Tæpast verður því haldið fram að Principal hafi sýnt mikil leikræn til- þrif í Dallas, ekki frekar en Patrick Duffy, sem lék eiginmann hennar, Bobby. Sannast sagna voru bæði ákaflega væmin og tilgerðarleg. Á móti vó að þau voru slóttug mjög eins og vera ber í sápum sem bragð er að. Að því leytinu komst þó eng- inn með tærnar þar sem J.R., höfuð Ewing-anna, leikinn af Larry Hag- man, hafði hælana. Victoria víðförla Þótt frægðarsól Principal á leik- listarbrautinni risi einna hæst er hún fór með hlutverk Pamelu í Dall- as hafði hún áður leikið bæði í sjón- varpsþáttum og kvikmyndum og komið víða við. Vegna starfa föður hennar, sem var liðþjálfi í banda- ríska flughernum, þurfti fjölskyldan oft að flytja sig um set. Sjálf leit Vic- toria Principal dagsins ljós 3. janúar 1950 (heimildum ber ekki saman og eru árin 1946 og 1949 sums staðar sögð fæðingarár hennar) í Fukuoka í Japan, en ólst upp í London, Pú- ertó Ríkó, Massachusetts og Georgíu áður en fjölskyldan festi rætur í Flórída. Strax á grunnskólaaldri fékkst hún við fyrirsætustörf, en stefndi á nám í hnykklækningum. Átján ára slasaðist hún alvarlega í umferð- arslysi og ákvað þá að snúa sér frek- ar að leiklist og freista gæfunnar í New York. Fáum sögum fer af Principal þar í borg en þær eru helstar að hún vann sem fyrirsæta, notaði hvert tækifæri til að mæta í áheyrnarpróf og varð Ungfrú Miami 1969. Sama ár hóf hún nám í Royal Academy of Dramatic Art í London og fluttist, að tveggja ára námi loknu, til Los Angeles. Fyrsta alvöruhlutverkið sem hún fékk í Englaborginni var hlutverk mexíkóskrar hjákonu í gamanvestra árið 1972 í leikstjórn Johns Hustons, The Life and Times of Judge Roy Bean, með ekki ómerkari leikurum en Paul Newman, Ant- hony Perkins, Jacqueline Bisset og Ava Garner. Fyrir leik sinn var Principal tilnefnd til Golden Globe- verðlaunanna sem efnilegasti nýlið- inn. Nafn Victoriu Principal var orð- ið sæmilega þekkt og vakti hún enn meiri eftirtekt þegar hún tók upp á því að sitja fyrir á nektarmyndum í Playboy 1973, en á þeim tíma upp- hófust háværar gagnrýnisraddir um hlutgervingu kvenmannskroppa. Þrátt fyrir Golden Globe- tilnefninguna og ýmis væn hlutverk í sjónvarpsþáttum ákvað Principal að hætta að leika til að kynna sér hina hliðina á skemmtanabrans- anum. Hún skráði sig á námskeið fyrir umboðsmenn leikara, rithöf- unda, leikstjóra og framleiðenda og starfaði um þriggja ára skeið sem slíkur. Þá hugðist hún enn venda sínu kvæði í kross, hefja nám í lög- fræði og fjármagna námið með smá- hlutverkum í sjónvarpsþáttum. Lögfræðiáformin fóru þó fyrir bí þegar hún fékk tilboð um að leika Pamelu í Dallas. Fyrir rulluna var hún aftur tilnefnd til Golden Globe- verðlaunanna og þá sem besta leik- kona í sjónvarpsþáttaröð. Þegar tökum á Dallas lauk var Principal 38 ára og því nokkuð göm- ul á Hollywood-mælikvarða fyrir bitastæð hlutverk. Samt tókst henni að landa nokkrum og stofnaði hún auk þess sitt eigið kvikmyndafyr- irtæki, sem 1989 framleiddi sjón- varpsmyndina Naked Lie með Victoriu Principal í aðalhlutverki, Blind Witness, The Price of Passion og margar fleiri. Samhliða um- svifum í kvikmyndaframleiðslu og -leik þreytti Principal frumraun sína á sviði í Love Letters eftir A.R. Gurney. Prívat Principal Á Dallas-árunum lék hún einnig í mörgum öðrum sjónvarpmyndum og -þáttaröðum, sem þó virðast fæstar hafa ratað á íslenska sjón- varpsskjái. Líklega er það ástæðan fyrir því að samasemmerkið á milli Pamelu og Principal hefur staðið svo til óhaggað í hugum landans. En báðar áttu sér líf – og sú síð- arnefnda ennþá. Af einkalífi hennar er það að segja að hún var gift leik- aranum Christopher Skinner frá 1978 til 1980 og átti í ástarsam- böndum við fræga menn eins og Frank Sinatra, Anthony Perkins og Andy Gibb, einn bræðranna þriggja í Bee Gees, sem lést 1988, illa farinn af ofneyslu fíkniefna. Þau sungu saman á plötu hið klassíska lag Everly-bræðra, All I Have To Do is Dream, árið 1981 og lauk þar með stuttum söngferli hennar. Principal giftist dr. Harry Glassman, fegrunarlækni í Beverly Hills, árið 1985 eftir þriggja ára sambúð og eftir að hann hafði skrif- að undir hjúskaparsáttmála. Hjóna- bandið var stormasamt, hún kærði hann fyrir heimilisofbeldi 2003 en dró kæruna svo til baka. Í maí síð- astliðnum sótti hún svo um skilnað á grundvelli ósættanlegs ágreinings og réði sér lífverði til að halda Glassman í hæfilegri fjarlægð. Hann brást hinn versti við, þver- neitaði að hafa lagt á hana hendur og fullyrti að kæran frá 2003 ætti rætur að rekja til áfengis- og geð- lyfjakokteils konu sinnar. Þótt brigslyrðin hafi gengið á báða bóga náðu þau loks samn- ingum um skiptingu 50 milljóna dollara við skilnaðinn í desember 2006. Málið vakti nokkra athygli, einkum þar sem Principal var for- maður samtakanna Victory over Kvikmyndaframleiðandinn Victoria Principal var viðstödd þegar ICG- samtökin (International Cinematographers Guild) veittu verðlaun fyrir frábært framlag til kvikmyndaiðnaðarins í Beverly Hills í febrúar s.l. Gerir út á fegurðina og ætlar út í geim SANDUR MÖL FYLLINGAREFNI WWW.BJORGUN.IS Sævarhöfða 33, 112 Reykjavík, sími 563 5600
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.