Morgunblaðið - 06.05.2007, Blaðsíða 79

Morgunblaðið - 06.05.2007, Blaðsíða 79
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. MAÍ 2007 79                               ! "# $!% &   ' (!!%  ! $) (!!*% !! +! ( (!!*% , ( '$  (!!*% - $ .! $  (!!*% /  0  (!!*% 0  1 ! (!!*% Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför Hermann Jónasson Geir Harðarson ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, HREINS HJARTARSONAR fyrrverandi sóknarprests. Guð blessi ykkur öll. Sigrún Ingibjörg Halldórsdóttir, Steinunn Hreinsdóttir, Már Gunnarsson, Jóhanna Hreinsdóttir, Jón Guðmundsson, Hjörtur Hreinsson, Þórhildur Pálmadóttir, Halldór Benjamín Hreinsson, Anna Guðrún Halldórsdóttir og barnabörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir hlýhug og samúð vegna andláts og útfarar elskulegrar frænku okkar, ÖNNU SIGRÍÐAR MAGNÚSDÓTTUR, áður til heimilis á Bjarnarstíg 5, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund. Fyrir hönd aðstandenda, Hrafn Magnússon, Helga Ívarsdóttir. ✝ Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug vegna andláts og útfarar móður okkar, SIGURLAUGAR JAKOBÍNU JÓNASDÓTTUR, Kárastöðum, Hegranesi. Guð blessi ykkur öll. Jón, Lilja og Þorsteinn, Kárastöðum. ✝ Þökkum auðsýnda samhyggð vegna andláts og útfarar eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, JÓHANNS HELGASONAR bónda, Leirhöfn. Sérstakar þakkir sendum við til starfsfólks Heil- brigðisstofnunar Þingeyinga fyrir góða umönnun og hlýhug. Dýrleif Andrésdóttir, Andrea Jóhannsdóttir, Margrét Jóhannsdóttir, Steinar Matthíasson, Arnfríður Jóhannsdóttir, Dýrleif Pétursdóttir, Þorvaldur Snorri Árnason, Hildur Jóhannsdóttir, Jón Þór Guðmundsson, María Jónsdóttir, Andri Hnikarr Jónsson, Jóhanna Jónsdóttir, Sveinn Þórður Þórðarson. ✝ Innilegar þakkir sendum við öllum, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, VALGERÐAR ÓLAFSDÓTTUR, áður til heimilis á Hlíðargötu 23, Neskaupstað. Einnig viljum við senda starfsfólki deildar A3 á Hrafnistu í Reykjavík sérstakar þakkir fyrir þá góðu umönnun og hlýju, sem hún fékk þar. Viggó Sigfinnsson, Edda Clausen, Óla Helga Sigfinnsdóttir, Guðmundur Lýðsson, ömmu- og langömmubörn. ✝ Okkar innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför HARÐAR ANDRÉSSONAR, Blásölum 22, Kópavogi. Sérstakar þakkir til starfsfólks krabbameinsdeildar Landspítala við Hringbraut og hjúkrunarþjónustunnar Karitas. Guð blessi ykkur öll. Ragnheiður Guðmundsdóttir, Laufey Linda Harðardóttir, Jóhannes Georgsson, Elfur Erna Harðardóttir, Jón Trausti Gylfason, Ragnheiður Martha, Alexandra og Jóhanna Linda Jóhannesdætur, Berglind Birta og Freyja Lind Jónsdætur, Bjarnveig Andrésdóttir, Hanna Andrésdóttir Cronin. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, systur og ömmu, HERDÍSAR ÓLAFSDÓTTUR, dvalarheimilinu Höfða, Akranesi. Elín Hannesdóttir, Þorsteinn Þorvaldsson, Helgi Hannesson, Valdís Einarsdóttir, Guðmundur Hannesson, Margrét Gunnarsdóttir, Sigríður Ólafsdóttir og ömmubörn. ég búferlum á Skagaströnd og þá gátum við hist oftar og er það mjög eftirminnilegt þegar ég og Berglind giftum okkur árið 2002 á Skagaströnd að hún skyldi koma í brúðkaupið og var hún hrókur alls fagnaðar í veislunni. En samverustundunum fækkaði aftur þegar ég vinnu minnar vegna fluttist suður til Njarðvíkur en við hringdumst alltaf reglulega á og seinna fékk ég algjöran happ- drættisvinning þegar ég fór að keyra sementi reglulega á Krókinn og gat stundum hitt hana einu sinni til tvisvar í viku. Þær stundir eru og verða mér ómetanlegar í minningunni. Ég hitti hana síðast fyrir um það bil mánuði og gerði mér grein fyrir því að endalokin væru að nálgast og kom kallið eins og áður sagði hinn 18. apríl og var hún hvíldinni fegin. Ég er sannfærður um að hún er komin núna til afa Frigga og Stef- áns sonar þeirra sem lést tæplega ársgamall. Ég vil að endingu þakka ömmu minni fyrir allar þær góðu og yndislegu stundir sem við áttum saman undanfarin tæplega 30 ár. Jón Brynjar. Fyrsta minningin okkar systra um Binnu frænku var þegar faðir okkar var að tala um hana Binnu systur sína á Sauðárkróki. Ef kalt var í veðri fyrir norðan þá sagði hann oft „nú er Binnu minni kalt á nefinu“. Pabbi og Binna voru ekki bara systkini heldur líka bestu vin- ir. Það var alltaf kært á milli systkinanna en þau voru fimm og bjuggu þau fyrir norðan nema pabbi hér í Reykjavík. Það var allt- af hringt norður í kringum hátíð- isdaga. Öll náðu þau háum aldri nema elsti bróðirinn. Binna var einstök kona, hún var alltaf hreinskilin og hikaði ekki við að segja skoðanir sínar. Hún var hláturmild en vildi ekki láta mikið á sér bera. Hún var mikil húsmóðir og stóð alltaf eins og klettur fyrir fjölskylduna sína. Binna var góður vinur og traust fjölskyldu sinni. Það var henni mikið áfall þegar hún missti eiginmann sinn, Friðrik, í september 1987. Þau voru mjög samhent hjón. Við fórum ekki oft norður en í þau skipti sem við komum til Binnu var tekið á móti okkur líkt og þjóðhöfðingjum. Morgunverðar- borðið var líkt og fermingarveisla, brauðtertur, lummur og nokkrar tertur. Ógleymanlegt! Við fórum norður ásamt móður okkar á fallegum sumardegi 23. júlí síðastliðinn og ákváðum að koma Binnu á óvart á 95 ára af- mælinu hennar, við höfðum ekki séð hana í nokkur ár. Móðir okkar var búin að berjast lengi við krabbamein og hafði farið í margar meðferðir. Til að gleðja hana og Binnu ákváðum við að drífa okkur þó svo mamma væri heilsulítil. Hún átti aldrei erfitt með að sitja í bíl og að fara að hitta Binnu fannst henni gaman og mikil tilbreyting enda var alltaf kært á milli þeirra. Svo það voru sannarlega fagnaðar- fundir er við mættum óvænt á af- mælisdeginum. Var gaman að sjá andlitið hennar þegar hún sá okk- ur, hún var mjög hissa og greini- lega bjóst hún ekki við að sjá okk- ur á þessum degi. Við áttum góða stund með henni og öðrum fjöl- skyldumeðlimum. Við spurðum hana hverju hún þakkaði nú þennan háa aldur og þá sagði Binna: „Það ætti að banna að láta mann verða svona gamlan.“ Þegar móðir okkar dó í nóv- ember síðastliðnum var Binna mjög miður sín, ekki bara yfir því að hafa misst góða vinkonu heldur að hún skyldi yfirgefa þennan heim á undan henni. Það fannst henni óréttlátt. En við huggum okkur við að það hafa örugglega orðið fagn- aðarfundir þegar Binna kom til „sumarlandsins“. Eitt er víst að nú er Binnu ekki kalt á nefinu. Elsku Lilla, Hildur og fjölskyld- ur, megi Guð styrkja ykkur á þess- ari stundu. Sigrún og Stefanía. Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morg- unblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birting- ardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar séu ekki lengri en 3.000 slög (stafir með bil- um - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, fæddist, hvar og hve- nær hann lést, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvað- an útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning- argreinunum. Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.