Morgunblaðið - 06.05.2007, Qupperneq 80

Morgunblaðið - 06.05.2007, Qupperneq 80
80 SUNNUDAGUR 6. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Haukur Þor-valdsson fædd- ist á Kárastíg 3 í Reykjavík 12. febr- úar 1926. Hann lést á heimili sínu, Freyjugötu 47, 22. apríl síðastliðinn. Foreldrar Hauks voru Þorvaldur Ólafsson sjómaður og Þórunn Hall- dórsdóttir. Systkini Hauks eru Ólafur, f. 17. maí 1914, d. 7. október 2002, Laufey, f. 17. janúar 1917, d. 19. janúar 1995, Ólafía, f. 10. ágúst 1918, d. 13. nóvem- ber 1996, og tví- burabróðir Hauks, Hafsteinn. Haukur ólst upp í Reykjavík. Hann vann allan sinn starfsaldur hjá Reykjavíkurborg og hélt heimili með Hafsteini bróður sínum. Útför Hauks fór fram í kyrrþey að ósk hins látna. Nú er genginn sá góði maður Haukur Þorvaldsson. Síðastliðin 20 ár höfum við verið þeirrar gæfu aðnjótandi að eiga að nágrönnum þá tvíburabræðurna Hauk og Hafstein Þorvaldssyni. Eins og gengur byrjaði kunningsskapur með kveðjum þegar hist var á gangi eða yfir vegginn á milli húsanna. Það fer ekki hjá því að við á númer 49 höfðum töluverða minnimáttarkennd gagnvart dugnaði og smekkvísi þeirra bræðra, enda fengum við oft að heyra frá gestum og gangandi að grasið væri sannarlega grænna þeirra megin og svo var horft vor- kunnaraugum á njólana í okkar garði. Með árunum fórum við að kynnast þeim bræðrum og þegar við byrjuð- um að taka húsið okkar í gegn árið 1997 áttuðum við okkur á því að þeir Haukur og Hafsteinn kunnu bókstaf- lega allt og ekki nóg með það, þeir lánuðu okkur, af ljúfmennsku sinni, öll verkfæri sem við þurftum í verkið. Haukur og Hafsteinn hafa á sinni tíð gert upp fjölmörg hús og byggt tvö frá grunni með eigin höndum. Við vorum því nokkuð stolt þegar við, að framkvæmdum loknum, sýnd- um þeim bræðrum árangurinn og fengum hrós þessara snillinga. Við höfum undanfarið dvalist í Bandaríkjunum og þegar við komum í heimsókn í fyrsta skipti í eitt og hálft ár kom ekki á óvart að yngsta dóttirin, fjögurra ára gömul, hafði ýmsu gleymt. Hún mundi þó mætavel eftir vinum okkar á Freyjugötu 47, Gróu „ömmu“ og bræðrunum sínum, og ekki höfðum við tekið upp úr tösk- unum þegar sú litla var farin að berja húsið þeirra að utan. „Má ég þá ekki hringja í bræðurna mína,“ spurði sú litla einn daginn þegar móðurinni fannst við hafa verið heldur þaul- sætnar á Freyjugötu 47. Það er ekki undarlegt að barnið sé svona hrifið af fólkinu sem fyrir löngu síðan er hætt að vera bara nágrannar og orðið dýrmætir vinir sem okkur þykir afar vænt um. Þeir bræður Haukur og Haddi eru yndislegir menn, alltaf brosandi með hlý orð á vörum. Veggurinn milli garðanna er löngu farinn og við trítluðum afar oft yfir til þeirra bræðra og hennar Gróu sem flutti á jarðhæðina árið 2003 og hefur sannarlega reynst þeim bræðr- um stoð og stytta. Bræðurnir voru afar samrýndir og nánir og missir Hafsteins er sár, hann sér nú á eftir sínum besta vini, félaga í starfi og leik síðasta 81 árið. Við biðjum góðan Guð að styrkja hann Hadda, Gróu og aðra aðstand- endur í sorg þeirra og þökkum Hauki Þorvaldssyni innilega viðkynn- inguna. Minningin um þann ljúfa mann mun lifa. Björg, Orri, Edda Lind, Karen Ösp og Regína Eik, Freyjugötu 49. Haukur frændi er dáinn. Skyndi- lega er allt breytt. Eftir sitjum við, ástvinir hans og hneigjum höfuð okk- ar í sorg. Haukur var ekki maður sem vildi láta á sér bera, þvert á móti vann hann verk sín í hljóði og bar tilfinn- ingar sínar ekki á torg. Hann naut nærveru ástvina sinna en kærði sig ekki um félagsskap þeirra sem hann lítt þekkti. Við og fjölskyldur okkar fengum að njóta væntumþykju Hauks frænda, við vorum í þeim lán- sama hópi. Haukur kvæntist aldrei og eignaðist ekki börn. Hann bjó á heimili foreldra okkar bróðurpartinn af uppvaxtarárum okkar. Þannig var Haukur einn af fjölskyldunni ásamt tvíburabróður sínum, Hafsteini, sem nú syrgir sárt bróður sinn. Ungur að árum kynntist Haukur lífsbaráttunni. Tólf ára gamall missti hann föður sinn og þá byrjaði hann að vinna fyrir fjölskyldunni. Ekki varð um frekari skólagöngu að ræða held- ur tók við heimur hinna fullorðnu með erfiðisvinnu. Haukur vann lengstan hluta starfsævinnar sem verkamaður hjá Reykjavíkurborg. Þar vann hann í yfir 40 ár. Hann var mikill verkalýðsmaður og var stoltur af því að vera Dagsbrúnarmaður. Á sínum yngri árum tók hann þátt í verkalýðsbaráttunni með allri þeirri hörku sem þá þurfti til. Hann var öt- ull talsmaður þeirra sem minna mega sín í samfélaginu og réttlætið var honum í blóð borið. Þrátt fyrir að skólaganga Hauks hafi ekki verið löng var honum margt til lista lagt. Allt lék í höndunum á honum, hvort sem það voru smávið- gerðir heima við, bílaviðgerðir eða húsbyggingar. Hann var handverks- maður af Guðs náð. Ásamt bróður sínum Hafsteini byggði hann tvö íbúðarhús og einn sumarbústað auk þeirra húsbygginga sem hann vann við hjá Reykjavíkurborg. Haukur varð aldrei efnamaður. Þrátt fyrir það vafðist það aldrei fyrir honum að gefa stórgjafir þeim sem honum þótti vænt um. Þess nutum við systurnar þegar við vorum litlar. Stærstu pakkarnir undir jólatrénu voru ævinlega frá Hauki frænda og Hafsteini bróður hans. Þetta voru flottustu dúkkurnar og dúkkuhúsin, ekkert virtist vera of gott handa okk- ur litlu frænkunum. Síðar þegar við vorum búnar að stofna okkar eigin fjölskyldur og eignast börn þá var það sama sagan. Alltaf þurfti að passa að börnin fengju eitthvað fal- legt frá Hadda og Hauki frænda. Nú er komið að leiðarlokum. Ævi Hauks var ekki alltaf dans á rósum. Oft kreppti að og lífið sýndi honum sínar hvössu hliðar. En síðustu æviár Hauks voru friðsæl. Hann bjó með bróður sínum og naut efri áranna með því að vinna heima við eins og heilsa hans leyfði. Sunnudagsmorg- uninn 22. apríl lauk síðasta kafla í lífs- hlaupi Hauks, skyndilega og án fyr- irboða. Haukur kvaddi þennan heim án þess að láta nokkurn mann hafa fyrir sér, líkt og einkenndi ævi hans alla. Guð blessi minninguna um Hauk frænda. Þyri og Þórunn. Haukur Þorvaldsson Vertu sæll kæri nágranni. Lækkar lífdaga sól. Löng er orðin mín ferð. Fauk í faranda skjól, fegin hvíldinni verð. Guð minn, gefðu þinn frið, gleddu og blessaðu þá, sem að lögðu mér lið. Ljósið kveiktu mér hjá. (Herdís Andrésdóttir) Edda og Guðmundur. HINSTA KVEÐJA Vinur minn og sam- starfsmaður í áratugi, Guðmundur M. Jóns- son frá Ísafirði, hefur nú lokið lífsgöngu sinni eftir farsælan starfsferil. Var hann kominn fast að níræðu, er hann féll frá 12. marz sl. Hann hafði verið heilsuhraustur lengst af ævinni, en undir það síðasta var heilsa hans komin að þrotum. Guðmundur eða Mósi, eins og hann var almennt kallaður af vinum sínum, var fæddur í Hnífsdal, en var lengst af búsettur á Ísafirði og þar var starfsvettvangur hans. Faðir hans, Jón Hálfdánarson frá Meiri- hlíð í Bolungavík, fórst með togar- anum Leifi heppna í Halaveðrinu mikla 7.–8. febrúar 1925, þegar Mósi var á áttunda aldursári. Fjölskyldan var þá búsett í Reykjavík. Móðir hans var Guðríður Móesesdóttir Guðmundur Móeses Jónsson ✝ GuðmundurMóeses Jónsson fæddist í Hnífsdal 30. júní 1917. Hann lést á Landspítalan- um í Fossvogi 12. mars síðastliðinn og var útför hans gerð frá Fossvogskirkju 19. mars. kvenfataklæðskeri og ólst hann upp í skjóli hennar til fullorðins- ára. Guðmundur Móe- ses var líkur frændum sínum, Hálfdánarson- um frá Meirihlíð, í út- liti, mikill að vallarsýn og höfðinglegur, en skaphöfn þeirra hafði hann ekki hlotið í arf. Í þeim efnum líktist hann meira móður sinni að flestra áliti. Hann hafði ljúfa skap- gerð og þægilega nær- veru. Þar af leiddi að hann var frá- bærlega vel liðinn af samstarfsfólki sínu öllu. Hálfdán Hálfdánarson frá Búð í Hnífsdal, föðurbróðir Guðmundar, stofnaði Hraðfrystihúsið Norður- tanga hf. árið 1942, og gerðist Guð- mundur einn af fimm stofnendum þess. Hann var þá skipstjóri á útvegi frænda síns. Árið 1945 tók Guð- mundur við yfirstjórn vinnslunnar og stýrði fiskvinnslu félagsins í rúm fimmtíu ár. Hann var alla tíð afar hjúasæll, hafði mikinn metnað fyrir starfsfólkið og vildi búa vel að því á allan hátt. Framsýnn var hann og út- sjónarsamur. Á löngum starfsferli hafði hann öðlazt mikla starfs- reynslu og fagþekkingu. Hann var frábær reikningsmaður, þó að hann notaði sínar eigin aðferðir, og brids- spilari var hann góður. Vildu ýmsir meina að þetta hvort tveggja hefði komið honum vel í starfi sínu. Hann var þekktur fyrir góða nýtingu hrá- efnis og hagsýni, þegar velja þurfti pakkningar. Guðmundur fylgdist alla tíð vel með öllum framförum og var fljótur að tileinka sér allar nýj- ungar, sem hann taldi til framfara. Í æsku hafði hann alizt upp við ráð- deild og hagsýni og vildi því nýta alla hluti vel. Allt bruðl og flottræfils- háttur var eitur í hans beinum. Á löngum starfsferli skráði Guðmund- ur Mósi merkan kafla í atvinnusögu Ísafjarðar, sem vert er að minnast á þessum tímamótum. Að leiðarlokum er mér ljúft að þakka Mósanum einstaklega ánægjulegt samstarf og samvinnu í áratugi. Ég var lengst af í þeirri sér- kennilegu stöðu, að vera bæði yfir- maður hans og undirmaður. Aldrei olli það árekstrum og aldrei lét hann mig finna það, nema síður væri, að hann væri minn yfirmaður sem stjórnarformaður félagsins. Við vor- um jafningjar. Þar kom fram með- fædd hógværð hans. Blessuð sé minning Guðmundar M. Jónssonar. Jón Páll Halldórsson. Elsku besti afi minn. Jæja þá er komið að kveðjustund, þótt ég sé ekki alveg búin að átta mig á því að þessu sé lokið. Nú hefur þú sofnað fegurð- arblundinum langa elsku afi minn og ég veit að þegar þú vaknar í himna- ríki þá bíður amma Óla brosandi og glöð með rjómaís, pylsu með tómat, sinnep og hráum og ískalda diet kók handa þér. Ykkur fannst það alltaf svo gott. En afi minn, ég man alltaf þegar við Ari Haukur vorum lítil og feng- um að fara með þér á rúntinn, það var alltaf svo gaman. Líka þegar þú fórst yfir á rauðu ljósi og við vorum alveg að pissa á okkur aftur í af hræðslu. Allar ferðirnar út í Sam- kaup, þar fékkstu brauð og ávexti handa kindunum. Þú fórst alltaf út í skúr á Birkiteignum og skarst allt í bita. Kindurnar þínar þurftu varla að tyggja matinn því þú varst búinn að brytja þetta allt saman. Þú hugsaðir alltaf svo vel um kindurnar og hæn- urnar þínar. Ég gleymi því aldrei þegar þú komst kallandi upp stigann á Birkiteignum og sagðir mér að fara í skó því þú þyrftir hjálp með svolítið. Þegar ég kom út varstu að drösla einhverjum svörtum ruslapoka úr skottinu á bílnum. Þegar ég spurði þig hvað þetta væri sagðir þú að í pokanum væri lík og þú þyrftir hjálp við að taka það úr skottinu. Ég hef aldrei verið eins hrædd og hissa á ævi minni. Við drösluðum pokanum út og í því rifnaði pokinn og út úr honum datt dauð rolla. Þú varst alveg í hláturskasti og varst mjög duglegur að rifja þetta upp núna í seinni tíð. Ég hlæ að þessu núna en mér fannst þetta ekk- ert sniðugt þegar þetta gerðist. Afi minn, þú varst alltaf svo kátur og hress og gerðir alls kyns prakkara- strik alveg þar til undir það síðasta. Helga Rut veit að nú ert þú orðinn engill og vakir yfir henni og okkur. Hún minnist þín sem súkkulaði-af- ans síns því alltaf átti langafi súkku- laðimola og það þurfti sko ekki að vera laugardagur til að fá súkkulaði, ó, nei, það var bara rugl, sagðir þú alltaf. Allir dagar voru súkku- laðidagar. Þegar þú varst sem veikastur á Garðvangi fórum við Steina að kaupa pylsu handa þér og það angaði allt elliheimilið af hráum lauk. Það var sko fyndið og okkur var sko alveg sama og þú borðaðir pylsuna með góðri lyst. Æi, elsku afi minn, það gerðist svo mikið þegar við vorum saman og ég sakna þess óendanlega. Ég veit að þér líður betur núna og ert sáttur við lífið sem þú áttir, þú lifðir sko níu líf- um eins og kettirnir. Elsku besti afi minn, við fjölskyld- Hilmar Eyberg ✝ Hilmar Eybergfæddist á Akur- eyri 1. febrúar 1925. Hann lést á Garðv- angi í Garði 15. mars síðastliðinn og var útför hans gerð frá Keflavíkur- kirkju 22. mars. an stöndum saman á þessum erfiða tíma, engar áhyggjur. Ég veit að þið amma vakið yfir okkur öllum, alltaf. Megi englarnir vera hjá þér og ömmu og megi guð gefa okkur hinum styrk. Elska þig út í geim og til baka, eins og við sögðum alltaf. Þín afastelpa Katrín. Jæja elsku afi minn. Nú ert þú kominn til hvíldar og til ömmu og hans Jóns þíns. Sárt er nú að kveðja þig en ég veit að þér líður vel og mik- ið á ég eftir að sakna þín og þeirra gleðistunda sem við áttum saman. Það var alltaf best að vera hjá ömmu og afa og þú varst alltaf til í að tras- sast með mig um hvippinn og hvapp- inn. Þú hefur alltaf verið bæði pabbi og afi minn og hafðir mikið að gera með uppeldi mitt. Það var alltaf hægt að leita til ykkar beggja og þú tókst alltaf á móti mér opnum örm- um og það var alltaf mikil huggun fyrir mig að hafa bæði þig og ömmu þegar erfitt var. Ég gleymi aldrei þeim stundum sem við áttum úti í fjárhúsi, bæði þegar ég var barn og unglingur, hvort sem við stóðum í því að þurrka heyið, tína kartöflur eða bara sinna kindunum. Alltaf léstu mig fara fyrst inn í hús til þess að hræða mýsnar burt, skræfan mín. Og góðu stund- irnar í réttunum og við smölunina og sérstaklega þegar við fórum í heim- sókn út á Brunnastaði, það var alltaf svo gaman að koma þangað. Það merkilegasta var þegar við vorum stoppuð af löggunni á leiðinni heim með kindurnar í aftursætinu og ég með lömbin í faðminum, ég gleymi aldrei svipnum á manninum þegar hann sá hvað við vorum með marga farþega í bílnum. Stundirnar sem við áttum þegar við vorum að spila olsen olsen og allir sálmarnir sem þú kenndir mér. Allt- af mun mér þykja vænt um hvað þú varst hreykinn þegar ég skírði strák- inn minn í höfuðið á þér. Þú varst alltaf svo hreykinn af stráknum þín- um í Ameríku og hann á alltaf eftir að minnast þeirra stunda sem hann átti með þér. Ég og mín fjölskylda vorum svo ánægð þegar þú komst í heimsókn til okkar í Maine, það var svo gaman að hafa þig og við vildum að ferðirnar hefðu orðið fleiri. Elsku afi minn, þú ert ógleyman- legur og munt alltaf vera mér kær- astur og mikið á ég eftir að sakna þín. En ég veit að þér líður vel og ert nú kominn til alvöruhimnaríkis, þó að þú hafir alltaf kallað fjárhúsið himnaríki. Þér leið alltaf svo vel þar. Ætli hún Móra sé ekki bara með þér líka, það hlýtur nú að vera. Jæja, ég kveð þig nú með brostið hjarta og veit að við hittumst aftur, nú færðu að hvílast. Lífið er allt saman leikur. Ólöf. Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins til- tekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skila- frestur rennur út. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, fæddist, hvar og hvenær hann lést, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Myndir | Ef mynd hefur birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd er ráðlegt að senda hana á myndamóttöku: pix@mbl.is og láta umsjónarmenn minningar- greina vita. Minningargreinar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.