Morgunblaðið - 06.05.2007, Blaðsíða 85
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. MAÍ 2007 85
Skartgripir
Fjallkonunnar
Reynomatic
Café Mílanó
árnað heilla
ritstjorn@mbl.is
95ára afmæli. ValgerðurGuðrún Guðmunds-
dóttir, Lundi í Grindavík, er
níutíu og fimm ára í dag. Hún
mun eyða deginum í faðmi
fjölskyldunnar.
MORGUNBLAÐIÐ birtir til
kynningar um afmæli, brúð-
kaup, ættarmót og fleira les-
endum sínum að kostnaðar-
lausu.
Samþykki afmælisbarns þarf
að fylgja afmælistilkynning-
um.Hægt er að hringja í síma
569 1100, senda tilkynningu og
mynd á netfangið ritstjorn-
@mbl.is., eða senda tilkynn-
ingu og mynd í gegnum vef-
síðu Morgunblaðsins,
www.mbl.is. Einnig er hægt að
senda vélritaða tilkynningu og
mynd í pósti. Bréfið skal stíla á
Árnað heilla,
Morgunblaðinu,
Hádegismóum 2,
110 Reykjavík.
dagbók
Í dag er sunnudagur 6. maí, 126. dagur ársins 2007
Orð dagsins: Hann mun senda út englana og safna sínum útvöldu úr áttunum fjórum, frá skautum jarðar til himinskauta. (Mk 13, 27.)
Er nauðsynlegt að skjóta þá?“Hvalaskoðun, hvalveiðar ogíslenskar sjávarbyggðir eryfirskrift fyrirlestrar sem
Níels Einarsson mannfræðingur flytur
í ReykjavíkurAkademíunni á þriðjudag
kl. 20. Fyrirlesturinn er hluti af fyrir-
lestraröð Mannfræðingafélags Íslands
veturinn 2006-2007.
„Ég mun fjalla um þær viðtökur sem
hvalaskoðunarferðir hafa fengið í ís-
lenskum sjávarþorpum,“ segir Níels.
„Ég skoða Húsavík sérstaklega, en
Húsavík er nú er einn vinsælasti við-
komustaður hvalaáhugamanna í heim-
inum.“
Rannsókn Níelsar á áhrifum hvala-
skoðunar er hluti af stærri rannsókn
um hvernig smærri samfélög á norð-
urslóðum bregðast við utanaðkomandi
breytingum: „Hvalaskoðun er glæný
og framandi atvinnugrein og áhugavert
að skoða hvernig hún fellur að hefð-
bundinni strandmenningu íslenskra
sjávarbyggða þar sem andstaðan hefur
stundum verið hvað mest við afskipti
og boðskap hvalaverndarsamtaka og
þar sem menningargildi sem tengjast
nytjahyggju og náttúrusýn nýtingar
eru hvað sterkust,“ segir Níels. „Á
Húsavík hefur hvalaskoðun gengið með
eindæmum vel og aukist úr um 2.000
gestum árið 1995 upp í 38.000 hvala-
skoðunargesti á síðasta ári, en það er
fjarri því sjálfgefið að slík atvinnugrein
þrífist jafn vel í því umhverfi sem oft
einkennir sjávarbyggðir.“ Níels skoðar
meðal annars breytingar innanlands og
erlendis á viðhorfum til sjávarspendýra
og deilur um hlutverk þeirra í vistkerf-
inu: „Ég nota rannsóknina einnig til að
nálgast stærri viðfangsefni um aðlög-
un, sveigjanleika og lífvænleika smárra
samfélaga á norðurslóðum og hvernig
þessi samfélög geta brugðist við hröð-
um breytingum í samfélagi og nátt-
úru,“ segir Níels. „Framtíð norðlægra
sjávarbyggða og samfélaga virðist ekki
síst byggjast á þeim félagsauði sem þau
búa yfir og hugkvæmni heimamanna
við að nýta sér ný tækifæri. Það hefur
sýnt sig að þau samfélög virðast hvað
lífvænlegust sem duglegust eru að taka
til sinna ráða og aðlaga sig breyttum
aðstæðum frekar en að líta á sig sem
fórnarlömb aðstæðna.
Fyrirlestur þriðjudagsins hefst sem
fyrr segir kl. 20 og er aðgangur öllum
heimill og ókeypis. Reykjavíkur-
Akademían er til húsa að Hringbraut
121, 4. hæð.
Heimasíða Mannfræðingafélags Ís-
lands er á slóðinni www.akademia.is/
mi.
Mannfræði | Fyrirlestur í ReykjavíkurAkademíunni við Hringbraut
Hvalaskoðun og veiðimenning
Níels Einarsson
fæddist á Norðfirði
1962. Hann lauk
stúdentsprófi frá
Menntaskólanum á
Egilsstöðum 1982,
BA í mannfræði
frá Háskóla Ís-
lands 1986 og
stundaði fram-
haldsnám í mannfræði við Háskólann í
Oxford og Háskólann í Uppsölum.
Níels starfaði við rannsóknir og
kennslu við HÍ og HA til ársins 1998
þegar hann var skipaður forstöðu-
maður Stofnunar Vilhjálms Stef-
ánssonar. Níels er kvæntur Oddnýu
Stellu Snorradóttur verkfræðingi og
eiga þau fjögur börn.
Tónlist
Háteigskirkja | Kór Háteigskirkju
stendur fyrir vortónleikum í dag,
sunnudaginn 6. maí kl. 17. Fjöl-
breytt efnisskrá. Kórstjóri og
organisti er Douglas A. Brotchie.
Aðgangur er ókeypis.
Langholtskirkja | Vortónleikar
Sönghópsins Hljómeykis verða í
dag, sunnudaginn 6. maí kl. 17 í
Langholtskirkju. Þar flytur kórinn
ásamt einsöngvurum og hljóð-
færaleikurum meðal annars
,,Óttusöngva á vori“ eftir Jón
Nordal. Stjórnandi er Magnús
Ragnarsson.
Safnaðarheimilið Kirkjuhvoll |
Jazz-aðir vortónleikar Kvenna-
kórs Garðabæjar kl. 20. Stjórn-
andi Ingibjörg Guðjónsdóttir.
Píanóleikari Kristinn Örn Krist-
insson. Landsþekktir djassleik-
arar spila með. Erlend lög í létt-
um dúr við píanóleik og þekkt
íslensk sönglög í djassbúningi.
Miðaverð 2.000 kr. Lífeyrisþegar
1.700 kr. Frítt fyrir 15 ára og
yngri. Sjá nánar www.kvennakor-
.is.
Salurinn, Kópavogi | Í kvöld,
sunnudaginn 6. maí kl. 20. Tónlist
eftir Sigfús Halldórsson, heiðurs-
borgara og tónskáld. Hana flytja
úrvalsmennirnir Jón Páll Bjarna-
son, Reynir Sigurðsson og Gunn-
ar Hrafnsson. Miðaverð: 2000/
1600 í s. 570 0400 og á sal-
urinn.is.
Myndlist
Miðstöð símenntunar | Sýning
nemenda í olíumálun. Nemendur
Halldórs Árna í olíumálun á vor-
önn opna sýningu á verkum sem
þau unnu á námskeiðinu í Mið-
stöð símenntunar í gamla
Lækjarskólanum í dag, sunnudag,
6. maí kl. 14. Nemendurnir, sem
eru flestir byrjendur, bjóða alla
velkomna á opnunina eða næstu
daga ef betur hentar.
Uppákomur
Laugardalurinn | Hláturkæti-
klúbburinn heldur upp á alþjóð-
lega hláturjógadaginn með
göngutúr um Laugardalinn í dag.
Lagt verður af stað frá gömlu
Þvottalaugunum kl. 13. Allir á
aldrinum 0-100 velkomnir.
Mannfagnaður
Húnvetningafélagið í Reykjavík |
Húnabúð, Skeifunni 11 3. hæð
(lyfta). Í dag er vorfagnaður fé-
lagsins. Kaffihlaðborð að hætti
heimabyggðar, Raggi Bjarna sér
um gamanmál. Húsið opið frá kl.
14. Enginn aðgangseyrir, allir vel-
komnir.
Fyrirlestrar og fundir
Gigtarfélag Íslands | Ármúla 5,
2. hæð. Mánudaginn 7. maí kl.
19.30 verður sameiginlegur
fræðslu- og umræðufundur hjá
slitgigtar- og psoriasisgigtarhópi
Gigtarfélagins. Sólveig Hlöðvers-
dóttir sjúkraþjálfari ræðir um
hvernig best sé að finna þjálfun
við hæfi, koma sér af stað og ekki
gefast upp.
Hótel Loftleiðir | Morgunverðar-
fundur. Frambjóðendur svara
fyrirspurnum um stefnu flokks
síns í helstu málum er snerta
mannréttindi. Aðgangur er öllum
opinn og áhugafólk um mannrétt-
indi er hvatt til að mæta. Að
fundinum stendur Mannréttinda-
skrifstofa Íslands, nánari upplýs-
ingar veitir Guðrún D. Guðmunds-
dóttir framkvstj., s. 552 2720.
Kvenfélag Breiðholts | Næsti fé-
lagsfundur verður 8. maí kl. 19.30
í Safnaðarheimili Breiðholts.
Gengið inn að sunnanverðu (jarð-
hæð). Dagskrá: Matur og bingó.
Gurdial Singh, 63 ára gamall bóndi, hugar að sólblómum á
akri sínum nærri borginni Amritsar í norðvesturhluta Ind-
lands í gær. Sólblóm eru ræktuð til manneldis á Indlandi og
meðal annars notuð í olíu og smjör.
Reuters
Hugað að blómunum
Félagsstarf
Aflagrandi 40| Listmuna og handverkssýning
stendur yfir föstudaginn 11. maí, laugardaginn 12.
maí og mánudaginn 14. maí kl. 13–17. Til sýnis verða
glæsilegir listmunir sem gestir félagsmiðstöðvar-
innar hafa unnið.
Bólstaðarhlíð 43 | Opið hús í dag kl. 13–17, hand-
verks- og listmunasýning, kaffisala, heimabakaðar
kökur og smurt brauð. Ingvar Hólmgeirsson verður
með nikkuna. Kl. 14.30 sýnir danshópurinn „Út og
suður“ línudans ásamt börnum úr Hlíðaskóla, en
einnig leika þau og syngja fyrir okkur. Allir velkomn-
ir.
Félag eldri borgara, Reykjavík | Dansleikur í kvöld
kl. 20. Caprí-tríó leikur. Fróðleg og skemmtileg ferð
til Færeyja og Hjaltlands 11.–18. júní. Nokkur sæti
laus – síðustu forvöð að skrá sig, s. 588–2111.
Félagsheimilið Gjábakki | Vorsýningarnar opnar í
Gjábakka og Gullsmára í dag kl. 14–18. Hefðbundið
vöfflukaffi. Allir velkomnir.
Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 | Vorsýning á hand-
verki og listmunum eldri borgara kl. 14–18. Vöfflu-
kaffi.
Hæðargarður 31 | Kíktu við í morgunkaffi, skoðaðu
dagskrána, líttu í blöðin og skrafaðu við skemmti-
legt fólk. Alltaf eitthvað nýtt á döfinni. Fastir liðir
eins og venjulega. Ókeypis tölvuleiðbeining þriðjud.
og miðvikud. kl. 13–15. Allir velkomnir. S. 568-3132.
asdis.skuladottir@reykjavik.is
Korpúlfar Grafarvogi | Á morgun mánudag ganga
Korpúlfar frá Grafarvogskirkju kl. 10.
Laugarneskirkja | Tónleikar Söngfélags Skaftfell-
inga verða í dag, sunnudaginn 6. maí kl. 14. Kaffi-
boð eldri Skaftfellinga í safnaðarheimilinu í dag,
sunnudaginn 6. maí kl. 16.
Lífeyrisþegadeild Landssambands lögreglu-
manna | Vetrarstarfi deildarinnar er að ljúka. Munið
fundinn í dag kl. 10 að Grettisgötu 89.
Kirkjustarf
Fríkirkjan Kefas | Sunnudagaskóli kl. 11 fyrir alla
krakka. Sögur, söngur, brúðuleikhús og leikir. Al-
menn samkoma kl. 14. Vitnisburðir og lofgjörð.
Fyrirbæn í lok samkomu, barnagæsla á meðan á
samkomu stendur og kaffisala að henni lokinni.
Allir velkomnir. Athugið að næsta samkoma verður
kl. 20.
FRÉTTIR
ROSEMARIE Garland-Thomson,
dósent í kvennafræðum við Emory
University í Atlanta, flytur erindið
Óvenjulegir líkamar: Ímyndir fatl-
aðra í bókmenntum, listum og dæg-
urmenningu þriðjudaginn 15. maí
nk. kl. 15–17. Fyrirlesturinn er
haldinn á vegum Rannsóknaseturs í
fötlunarfræðum og verður í Nor-
ræna húsinu. Hann er öllum opinn.
Rosemarie Garland-Thomson
hefur tekið virkan þátt í að þróa
fötlunarfræði sem sérstakt fræða-
svið innan hugvísinda og innan
kvenna- og kynjafræða í Bandaríkj-
unum. Eitt af rannsóknarsviðum
hennar er greining á orðræðu og
ímyndum um fatlað fólk í bók-
menntum, listum og dægurmenn-
ingu.
Fyrirlesturinn er sá síðasti í
fyrirlestraröð sem hófst í febrúar
sl. og haldin er á vegum
Rannsóknaseturs í fötlunarfræðum.
Fyrirlestraröðin er framlag
Rannsóknaseturs í fötlunarfræðum
til menningarhátíðar fatlaðra; List-
ar án landamæra. Sjá nánar http://
www.fotlunarfraedi.hi.is.
Eftir fyrirlesturinn verður boðið
upp á léttar veitingar í sýningarsal
í kjallara Norræna hússins þar sem
sýning er á vegum hátíðarinnar
Listar án landamæra.
Fyrirlestur um
listir, menningu
og fötlun
Í FRÁSÖGN á bls. 12 í Morgun-
blaðinu í gær af málþingi um stjórn-
armyndunarviðræður urðu þau leiðu
mistök að tvö orð féllu út. Þar sem
haft er eftir Agnesi Bragadóttur,
blaðamanni, að það myndi auðvelda
Samfylkingu og Vinstri grænum að
mynda vinstri stjórn ef flokkarnir
fengju svipaða útkomu í kosning-
unum um næstu helgi og í könn-
unum, sem sýnt hafa jafna stöðu
flokkanna, hafa orðið mistök. Setn-
ingin átti að vera svona: „Agnes
sagði, að ef Samfylking og Vinstri
græn fengju svipaða útkomu í kosn-
ingunum og í könnunum, sem sýnt
hafa jafna stöðu þessara flokka,
myndi það alls ekki auðvelda þess-
um flokkum að mynda vinstri
stjórn.“
Mistök í minning-
argrein
ÞAU leiðu mistök urðu í minningar-
grein eftir Maríu Kristjánsdóttur
um Jóhönnu Aðalsteinsdóttur í
blaðinu í gær, að setningu var breytt
þannig að merking hennar breyttist.
Rétt er hún þannig: „Þann skemmti-
lega og litríka mann, sem einsog
fleiri vinstrisinnar í þá daga, vissi
margt um mannréttindi en minna
um kvenréttindi, elskaði Jóhanna.“
Beðist er velvirðingar á mistök-
unum.
LEIÐRÉTT
Tvö orð féllu út
KYNNINGARFUNDUR um nýjan
lífsstíl verður haldinn á miðviku-
dag, 9. maí, kl. 20 í Heilsuhvoli,
Borgartúni 33.
Einnig verður kynning á styttri
og lengri námskeiðum um lifandi
fæði með stuðningi af lithimnu-
greiningu hjá Lilju Oddsdóttur, lit-
himnufræðingi á Heilsuhvoli, og á
endurnæringarhelgi í maí á Hótel
Laka við Kirkjubæjarklaustur, en
þar er verið að byggja upp heilsu-
hótel, segir í fréttatilkynningu.
Kynning á
nýjum lífsstíl