Morgunblaðið - 06.05.2007, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 06.05.2007, Qupperneq 32
menntamál 32 SUNNUDAGUR 6. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ „GRUNNSTEF VG þegar kemur að mennta- málum eru fjölbreytni og jöfnuður og við vilj- um að þetta tvennt fari sem best saman í skóla- kerfinu,“ segir Katrín Jakobsdóttir, frambjóðandi Vinstri hreyfingarinnar-græns framboðs, og segir að í þessu felist áhersla á gjaldfrjálsa skóla frá leikskólastiginu og upp til háskóla. Katrín segir menntakerfið hafa verið fórn- arlamb of mikillar miðstýringar undanfarin ár og áratugi, t.d. með niðurnjörvaðri aðal- námskrá og ofuráherslu á samræmd próf. „Fyrir vikið er skólastarf bara metið út frá prófum en ekki út frá öðru sem er gert. Námsmat verður að vera fjölbreytt,“ segir Katrín og vill að sam- ræmd próf í núverandi mynd verði aflögð og að að- alnámskrá grunnskóla verði skipt út. „Við í VG höfum talað um að í hennar stað komi réttindaskrá barna sem kveði á um hvað börn eiga rétt á að læra,“ segir Katrín og telur jafnframt jákvætt að nem- endur í elstu bekkjum grunnskóla geti tekið áfanga á framhaldsskólastigi sem og að nem- endur framhaldsskóla fái bókakaupastyrki. Engin skólagjöld Aðspurð um hvort opinbert fé eigi að fylgja barni óháð vali á skóla segir Katrín að nú þegar sé fjárframlag með nemendum ekki það sama alls staðar enda kosti meira að reka 50 manna skóla úti í sveit en 500 manna skóla á höf- uðborgarsvæðinu. „Það að einhver tékki fylgi hverju barni er eiginlega ekki raunhæft.“ Katrín segir VG standa fast á því að opinber- ir háskólar eigi ekki að taka skólagjöld og þá heldur ekki þegar kemur að framhaldsnámi. „Jafnrétti til náms á við í þessu samhengi sem öðru. Framhaldsnám er nýr vaxtarbroddur sem bætir um leið grunnám í háskólum. Það er hætt við að framhaldsnám nái ekki að þróast ef fólk þarf að greiða fyrir það á þessu stigi með- an það getur jafnvel fengið greitt fyrir að læra í útlöndum,“ segir Katrín en hún er jafnframt þeirrar skoðunar að mikilvægt sé að hafa há- skólastarfsemi í öllum landshlutum, hvort sem um er að ræða útibú frá öðrum skólum eða sjálfstæðar einingar. Fórnarlamb of mikillar miðstýringar Katrín Jak- obsdóttir SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN leggur áherslu á aukið námsframboð á öllum skólastigum og frelsi þegar kemur að rekstrarformi og fjár- mögnun, segir Sigurður Kári Kristjánsson, þing- maður Sjálfstæðisflokksins. Sigurður Kári segir að halda þurfi áfram að styrkja og efla menntakerfið eins og Sjálfstæð- isflokkurinn hafi gert frá árinu 1991. Í því felist að standa þétt við bakið á ríkisreknum skólum en einnig einkaskólum. „Við viljum t.d. að op- inbert fé fylgi barni burtséð frá vali á grunn- skóla. Það sem þarna býr að baki er auðvitað að nemendum sé ekki mismunað eftir því í hvaða skóla þeir fara,“ segir Sigurður Kári og leggur jafnframt áherslu á samfellu í námi, allt frá leik- skóla til háskóla. Þannig sé mikil framför að nemendur í eldri bekkjum grunnskóla geti nú tekið áfanga á framhaldsskólastigi. Þarf að efla starfs- og iðnnám Sigurður Kári segir mikilvægt að efla sjálf- stæði grunnskóla og skólastjórnenda og að sama skapi þurfi að efla kennaramenntun. Hluti af því hafi verið að sameina Kennaraháskóla Íslands og Háskóla Íslands. Þá þurfi að efla starfs- og iðnnám fyrir nemendur á framhaldsskólastigi þannig að það sé jafnsett námi til stúdentsprófs. „97% af þeim sem útskrifast úr grunnskóla fara í framhaldsskóla og flestir í bóknám, burtséð frá því hvort þeir eiga heima þar eða ekki,“ segir Sigurður Kári og leggur einnig áherslu á aukið frelsi framhaldsskóla til að hafa fjölbreytt námsframboð og bjóða upp sveigjanlegan námstíma. „Í stúdentsprófinu gæti t.d. falist ákveðinn kjarni í stærðfræði, íslensku og ensku en síðan geti nemendur valið sínar námsleiðir.“ Sigurður Kári segir byltingu hafa orðið í há- skólanámi á landinu. „Háskólar eru orðnir fleiri, námsframboð hefur aukist og nemendum fjölg- að úr 7.500 í 17.000 á sl. tólf árum,“ segir Sig- urður Kári og útilokar alls ekki skólagjöld í framhaldsnámi við háskóla en þó með því skil- yrði að þau séu lánshæf. „Ef HÍ vill verða einn af hundrað bestu skólum heims, sem við styðjum hann eindregið í, þarf hann að vera jafnsettur öðrum háskólum á öllum sviðum, líka hvað varð- ar fjármögnun. Til þess koma aukin framlög frá ríkinu, eins og samið hefur verið um, en það þarf líka að skoða hvort ekki sé ástæða til að nem- endur taki meiri þátt í fjármögnun á sínu eigin námi,“ segir Sigurður Kári. Aukið framboð og meira frelsi Sigurður Kári Kristjánsson „VIÐ VILJUM mennt- un í þeim gæðaflokki að Ísland sé sam- keppnishæft á al- þjóðavísu,“ segir Pál- ína Vagnsdóttir, frambjóðandi Íslands- hreyfingarinnar, og bætir við að Íslands- hreyfingin styðji þær áherslur sem Stúd- entaráð Háskóla Íslands hefur sett fram í menntamálum sem og markmið HÍ að verða einn af hundrað bestu háskólum í heimi. Pálína segir Íslandshreyfinguna vilja efla alhliða nám og koma í veg fyrir að áherslan sé eingöngu á bóknám heldur einnig á iðngreinar og verkmenntun. Að sama skapi þurfi einstaklingsmiðað nám að vera í boði. „Við viljum að grunn- skólar séu alveg lausir við gjöld en að einkaskólar fái styrki til að reka sig þannig að þeir séu samkeppnishæfir við aðra skóla. Þeir megi hins vegar ekki taka skólagjöld því þá er ekki jafnræði milli þeirra sem sækja námið,“ segir Pálína og bætir við að fólki eigi einnig að standa til boða frítt framhalds- skólanám jafnt sem grunnám við há- skóla. Þá styður Íslandshreyfingin að leikskólar verði gerðir gjaldfrjálsir. Þarf að búa betur að skólum Pálína leggur ríka áherslu á að að- búnaður og kjör kennara séu bætt. „Það er grundvallaratriði til að halda góðum kennurum í faginu. Þetta er ótrúlega ósérhlífin stétt,“ segir Pálína og vill meiri áherslu á list- og verkgreinar í grunnskólum, jafnt sem forvarnir og að gripið sé inn í fari einhver út af braut- inni. „Það þarf að bæta tekjuskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga. Skólar verða að geta haldið úti góðu og metn- aðarfullu starfi og það gengur ekki ef ekkert fé er til að reka þá.“ Pálína segir Íslandshreyfinguna styðja það að nemendur útskrifist yngri úr framhaldsskólanámi og geti komið fyrr út vinnumarkaðinn. Nám á fram- haldsskólastigi sé hins vegar of dýrt fyr- ir sumar fjölskyldur, t.d. vegna bóka- kostnaðar. „Þetta á að vera innifalið í náminu svo að allir hafi jöfn tækifæri,“ segir Pálína. Ísland sé samkeppnishæft Pálína Vagnsdóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.