Morgunblaðið - 06.05.2007, Side 36

Morgunblaðið - 06.05.2007, Side 36
ferðalög 36 SUNNUDAGUR 6. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Fjölmenni Hitinn í hvítri eyðimörkinni gat verið steikjandi. S teikjandi hitinn vandist fljótt og húðin virtist verða grófari. Sturtur voru gagnslausar þar sem sand- stormar gengu reglulega yfir og nekt fólks varð fljótt eitt helsta tákn þess frelsis sem við töldum okkur búa við. Ávallt mátti finna manneskjur sem gengu um svæðið og gáfu þurrkaða ávexti, veittu ráðgjöf eða úðuðu yfir mann köldu vatni auk þess sem mismunandi ókeypis afþreying var í boði víðs vegar um svæðið. Ég kunni því vel að hjóla út á breiða eyðimerkursléttuna innan um listaverkin sem virtust spretta eins og of- vaxnar plöntur upp úr eyðimerkurgólfinu. Þegar stormur gekk yfir og allt var orðið hvítt, vissi ég að skömmu síðar myndi borgin okkar birtast mér allt í kring með sína fjöru- tíu þúsund íbúa og svipaðan fjölda reiðhjóla. Framundan voru átta dagar þar sem lög og reglur voru ekki aðeins færri en í hversdags- leikanum heldur virtust yfirhöfuð ekki gilda. Burning Man hátíðin býður vissulega upp á annars konar raunveruleika. Nágrannabærinn Austan við Reno í Nevadafylki er hvít eyði- merkurslétta milli aflíðandi fjalla sem virðast halda utan um hið uppþornaða, forna stöðu- vatn. Áður fyrr var hér líf, bæði fiskar og gróður. Þessa dagana minna aðeins sand- stormar og ólánsfuglar, sem villast inn yfir sléttuna, á líf. Þar til um fjörutíu þúsund manns streyma þangað í lok ágúst og njóta þess frelsis sem hófst með samkomu fámenns hóps fólks fyrir tíu árum á strönd í San Francisco. Smábærinn Gerlach, sem stendur næst há- tíðarstaðnum, er mjög fátækur á amerískan mælikvarða. Þetta hundrað og áttatíu manna bæjarfélag hefur yfirbragð amerísks vestra í nútímalegum búningi enda eru ekki neinar náttúruauðlindir sýnilegar í brennandi heitri eyðimörkinni. En þegar þúsundir hátíðar- gesta renna í gegn, fylla bíla sína með bensíni og kaupa notuð reiðhjól, tekur bærinn efna- hagslegan kipp. Þó að íbúarnir hafi haft tíu ár til að venjast furðufarartækjum gestanna stara þeir enn þegar þeir eru beðnir um að fylla geimskip af bensíni. Þar sem ég hafði ek- ið Cadillac-líkbíl, sem breytt hafi verið í skemmtistað, í 600 mílur taldi ég að fátt gæti komið mér á óvart. Þar skjátlaðist mér. Borgin reist Á fyrsta degi voru aðeins nokkur þúsund manns mættir og flestir voru uppteknir við að koma upp tjaldbúðum síns hóps. Reglulegur bílastraumur inn á svæðið þyrlaði upp fín- gerðu ryki sem varð að heitum, blindandi stormi. Allt að 200 manns voru í hverri tjald- búð og kúlulaga risatjöld gáfu staðnum það yfirbragð að hér væri að rísa framtíðarsam- félag fremur en stutt hátíð. Auk þess unnu margir við að koma vistum fyrir og þar af er vatnið mikilvægast. Eyðimerkurloftslagið er svo heitt og þurrt að líkaminn þarf um sex lítra af vatni daglega til að geta starfað eðli- lega. Samborgarar sem og starfsfólk hátíð- arinnar leggja mesta áherslu á reglulega vatnsneyslu enda finnur maður ekki fyrir of- þornun þar til það er um seinan og hætta er á yfirliði. Ekið í svefni Við sólsetur hrópaði fólk af öllum kröftum og fagnaði þannig kælingunni sem því fylgdi en hitinn getur oft verið allt að því kvalafullur yfir miðjan daginn. Við tekur svalt og svo kalt næturloftið. Stjörnur himinsins sindra og ljós- in á svæðinu lýsa í myrkrinu. Tónlist hljómaði hvert sem maður fór. Ég hjólaði um og fylgd- ist með fólki við að setja upp skemmtistaði, listaverk og ljósaskreytingar. Þau fáu far- artæki sem tilbúin voru og fengið höfðu skoð- un bifreiðaeftirlits hátíðarinnar, keyrðu löt- urhægt um sléttuna. Þar á meðal var risarúm sem fólk tók sér far með, alls óvisst um hvert ferðinni væri heitið. Létt stemning var yfir öllu og flestir virtust vera að kynnast borginni og þeim möguleikum sem hún byði brátt upp á. Listsköpun Borgin er skipulögð eins og klukka og bera göturnar nöfn eins og Minnisleysi og Geðklofi ásamt þeim tíma sem gatan stendur við. Inni í miðju klukkunnar er gríðarstórt svæði sem kallast Playa og er eingöngu ætlað listsköpun og uppákomum. Fimm metra háar brotajárns- styttur af karli og konu ganga hönd í hönd. Blátt mannshöfuð, sem rúmar um 40 manns, gægist til hálfs upp úr jörðinni og starir stórum augum á borgina. Mörg verkanna höfðu verið í undirbúningi mestallt árið og lá mikil vinna að baki þeirra. Ég gekk út á ein- manalega sléttuna þar sem enn einn sand- storminn hafði lægt um stund. Þar hitti ég konu sem var að setja upp verk sitt. Hún sagði mér að verkið fjallaði um og sýndi tengsl tungumáls og orða. Fyrir mér var þetta frekar valtur stigi og fjögurra metra háar járnstangir sem ég barði niður með þungu járnröri. Á boðstólum Á fjórða degi var borgin að mestu risin. Fá tjaldstæði voru eftir og fólk virtist að mestu hafa áttað sig á umhverfinu og sjálfu sér. Vatnsbíllinn vökvaði göturnar og þegar hann flautaði kom nakið fólk hlaupandi að til að skella sér í kalda sturtu. Listaverkin voru flest fullmótuð og þykkur bæklingur um það sem í boði var á svæðinu var tilbúinn. Að und- anskildu skipulagi svæðisins eru allar uppá- komur og listaverk í höndum hátíðargesta og kom almenn þátttaka og framlag einstaklinga mér á óvart. Boðið var upp á nudd, beikon og klám í morgunmat og allan sólarhringinn var hægt að fara í jóga, búðir og á hjólaskautavöll svo fátt eitt sé talið. Það eina sem selt er á há- tíðinni er kaffi og klaki og þar af leiðandi urðu peningar fljótlega aðeins fjarlæg minning. Ævintýrasafn Á sjötta degi líktist eyðimörkin ævin- týraheimi þar sem eldur, dans og tónlist ríktu ásamt öllu hinu sem erfiðara var að skilgreina. Fólk hóf að dansa eins og ekkert væri eðli- legra þegar tveggja hæða rútur, fullar af fólki óku hjá, og lítill hluti af eyðimörkinni breyttist skyndilega í fjörugan dansstað. Fatnaður fólks naut sín í bjarma elds og blikkandi ljósa og voru loðfeldir sérstaklega áberandi enda lækkar hitinn gríðarlega á nóttunni. Far- artækin keyrðu um á 10 km hraða en hraðar mátti ekki aka. Eldspúandi ryðdrekar siluðust áfram og undir stýri voru bílstjórar klæddir í svört leðurföt, í senn alvarlegir og ógnvekj- andi í framan. Það var eins og þeir væru að koma beint úr tökum á bíómynd. Á eftir fylgdu fjórar smátíkur og sást aðeins í háls og höfuð þeirra sem þar sátu. Inni í tveimur stórum kúlutjöldum var spil- uð tónlist sem var bræðingur af orðum forseta Bandaríkjanna. Þetta var jafnvel hneyksl- anlegra en raunverulegar ræður hans. Fagn- aðarlæti viðstaddra yfirgnæfðu á tíðum tón- listina. Áfengisnotkun var ekki áberandi og neysla kannabisefna var aðeins innan tjald- búða. Mér var sagt að þrátt fyrir ströng fíkni- efnalög fylkisins væri löggæsla svæðisins um- burðarlynd gagnvart þeim þætti hátíðarinnar. Ég fékk að heyra ólíkari sjónarmið en ég hafi vanist er fjöldi fullorðins fólks sagðist telja of- skynjunarefni eins og sveppi áhugaverðari og ennfremur afslappaðri reynslu en áfengi. Svæðið líktist helst óskipulegu safni lista og menningar þar sem ómögulegt var að sjá allt sem í boði var. En flestir sáu drenginn hann Dickie. Drengurinn býr í kassa Árið áður hafði tvítugur drengur að nafni Dickie mætt á sína fyrstu Burning Man hátíð. Honum hafði liðið eins og hann væri nánast ósýnilegur og átti erfitt með að kynnast fólki. Hann ákvað því að mæta árið eftir og loka sig inni í tíu fermetra glerkassa í átta daga. Hann hafði hjá sér rúm, borð og stól og nokkrar bækur auk alls þess sem fólk rétti honum gegnum lítið op. Það var alltaf fjölmennt í kringum litla, upplýsta kassann hans. Hvort sem hann sat á rúminu eða stóð fast upp við glerið spjallandi við aðra, virtist alltaf vera stelpa til staðar sem taldi að á þeirri stundu þyrfti hann að sjá brjóstin hennar. Dickie hafði greinilega séð næg brjóst og lét slíkt sjaldan trufla sig. Hvort sem fólk skildi þessa aðferð eða taldi hann klikkaðan var hann fyrir vikið stærri hluti af hátíðinni en nokkur ann- ar. Gengið burt Á áttunda degi hafði hin gríðarstóra viðar- stytta af Manninum verið brennd og frægð- arsól listaverka og furðufugla var sest að þessu sinni. Skrúðgöngu þúsunda, berbrjósta kvenna á öllum aldri á reiðhjólum var sömu- leiðis lokið. Gjöfum á götum úti fór fækkandi er birgjarnir hurfu og sígarettuleysi var orðið áberandi. Þreyttar hendur hófust handa við að taka niður tjöld. Raunverulegt líf fyrir utan beið okkar allra. Þessi einangraði heimur hafði verndað okkur svo vel að tilhugsunin um að snúa aftur til vinnu og daglegs lífs virtist mörgum framandi. Meðan á hátíðinni stóð hafði fellibylurinn Katrín nánast þurrkað New Orleans af yfirborði jarðar. Óljósar sögusagn- ir um mannfallið voru til marks um nánast al- gjöra einangrun okkar í miðri eyðimörkinni. Við lok hátíðarinnar höfðu ýmsar hömlur horfið og fannst mér ég loks geta gengið nak- inn um eyðimörkina ásamt vini mínum og not- ið þess frelsis sem brátt yrði lögbrot hvert sem við færum. Bílaröðin á leið frá svæðinu hreyfðist löturhægt og ég kaus fremur að ganga í átt að malbikinu og virða fyrir mér óraunverulega borgina sem hvarf nú jafn- skjótt að baki mér eins og hún hafði birst mér. Ung stelpa gekk einnig meðfram bílaröðinni og virtist sorgmædd. Ég gaf henni ávöxt og hún kinkaði kolli, líkt og hún játti því, að nú væri hátíðinni lokið ásamt öllu sem henni hafði fylgt. Framundan biði heilt ár með margvíslegum verkefnum þar til hægt væri að halda aftur til borgarinnar sem rísa myndi á ný eins og hilling upp úr eyðimerkurgólfinu. Furðufarartæki Maður á hjólabretti fær óvænta aðstoð. Hjólað í óraunveruleikanum Stórstígur Flestir hjóluðu, en þessi maður fór um á stultum. Ein stærsta og frjálslyndasta hátíð Norður-Ameríku er haldin á hverju sumri í Nevada-eyði- mörkinni. Frá Seattle ók Svavar Jónatansson 600 mílur í líkbíl til hátíðar sem hefur með árunum sannað gildi frjálslyndis og óhefðbundinnar hugsunar svo um munar. Höfundur er ljósmyndari og rithöfundur í hjá- verkum. Greinaflokkur þessi nær yfir 3 heims- álfur og skýrir frá ólíkum aðstæðum og fólki sem hann kynnist á ferðum sínum. Hátíð Í Nevada-eyðimörkinni voru um 40 þúsund manns saman komnir til að njóta hátíðarinnar og mátti þar telja litlu færri reiðhjól.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.