Morgunblaðið - 06.05.2007, Blaðsíða 40
mannfræði
40 SUNNUDAGUR 6. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Þ
egar hinn heimsþekkti
franski mannfræðingur
Yves Coppens hélt erindi
á vegum Pourquoi Pas –
Franska vorsins í Há-
skóla Íslands sagði hann meðal ann-
ars sögu af tilraun sem hann og að-
stoðarmaður hans hugðust gera einn
daginn.
Tilraunin snerist um að færa sönn-
ur á muninn á skynsemi manna og
simpansa. Í því skyni hengdu þeir
banana upp undir loft í litlu herbergi.
Síðan settu þeir borð í mitt herbergið
og einnig stól. Að því búnu leiddu
þeir simpansa inn í herbergið og lok-
uðu hann þar inni. Tilgangurinn var
að kanna hvort simpansinn byggi yfir
nægri greind til að færa sér í nyt
borðið og stólinn til að ná upp í loft og
krækja sér í banana. Eftir and-
artaksbið ákváðu Coppens og aðstoð-
armaður hans að gægjast inn um
skráargatið til að freista þess að
fylgjast með aðförum apans. En þeir
sáu ekki nokkurn skapaðan hlut. Þeir
undruðust það og að vörmu spori laut
aðstoðarmaðurinn aftur niður og
lagði augað að skráargatinu. En að
þessu sinni rak hann upp skelfing-
aróp og hrökk burt frá hurðinni.
„Hvað í ósköpunum sástu?“ spurði
Coppens. „Ég sá bara augað í simp-
ansanum,“ svaraði aðstoðarmað-
urinn.
Þessi saga má kannski teljast
dæmigerð fyrir umgengni Yves Cop-
pens við fræði sín. Sem ber ekki að
skilja svo að hann sé einhver galgopi.
Coppens hefur um áratugaskeið not-
ið gríðarlegrar virðingar um allan
heim fyrir rannsóknir sínar og kenn-
ingar í forsögulegri mannfræði.
Hann hefur hlotið fleiri viðurkenn-
ingar fyrir vísindastörf sín austan
hafs og vestan en tölu verði á komið
og hefur veitt forstöðu helstu stofn-
unum Frakka í greininni. Hann á að
baki 50 ára rannsóknarstarf þar sem
hann hefur farið víða um heim í leit
að forsögulegum steingervingum.
Hann hefur safnað gríðarlegu magni
þeirra; en hitt er ekki minna um vert
að hann hefur síðan notað rannsóknir
á þessum gögnum til að setja fram
veigamiklar kenningar um þróun-
arsögu mannsins. Og að endingu hef-
ur hann lagt áherslu á að miðla þekk-
ingu sinni, jafnt í lærðum ritgerðum
og greinum og kennslu austan hafs
og vestan. Ekki síst til barna. Og þar
skiptir máli að setja fræðin fram með
lifandi hætti.
Hugmyndaflugið nauðsyn
Coppens er þægilegur maður og
hógvær í viðkynningu. „Ég var mjög
feiminn hér fyrr á árum,“ segir hann,
spurður um kennslustörf sín. „Ég
vildi helst verja öllum mínum tíma á
rannsóknarvettvangi. En síðan var
mér nánast att óviljugum út í kennslu
og hún hefur smám saman orðið mér
mikils virði.“
Coppen hefur verið hugfanginn af
sögu fornaldar og fornminjum frá því
í æsku. Hann segir að vísast hafi
tvennt stuðlað að því. Í fyrsta lagi
dvöl hans í Bretagne hjá móðurfólki
sínu, en þar hafi hann snemma
heillast af svipmiklum fornminjum.
En í öðru lagi hafi forsögulegi tíminn
höfðað til ríkulegs hugmyndaflugs
hans. Og hann játar því að hafa varð-
veitt þetta hugmyndaflug alla tíð.
„Ég er sannfærður um að hug-
myndaflug sé mjög mikilvægt í vís-
indastarfi til að fylla út í eyður þeirr-
ar þekkingar sem maður aflar sér.
Vísindamaðurinn þarf þess með til að
smíða kenningar og velja rannsókna-
starfinu stefnu. Einn þekktur fransk-
ur vísindamaður sagði: „Maður þarf
mikið hugarflug til að geta tekið ein-
arða stefnu.“ Gott ef Einstein sagði
ekki líka eitthvað í þessa veru.“
Coppens er fæddur árið 1934.
Hann lagði snemma stund á for-
söguleg fræði, með áherslu á tertíer-
og kvartíertímann. Hann hóf störf á
Náttúrufræðistofnuninni í París og
um 1960 fór hann í sinn fyrsta
rannsóknarleiðangur, til Chad.
Næstu árin lá leið hans víða um heim,
til Asíu en þó einkum Afríku, þar sem
hann kveðst hafa viljað finna verks-
ummerki um forvera mannsins.
Hin áhrifamikla Lucy
Coppens var í þeim rannsókn-
arhópi sem árið 1974 uppgötvaði sér-
lega heillegar leifar liðlega þriggja
milljóna ára gamallar for-manneskju
í Eþíópíu. Beinin voru af konu og vís-
indahópurinn ákvað að kalla hana
Lucy (eftir lagi Bítlanna Lucy in a
Sky with Diamonds sem þá var vin-
sælt). Hún varð á skammri stund
heimsfræg. Hversu mikilvægan telur
Coppens þennan fund í ljósi þess sem
síðar hefur gerst í faginu?
„Fundur Lucyar var mjög mik-
ilvægur,“ segir Coppens. „Þetta var
miklu heildstæðari beinagrind frá
þessum tíma en áður hafði fundist.
Fyrir bragðið gátum við notað hana
til að raða saman byggingu líkama
hennar og það var mikilvægt. Í fyrsta
sinn gátum við því gert okkur grein
fyrir stærð, líkamsbyggingu og líka
beitingu útlimanna. Ein dýrmætasta
uppgötvunin varðandi Lucy var sú að
samkvæmt líkamsgerð og liðamótum
hafði hún greinilega hreyft sig með
tvenns konar hætti, bæði á fjórum
fótum og tveimur. Hún var því mik-
ilvægur hlekkur á milli apa og frum-
mannsins.“
En í ofanálag var Lucy mikilvæg
vegna þess að hún varð að eins konar
alþjóðlegu tákni greinarinnar í heild.
Hún var ævaforn, lágvaxin og hún
var stúlka, sem skipti hreint ekki
litlu. Hún vakti því áhuga barna líka.
„Það skemmtilega er að einn af
nemendum mínum vann fyrir fjórum
árum að rannsóknum á sömu slóðum
og við fundum Lucy. Þá rakst hann á
leifar fjögurra ára gamals stúlku-
barns frá sama tíma, fyrir 3,3 millj-
ónum ára, og með öllum sömu ein-
kennum líkamsbyggingar. Þessi
Morgunblaðið/Ásdís
Forsagan Yves Coppens hefur farið víða í leit að forsögulegum steingervingum og sett fram veigamiklar kenningar um þróunarsögu mannsins.
Heimsfræg Lucy eins og vísindamennirnir kölluðu beinagrindina, sem
þeir fundu í Eþíópíu, varð að alþjóðlegu tákni mannfræðirannsókna.
Þessar breytingar fólu
meðal annars í sér að heil-
inn stækkaði, kannski til
að vera betur í stakk búinn
til að upphugsa ráð til
varnar árásum rándýra.
Reuters
Forvitinn Rannsóknir Coppens
sýndu að simpansinn er í meira lagi
forvitinn.
Einbeitir sér að
milljón ára menjum
Franski mannfræðing-
urinn Yves Coppens
var í rannsóknarhópn-
um sem fann Lucy,
sem fyrir meira en
þremur milljónum ára
gekk jafnt á tveimur
sem fjórum fótum þar
sem Eþíópía er nú.
Coppens fræddi Hall-
grím Helga Helgason
um þennan mikilvæga
hlekk milli apa og
frummannsins, áhrif
loftslagsbreytinga á
þróun mannsins og
margt fleira.