Morgunblaðið - 06.05.2007, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 06.05.2007, Blaðsíða 29
hugsað upphátt MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. MAÍ 2007 29 Lífið væri tómlegt án tónlist-ar. Sennilega hefur lengivel verið fremur dauflegttónlistarlíf á Íslandi endafátt um ríka fursta og her- toga sem gátu haft tónskáld og tón- listarmenn á launaskrá sinni og látið smíða fortepíanó og hörpur sér til dægrastyttingar. Líklega hefur íslenski torfbærinn ekki verið rétt heppilegur staður fyr- ir fíngerð hljóðfæri sem þola illa hita og rakabreytingar. Þótt áreiðanlega væri oft rífandi stuð í baðstofunni við rímnakveðskap og fimmundasöng þá fer ekki miklum sögur af blómlegri tónlistariðkun. Langspilið var áreiðanlega dúndur- græja en kannski var ekki alveg ríf- andi stuð undir eintóna og lágværu málmhljóði þess. Nútíminn breytti þessu öllu saman og nú geta allir halað niður nákvæm- lega þá tónlist sem þeir vilja af netinu og staflað snyrtilega í tónhlöðuna og hvílt í sinni einkasíbylju jafnt og þétt svo eyrun hvílast aldrei. Allir hafa alltaf aðgang að uppáhaldstónlistinni sinni – alltaf og alls staðar. Lifandi tónlist er betri en nið- ursoðin. Um þetta geta allir verið sammála. Ég á ekki tónhlöðu en á ferð minni um Laugaveginn sé ég alltaf lotna og þreytulega harmoniku- leikara sem standa vaktina í öllum veðrum og dæla þremur lögum eða svo í sífellu yfir vegfarendur. Einn stendur alltaf fyrir utan Bónus á Laugavegi og á góðum degi er senni- lega annar á horni Skólavörðustígs og Bankastrætis og sá þriðji þenur dragspil sitt í Austurstræti. Ég vor- kenndi þeim oft í vetur þegar þeir börðu Besame Mucho án afláts loppn- um fingrum meðan skjálfandi Íslend- ingar ruddust framhjá með farsíma fyrir daufum eyrunum. Þetta eru sannir götuspilarar því þeir hafa húfu eða box fyrir framan sig á gangstéttinni þar sem þakklátir áheyrendur geta launað þeim fyrir tilþrifin. Þessir menn eru snoðlíkir að sjá, fremur dökkir yfirlitum af er- lendu bergi brotnir. Þeir virðast eiga það sameiginlegt að leika af þrá- kelkni og dugnaði fremur en tjáningu og gleði. Slitviljugur harmonikuleik- ari er ekki endilega skemmtilegur stuðbolti en maður getur heyrt á tón- listinni að þeir eru runnir upp ein- hvers staðar austur á Balkanskaga og ég hugsaði stundum um það í vetur að þeim hlyti að finnast dálítið kalt á Íslandi. Lengi vel var stranglega bannað að leika tónlist á götum úti á Íslandi án sérstaks leyfis lögreglunnar. Á hippa- árunum henti það stöku sinnum að menn tóku upp gítar á almannafæri og hófu söng og slátt án þessa leyfis og voru þá umsvifalaust færðir í járn- um af vettvangi. Eftir aldalanga kúgun og bann við dansi er búið að venja þjóðina af fífla- gangi og kæti á almannafæri og hin- um síötulu harmonikuleikurum virð- ist því yfirleitt vera fálega tekið og flestir strunsa framhjá án þess að gefa þeim gaum eða henda einhverju í hattinn. Um daginn sá ég þó undantekn- ingu á þessu því þegar ég snaraðist inn í Bónus á Laugavegi var roskin og góðleg kona einmitt að koma út og hún nam staðar hjá nikkaranum. „I like music. Where are from?“ spurði konan og gróf í vasa sinn eftir smámynt. „Come from Roumania,“ svaraði spilarinn án þess að fatast og konan varpaði tuttugu krónum í boxið hans og hélt brosandi áfram vegferð sinni. Þá mundi ég eftir því að Rúmenía er víst eitt af allra fátækustu löndum í gervallri Evrópu og þótt víðar væri leitað og þess vegna ekki undarlegt að duglegur og iðinn harmonikuleik- ari hugsi sér gott til glóðarinnar þeg- ar hann fær tækifæri til að gerast götuspilari í höfuðborg eins ríkasta lands í heimi. Til þess að eignast 1000 krónur þarf hann að hitta fimmtíu konur sem eru jafnörlátar og þessi. Móðir allra lista Páll Ásgeir Ásgeirsson · Álftanes · Garðabær · Hafnarfjörður · Kjós · Kópavogur · Mosfellsbær · Seltjarnarnes Kosningahátíð! Kosningahátíð í Flensborgarskóla í Hafnarfirði. Geir H. Haarde flytur barátturæðu. Söngur, dans og léttar veitingar. Hlökkum til að sjá þig ! Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi Þriðjudaginn 8. maí kl. 20 Vöggusæn gur vöggusett PÓSTSENDUM Skólavörðustíg 21 ● sími 551 4050 ● Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.