Morgunblaðið - 06.05.2007, Síða 39

Morgunblaðið - 06.05.2007, Síða 39
„Djarfir leikararnir sýna snilldarleik og ná að galdra fram þvílíka orku á sviðinu að áhorfendur sitja agndofa eftir.“ - Tageblatt, March Weinachter, 2007 Snillingar frá Bretlandi og Balkanskaga Hinn margverðlaunaði leikhópur Cheek by Jowl, sem talinn er einn af tíu bestu leikhópum veraldar skv. Time Magazine, sýnir Cymbeline eftir Shakespeare á Listahátíð. Leikhópurinn hefur hlotið margvísleg verðlaun, þar á meðal fern Olivier verðlaun, Golden Mask Award, Obie Award, New York Drama Desk Award, Paris Drama Critics Award og Time Out Award. Sýningin er í samstarfi við Þjóðleikhúsið. Miðasalan fer fram áwww.listahatid.is og í síma 552 8588, alla virka daga frá kl. 10 til 16. Miðasala á tónleika Goran Bregovic er einnig á www.midi.is. Miðasala á Cymbeline 15. og 16. maí er hjá Listahátíð en 17. og 18. maí hjá Þjóðleikhúsinu á www.leikhusid.is Miðasala „Strengjasveit, karlakór, harmónikkuleikarar, búlgarskar söngkonur, rafmagnsgítarar og heil lúðrasveit! Allt þetta saman og áhorfendur ærast af gleði.“ - New York Times, 2006 „OLÉ,GORAN!!!Næstumþrjárklukkustundirafheitumtilfinningum, ógnarkrafti,litadýrð,ástríðu,framandleikaogtöfrum.“ - EL Pais Goðsögnin Goran Bregovic ásamt 40 manna stórhljómsveit og kór leikur ómótstæðilega tónlist frá Balkanskaga. Goran Bregovic samdi meðal annars tónlistina við kvikmyndirnar Underground og Arizona Dream. Tónleikarnir eru samstarfsverkefni Listahátíðar í Reykjavík og Vorblóts. Sjá nánari upplýsingar og myndbrot frá 200 þúsund manna tónleikum Goran Bregovic í Montreal sl. sumar á www.listahatid.is „Einnaftíubestuleikhópumveraldar!“ - Time Magazine Þjóðleikhúsið 15., 16., 17. og 18. maí Miðaverð: 3.300 Cymbeline eftir W. Shakespeare Goran Bregovic Fjör fyrir brúðkaup og jarðarfarir Laugardalshöll 19. maí Miðaverð: 4.900 / 5.900 hrópunarmerki. Reyndar er það ósköp minimalískur texti en ég hef ekki notast við þetta aftur.“ Teiknaðirðu mikið sem barn? „Ég var alltaf eitthvað að teikna og hef þannig þjálfað mig þó það hafi ekki verið markvisst. Ég held ég hafi þetta frá afa mínum, hann teiknaði mikið.“ Hægt er að skoða myndasögur Jóns Kristjáns á vef hans www.jonkk.dk en þar má einnig sjá stuttmyndir og teikningar eftir hann. Hann segir gaman að geta komið verkum sínum á framfæri á netinu, ekki síst vegna þess að erf- itt sé að fá útgefendur en hann vildi gjarnan gefa út myndasögurnar í bók. Jón Kristján vinnur myndasög- urnar í tölvu. „Ég teikna auðvitað til gamans á blað inn á milli en ég vinn allt sem ég geri á tölvu. Ég er með teiknibretti sem ég nota.“ Kominn aftur heim Jón Kristján er búsettur í Kaup- mannahöfn þar sem hann hefur verið í um tvö ár og líkar mjög vel. „Ég flutti út með foreldrum mínum og var ekki hrifinn af hugmyndinni. Eftir að hafa verið hér í eitt ár var ég orðinn ástfanginn af borginni.“ Borgin er ekki eina ástin sem er í spilinu því hann á líka danska kær- ustu og er því ekkert á leiðinni aft- ur til Íslands. „Mér líður vel í Dan- mörku og verð áfram hér,“ segir Jón Kristján. Segja má að hann sé kominn aftur „heim“ því þrátt fyrir að hafa alist upp í Reykjavík fædd- ist hann í Danmörku þó hann hafi ekki dvalið lengi í landinu eftir fæð- ingu. Sem stendur vinnur Jón Kristján á teiknimyndastofunni Kuntz- Koppel, sem rekin er af ungu og kraftmiklu fólki, Söru Koppel og Christian Kuntz. „Ég er aðstoð- armaður þeirra og vinn mest við tölvuna. Til dæmis skanna ég það inn sem þau hafa teiknað og lita það,“ segir hann en stofan vinnur fyrir hina og þessa. Til dæmis kom hún að gerð teiknimyndarinnar Ástríkur og víkingarnir (2006) en dregið hefur úr teiknimyndavinn- unni vegna vinsælda þrívídd- arteiknimynda. „Þau eru ótrúlega þrjósk og vilja ekki fara í þrívídd- ina.“ Fjölbreytt nám við lýðháskóla Hann komst í kynni við Kunzt- Koppel eftir teiknimyndasögu- áfanga í lýðháskóla í Kaupmanna- höfn. „Ég var í Borups Højskole, sem er lýðháskóli í miðri borginni og eini sinnar tegundar þar. Námið er mjög fjölbreytt en það er hægt að taka áfanga í söng, leiklist, myndlist, kvikmyndun og ljós- myndun.“ Stuttmyndirnar sem er að finna á vef Jóns Kristjáns gerði hann ein- mitt á meðan hann var í skólanum. Hann vildi gjarnan prófa að vinna í kvikmyndabransanum og þá ekki síst við að klippa myndir. „Ég hef mikinn áhuga á kvikmyndum og sótti um klippidjobb um daginn en er ekki búinn að fá svar.“ Knappt rammamyndasöguformið virðist eiga vel við klippistörf en sama hugsun um uppbyggingu og tímasetningu gildir á báðum svið- um. Teiknimyndir á netið í vikunni Nýtt og spennandi verkefni sem Jón Kristján hefur verið að vinna að undanfarið lítur dagsins ljós á vef hans í vikunni. „Ég er búinn að gera nokkrar einnar mínútu teikni- myndir. Helgi Rafn vinur minn er að gera tónlist við myndirnar,“ seg- ir hann en Helgi Rafn, sendi frá sér diskinn Personal Belongings fyrir síðustu jól og hefur unnið sér það til frægðar að taka þátt í Idol- stjörnuleit. Teiknimyndirnar segja allar litla sögu og er húmorinn að sjálfsögðu ekki langt undan. „Ég bíð spenntur eftir að heyra tónlistina en Helgi Rafn hefur alveg frjálsar hendur með túlkunina. Þetta er lokaverkefni hans á þess- ari önn í Listaháskólanum og spennandi fyrir okkur báða.“ ingarun@mbl.is Ég var alltaf eitthvað að teikna og hef þannig þjálf- að mig þó það hafi ekki verið markvisst. Ég held ég hafi þetta frá afa mín- um, hann teiknaði mikið. www.jonkk.dk www.dr.dk/Tema/Tegneserier www.kuntzkoppel.dk MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. MAÍ 2007 39
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.