Morgunblaðið - 06.05.2007, Page 62

Morgunblaðið - 06.05.2007, Page 62
62 SUNNUDAGUR 6. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Skógarlundur 11 – Gbæ – Einbýli Opið hús í dag frá kl. 14 til 16 Glæsilegt einb.hús á einni hæð 165,8 fm auk bílskúrs 36,2 fm samt. 202 fm. Húsið er mjög vel staðsett í enda botnlanga, ca 1000 fm glæsilega ræktuð lóð með háum trjágróðri. Húsið er í mjög góðu standi að utan sem innan, m.a. er þak nýlega endur- nýjað, nýr garðskáli. Glæsileg ræktuð lóð, ca 85 fm timburpallur, allt fyrsta flokks. Verð 54 millj. Allar nánari uppl. skrifstofu Hraunhamars. Björn og Sigrún bjóða ykkur velkomin. Laugavegur 182 • 4. hæð • 105 Rvík Fax 533 4811 • midborg@midborg.is Björn Þorri hdl., lögg. fastsali, Karl Georg hrl., lögg. fastsali. Sími 533 4800 232,2 fm einbýli á tveimur hæðum, þar af 50,2 fm bílskúr. Húsið skiptist forstofu, stofur með svölum til suð-vesturs, eldhús með borðkrók, tvö baðherbergi, saunaklefa, þvottahús og fjögur svefn- herbergi. Góður garður sem snýr til suð-vesturs. Eign sem vert er að skoða. Verð 49,8 m. Eskiholt – Garðabær HÖRPUGATA – 101 REYKJAVÍK “Litli Skerjafjörður” Á þessum eftirsótta stað erum við með sjarmerandihús til sölu. Um er að ræða hús á þremur hæðum, íbúð í kjallara sem væri t.d. hægt að leigja út eða stækka hús sem henni nemur. Fyrirhug- aðar eru framkv. á lóð við hliðina sem munu tengjast þessu húsi með tengibyggingu. Spennandi tækifæri að eignast sjarmerandi gamalt hús í 101. Afhending við kaupsamning. BÁSBRYGGJA – 110 REYKJAVÍK 3ja herb. 85,9 fm. Snyrtileg og vel skipulögð íbúð á 1. hæð í skemmtilegu hverfi. Útgengt á verönd. 2. svefnherb. Þvottahús innan íbúðar. Innréttingar úr kirsuberjavið, gluggar stórir, sem gerir íbúðina bjarta. Ásett verð 21,9 millj. NORÐURBRÚN - 104 REYKJAVÍK Góð hæð með bílskúr í Laugarneshverfinu. Samtals 166,1 fm. Snyrtileg hæð með 4 svefnherbergjum. Rúmgóðar stofur. Eldhús endurnýjað. Gengið út í garð frá svölum, garður með skemmtilegum pöllum, gert ráð f. heitum potti. Allar innréttingar úr dökkum við, fallegur heildarsvipur. Skemmtileg eign í rótgrónu hverfi. Ásett verð 36,8 millj. LÆKJASMÁRI – 200 KÓPAVOGUR Rúmgóð íbúð ásamt stæði í bílageymslu, samtals 121,8 fm. Íbúðinn er 94,5 fm. 2-3ja herb. Stór stofa. Fallegt útsýni. Íbúðin er á 8. hæð (efstu). Snyrtilegt og vel umgengið hús, upplagt fyrir þá sem eru að minnka við sig t.d. Ásett verð 26,9 millj. Vantar allar gerðir eigna í sölumeðferð - fagleg og traust þjónusta Virk kaupendaskrá - Frí söluskoðun - www.nyttheimili.is/skodun NÝTT HEIMILI - FYRIR ÞIG Opið hús í dag frá kl. 15:00 til 16:00 Burknavellir 1C - íbúð 205 Skrifstofur okkar í Reykjavík og Hafnarfirði eru opnar alla virka daga frá kl. 9-17 Runólfur Gunnlaugsson viðskiptafr., lögg. fast.- og skipasali Kristín Pétursdóttir, lögg. fasteignasali Sími: 533 6050 www.hofdi.is Stórglæsileg 5 herb., 135 fm, íbúð á 2 hæð- um ásamt stæði í bílageymslu. Mjög vandaðar innréttingar og gólfefni. Fjögur svefnherbergi. Sérþvottahús í íbúð. Góð staðsetning, stutt í þjónustu s.s. skóla, leikskóla og verslun. Verð 34,3 millj. Stefán tekur á móti gestum í dag frá kl. 15:00 til 16:00. FYRIR skemmstu tók tímaritið The Economist upp umfjöllun um mannréttindasamtökin Amnesty International og taldi að á þeim bænum væru menn farnir að seil- ast heldur langt og væru jafnvel á villi- götum í baráttu sinni fyrir bættum lífs- kjörum fórnarlamba kerfisbundinna mann- réttindabrota. Bendir blaðið á að í stað þess að einbeita sér ein- göngu að því hefð- bundna hlutverki sínu að berjast fyrir frelsi og svokölluðum „nei- kvæðum“ réttindum fólks, s.s. samvisku- fanga ýmiskonar, sé Amnesty farið að færa út kvíarnar og láti sig nú í auknum mæli varða ýmiskonar efnahags- og fé- lagslegt misrétti (þ.e. brot á „já- kvæðum“ réttindum). (Fyrir þá sem ekki vita þá snúast neikvæð réttindi um frelsi einstaklinga FRÁ ofríki og illri meðferð af hálfu yfirvalda og fellur t.d. tján- ingarfrelsi undir það. Til jákvæðra réttinda tilheyrir á hinn bóginn réttur einstaklinga TIL ákveðinna lágmarks bjarga og úrræða á borð við menntun, heilsugæslu, mann- sæmandi húsnæði og lágmarks framfærslu, að ekki sé minnst á mat og drykkjarhæft vatn.) Því má segja að Amnesty hafi að þessu leyti bæst í vaxandi hóp frjálsra félaga- og grasrót- arsamtaka sem láta sér ekki nægja að fást bara við einkenni ofríkis og óréttlætis – s.s. brot á tjáningarfrelsi, eða ólögmætar fangelsanir, pyntingar og aftökur – heldur vilja komast að rótum vandans og vinna á honum var- anlegan bug. Irene Khan, aðalrit- ari Amnesty, hefur orðað þetta sem svo að „þrátt fyrir mikilvægi þess að berjast fyrir réttindum einstaklinga þá gerum við ekki annað en að skipta út einum hópi fórnarlamba fyrir annan ef við beitum okkur ekki líka fyrir kerfislegum umbótum“. Til þeirra „kerfa“, sem segja má að Amnesty telji að þarfnist umbóta til að draga megi úr órétt- læti og þjáningu í heiminum, eru annars vegar utanríkisstefna BNA, eða öllu heldur hið tvöfalda siðgæði og hræsni sem hún felur í sér. Hins vegar er um að ræða órétt- láta skiptingu þess ávinnings og áþjánar, sem hnatt- væðingunni fylgja, milli íbúa jarð- arinnar. Í kjölfar greina The Economist hafa menn tjáð sig um þetta mál á síðum íslenskra dagblaða: Kristján Jónsson gerði ágæta grein fyrir afstöðu The Economist hér í Morgunblaðinu og Davíð Þór Jónsson tók upp hanskann fyrir Amnesty í bakþönkum sínum fyrir Fréttablaðið. Þó er ekki úr vegi að kafa örlítið dýpra í þær hvatir og efnislegar ástæður sem liggja til grundvallar skrifum The Econom- ist annars vegar og stefnubreyt- ingu Amnesty hins vegar. Það er auðvitað kunnara en frá þurfi að segja að The Economist, hið annars ágæta blað, er einn öfl- ugasti og um leið kinnroðalausasti málsvari hnattvæðingar í anda ný- frjálshyggju og í hag auðhringa og fjölþjóðafyrirtækja. Það þarf því ekki að koma á óvart að rit- stjórnin þar telji sig þurfa að bregðast við þegar öflug samtök á borð við Amnesty International sjá sig knúin til að beina sjónum fólks að þeim mannréttindabrotum sem eiga sér stað á félags- og efnahagslega sviðinu víða um heim, einkum í þróunarlöndunum, og rekja má til (mis)heppnaðrar hnattvæðingar. Bendir The Economist í þessu sambandi á þá praktísku erfiðleika sem fylgja því að framfylgja fé- lags- og efnahagslegum réttindum. Þegar brotið er á neikvæðum rétti fólks, svo sem eins og tjáning- arfrelsi, er yfirleitt nokkuð aug- ljóst hvert brotið er, hvert fórn- arlambið er, hver brotaaðilinn og hvað honum beri að gera til að bæta úr sökinni. Það er aftur á móti snúnara að skera úr um hvar mörk jákvæðra réttinda liggja og þ.a.l. hverjum ber skylda til að uppfylla þau og upp að hvaða marki. Forgangsröðun í t.d. mennta- og heilbrigðismálum er enda pólitískt úrlausnarefni en ekki siðferðilegt, segir The Eco- nomist. Telja menn á þeim bænum það því ekki í verkahring samtaka á borð við Amnesty að skipta sér að getuleysi stjórnvalda einstakra ríkja í þessum efnum þar sem um pólitíska íhlutun væri þá að ræða. Af sömu ástæðum þykir blaðinu vanráðið hjá Amnesty að tala um jákvæðan rétt sem algildan og óumflýjanlegan; það gengisfelli allt tal um og baráttu fyrir „raun- verulegum“, þ.e. framfylgjanlegum grundvallarmannréttindum. Segja má að þeir hafi að vissu leyti rétt fyrir sér hvað varðar ofangreinda erfiðleika, sem og e.t.v. þá hættu að rödd Amnesty verði hásari eftir því sem hrópað er „mannréttindabrot!“ við æ fleiri tilefni. En þó að vel megi vera að jákvæð réttindi sé bæði erfitt að skilgreina og fylgja eftir er það þó aukaatriði ef litið er til þess með hvaða hætti mannréttindi mótast af sambandi einstaklinga við þau yfirvöld og stofnanir sem ákvarða réttindi þeirra og skyldur; frelsi þeirra hömlur; sem skapa og skil- yrða tækifæri og aðgang að grundvallarnauðsynjum. Ef þetta samband einstaklinga, yfirvalds og stofnana er skoðað í ljósi hnatt- væðingar, þ.e. ef tekið er skref afturábak og heildarmyndin gaum- gæfð, má færa fyrir því gild rök að við, íbúar Vesturlanda, séum í raun og sann sekir um stórfelld mannréttindabrot gagnvart mörg- um af fátækustu íbúum jarð- arinnar. Skref afturábak: mannrétt- indi og hnattvæðing Davíð Sigurþórsson skrifar um mannréttindi og hnattvæðingu » Færa má fyrir þvígild rök að við, íbúar Vesturlanda, séum sekir um stórfelld mannrétt- indabrot gagnvart mörgum af fátækustu íbúum jarðarinnar. Davíð Sigurþórsson Höfundur er MA í siðfræði hnattvæð- ingar og meistaranemi í þróun- arfræðum. Fréttir í tölvupósti mbl.is smáauglýsingar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.