Morgunblaðið - 06.05.2007, Page 63

Morgunblaðið - 06.05.2007, Page 63
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. MAÍ 2007 63 TIL LEIGU VERSLUNARHÚSNÆÐI Stórglæsilegt verslunarhúsnæði við Grensásveg, 320 fm. Góðir sýningagluggar, fallegt gólfefni, kaffiaðstaða, salerni og lager. Húsnæðið býður upp á mikla möguleika. Laust fljótlega. Mjög góð staðsetning. Upplýsingar í síma 822 0700 og gylfi@selehf.is Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali FASTEIGNASALAN GIMLI GRENSÁSVEGI 13SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810 OPIÐ HÚS Í DAG SUNNUDAG FRÁ KL. 13-18 GRÍMSSTAÐIR Í ÁLFTANESHREPPI Vorum að fá í einkasölu fjögur sumarhús í landi Grímsstaða (Múlabyggð) í Borgarbyggð. Um er að ræða tvö 44,4 fm sumarhús, m. tveimur svefnherb. og svefnlofti, tvö 50,5 fm sumarhús m. þremur svefnherb. Húsin eru geysilega vel staðsett á fallegri lóð undir Grímsstaðarmúla ca 1 klst. akstur frá Rvík. Húsin eru byggð 1984 og 89. Húsin standa á 40.000 fm leigulóð, mögu- leiki að fá lóð keypta. Húsin eru fullbúin, baðherbergi með sturtuklefa, eldhús og rúmgóð stofa, úr stofu er útg. á stóra timburverönd með heitum potti. Húsin hafa fengið góða umhirðu og standa á mjög fallegri kjarrivaxinni lóð. Einnig fylgir sameiginleg 7 fm geymsla. Góð aðstaða er fyrir börn á svæðinu. Verð 10,9 og 11,9 millj. Verið velkominn í dag sunnudag frá kl. 13-18. Styrkár gsm 825 7650 og Reynir gsm 825 7489 taka á móti gestum. Traust þjónusta í 30 ár Leiðarlýsing; Grímsstaðir eru um 25 km frá Borgarnesi og er ekið um þjóðveginn vestur á Snæfellsnes og beygt upp afleggjara við Urriðaá, þar er vegvísir til Grímsstaða. www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli OPIÐ HÚS Í DAG SUNNUDAG KL. 14:00 – 14:30 ÁLFKONUHVARFI 43 - KÓPAVOGUR 3ja herbergja íbúð á góðum stað í Kópavogi. Íbúðinni fylg- ir geymsla í kjallara og stæði í bílskýli. Upphitaðar hellulagðar stéttar eru fyrir framan húsið. Íbúðin er í heild sinni snyrtileg, baðherbergi flísalagt í hólf og gólf með sturtu og baði, gólf- efni flísar á votrímum og svöl- um og plastparket á rest. Verð: 25.400.000.- Magnús Ninni Reykdal, sölufulltrúi, tekur á móti fólki GSM: 694-9999 • magnus@storborg.is Sími 534 8300 • Kirkjustétt 4 • 113 Reykjavík • www.storborg.is • storborg@storborg.is UM árabil hef ég viljað fá úr því skorið hvort spilakassar, sem starfræktir eru hér á landi í „góð- gerðaskyni“ fái staðist íslensk lög. Ég hef fyrir því sannfæringu að svo sé ekki og vísa ég þar í 183. grein hegn- ingarlaga þar sem segir: „Sá sem gerir sér fjárhættuspil eða veðmál að atvinnu eða það að koma öðrum til þátttöku í þeim, skal sæta sektum … eða fangelsi … Ákveða skal með dómi, hvort vinningi af fjár- hættuspili eða veðmáli skuli skilað aftur eða hvort hann skuli gerð- ur upptækur.“ Í 184. grein sömu laga segir: „Hver, sem aflar sér tekna beint eða óbeint með því að láta fjárhættuspil eða veðmál fara fram í húsnæði, er hann hefur umráð yfir, skal sæta sektum … eða fangelsi allt að ári.“ Hæstaréttardómari vildi rann- sókn Ekki eru allir því sammála að þessi lög eigi við um þá spilakassa sem reknir eru hér á landi á vegum Háskóla Íslands og Íslandsspils (Rauði Krossinn, Landsbjörg og SÁÁ) og telja að sérlög um þessa aðila undanskilji þá meginreglunni. Ekki ómerkari maður en Sigurgeir Sigurjónsson, fyrrum hæstarétt- ardómari, hefur þó lýst um þetta efasemdum. Í grein sem hann skrifaði í Morgunblaðið 20. nóv- ember 1993 segir m.a.: „Með hlið- sjón af þeim ásökunum sem Há- skólinn og Rauði krossinn hafa orðið fyrir um lögbrot og „fjár- hættuspil“ er þá ekki hér ástæða til að staldra dálítið við og rann- saka þetta atriði nokkuð nánar?“ Þetta er vandinn. Málið fæst ein- faldlega ekki rannsakað. Ég hef leitað til hvers lögmannsins á fæt- ur öðrum til þess að láta reyna á túlkun laganna. En allt hefur kom- ið fyrir ekki. Nú er það svo að lög- menn og dómarar fá réttindi sín staðfest í dómsmálaráðuneyti og vilji þeir eiga von á framgangi í starfi má ætla að þar á bæ vilji þeir njóta velvildar. Eða hvað? Er nema von að slíkar spurn- ingar vakni? Getur verið að samfléttuð hagsmunatrygging dómsvalds og fram- kvæmdavalds komi í veg fyrir eðlilegan framgang mála í dómskerfinu? Standast hvorki lög né reglugerð Mín skoðun er sú að fjárhættu- vélarnar sem starfræktar eru hér á landi standist ekki landslög. En gefum okkur að þær gerðu það. Þá væri á það að líta að lögum sam- kvæmt ber að setja reglugerð um starfrækslu þeirra. Það var ekki gert fyrr en árið 2005. Árum sam- an, eða frá árinu 1994, voru spila- kassarnir því reknir án lögboð- innar reglugerðar. Í þeirri reglugerð sem loks var sett í mars- mánuði árið 2005 segir m.a: „Há- marksfjárhæð sem hægt er að nota í hverjum einstökum leik á stöðum skv. a-lið 1. mgr. 4. gr. er 150 kr. og 300 kr. á stöðum skv. b-lið 1. mgr. 4. gr.“ Ég fullyrði að ekki er farið að þessum reglum. Telur dóms- málaráðuneytið það ef til vill engu máli skipta? Ef spilakassar eru ekki starfræktir í samræmi við reglugerð, geta þeir þá kallast lög- legir? Aftur vakna spurningar um óeðlilega samfléttuð tengsl. Dóms- málaráðuneyti setur reglugerðir og á að gæta þess að þær séu í samræmi við lögin. En ef engin reglugerð er sett, til kasta hvers kemur þá, lögmanna og dómara sem þegið hafa vald sitt úr dóms- málaráðuneyti? Við þetta er svo því að bæta að samkvæmt lögum um birtingu laga og stjórnvaldsaðgerða frá 1943, er óheimilt að beita reglum eða leyf- isbréfum sem byggja á lögum fyrr en búið er að birta þau í Lögbirt- ingablaðinu eða Stjórnartíðindum. Ég hef leitað logandi ljósi að birt- ingu leyfisbréfa handhafa fjár- hættuspilakassanna en án árang- urs. Þarf að skipta um ríkisstjórn? Ég tapaði aleigu minni vegna þess að fjölskyldumeðlimur ánetj- aðist spilafíkninni og varð fram- angreindum „þjóðþrifafyr- irtækjum“ að bráð. Ég mun aldrei sætta mig við annað en að fá úr því skorið frammi fyrir dómstólum hvort á mér og mínum var brotið samkvæmt íslenskum lögum. Hvað þarf að koma til svo rétt- lætinu verði fullnægt? Sú rík- isstjórn sem stjórnað hefur land- inu í 12 ár hefur sýnt fullkomið andvaraleysi í þessu máli. Allt sem gert hefur verið er vegna ut- anaðkomandi þrýstings. Nú spyr ég, þarf að skipta um ríkisstjórn í landinu til þess að færa þessi mál til betri vegar? Ég hallast að því. 39. grein stjórnarskrár Ís- lands Mín tillaga er sú að eftir kom- andi kosningar verði tekið á þessu máli, m.a. samkvæmt 39. grein stjórnarskrár Íslands en þar segir : „Alþingi getur skipað nefnd- ir … til að rannsaka mikilvæg mál, er almenning varða. Alþingi getur veitt nefndum þessum rétt til að heimta skýrslur, munnlegar og bréflegar, bæði af embætt- ismönnum og einstökum mönnum.“ Þessari grein á að beita til að rannsaka hvort fjáröflun Háskóla Íslands, Rauða Krossins, SÁÁ og Landsbjargar með fjárhættuspila- kössum standist lög og lágmarks- siðgæðiskröfur. Fjárhættuspil í skjóli stjórnvalda Ólafur M. Ólafsson skrifar um spilakassa »Mín skoðun er sú aðfjárhættuvélarnar sem starfræktar eru hér á landi standist ekki landslög. Ólafur M. Ólafsson Höfundur er ellilífeyrisþegi og hefur beitt sér gegn spilakössum. ÁKVÖRÐUN skipulagsráðs um að beita sér fyrir friðun Alliance- hússins er fagnaðarefni. Þannig á að halda utan um söguna í þróun borg- arinnar. Eins og fram kom í grein Helga Þorláks- sonar, sagnfræðings, í Lesbók Morgunblaðs- ins 13. maí sl., var Alli- ance-húsið reist á ár- unum 1924–1925 til að hýsa ört vaxandi og umfangsmikla starf- semi útgerðarfyrirtæk- isins Alliance. Alliance var stofnað um fyrri aldamót af Thor Jensen og fleirum en hann sagði skilið við það nokkrum árum síðar og stofnaði sitt eigið fyrirtæki, Kveld- úlf. Þetta hús á sér merkilega sögu, eins og Helgi Þorláksson hefur sýnt best fram á. Til stóð að rífa húsið, en nú hefur skipulagsráð Reykjavíkur með samhljóða atkvæðum meiri- hluta og minnihluta ákveðið að hús- inu verði þyrmt. Það er sérstakt fagnaðarefni; þar með verður varð- veittur mikilvægur hlekkur í at- vinnusögu Reykjavíkur sem annars hefði horfið. Lögð hefur verið fram að nýju í skipulagsráði Reykjavíkur tillaga VA-arkitekta að deiliskipulagi Slippa- og Ellingsenreits. Skipulagi fyrir Grandagarð tvö var þó frestað þar sem skipulagsráð vill skoða leið- ir til að Alliance-húsið geti staðið áfram við Mýrargöt- una. Viðræður um þann möguleika eru á lokastigi. Ég er ekki í vafa um að ef hægt er að sameina uppbygg- ingu á lóðinni og end- urnýjun Alliance- hússins þá verði tryggt betra skipulag og um- hverfi á þessu svæði. Ætlunin er að tengja saman Alliance-húsið, Daníelsslipp og sjó- minjasafnið í framtíð- inni. Ný bylgja húsfriðunaráhuga hef- ur birst borgarbúum á undanförnum misserum. Á síðasta kjörtímabili beitti VG í Reykjavík sér fyrir nýju átaki í þeim efnum, m.a. varðandi varðveislu húsa við Laugaveg. Þegar Mýrargötuskipulagið kom til með- ferðar í skipulagsráði á ný skapaðist möguleiki á því að bjarga Alliance- húsinu. Það var ekki meirihlutinn heldur allir í skipulagsráði sem stóðu að þessari nýju afstöðu borgarstjórn- arinnar. Sem fulltrúi Vinstri grænna í borgarstjórn Reykjavíkur tel ég þessa sameiginlegu niðurstöðu fagn- aðarefni. Þannig sést sagan áfram þó við ákveðum endurbyggingu á nýjum byggingarsvæðum borg- arinnar. Þannig er niðurbrotskúlan ekki látin mölva hvað sem er; tekið er tillit til sögunnar. Sagan er öll mikilvæg að mínu mati; einnig saga atvinnufyrirtækjanna. Saga þeirra er hluti menningararfsins og saga borgarinnar. Friðun Alliance-hússins er fagnaðarefni Svandís Svavarsdóttir skrifar um friðun húsa og skipulagsmál Svandís Svavarsdóttir » Til stóð að rífa húsið,en nú hefur skipu- lagsráð Reykjavíkur með samhljóða atkvæð- um meirihluta og minni- hluta ákveðið að húsinu verði þyrmt. Höfundur er fulltrúi VG í skipulags- ráði Reykjavíkur. Fréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.