Morgunblaðið - 06.05.2007, Blaðsíða 72
72 SUNNUDAGUR 6. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
FYRIRSÖGNIN er þrjú orð sem fótgönguliðar
flestra flokka hrópa nú hástöfum hvar sem tveir eða
fleiri kjósendur koma saman. Hræsnin sem í þessari
upphrópun felst er ástæða þessara skrifa minna.
Í lýðræðisríki er öllum heimilt að
bjóða fram krafta sína til starfa á Al-
þingi og/eða sveitastjórnum, hafi
menn á annað borð kosningarétt og
óflekkað mannorð. Einnig er öllum
heimilt að kjósa í Alþingis og sveita-
stjórnarkosningum hafi viðkomandi
til þess aldur og uppfylli skilyrði um
búsetu og ríkisborgararétt. Allir hafa
því sama vægi innan sama kjördæmis og er því at-
kvæðið mitt hér í NV kjördæmi alveg jafn gott og
atkvæði Guðbjartar, Jóns, Magnúsar eða Sturlu.
Vissulega má segja að atkvæði greitt Samfylking-
unni sé dautt og ómerkt í augum sjálfstæðismanna
og svo öfugt. Atkvæðið lifir samt sem áður næstu 4
árin og hefur nákvæmlega sama vægi og önnur. Það
má þó halda því fram að komi sá flokkur sem ég
greiddi atkvæðið mitt ekki að þingmanni þá sé at-
kvæðið mitt einskis virði. Með nákvæmlega sömu
rökum má segja að öll þau atkvæði sem greidd eru
ákv. flokki umfram það sem þarf til að ná einum
þingmanni séu einskis virði, ef við gefum okkur að
flokkurinn komi einungis einum þingmanni að.
Það að greiða atkvæði er því á ákveðinn hátt eins
og að taka þátt í happdrætti. E.t.v. greiðir maður
atkvæði alveg eins og „allir“ hinir og lendir því í
„sigurliðinu“. Getur skemmt sér og trallað með
„sínu liði“ á kosninganóttina. Svo er allt eins líklegt
að maður tapi og það lið sem maður greiddi at-
kvæði sitt kemst ekki í deild þeirra bestu. Það
skiptir þó ekki máli ef maður greiðir atkvæðið eftir
sinni bestu vitund, kynnir sér fyrir hvað flokkarnir
og fólkið í þeim standa og hvernig þeir sjá landið
okkar fyrir sér.
Umfram allt ber hverjum kjósanda að gera skyldu
sína og kjósa þann 12. maí nk. Hvet ég alla til að
skoða hug sinn og hjarta áður en X-ið er sett við
einhvern bókstafinn og láta ekki skoðanakannanir
eða upphrópanir fótgönguliðanna hafa áhrif á sig.
Dauð og ómerk
Eftir Viktor Elvar Viktorsson
Höfundur er tölvunarfræðingur og kjósandi í NV-kjördæmi.
ELDFJALLA- og auðlindagarður
tvinnar saman náttúruvernd og orku-
öflun, auk þess að bjóða upp á mögu-
leika á fjölbreyttum störfum í sveit-
arfélögum allt um
kring, frá Reykja-
nestá í suðri að Þing-
völlum í norðri.
Ísland liggur í al-
faraleið milli Norður-
Ameríku og Evrópu.
Í fárra mínútna fjar-
lægð frá alþjóðaflugvelli er margt
sem náttúruunnendur dreymir að
sjá. Til að tryggja gott aðgengi þarf
að ljúka við Suðurstrandarveg og
leggja varanlegt yfirborð á vegi og
fjölförnustu göngustíga til að há-
marka nýtingu og takmarka
skemmdir því að undramargt má
upplifa á örskotstund með góðri
hönnun á garðinum.
Lifandi jörð
Reykjanesskaginn er unaðsreitur
náttúruskoðunar og ljósmyndunar
enda jarðfræðin á fáum stöðum jafn
fjölbreytt. Atlantshafshryggurinn
gengur á land við Reykjanes og land-
ið gliðnar með sprungum og mis-
gengjum. Upp um sprungur hafa
runnið margvísleg hraun og ný jörð
orðið til. Landið stækkar löturhægt
mælt í mannsævi eða 2 cm á ári, sem
mælist ægihraði í ævi Jarðar. Hér er
„Brúin milli heimsálfa“ þar sem hægt
er að ganga milli Ameríku og Evr-
ópu.
Á fáum stöðum eru jafn fjöl-
breyttir eldgígar og varla er hægt
nema á Íslandi að skoða fjöll mynduð
við eldgos undir jökli, móbergs-
hryggi, keilur og stapa. Dyngjur eru
fátíðir flatir hraunskildir og móðir
þeirra Skjaldbreiður rís við endimörk
garðsins í norðri en litlar systur
skreyta skagann. Rétt við Reykja-
nestá er Háleyjarbunga úr frum-
stæðu bergi ættuðu djúpt úr iðrum
jarðar. Litskrúðugt berg í Trölla-
dyngju gefur Landmannalaugum lít-
ið eftir, útsýnið af Keili er stórbrotið,
gönguferð í Grændal eflir andann.
Úthafsaldan brýtur bergið af ógn-
arkröftum, molar í spað og safnar í
svartar sandstrendur. Brimskaflar
rísa utan við Sandvík, bestu öldur
sem völ er á segja brimbrettamenn.
Krísuvíkurberg og Festarfjall eru
full af fugli, súlur og lundar sveima
um. Í Kleifarvatni býr ógurlegt
skrímsli.
Háhitasvæði með litríkum, ólgandi
leirhverum, öskrandi gufuaugum og
hæglátum vatnshverum. Sjórinn
mætir orku úr iðrum jarðar og breyt-
ist í heitan jarðsjó með lækningamátt
í Bláa lóninu. Jafnvel í fúlasta sjóð-
andi leirpytti eru frumstæðar lífverur
sem una sér við öfga. Geymir Reykja-
nes lykil að uppruna lífsins eða vís-
bendingar um líf á öðrum hnöttum?
Orka og umhverfi
Fjórar jarðvarmavirkjanir á
Reykjanesskaga gefa innsýn í orku í
iðrum jarðar, að nýta orkuna á sjálf-
bæran hátt er lærdómsferli. Þessi
svæði á að rannsaka í þaula á næstu
árum en ekki brjóta ný, þar er svo
margt óþekkt um iður jarðar enn. Öll
sú þekking sem þar verður til er
verðmæt útflutningsvara auk þess að
vera forsenda þess að vel takist til
með djúpboranir. Næstu árum er
best varið til þess, því ekki má ganga
svo hart að auðlindinni að hana þrjóti.
Áhugaverð atvinnutækifæri
Tækifæri á sviði heilsutengdrar
þjónustu eru mikil; jarð- og sjóböð,
heilsufæði úr íslenskum eðalhráefn-
um og lækningasetra sem nýta frum-
og ferskleika náttúrunnar fyrir lík-
ama og sál. Í þessu felast m.a. frá-
bærir uppbyggingarmöguleikar fyrir
Hveragerði og Grindavík.
Tækifæri gefast í sérhæfðum
þekkingarsetrum. Þau veita erlend-
um námsmönnum og vísindamönnum
um víða veröld aðgengi að einstakri
náttúru og þekkingu með aðstöðu
fyrir haf-, líf-, tækni- og jarð-
varmarannsóknir. Orkuverið Jörð
leikur lykilhlutverk í fræðslu fyrir
unga sem aldna, lyftistöng fyrir Um-
hverfis- og auðlindaháskólann á
Flugvallarsvæðinu. Ótalin eru öll
störfin sem skapast við hefðbundna
ferða- og þekkingarþjónustu auk
rekstrar og viðhalds garðsins, störf
sem auka atvinnumöguleika í Þor-
lákshöfn og víðar.
Ef 100.000 ferðamenn velja að
dvelja dag á Reykjanesskaga skapast
minnst 1,2 milljarða tekjur. Takist
vel til í uppbyggingu þekkingar- og
afþreyingarþjónustu aukast tekjur af
hverjum ferðamanni til muna. Vax-
andi gróðurhúsaáhrif lengja ferða-
mannatímabilið og nú stefnir í að í
ferðaþjónustu skapist mörg heils-
ársstörf. Góð samvinna hags-
munaaðila, sveitarfélaga og fyr-
irtækja, er forsenda þess að vel takist
til.
Sköpum saman Eldfjalla- og auð-
lindagarð á heimsmælikvarða sem
laðar að fólk hvarvetna úr heiminum.
Góður undirbúningur og samvinna
allra aðila er grundvöllur þess að vel
takist til. Byrjum strax!
Eldfjalla- og auðlindagarður
á Reykjanesskaga
Eftir Ástu Þorleifsdóttur
Höfundur er jarðfræðingur og
skipar 1. sæti á lista Íslands-
hreyfingarinnar í Suðurkjör-
dæmi.
Falleg 2ja herbergja 58,2 fm
íbúð á jarðhæð með sér
garði í þessu vinsæla húsi
við Þorragötu. Íbúðin skiptist
í forstofu, baðherbergi,
stofu/eldhús og svefnher-
bergi. Sér geymsla fylgir á
hæðinni. Sameiginlegt
þvottahús. Um er að ræða
íbúð fyrir eldri borgara. V.
17,0 m. 6330
EIGNIN VERÐUR TIL SÝNIS Í DAG
(SUNNUDAG) FRÁ KL. 13-15
Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali
OPIÐ HÚS - ÞORRAGATA 5 JARÐH.
Sími 575 8500 - Fax 575 8505
Síðumúla 11 • 2. hæð • 108 Reykjavík
Pálmi Almarsson og Sverrir Kristjánsson, lögg. fasteignasalar
OPIÐ HÚS Í DAG
FRÁ KL. 14:00 - 15:00
ÁLFATÚN 17 - BÍLSKÚR
Í dag á milli kl: 14:00 - 15:00 verður
til sýnis falleg 4ra herb. tæplega 100
fm. íbúð á 2.h.( efstu ) í fjórbýlishúsi
ásamt tæplega 20 fm. bílskúr eða
samtals 116,7 fm. Íbúðin skiptist í
hol með skápum, flísalagt baðherb.
með baðkari, 3 svefnherb. með
skápum, rúmgóða og bjarta stofu
með suðursvölum út af og eldhús með vandaðri innréttingu og borðkrók.
Bílskúr innbyggður í húsið. Hús steypuviðgert og málað að utan árið 2006.
Áhv. 19,9 m. V. 30,5 m.
Áhugasamir velkomnir á ofangreindum tíma. Valtýr á bjöllu.
Síðumúla 35 • 108 Reykjavík • Sími 517 3500 • www.atv.is • atv@atv.is
Valgeir Kristinsson, Hrl., lögg.fasteignasali
Atvinnuhúsnæði • Fjárfestingar
Til sölu sérlega vel staðsettar versl-
unar- og þjónustueiningar á einu fjöl-
farnasta og mest áberandi horni höf-
uðborgarinnar. Hægt er að kaupa
eignirnar stakar eða sem ein heild.
Kærkomin fjárfesting. Eignirnar eru á
verslunarhæð auk rýmis í kjallara
hússins. Eignin skiptist þannig: 28,5
fm og 52,3 fm rými á verslunarhæð
auk 73,5 fm rými í kjallara eða samtals 125,8 fm, jafnframt er 49 fm viðbygging
auk 42,3 fm rými í kjallara, einnig er sjálfstæð bygging 36 fm. Samanlagt eru
eignirnar á verslunarhæð 165,7 fm og í kjallara 115,8 fm.
Nánari upplýsingar á skrifstofu okkar Síðumúla 35,
í síma 517 3500 eða í síma 824 2488.
Miklabraut – Frábært tækifæri
Sumarbústaður á einum fegursta stað við Þingvallavatn í landi
Nesja, Nesjaskógur, Grafningshreppi. Bústaðurinn er 48 fm auk 12
fm baðstofulofts. Arinn í stofu. Stór verönd til suðurs og norðurs er
við bústaðinn. Einstakt útsýni. Leiguland, 12 ár eru eftir af
leigusamningi, afgirt og skógi vaxið. Verð tilboð.
Bústaðurinn verður til
sýnis í dag, sunnudag,
frá kl. 14-17
Kristján og Gunnilla
sýna. S. 552-1222.
Verið velkomin.
Sumarbústaður við Þingvallavatn
í landi Nesja við Hestvík
Til sýnis í dag sunnudag frá kl. 14-17
FASTEIGNA-
MARKAÐURINN
ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17.
Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/.
Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali.
Guðmundur Th. Jónsson, lögg. fasteignasali
smáauglýsingar mbl.is