Morgunblaðið - 06.05.2007, Blaðsíða 52
52 SUNNUDAGUR 6. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
AÐGÁT skal höfð í nærveru fjár-
magns. Þetta er kjarninn í kenni-
setningum frjálshyggjunnar. Við
verðum að hlúa að fjármagninu.
Annars gæti það fyrst og flúið þang-
að, sem betur er að því búið. Eftir
sæti þá hnipin þjóð í vanda. Hag-
vöxtur mundi daprast, störfum
fækka, atvinnuleysi
héldi innreið sína.
Samkvæmt fagn-
aðarerindinu skal
markaðurinn ríkja
frjáls. Þá mun allt ann-
að veitast yður: Hag-
vöxtur, erlendar fjár-
festingar, nýsköpun og
auðsköpun. Að vísu
mun auðurinn safnast
á fáar hendur. En hafið
ekki áhyggjur: Mol-
arnir munu um síðir
hrjóta af borðum hinna
ríku. Hafið því biðlund.
Alla vega er engra ann-
arra kosta völ: Velferðarríkið, með
sín miklu ríkisafskipti og háu skatta,
er dauðadæmt.
Þessi hugmyndafræði hefur verið
kennd sem vísindaleg hagfræði við
háskóla á Vesturlöndum seinustu
áratugina. Eftir að hægri bylgjan,
kennd við Reagan og Thatcher, hélt
innreið sína varð þetta viðtekin ven-
juviska. Helstu stjórnarstofnanir al-
þjóðafjármála hafa reynt að troða
þessum trúarbrögðum upp á afgang-
inn af heiminum með hörmulegum
afleiðingum. Með valdatöku Davíðs
Oddssonar í Sjálfstæðisflokknum
fékk þessi átrúnaður fótfestu í ís-
lenska valdakerfinu, auk þess sem
hann gegnsýrir fjölmiðlaumræðuna.
Dómur staðreyndanna
Á undanförnum áratugum hafa
sprottið upp stofnanir, sem meta
frammistöðu þjóða á samræmdu
prófunum. Þjóðum eru gefnar ein-
kunnir fyrir samkeppnishæfni, gæði
menntunar, tæknistig, nýsköpun,
aðbúnað erlendra fjárfesta, gæði
innviða (logistic), framleiðni á vinnu-
stund o.s.frv. Allt er vegið og metið,
sem styrkt getur stöðu þjóða í al-
þjóðlegri samkeppni.
Nú brá svo við, að
upp úr miðjum seinasta
áratug fóru að birtast
fréttir úr óvæntri átt.
Allt í einu dúkkaði
Finnland upp sem sam-
keppnishæfasta þjóð-
félag í heimi, með
mestu menntagæði og
hæsta tæknistig. Sví-
þjóð var eitt árið út-
nefnd sem númer eitt í
nýsköpun og tækni-
framförum. Danir urðu
eitt árið númer eitt í
nýsköpun starfa. Þetta
er hætt að vera einleikið. Það er al-
veg sama, hvenær birtar eru nið-
urstöður samanburðarkannana á
flestum sviðum: Norrænu velferð-
arríkin standa sig yfirleitt alltaf best
á samræmdu prófunum. Á seinasta
ári voru þrjú þeirra í fjórum efstu
sætunum með Sviss. Þau eru ekki
bara samkeppnishæfustu þjóðfélög í
heimi, heldur bjóða þau upp á mestu
lífsgæðin, þá sjáldan annað er metið
en krónur og aurar, t.d. heilsufar,
jafnrétti karla og kvenna, lífslíkur
o.s.frv.
Hugsjónir og hindurvitni
Hvernig má þetta vera? Er ekki
nauðsynlegt að koma böndum á (lýð-
ræðisleg) ríkisafskipti og lækka
skatta og laun til þess að reynast
samkeppnishæf? Getur verið að fyr-
irtækin séu að leita að einhverju
öðru en lágum sköttum og litlum af-
skiptum? Getur verið að þau sækist
eftir háu menntunarstigi, traustri
tæknikunnáttu, afkastamiklum fjar-
skiptakerfum, gegnsæjum stjórn-
valdsákvörðunum, traustum inn-
viðum, sem felast t.d. í
snurðulausum samgöngum og
ódýrri orku?
Getur verið að fyrirtækin þurfi að
reiða sig á sjálfstæða dómstóla og
vandaða stjórnsýslu, auk þess sem
þau reyni að forðast þjóðfélög, sem
eru heltekin af spillingu og glæpa-
starfsemi? Getur verið að öflugt lýð-
ræðislegt ríkisvald, ríkisrekið skóla-
kerfi, vel menntaðir (og vel launaðir)
kennarar, greiður aðgangur að heil-
brigðisþjónustu án tillits til efna-
hags, jöfn tækifæri fólks til mennta
og starfsframa – getur verið að þetta
allt saman skipti sköpum um sam-
keppnishæfni þjóða? Getur verið að
norrænu velferðarríkin skari svona
fram úr í alþjóðlegri samkeppni, –
ekki þrátt fyrir velferðina, heldur
beinlínis vegna hennar? Mikið rétt.
Skattar eru nefnilega það verð, sem
við borgum fyrir að búa í siðmennt-
uðu samfélagi.
Um samkeppnishæfni þjóða
Jón Baldvin Hannibalsson
skrifar um samkeppnishæfi
þjóða » Skattar eru nefni-lega það verð, sem
við borgum fyrir að búa
í siðmenntuðu sam-
félagi.
Jón Baldvin
Hannibalsson
Höfundur var sendiherra Íslands í
Finnlandi og Eystrasaltslöndum
2003–2006.
UNDANFARIN ár hafa sýnt
fram á kraft einkaframtaksins svo
ekki verður um villst. Þar stendur
einkavæðing bankanna hæst, sem
gjörbylti íslensku efnahagslífi á
stuttum tíma. Þegar vel gengur er
ástæðulaust að láta staðar numið,
heldur frekar halda áfram á sömu
braut. Stjórnvöld
eiga að kappkosta að
nýta það frumkvæði,
nýsköpun og
framþróun sem sam-
keppni og einka-
rekstur myndar,
enda mörg tækifæri
ónýtt hvað þau mál
varðar.
Íslensku orkufyr-
irtækin hafa skapað
sér orðspor sem leið-
andi þekkingarfyr-
irtæki á sviði end-
urnýjanlegra
orkugjafa. Til að sú
sérþekking og hugvit
fái notið sín til fulls
er afar skynsamlegt
að færa eignarhald á
orkufyrirtækjum yfir
til einkaaðila, enda
eru fáar greinar sem
bjóða upp á jafnmik-
inn vöxt og orkuiðn-
aðurinn. Bankarnir
eru gott dæmi um
hvernig betur gengur að nýta
vaxtarmöguleika sem fyrir hendi
eru, með því að koma fyrirtækjum
í einkaeign.
Það eru fleiri kostir við að færa
eignarhald orkufyrirtækja frá rík-
inu. Stjórnvöld hafa verið gagn-
rýnd fyrir ruðningsáhrif sem
virkjanaframkvæmdir hafa skapað
í formi framleiðsluspennu, hás
vaxtastigs og sveiflna í krónunni.
Hluti þeirrar gagnrýni felst í því
að ávöxtunarkrafa fjárfestinganna
sé lægri en eðlilegt geti talist,
vegna ríkisábyrgðar skulda. Séu
fyrirtækin í einkaeign leikur eng-
inn vafi á að sú ávöxtunarkrafa
sem gerð er til verkefna væri í
samræmi við áhættu og umfang.
Annar kostur er að áhætta væri
flutt frá ríkinu. Það kann að virð-
ast undarlegt að ríkissjóður, sem
nánast ekkert skuldar, skuli vera
lækkaður í lánshæfismati. Ákvörð-
unin kemur þó minna á óvart ef
tekið er tillit til áðurnefndrar rík-
isábyrgðar á skuldum orkufyr-
irtækjanna. Einkavæðing orkufyr-
irtækjanna myndi því ekki aðeins
leiða til þess að ríkið losaði um
fjármagn, heldur drægi úr áhættu
og ríkið stæði enn traustari fótum
fyrir vikið.
Engin ástæða er til að ætla að
einkavæðing myndi leiða til þess
að auðlindir yrðu nýttar á óskyn-
samlegri máta en ella, heldur
þvert á móti. Það er auðvelt að
leysa umhverfissjónarmið með vel
skilgreindum lagaramma, sem fyr-
irtækjunum, sem eiga eða nýta
auðlindirnar, ber að fara eftir. Því
til viðbótar má gera ráð fyrir
meira gegnsæi um verðmæti nýt-
ingarréttar á viðkomandi auðlind-
um.
Önnur leið að aukinni aðkomu
einkaaðila að þeim verkefnum sem
nú hvíla á herðum hins opinbera
er í gegnum einkaframkvæmd.
Hugtakið hefur verið skilgreint
sem sú aðferð að bjóða út á sam-
keppnisgrundvelli ýmsa þjónustu
hins opinbera, án þess að setja
hana að fullu í hendur einkaaðila.
Ríkið færir þannig verkefni í
hendur einkaaðila en greiðsla fyrir
verkið kemur að miklu eða öllu
leyti frá ríkinu. Þjónustan er því
enn fjármögnuð í gegnum skatt-
kerfið en framkvæmdin í umsjá
einkaaðila. Einkaframkvæmd er
því eins konar millistig af einka-
væðingu og ríkisrekstri. Með
henni er hægt að skila betri þjón-
ustu, sparnaði og fjölbreytni í
málaflokkum sem heyra undir rík-
ið.
Einkarekstur hefur
þegar sannað gildi sitt
hvað viðkemur
menntamálum. Há-
skólinn í Reykjavík og
Verzlunarskólinn eru
dæmi um velheppnuð
verkefni á sviði einka-
framkvæmda. Aukin
breidd og valmögu-
leikar í framhalds-
menntun hafa skapað
sívaxandi mennt-
unarsókn og um leið
veitt ríkisskólum mik-
ilvægt aðhald og sam-
keppni. Ennfremur
hefur einkarekstur á
grunn- og leik-
skólastigi sannað gildi
sitt og stuðlað að ný-
breytni og auknu val-
frelsi. Það ætti að
vera markviss stefna
stjórnvalda að ýta
undir nýsköpun, fjöl-
breytni og einka-
framtak í mennta-
málum.
Annar þáttur sem býður upp á
aukna aðkomu einkaaðila er rekst-
ur samgöngumannvirkja. Með því
að setja fjármögnun, hönnun,
framkvæmd, rekstur og viðhald í
hendur eins aðila, í stað þess að
halda þessum þáttum aðskildum,
er verkefnið metið útfrá heild-
arkostnaði í stað þess að hönn-
unar- og framkvæmdakostnaður
sé lágmarkaður. Þannig er líklegt
að fjárfestingin verði skyn-
samlegri þar sem tekið væri tillit
til viðhalds- og rekstrarkostnaðar
þegar mannvirkið er hannað. Enn-
fremur er líklegt að aukin einka-
framkvæmd í samgöngumálum
myndi leiða til þess að arðbær
verkefni yrðu valin fram yfir þau
sem minna skila.
Sívaxandi útgjöld til heilbrigð-
ismála gefa fulla ástæðu til að
leita sem flestra leiða til hagræð-
ingar á því sviði. Einkarekstur
getur gagnast vel í því samhengi
og mikil tækifæri eru til staðar til
samninga við einkaaðila um skil-
greind verkefni og þjónustu á heil-
brigðissviði. Þannig er einkaað-
ilum boðið upp á að keppa um að
veita sem besta þjónustu á sem
hagkvæmustu verði. Þrátt fyrir
aukið kostnaðaraðhald eru gæðin
ekki síðri í þeim einkafram-
kvæmdum sem ráðist hefur verið í
enda skilgreinir hið opinbera þjón-
ustuna sem á að veita og setur
reglur um gæði. Dæmi um vel
heppnuð verkefni eru heilsugæslu-
stöðin í Salahverfi og hjúkr-
unarheimilið Sóltún.
Það er ljóst að enn eru ýmsir
óplægðir akrar sem hægt er að
nýta til ræktunar einkaframtaks
og samkeppni. Sagan hefur sýnt
að rekstur fer nánast undantekn-
ingarlaust betur í höndum einka-
aðila en hins opinbera. Það er því
um að gera að nýta þau tækifæri
sem í boði eru og setja Ísland í
fremstu röð á þessu sviði.
Nýtum kraft
einkaframtaksins
Erlendur Hjaltason skrifar um
einkaframtakið
Erlendur Hjaltason
» Sagan hefursýnt að
rekstur fer nán-
ast undantekn-
ingarlaust betur
í höndum einka-
aðila en hins op-
inbera.
Höfundur er forstjóri Exista og for-
maður Viðskiptaráðs.
Í fimmtíu og fimm ár hefur banda-
ríski herinn haft stöðuga viðveru á
Keflavíkurflugvelli og verið hluti af
mannlífinu á Suðurnesjum. Margir
hafa unnið fyrir varn-
arliðið stóran hluta af
sinni starfsævi og sjálf-
ur á ég ágætar minn-
ingar frá þessu tímabili
sem starfsmaður í
slökkviliði vallarins í
þrettán ár og sem
fulltrúi í varn-
armálanefnd utanrík-
isráðuneytisins í tólf
ár. Íslendingar hafa
tekið við allri flug-
tengdri starfsemi sem
áður laut forsjá hersins
og það vakti athygli
hve fumlaust og örugglega það gekk
fyrir sig af hendi flugvallarstjórans
og hans starfsmanna.
Nú eru liðnir rúmlega sjö mánuðir
frá brottför varnarliðsins og það er
dálítið merkilegt að svo virðist vera
að fólk bara sakni þess ekki neitt.
Miklu frekar má líta svo á að þessi
einstæði atburður í Íslandssögunni
hafi skapað ótrúleg tækifæri og stór-
aukið sóknarhug Suðurnesjamanna.
Það er t.d. ánægjulegt að fylgjast
með drifkrafti starfsmanna og
stjórnar Þróunarfélags Keflavík-
urflugvallar, en þar eru komin í
vinnslu mörg verkefni sem lofa góðu
fyrir framtíðina.
Í heimabæ mínum Sandgerðisbæ
finnur maður fyrir miklum sókn-
arhug og bjartsýni enda full ástæða
til. Fjölgun íbúa er yfir 20% sl. þrjú
ár, byggingarframkvæmdir hafa
verið miklar og atvinnuástand er
gott. Með auglýsingu forsætisráðu-
neytisins hinn 16. janúar sl. um að
hluti varnarsvæðisins skuli tekinn í
borgaraleg not hafa opnast nýir
möguleikar í skipulagsmálum og at-
vinnuuppbyggingu.
Fyrir þá sem ekki vita þá er
Keflavíkurflugvöllur, aðalalþjóða-
flugvöllur Íslendinga, staðsettur í
Sandgerði en hefur
dregið nafn sitt af
Keflavík frá því hann
var upphaflega tekinn í
notkun af bandaríska
hernum árið 1943. Með
svonefndum Keflavík-
ursamningi sem var
gerður við Bandaríkin
um rekstur flugvall-
arins og lögfestur var
árið 1946 var nafngiftin
insigluð. Nafnið
„Keflavík airport“ hef-
ur hljómað vel í dag-
legu tali milli Íslend-
inga og Bandaríkjamanna og tengist
hernaðarstarfi stórveldisins á Ís-
landi órjúfanlegum böndum.
Það er eindregin skoðun mín að
rökrétt væri að breyta nafni vall-
arins á þessum tímamótum og nefna
hann t.d. eftir sögufrægum og merk-
um Íslendingi, svipað og dæmi eru
um að aðrar þjóðir hafi gert. Má þar
nefna sem dæmi John F. Kennedy-
flugvöll í New York, Charles de
Gaulle-flugvöll í París og John Len-
non-flugvöll í Liverpool. Einnig
mætti hugsa sér að leigja nafn vall-
arins og gæti mögulegur samstarfs-
aðili einnig komið að uppbyggingu
verkefna í samstarfi við Þróun-
arfélagið og sveitarfélögin á svæð-
inu. Um þetta hef ég mótað mér
ákveðnar hugmyndir, en sá mögu-
leiki að efna til samkeppni um nýtt
nafn meðal þjóðarinnar gæti líka
verið skemmtilegur kostur.
Ég tel að nafn Keflavíkurflug-
vallar sé nú orðin tímaskekkja og
ekki við hæfi lengur að nefna völlinn
eftir gömlu hverfi í Reykjanesbæ
þar sem hann er ekki einu sinni stað-
settur. Þetta er álíka og að Akureyr-
arflugvöllur væri nefndur eftir Sval-
barðseyri eða Egilsstaðaflugvöllur
væri nefndur eftir Seyðisfirði eða
Reyðarfirði.
Starfsemi vegna borgaralegs
flugs á flugvellinum hefur vaxið
mjög hratt á síðustu árum og nú eru
þar um eða yfir fimmtíu stofnanir og
fyrirtæki með starfsemi og þar
vinna um fimmtán hundruð manns.
Alþjóðaflugvöllurinn í Sandgerði er
væntanlega eitt fjölmennasta at-
vinnusvæði hér á landi, en lang-
stærstur hluti starfseminnar á
svæðinu tengist fluginu með ein-
hverjum hætti.
Það var merkur dagur í sögu
Sandgerðis og Suðurnesja og er mér
í fersku minni þegar Geir Hall-
grímsson, þáverandi utanrík-
isráðherra, tók fyrstu skóflustung-
una að flugstöð Leifs Eiríkssonar og
um þessar mundir eru tuttugu ár frá
því að þetta glæsilega veraldarhlið í
Sandgerði var tekið í notkun. Frá
upphafi hefur flugstöðin verið
stækkuð mikið og er nýverið búið að
gera á henni miklar og góðar end-
urbætur. Einnig er ört vaxandi upp-
bygging á flugtengdri starfsemi á
flugstöðvarsvæðinu sem lofar góðu
fyrir framtíðina.
Ég vænti þess að hugmyndin um
nafnbreytingu á alþjóðaflugvellinum
í Sandgerði fái góðan hljómgrunn
meðal þjóðarinnar.
Nýtt nafn á Kefla-
víkurflugvöll?
Jón Norðfjörð vill nefna al-
þjóðaflugvöllinn t.d. eftir sögu-
frægum og merkum Íslendingi
»Ég tel að nafn Kefla-víkurflugvallar sé nú
orðin tímaskekkja og
ekki við hæfi lengur að
nefna völlinn eftir
gömlu hverfi í Reykja-
nesbæ
Jón Norðfjörð
Höfundur er verkefnastjóri.
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn