Morgunblaðið - 06.05.2007, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 06.05.2007, Blaðsíða 76
76 SUNNUDAGUR 6. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR L ækur einn rann eptir fögru engi og steypt- ist á endanum fram af háum kletti ofan í fjöruna. Upp á klett- inum stóð dálítil birkihrísla á lækjarbakkanum. Hún var vön að vökva limið í læknum og hann skvetti stundum á hana um leið og hann fór fram hjá. Það var einn morgun, að sól skein úr heiði yfir daggvota bakkana, og var þá sem ótal himinhrein tár blikuðu á lauf- um litlu hríslunnar við lækinn. Það var líka svo, því hún grjet fögrum tárum af gleði, þegar sólin kom upp og jörðin brosti eins og nývaknað barn brosir við mömmu sína. Þá sagði hríslan við lækinn: „Fagurt er lífið, lækur minn, ómögulegt er annað að segja, og gott er að vera ánægður hjá vin- um sínum.“ „Satt er það,“ sagði lækurinn, „en ekki njóta allir þeirrar sælu.“ „Á? segðu mjer einhverja sögu um það,“ sagði hríslan. Þá sagði lækurinn henni þessa sögu: „Að báðum hliðum mjer eru fagrar grundir og vex þar aragrúi af fögrum blómum. Opt hef jeg sjeð þau una saman tvö og tvö og njóta sumarsælunnar, þangað til þau hafa fölnað á haustin, því öll blóm verða að fölna, eins og þú veizt, hrísla mín. En á kvöldin má sjá yndislega fallegar rósir á skýjabrúnunum í vestrinu. Það eru blómin fölnuðu. Þau lifna apt- ur, af því að þau eru saklaus og hrein og unnast svo einlægt. Þarna uppi líður þeim miklu bet- ur, því að þau eru svo miklu nær blessaðri sólinni. En það er bezt að hverfa aptur að efninu og segja þjer áfram söguna. Það var eitt vor, að fallegur hópur af fíflum og sóleyjum óx þarna, en þó bar ein sóleyin af öll- um hinum. Það er sú fallegasta sóley, sem jeg hef sjeð. En í holtj- aðrinum skammt frá sóleyjablett- inum óx dálítill holtafífill, sem mundi hafa orðið hinn fríðasti fíf- ill, ef hann hefði vaxið í einhverri fallegri grasbrekku. Hann vakn- aði samt glaður á hverjum morgni í holtinu sínu og hló við árgeisl- unum, og þó að hvassviðri gerði og sandfok, stóð hann samt, því að hann var ungur og hraustur. Einu sinni, þegar hann var nývakn- aður, varð honum litið ofan í brekkuna og þá sá hann litlu sól- eyina fallegu í fyrsta sinn, og hún sá hann, og þau brostu hvort við annað. En hvað þau voru glöð! Þau sofnuðu um kvöldið og dreymdi hvort um annað um nótt- ina. Holtafífilinn fór nú að langa til að komast til litlu sóleyjarinnar og vera hjá henni, en brekkufífl- arnir og hinar brekkusóleyjarnar vildu ekki, að holtafífillinn, sem þær kölluðu „holtafíflið“, kæmist í reitinn þeirra. En þótt litla sóley- in hefði viljað flytja sig til hans, þá hefði hún ekki fengið þess ráðið. Þess vegna varð holtafífillinn að missa vonina, þegar hún var rjett nývöknuð, en vonarlaus gat hann ekki lifað. Áður en hann náði full- um þroska, bliknaði blómið hans og lokaðist, hve blítt sem sólin skein. Stöngullinn bognaði og hann hallaðist upp við stein og brosti í síðasta sinni við sólina og mælti: „Þakka þjer fyrir geislana, sem þú hefir sent mjer, sólin mín góð; jeg get nú ekki notið þeirra lengur. Vertu sæl, og kysstu fyrir mig sóleyina í brekkunni.“ Svo hneig hann alveg útaf og reis ekki upp aptur; og þó kom hlý og góð gróðrarskúr um kveldið. En ósköp var skýjaröndin í vestrinu falleg þá um sólarlagið. Þar sá jeg svo undurfagrar rósir, að þær gátu fullkomlega jafnazt við morgungeislana, sem leika sjer á straumi mínum, og hjelt jeg þar vera ódáinsblóm, sem væru að fagna aumingja holtafíflinum, sem jeg kenndi svo mikið í brjósti um.“ „Jeg kenni líka í brjósti um hann,“ sagði hríslan. Og lækurinn fossaði niðandi of- an af klettinum og rann fram í fjöruna. Þar fór hann að glíma við bárurnar. En áður en þau skildu, hafði hann sagt þeim söguna um holtafífilinn. Bárurnar hjeldu á haf út, og bar þær sína að hvorri ströndinni og sögðu þar söguna. Svo kom hafrænan og heyrði hana á ströndinni og flutti hana síðan upp um land, fram til fjalla og dala. Því þekkja allir á öllum lönd- um söguna um holtafífilinn. Morgunblaðið/Sigurður Ægisson sigurdur.aegisson@kirkjan.is Stundum þarf engar flóknar útskýringar til að koma ákveðnum boðskap á framfæri, heldur er nóg að leyfa hinu einfalda frásagnar- formi að tala. Sigurður Ægisson fann í Eim- reiðinni 1896 eftirfarandi texta, í endursögn Bjarna Jónssonar frá Vogi. Gömul saga HUGVEKJA ✝ Jóhann Sigurð-ur Björgvinsson fæddist í Reykjavík 20. janúar 1936. Hann lést á krabba- meinsdeild Land- spítala – háskóla- sjúkrahúss 22. apríl síðastliðinn. For- eldrar hans voru Ásta Margrét Guð- laugsdóttir, kjóla- meistari og hús- móðir, f. 12.7. 1916, d. 22.8. 1983, og Björgvin Kristinn Grímsson stórkaupmaður, f. 14.9. 1914, d. 5.1. 1992. Systkini Jó- hanns eru Berta, f. 1935, Guðrún Erla, f. 1943, og Guðlaugur, f. 1946. Jóhann kvæntist Sigríði Sig- urðardóttur árið 1956, þau skildu. Sonur þeirra er Sigurður Fyrir átti Kristján Önnu Lind. 3) Björg, f. 1959. Börn hennar og Jóns Knútssonar eru Jóhanna Clara og Jón Knútur. Maki Bjargar er Haukur Þorvaldsson, f. 1958. Sonur þeirra er Björgvin Margeir. Fyrir átti Haukur Agnesi, Hermann Hauk og Þor- vald. 4) Kristján, f. 1960, kvæntur Sigurrósu Erlendsdóttur, f. 1962. Börn þeirra eru Andri Þór, Klara Sjöfn og Erlendur. 5) Jóhann Már, f. 1964, kvæntur Lady Hendrawatie, f. 1962. Sonur þeirra er Aron Dimas. Jóhann fæddist og ólst upp á Frakkastíg 26, í húsi sem afi hans og amma, Guðlaugur Guðlaugs- son og Guðrún Eyleifsdóttir frá Árbæ, byggðu en Ásta og Björg- vin bjuggu þar í risinu. Jóhann var á fermingaraldri þegar fjöl- skyldan fluttist upp í Hlíðar. Hann fór í Verzlunarskóla Ís- lands, lærði bifvélavirkjun en starfaði lengst af í fyrirtæki föð- ur síns, HA Tulinius. Síðustu árin rak hann eigið fyrirtæki ásamt Jóhanni syni sínum. Útför Jóhanns var gerð í kyrr- þey að ósk hins látna. Björgvin, f. 1956, kvæntur Gyðu Ragnarsdóttur, f. 1958. Börn þeirra eru Sigríður Kol- brún, Ingibjörg Al- dís og Ólafur Karl. Hinn 20. desember 1958 kvæntist Jó- hann Klöru Sjöfn Kristjánsdóttur, f. 23. mars 1935. For- eldrar hennar voru Unnur Helgadóttir, f. 1903, d. 1976, og Kristján Friðrik Kristjánsson, f. 1903, d. 1971. Börn þeirra eru: 1) Bergljót, f. 1956, gift Einari Þórðarsyni, f. 1954. Börn þeirra eru Sigrún Björk, Ragnhildur og Tómas Gauti. 2) Ásta Margrét, f. 1958, gift Kristjáni Bragasyni, f. 1959. Börn þeirra eru Daníel og Bragi. Elsku tengdafaðir minn. Nú er komið að kveðjustund, sem kom alltof fljótt. Margar góðar minningar rifjast upp og eru mér dýrmætar. Þú alltaf svo ljúfur og góður. Svo góður mér og börnum mínum. Hringingarnar byrjuðu altaf eins: „Hvað segið þið, hvernig hafa krakkarnir það?“ Börnin mín dýrk- uðu þig því þú gafst þeim svo mikið. Öll jólakortin, eitt á mann, og þegar við Kristján fórum utan hringdir þú til þeirra á hverjum degi til að at- huga hvernig þau hefðu það, bauðst þeim í mat og þegar þau komust ekki áttir þú til að koma með mat- inn. Aðfangadagskvöld var ekki full- komnað fyrr en við höfðum farið til ykkar Sjafnar í kaffi seint að kvöldi, það mátti aldrei hætta því, því þá endaði ekki aðfangadagskvöld. Stjórnmál var gaman að tala um við þig, því það var svo gaman að vera ósammála, það þótti okkur skemmtilegast. Þú valdir í veikindum þínum að láta ekki hafa áhyggjur af þér, því þannig varstu. Hugsaðir fyrst og fremst um fólkið í kringum þig. Það var svolítið táknrænt fyrir þig. Elsku Jóhann minn ég kveð þig með sorg í hjarta, hittumst síðar. Þín tengdadóttir, Sigurrós Erlendsdóttir. Elsku afi. Núna er komið að kveðjustund. Það verður skrítið að koma í Gaut- landið og þú ekki þar til að taka á móti okkur, spyrja okkur um skól- ann og hvernig okkur gangi í íþrótt- unum. Þú hafðir alltaf svo mikinn áhuga á fótbolta og þín uppáhaldslið voru Valur og Liverpool. Það eru svo margar góðar minningar sem koma upp í hugann og ein þeirra er þegar þið bjugguð á Álftanesinu þar sem við fengum að spila fótbolta í stóru stofunni. Elsku afi, við skulum hugsa vel um ömmu fyrir þig. Guð blessi þig. Daníel og Bragi. Takk fyrir allar stundirnar sem við áttum með þér. Með þessum sálmi kveðjum við þig. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Blessuð sé minning þín. Sigrún Björk, Ragnhildur og Tómas Gauti. Elsku afi minn. Ég trúi ekki að þú sért farinn. Einhvern veginn hélt ég að við fengjum meiri tíma saman. Ég bað til guðs að læknarnir myndu lækna þig svo allt yrði eins og áður. Þegar ég kom í heimsókn til ykkar ömmu var alltaf svo vel tekið á móti mér og mér leið svo vel hjá ykkur. Þú varst alltaf svo hress og vildir allt fyrir mann gera, komst með þinn skemmtilega húmor og blikkaðir alltaf til mín þegar þú varst að grín- ast, því gleymi ég aldrei. Takk fyrir gjöfina sem þú gafst mér á aðfanga- dag, ef þú bara vissir hversu mikils virði sú gjöf er mér. Ég á alltaf eftir að minnast þín þegar ég lít á hana. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta, þá sælt er að vita af því. Þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sigurðardóttir) Ég man þegar þú fórst fyrst á spítalanum og ég kom að heimsækja þig. Ég vissi ekki hvar þú varst svo ég gekk að upplýsingum og spurði konuna hvort hún vissi hvar afi minn væri. Þá spurði konan mig hvort þú hétir eitthvað annað en afi, þá sagði ég leitaðu undir besta afa í heimi. Sem þú varst í mínum aug- um. Mér hefur alltaf fundist ég svo ná- in þér og ég hef alltaf haldið svaka- lega mikið upp á þig. Ég er svo stolt af því að hafa átt þig sem afa. Hafðu svo engar áhyggjur af henni ömmu, ég skal gera mitt besta til að passa hana fyrir þig. Þú verður alltaf í hjarta mínu og þar geymi ég minningarnar á góðum stað. Ég veit að þú verður alltaf með okkur. Ég elska þig og sakna svo mikið. Hvíl þú í friði elsku afi minn. Þín afastelpa, Klara Sjöfn Kristjánsdóttir. Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð Hjartans þakkir fyrir liðna tíð Lifðu sæll á ljóssins friðarströnd, Leiði sjálfur Drottinn þig við hönd. (GJ) Bróðir minn Jóhann Sigurður hefur kvatt þennan heim. Það er svo undarleg tilfinning að sá sem hefur alltaf verið hluti af lífi manns er allt í einu ekki til staðar. Hann var stóri bróðir minn, lék við mig sem barn, lyfti mér upp, svo ég sæi heiminn betur, þótt lofthrædd væri og gætti mín. Hann fylgdist með mér alla tíð, var fyrstur til þess að hringja allt fram á síðasta dag og athuga hvort ég hefði skilað mér heilli heim úr þeim ferðum sem ég fór. Honum var umhugað um alla fjöl- skylduna. Eftir að hann eignaðist sjálfur börn fylgdist hann með hverju fót- máli þeirra, fylgdi þeim í íþróttir og beið eftir þeim á skólaböllum, gætti þeirra og studdi alla tíð. Barnabörn- in elskuðu hann og dáðu eins og sást vel í veikindum hans. Þau voru sí- fellt að koma og hlúa að afa sínum. Síðustu ár höfum við systkinin þrjú ásamt mökum farið í eina helg- arferð á sumri með börnum, tengda- börnum og barnabörnum. Voru þessar ferðir honum eins og okkur öllum afar dýrmætar. Diddi eins og hann var alltaf kall- aður, hét Jóhann Sigurður eftir föð- urömmu okkar Jóhönnu Bjarna- dóttur og Sigurði unnusta hennar sem hún missti af slysförum. Diddi var fyrsta barn foreldra minna og fyrsta og lengi vel eina barnabarn bæði móður- og föðurforeldra okk- ar. Hann var því augasteinn allra, mikið talað um hve gaman hafi verið að sýna hann fallegan, ljóshærðan, svolítið búttaðan eins og ömmur vildu hafa börn í þá daga, og vel klæddan. Við systkinin og mamma og pabbi bjuggum lengi í sama húsi og móðurforeldrar okkar. Á sunnu- dagsmorgnum meðan mamma eld- aði hádegismatinn fórum við systk- inin uppábúin gangandi með pabba til föðurafa og ömmu sem bjuggu ör- skammt frá. Við vorum því í mjög nánum tengslum við stórfjölskyld- una en systkin pabba voru mörg og flest búandi heima og var mikið líf í því húsi. Í minningunni finnst mér að þetta hafi allt verið sólskins- stundir. Síðasta ár háði Diddi baráttu við krabbamein. Í janúar virtist hann hafa náð talsverðum bata og ákváðum við systkinin ásamt mök- um að fara saman til Kanaríeyja um páskana. Nokkru fyrr veiktist hann skyndilega og hallaði þá stöðugt undan þar til hann lést 22. apríl. Klara Sjöfn kona hans stóð sem klettur við hlið hans og vék ekki frá honum í veikindunum. Þau gengu saman lífsins veg í 49 ár og voru nánast alltaf nefnd bæði ef um ann- að var rætt. Erfiður verður tíminn fyrir hana en hún á stóra og góða fjölskyldu sem ég veit að mun verða henni ómetanlegur styrkur. Hún á líka dýrmætar minningar um bönd sem aldrei slitnuðu. Ég kveð elskulegan bróður með þökk fyrir umhyggjuna fyrir mér og mínum. Far í friði Guðrún Erla Björgvinsdóttir. Elskulegur bróðir minn er látinn, 71 árs að aldri. Mér hnykkir við. Ekki aðeins að mér finnist kveðju- stundin ótímabær heldur ber hana bráðar að en á horfðist um tíma. Reyndar var vitað að Diddi hefði greinst með illvígan sjúkdóm fyrir nokkrum mánuðum, sjúkdóm sem yrði að vinna á án skurðaðgerðar. Framan af lofaði læknismeðferð góðu – svo góðu að í lok janúar ákváðum við systkinin að fara með mökum í páskaferð til Kanaríeyja. Saman höfðum við aldrei farið slíka ferð og var tilhlökkunin því eðlilega mikil. En skjótt skipast veður í lofti. Fjórum vikum fyrir áætlaða brottför leiddi læknisrannsókn í ljós að Didda hentaði ekki utanlandsferð í það sinnið. Við Þórunn teljum okkur lánsöm að hafa verið komin heim úr umæddri ferð og náð að vera í návist Jóhann Sigurður Björgvinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.