Morgunblaðið - 06.05.2007, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 06.05.2007, Blaðsíða 44
kvikmyndir 44 SUNNUDAGUR 6. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Ó líkt flestum öðrum kvik- myndaverum Los Ang- elesborgar er 20th Century Fox lokað gestum og hefur sú regla verið í gildi frá hryðjuverk- unum kenndum við 11. september. Allt er þó hægt með góðra manna hjálp og á dögunum lukust upp fyrir mér dyrnar á höfuðstöðvunum, Fox Plaza, sem kvikmyndahúsagestum eru vel kunnar, þar sem þessi reisu- lega 50 hæða ál-, stál- og marm- arahöll er bakgrunnur fyrstu Die Hard-myndarinnar. Skýjakljúfurinn, sem er teiknaður af sjálfum Minoru Yamasaki (arkitekt margra þekkt- ustu háhýsa heims, þ.á m. Tvíbura- turnanna, sem hrundu, í New York), stendur við Avenue of the Stars í Century City. Þessi fokdýri borg- arhluti dregur nafn sitt af kvik- myndaverinu, sem átti alla spilduna allt upp í Beverly-hæðir fram á 8. áratuginn. Upphaflega var svæðið í eigu vestraleikarans Toms Mix, sem seldi það kvikmyndafrumkvöðlinum William Fox árið 1925. Upp úr 1930 seldi Fox fyrirtæki sitt ungum og upprennandi kvikmyndaframleið- anda að nafni Darryl F. Zanuck, hann átti fyrir 20th Century Produc- tions og til varð kvikmyndarisinn 20th Century Fox. Þegar kreppti að iðnaðinum á 7. og 8. áratugnum seldi kvikmyndaverið hátt á annað hundrað ekrur af land- inu undir nýbyggingar. Þrátt fyrir söluna breiðir það enn úr sér yfir heljarmikið og eftirsótt flæmi þar sem rísa margvíslegar byggingar. Allt frá Plaza-turninum til fjölda mynd- og hljóðupptökuvera, sem sum hver eru frá tímum frum- kvöðulsins Williams Fox. Nú reið á góðri leiðsögn, sem var veitt af Fran Zell, lipurri og hrað- skreiðri konu sem jafnframt er öllum hnútum kunnug, einn af elstu starfs- mönnum Fox og fer á eftirlaun í sum- ar. Frú Zell skokkaði á undan um króka og kima kvikmyndaversins og maður sá í sjónhending kunnuglegar götumyndir sem hafa verið nýttar með smávægilegum breytingum í fjölda kvikmynda. Þá blöstu við bún- ingar úr X-Men: The Last Stand, óskarsverðlaun kvikmyndaversins fyrir bestu myndir ársins og salar- kynni Shirley Temple, einnar veiga- mestu stjörnu Fox frá upphafi. Við fórum í matsalinn fræga þar sem kvikmyndagerðarfólkið, allt frá stór- stjörnum til snattstráka, hefur úðað í sig kræsingum í ein 70 ár. Ég hafði á tilfinningunni að ég hefði séð salinn áður, sem ekki er ótrúlegt því hann hefur margsinnis verið dubbaður upp í hlutverk veitingastaða í kvik- myndum Fox. Öryggisverðir, sem voru á hverju strái, fylgdust grannt með og fettu ósjaldan fingur út í myndavélina mína, en frú Zell kvaddi þá jafn- harðan í kútinn. Eitt sinn bannaði hún mér reyndar að mynda, þá vor- um við stödd utan við aðalstöðvar Ruperts Murdochs, aðaleiganda fjöl- miðlaveldisins. Frú Zell hafði engan áhuga á að afhjúpa höfuðvígi eins mesta áhrifavalds aldarinnar. Eftir tveggja tíma striklotu náðist ofurlítil yfirborðsþekking af pótem- kíntjöldum og tilveru kvikmynda- versins og það var ólýsanleg tilfinn- ing að feta í fótspor ofurstjarna hvíta tjaldsins. Náttfötin hennar Marilyn Monroe voru nokkrir dropar af Cha- nel No. 5, og ekki laust við að ilm- urinn lægi enn í loftinu, líkt og púð- urreykurinn úr skotvopnum félaganna Butch Cassidys og Sund- ance Kid. Hugh Jackman krafsaði í bakið um leið og hann andaði ofan í hálsmálið. Síðan var tjaldið fellt jafn snögg- lega og það var dregið frá. Gesturinn Ilmur af Chanel No. 5 Í öndvegi Stjörnurnar, hvort sem þær eru lífs eða liðnar , hafa löngum verið fyrirferðamiklar hjá 20th Century Fox.kvikmyndaverinu í Los Angeles. Fyrir margt löngu þegar kvikmyndabakterían var að heltaka Sæbjörn Valdimarsson toppaði fátt augnablikin þegar ljósin slokknuðu í Nýja bíói og kastararnir í merki 20th Century Fox lýstu upp tjaldið undir ódauðlegu stefi Alfreds Newmans. Unga kvikmyndaáhugamanninn grun- aði ekki að áratugum síðar ætti hann eftir að sjá draumaverksmiðjuna með eigin augum .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.