Morgunblaðið - 06.05.2007, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.05.2007, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 122. TBL. 95. ÁRG. SUNNUDAGUR 6. MAÍ 2007 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is SUNNUDAGUR SAGA UM BRAUÐRIST VERÐLAUNAÐUR Í DANAVELDI HEIMILISFRÆÐINGUR >> 38 LÍNAN FRÁ KATE MOSS LANGAR RAÐIR VIÐ TOPSHOP INNBLÁSINN FATASKÁPUR >> 22 LEIÐIST EKKI LÍFIÐ FORNSÖGUR OG GÓÐ FJÖLSKYLDA THEÓDÓRA THORODDSEN >> 26 Eftir Orra Pál Ormarsson orri@mbl.is SALA á geislaplötum hér á landi jókst um ríf- lega eitt hundrað þúsund eintök milli áranna 2004 og 2006. Í fyrra seldust 866.706 eintök af innlendum og erlendum plötum, samkvæmt samantekt Félags hljómplötuframleiðenda. Hlutfall íslensks efnis jókst líka milli ára, var 54% 2005 en 66% í fyrra og hefur ekki í annan tíma verið hærra. Þetta telst til tíðinda í ljósi þess að á heimsvísu hefur plötusala dregist saman á umliðnum árum, einkum fyrir tilstilli Netsins. Jónatan Garðarsson, framkvæmdastjóri Fé- lags hljómplötuframleiðenda, segir góðan ár- angur íslenskra tónlistarmanna á plötu- markaði í fyrra hafa komið sér skemmtilega á óvart í ljósi þess að lítið kom út af nýju efni með vinsælustu listamönnum þjóðarinnar. Ótrúleg velgengni tónleikaplötu Björgvins Halldórssonar og Sinfóníuhljómsveitar Ís- lands, sem seldist í meira en 17.000 eintökum, hafði þó sitt að segja, eins mæltist tónleikaefni frá Bubba Morthens og Sálinni hans Jóns míns vel fyrir hjá kaupendum. 75% markaðshlutdeild Senu Sena ber höfuð og herðar yfir önnur útgáfu- fyrirtæki á íslenskum plötumarkaði og Eiður Arnarsson útgáfustjóri áætlar að árleg mark- aðshlutdeild útgáfunnar sé allt að 75% enda þótt Sena gefi ekki út nema 25–30% af öllu því efni sem kemur árlega út á Íslandi. Af tuttugu söluhæstu plötunum á liðnu ári gaf Sena út átján. Í úttekt Morgunblaðsins á stöðunni á plötumarkaði kemur fram að Sena er rekin á skýrum markaðslegum forsendum en smærri útgáfur á borð við Smekkleysu og 12 tóna gefa út plötur af allt öðrum hvötum. Segja má að Lárus Jóhannesson, annar eig- enda 12 tóna, dragi þá hugmyndafræði sam- an í eftirfarandi setningu: „Ef okkur byðist að gefa út plötu sem við vissum að við gæt- um selt í 50.000 eintökum myndum við ekki gera það ef efnið hreyfði ekki við okkur.“ | 10 Plötusala jókst talsvert milli ára  Seldum eintökum fjölgaði um meira en 100.000 hér á landi á tveimur árum  Hlutfall íslensks efnis hækkaði um 12 prósentustig í fyrra  Ólíkar forsendur liggja að baki útgáfunni Rafael Benítez nýtur mikillar hylli aðdáenda Liverpool um þessar mundir, enda búinn að koma liði sínu í úrslit Meistaradeildar Evrópu í annað sinn á þremur árum. Kominn í fremstu röð Beth Ditto, söngkona hljómsveit- arinnar The Gossip, gefur lítið fyrir tískukröfur og ímyndarstaðla í poppheimum en það líkar aðdáend- um hennar og þeim fjölgar stöðugt. Lætur útlitið einu gilda Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísr- aels, er aðþrengdur og fór úr ösk- unni í eldinn vegna gagnrýni rann- sóknarnefndar um frammistöðu hans í öryggis- og varnarmálum. Aðþrengdur Olmert VIKUSPEGILL MENGUN af völdum loftferða kem- ur ekki oft fyrir í umræðunni um gróðurhúsaáhrif. Vísindamenn telja hins vegar að mengun frá þotum í há- loftunum sé allt að fjórfalt skaðlegri umhverfinu en sama magn á jörðu niðri og bregðast þurfi við því. Alþjóðaflugið hefur að miklu leyti verið látið óátalið í umhverfismálum og ekki var tekið tillit til útblásturs úr flugvélum í Kyoto-bókuninni vegna þess að ekki náðist sátt um það hver ætti að taka mengunarkvót- ann, brottfararland eða aðkomuland. Þetta kemur fram í grein eftir Örnólf Thorlacius um loftmengun af loftferðum í Morgunblaðinu í dag. Þar er einnig fjallað um tilraunir til að fara nýjar leiðir og annmarka þess að nota orkugjafa á borð við vetni og etanól í stað hefðbundins flugvélaeldsneytis. Einnig séu ýmsir hönnunarmögu- leikar fyrir hendi og rannsóknir í þá veru hafi hafist í olíukreppunni á átt- unda áratugnum en þegar olíuverð lækkaði á ný var þeim að mestu hætt. | 34 Taka þarf á mengun vegna flugs ÍSLENSKU Evróvisjón-fararnir héldu sína fyrstu æfingu á Hart- wall-leikvanginum í Helsinki í gær- morgun. Hópurinn kom til borg- arinnar á föstudaginn og fékk því lítinn tíma til hvíldar. Á æfingunni söng Eiríkur lagið „Valentine Lost“ sex sinnum og að sögn Halldóru Þórsdóttur, blaðamanns Morg- unblaðsins í Helsinki, gekk æfingin mjög vel. Hún segir að mikil áhersla hafi verið á að prófa ljósin á þessari fyrstu æfingu en Eiríkur hafi hins vegar verið mjög öruggur á sviðinu. Mikill víkinga-andi svífur yfir vötnum í íslenska atriðinu og á blaðamannafundi sem haldinn var eftir æfinguna sagði Eiríkur að textinn væri mjög í anda íslenskra víkinga. Eiríkur leggur ekki mikið upp úr því að hreyfa sig á sviðinu og lítið er um dans. Að sögn Halldóru horfði tals- verður fjöldi fólks á æfinguna og þeir sem hún tók tali gáfu Eiríki góða einkunn. Sumir gengu jafnvel svo langt að segja að Eiríkur sé með sigurstranglegustu þátttak- endunum í keppninni. Á blaðamannafundinum sagðist Eiríkur ánægður að fá loksins að syngja rokklag í keppninni, en hingað til hefur hann sungið popp- lög. Morgunblaðið/Eggert Fyrsta æfingin í Helsinki gekk vel
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.