Morgunblaðið - 06.05.2007, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1913 122. TBL. 95. ÁRG. SUNNUDAGUR 6. MAÍ 2007 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
SUNNUDAGUR
SAGA UM
BRAUÐRIST
VERÐLAUNAÐUR
Í DANAVELDI
HEIMILISFRÆÐINGUR >> 38
LÍNAN FRÁ
KATE MOSS
LANGAR RAÐIR
VIÐ TOPSHOP
INNBLÁSINN FATASKÁPUR >> 22
LEIÐIST
EKKI LÍFIÐ
FORNSÖGUR OG
GÓÐ FJÖLSKYLDA
THEÓDÓRA THORODDSEN >> 26
Eftir Orra Pál Ormarsson
orri@mbl.is
SALA á geislaplötum hér á landi jókst um ríf-
lega eitt hundrað þúsund eintök milli áranna
2004 og 2006. Í fyrra seldust 866.706 eintök af
innlendum og erlendum plötum, samkvæmt
samantekt Félags hljómplötuframleiðenda.
Hlutfall íslensks efnis jókst líka milli ára, var
54% 2005 en 66% í fyrra og hefur ekki í annan
tíma verið hærra. Þetta telst til tíðinda í ljósi
þess að á heimsvísu hefur plötusala dregist
saman á umliðnum árum, einkum fyrir tilstilli
Netsins.
Jónatan Garðarsson, framkvæmdastjóri Fé-
lags hljómplötuframleiðenda, segir góðan ár-
angur íslenskra tónlistarmanna á plötu-
markaði í fyrra hafa komið sér skemmtilega á
óvart í ljósi þess að lítið kom út af nýju efni
með vinsælustu listamönnum þjóðarinnar.
Ótrúleg velgengni tónleikaplötu Björgvins
Halldórssonar og Sinfóníuhljómsveitar Ís-
lands, sem seldist í meira en 17.000 eintökum,
hafði þó sitt að segja, eins mæltist tónleikaefni
frá Bubba Morthens og Sálinni hans Jóns míns
vel fyrir hjá kaupendum.
75% markaðshlutdeild Senu
Sena ber höfuð og herðar yfir önnur útgáfu-
fyrirtæki á íslenskum plötumarkaði og Eiður
Arnarsson útgáfustjóri áætlar að árleg mark-
aðshlutdeild útgáfunnar sé allt að 75% enda
þótt Sena gefi ekki út nema 25–30% af öllu því
efni sem kemur árlega út á Íslandi. Af tuttugu
söluhæstu plötunum á liðnu ári gaf Sena út
átján.
Í úttekt Morgunblaðsins á stöðunni á
plötumarkaði kemur fram að Sena er rekin á
skýrum markaðslegum forsendum en
smærri útgáfur á borð við Smekkleysu og 12
tóna gefa út plötur af allt öðrum hvötum.
Segja má að Lárus Jóhannesson, annar eig-
enda 12 tóna, dragi þá hugmyndafræði sam-
an í eftirfarandi setningu: „Ef okkur byðist
að gefa út plötu sem við vissum að við gæt-
um selt í 50.000 eintökum myndum við ekki
gera það ef efnið hreyfði ekki við okkur.“ |
10
Plötusala jókst talsvert milli ára
Seldum eintökum fjölgaði um meira en 100.000 hér á landi á tveimur árum Hlutfall íslensks
efnis hækkaði um 12 prósentustig í fyrra Ólíkar forsendur liggja að baki útgáfunni
Rafael Benítez nýtur mikillar hylli
aðdáenda Liverpool um þessar
mundir, enda búinn að koma liði
sínu í úrslit Meistaradeildar Evrópu
í annað sinn á þremur árum.
Kominn í
fremstu röð
Beth Ditto, söngkona hljómsveit-
arinnar The Gossip, gefur lítið fyrir
tískukröfur og ímyndarstaðla í
poppheimum en það líkar aðdáend-
um hennar og þeim fjölgar stöðugt.
Lætur útlitið
einu gilda
Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísr-
aels, er aðþrengdur og fór úr ösk-
unni í eldinn vegna gagnrýni rann-
sóknarnefndar um frammistöðu
hans í öryggis- og varnarmálum.
Aðþrengdur
Olmert
VIKUSPEGILL
MENGUN af völdum loftferða kem-
ur ekki oft fyrir í umræðunni um
gróðurhúsaáhrif. Vísindamenn telja
hins vegar að mengun frá þotum í há-
loftunum sé allt að fjórfalt skaðlegri
umhverfinu en sama magn á jörðu
niðri og bregðast þurfi við því.
Alþjóðaflugið hefur að miklu leyti
verið látið óátalið í umhverfismálum
og ekki var tekið tillit til útblásturs
úr flugvélum í Kyoto-bókuninni
vegna þess að ekki náðist sátt um
það hver ætti að taka mengunarkvót-
ann, brottfararland eða aðkomuland.
Þetta kemur fram í grein eftir
Örnólf Thorlacius um loftmengun af
loftferðum í Morgunblaðinu í dag.
Þar er einnig fjallað um tilraunir til
að fara nýjar leiðir og annmarka
þess að nota orkugjafa á borð við
vetni og etanól í stað hefðbundins
flugvélaeldsneytis.
Einnig séu ýmsir hönnunarmögu-
leikar fyrir hendi og rannsóknir í þá
veru hafi hafist í olíukreppunni á átt-
unda áratugnum en þegar olíuverð
lækkaði á ný var þeim að mestu
hætt. | 34
Taka þarf á
mengun
vegna flugs
ÍSLENSKU Evróvisjón-fararnir
héldu sína fyrstu æfingu á Hart-
wall-leikvanginum í Helsinki í gær-
morgun. Hópurinn kom til borg-
arinnar á föstudaginn og fékk því
lítinn tíma til hvíldar. Á æfingunni
söng Eiríkur lagið „Valentine Lost“
sex sinnum og að sögn Halldóru
Þórsdóttur, blaðamanns Morg-
unblaðsins í Helsinki, gekk æfingin
mjög vel. Hún segir að mikil
áhersla hafi verið á að prófa ljósin á
þessari fyrstu æfingu en Eiríkur
hafi hins vegar verið mjög öruggur
á sviðinu. Mikill víkinga-andi svífur
yfir vötnum í íslenska atriðinu og á
blaðamannafundi sem haldinn var
eftir æfinguna sagði Eiríkur að
textinn væri mjög í anda íslenskra
víkinga. Eiríkur leggur ekki mikið
upp úr því að hreyfa sig á sviðinu
og lítið er um dans.
Að sögn Halldóru horfði tals-
verður fjöldi fólks á æfinguna og
þeir sem hún tók tali gáfu Eiríki
góða einkunn. Sumir gengu jafnvel
svo langt að segja að Eiríkur sé
með sigurstranglegustu þátttak-
endunum í keppninni.
Á blaðamannafundinum sagðist
Eiríkur ánægður að fá loksins að
syngja rokklag í keppninni, en
hingað til hefur hann sungið popp-
lög.
Morgunblaðið/Eggert
Fyrsta æfingin
í Helsinki gekk vel