Morgunblaðið - 06.05.2007, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 06.05.2007, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. MAÍ 2007 27 í inntökupróf og við vorum svo mörg sem glönsuðum inn að það var ótrú- legt. Eftir þetta lögðust af námskeið sem Einar Magnússon rektor hafði verið með fyrir þá sem ætluðu að þreyta inntökupróf í MR. Hann sagði stundum við okkur: „Það er ekki von að þið vitið þetta – barnaskólafólk!“ Ég fór í fyrsta bekk en hætti námi í fjórða bekk. Ég féll, hafði ekki tíma í þetta. Ég var ekki á skemmtistöðum og drakk ekki vín en ég var mikið í ferðalögum með Æskulýðsfylking- unni. Ég tók ríkan þátt í starfi henn- ar. Við fórum í allt að viku ferðir norður í land og hvaðeina. Pabbi og Bolli föðurbróðir minn suðuðu í mér að halda áfram námi, sögðu að ég myndi sjá eftir því alla ævi að hætta. En ég hef ekki séð eftir því að hætta eina mínútu. Þótt ég hafi hætt í fjórða bekk er ég alltaf boðin með þegar eitthvað er um að vera og eins er ég í „saumaklúbb“ með bekkjarsystrum mínum. Ég er því í bekknum þótt ég hafi aldrei orðið stúdent. Önnur stelpa sem hætti um svipað leyti og ég var líka tekin með. Þetta er raunar brautryðjendabekkur hvað kvenfólk- ið snertir. Í honum var Vigdís Finn- bogadóttir, fyrrverandi forseti Ís- lands, fyrsti kvenprófessorinn okkar, Margrét Guðnadóttir, alþingiskonan Ragnhildur Helgadóttir og svo á bekkurinn fyrsta kvenrektor Há- skóla Íslands; Sólveig Pálmadóttir, skólasystir okkar, er móðir Kristínar Ingólfsdóttur sem við erum mjög stoltar af. Þetta var raunar kall tímans sem þessar konur og aðrar voru að svara. Ég fór að starfa með Æskulýðs- fylkingunni um sama leyti og Katrín frænka fór á þing. Þá hittumst við í Fylkingunni á Þórsgötunni þar sem Sósíalistaflokkurinn hafði bækistöðv- ar. Ég fékk raunar snemma ferða- bakteríuna, pabbi eignaðist Willys- jeppa og eftir það fór öll fjölskyldan í ferðalög. Þá var amma flutt frá okk- ur. Ég fór oft að finna hana eftir að hún flutti, það var svo gaman að hitta hana. Ég var fyrsta alnafna hennar. Hún var raunar kölluð Dóra í dag- legu tali og Guðmundur föðurbróðir skírði sína dóttur Dóru. En ég var skírð Theódóra og var lengi eina al- nafna hennar. Svo eignaðist Skúli augnlæknir Theódóru Thoroddsen. Þegar mér fæddist dóttir 1. júlí, á af- mælisdegi ömmu, þá þurfti ekki að hugsa meira um nafnið, hún var skírð Theódóra. Ég hef alltaf verið kölluð Dóda. Amma Theódóra var alltaf kölluð amma Theó, þess vegna kallaði Skúli sína dóttur Theó og ég kalla mín dóttur Tiddu.“ En hvað skyldi Theódóra okkar hafa gert á yngri árum annað en ferðast með Æskulýðsfylkingunni? „Ég fór að vinna í Búnaðarbank- anum á sumrin með námi. Eftir að ég hætti í skóla fékk ég vinnu í Útvegs- bankanum og þar vann ég þar til ég átti hana Tiddu, þá þótti það ekki við- eigandi að vera að vinna frá litlu barni. Kynntist Gísla í Fylkingunni Manninum mínum, Gísla Halldórs- syni, kynntist ég í Fylkingunni. For- eldrar hans, Halldór Gíslason og Val- gerður Guðbjörg Jóhanna Jónsdóttir, voru bændafólk, Gísli fæddist vestur í Tálknafirði. Svo fluttist fjölskyldan að Skeggjastöðum í Mosfellssveit 1931, þá var Gísli þriggja ára. Þegar þau höfðu búið þar í tvo mánuði var Halldór að fara með kvígu á bát við þriðja mann út í Þerney. Bátnum hvolfdi á Þerneyjarsundi og Halldór og annar maður drukknuðu en sá þriðji hélt í halann á kvígunni og bjargaðist í land. Tengdamóðir mín hraktist af bænum með börn sín fimm, fjórar dætur og Gísla. Þær unnu allar eins og þær gátu, dæt- urnar í búðum og verksmiðjum en móðirin skúraði og hafði drenginn með sér. Hún skúraði allt Landsíma- húsið upp úr og niður úr. Fjölskyldan flutti í fyrstu úr einum kjallara í ann- an en svo fékk tengdamamma ágæta íbúð á Grundarstíg og þá fór hún að taka kostgangara auk skúringanna. Hún var mjög dugleg kona. Ólafur Jóhannesson, síðar forsætisráðherra, var kostgangari hjá Valgerði og skrifaði mjög fallega um hana látna. Mér fannst Gísli eldgamall þegar ég kynntist honum, ég var 16 ára og hann 19 ára. Það munaði miklu þá. En okkur samdi vel. Gísli vann mikið, hann var m.a. auglýsingastjóri á Þjóðviljanum og var seigur að fá auglýsingar. Svo var hann blaðamaður. Hann var að reyna að lesa utanskóla en hafði ekki ráð á því. Eftir að við fórum að vera saman dreif hann sig í meirapróf og gerðist leigubílstjóri. Mágur hans og hann keyptu saman bíl til að keyra. Við byrjuðum búskapinn í einu herbergi og aðgangi að eldhúsi í Barmahlíð, þetta var 1949. Þetta var það venjulega fyrir ungt fólk þá, að leigja eitt herbergi og aðgang að eld- húsi. Við lentum hjá indælu fólki. Maðurinn var sjómaður en konan var heima með tvo stráka. Við höfðum saman geymslu og svo hafði ég vissa plötu á eldavélinni og tiltekna skápa í eldhúsinu. Við skemmtum okkur vel ég og Munda, það var annálað þegar við stóðum saman við stofugluggann og skellihlógum, fólk hélt að við vær- um að hlæja að því en við vorum þá bara að segja hvor annarri brandara. Við vorum góðir félagar. Smám saman fór ég út á vinnu- markaðinn aftur, hljóp í skarðið þeg- ar vantaði í bankanum og tók þátt í áramótauppgjöri. Svo kom að því að við Gísli fórum að byggja. Við tókum raunar við grunni uppi í Mosgerði sem kunn- ingjafólk okkar hafði byrjað á, en það skildi að skiptum og við héldum áfram með grunninn. Gísli var laginn og steypti upp kjallara undir húsið að hálfu en hlóð það sjálft úr sandsteini. Pabbi átti rétt á lífeyrissjóðsláni sem hann lét okkur eftir og svo fengum við þetta venjulega smáíbúðalán. Við vorum óskaplega blönk, en við vorum vön því, þekktum ekki annað. Við fluttum inn í eina stofu, klósett- ið var komið og vaskur var þar. Ég eldaði þar inni og svo vorum við fjög- ur í barnaherberginu. Þá var Halldór sonur okkar fæddur. Síðar eign- uðumst við þriðja barnið, soninn Sverri. Tvö ár voru á milli Theódóru og Halldórs og svo liðu fimm ár, þá kom Sverrir. En ég vann alltaf með, Systur Þær Katrín og Theódóra Thoroddsen (sú minni), staddar á horni Suðurgötu og Hringbrautar. Pabbi og Bolli föðurbróðir minn suðuðu í mér að halda áfram námi, sögðu að ég myndi sjá eftir því alla ævi að hætta. En ég hef ekki séð eftir því að hætta eina mínútu. Lagadeild LL.M. í auðlindarétti og alþjóðlegum umhverfisrétti Spennandi kostur fyrir lögfræðinga Umsóknarfrestur er til 22. maí Alþjóðlegt framhaldsnám í lögfræði á ensku Kynningarfundur í Lögbergi, miðvikudaginn 9. maí kl. 17 í stofu 101 www.lagadeild.hi.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.