Morgunblaðið - 06.05.2007, Side 64

Morgunblaðið - 06.05.2007, Side 64
64 SUNNUDAGUR 6. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Hlíðasmári 15 • 201 Kópavogur • Sími: 585 0100 Guðmundur St. Ragnarsson - Löggildur fasteignasali                ! "#  $%  FISKAKVÍSL 30, Reykjavík, 2. HÆÐ VINSTRI OPIÐ HÚS Í DAG, SUN. FRÁ KL. 15-16 Húseign kynnir fallega íbúð í Fiskakvísl á 2. hæð með einstöku útsýni. Glæsileg 4ra-5 herbergja íbúð á tveimur hæðum innst í botlanga. Stórar suður og vestursvalir. Stutt í útivistarsvæði í Elliðárdalnum. Einstakt útsýni (sjá www.huseign.is). Stutt í leikskóla og grunnskóla, sem hefur fengið menntaverðlaunin fyrir frammistöðu. Íbúðin skiptist í tvö svefnherbergi, stofu, eldhús og baðherbergi. Á efri hæð er 30 rými auk fataherbergis. Geymsla í kjallara ásamt sameiginlegu þvottahúsi. Bílskýlisréttur. Íbúðin er laus fljótlega. Allar nánari upplýsingar veitir Baldvin Ómar í síma 898-1177 eða á skrifstofu Húseignar. Sigurður tekur á móti ykkur. Sími 820-3799. HÁALEITISBRAUT, RAÐHÚS M. BÍLSKÚR Rúmgott 182,2 fm raðhús á einni hæð. Mjög rúmgóð stofa. Sólskáli. Þrjú svefnherb. Suðurgarður. Verð 45,3 millj. BJARKARHEIÐI, HVERAGERÐI LAUST ! 138 fm raðhús á einni hæð. Tvö svefnherb., stofa, eldhús. Lagnakjallari er undir húsinu m/fullri lofthæð. Verð 26,8 millj. RAUÐALÆKUR, 105 RVK. 2JA HERB. 63 fm kjallaraíbúð í bak- húsi. Sérinngangur.Mjög rúmgóð stofa. Lítið niðurgrafin. Verð 15,9 millj. Áhv. 9,3 millj. ÍLS. REYKÁS, SELÁSHVERFI 69 fm, 2ja herb. falleg og rúmgóð íbúð á fyrstu hæð. Parket og flísar á gólfum. Sérþvottahús innan íbúðar. Norðaustursvalir með miklu útsýni. Verð 18,5 millj. OPIÐ HÚS! EFSTIHJALLI 17, 3JA HERB. Á 1. HÆÐ OPIÐ HÚS Í DAG Á MILLI KL. 15-16. Rúmgóð 91,6 fm íbúð á 1. hæð í fjöl- býlishúsi. Tvö svefnherb., stofa og eldhús. Sérþvottahús í íbúð. Verð 21,7 millj. HRAUNBÆR, 110 RVK. LAUS ! 2ja herb., 63 fm íbúð á jarð- hæð. Engar tröppur. Mikið endurnýj- uð. Útg. út í garð. Verð 15,3 millj. Lögg. fasteignasali Hrafnhildur Bridde Sigurberg Guðjónsson hdl. Stórhús ehf. Þóroddsstöðum, Skógarhlíð 22, 105 Reykjavík Sími: 534 2000 - Fax: 534 2001 Hvergi í heiminum eru fleiri vopn í almenningseign en í Bandaríkj- unum. Af hverju? Af því að í annarri grein stjórnarskrárinnar stendur að hver maður hafi rétt á því að verja heimili sitt. Og hvernig brugðust Bandaríkjamenn við þessari hrylli- legu morðárás í Tækniskóla Virg- iníu? Jú þeir fóru út og keyptu sams- konar byssur og notaðar höfðu verið í árásinni. Sala þeirra jókst um 30 %. Það er eitthvað brenglað við þetta þjóðfélag og fyrst og fremst er það vegna þessa hræðsluáróðurs sem rekinn er hér og þar fer fremstur í flokki forseti Bandaríkjanna George W. Bush. Nú þegar búið er að fjar- lægja Grýluna sem áður voru Sov- étríkin þá þarf að búa til nýja Grýlu. Það var löngu búið að ákveða að leggja niður herstöðina á Mið- nesheiði, hér vissu það allir og eru þeir þó ekki vel upplýstir. Þörf fyrir vopn og mannskap var annars stað- ar, því ef ekki geisar stríð einhvers staðar í heiminum, þá verður að koma því á. Þannig varð stríðið í Írak til. Vopnaframleiðendur sem leggja mikið fé í sjóð réttra manna verða að hafa nóg að gera og vara- forsetinn græðir á tá og fingri, því fyrirtæki í hans eigu sjá hermönn- unum m.a. fyrir vistum sem marg- faldast í verði yfir hafið. Hann hefur engan áhuga á því að þessu stríði ljúki. Nú verða hermenn sem sendir hafa verið til Íraks í þeirri trú að þeir þyrftu bara að þrauka í 9 mán- uði, að þrauka í 1 og ½ ár. Þessir ungu menn og konur koma heim stórskemmd á sál og oft hættuleg sjálfum sér og öðrum. Spilling er mikil og í viðtali við hermenn hefur komið fram að allt að 1/3 hermanna séu „draugaher- menn“, þ.e.a.s. þeir eru ekki til, hafa ekki verið til eða hafa strokið. Samt hirða einhverjir hýruna þeirra. Þessi stríðsrekstur er að mér skilst fjár- magnaður með lánum, m.a. frá Kína og nágrannar mínir eru allavega farnir að hafa áhyggjur af þeim. Hér er allur fréttaflutningur byggður á tilfinningum. Hatur og ást. Sýndar eru myndir í sjónvarpi í hvert sinn sem skip kemur inn með hermenn, kossar og faðmlög og mik- ið um tár. Allir eru þeir kallaðir hetjur, enda búnir að berjast fyrir frelsi Bandaríkjanna og ekkert er dýrmætara en frelsið. En hvaða frelsi er það að vígbúast heima hjá sér ef ske kynni að einhver álpaðist inn í vitlaust hús. Flest morðin hér undanfarið í minni sýslu hafa verið vegna þess að fólk hefur verið á vit- lausum stað á vitlausum tíma. Skotið hefur verið af handahófi á fólk á götu eða inni í húsi því hér eru byggingar ekki svo merkilegar að það er hægð- arleikur að skjóta gegnum veggi. Svo kemur fréttamaður á vettvang, rekur hljóðnemann upp í andlitið á móður sem hefur fyrir fáeinum klukkustundum horft uppá barnið sitt láta lífið fyrir byssukúlu brjál- æðings og spurt: Hvernig líður þér núna tilfinningalega? Það er svo gegndarlaust hversu mikil áhersla Brenglað þjóðfélag Frá Elínu Káradóttur Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is Athyglisvert er, að stjórn- málaflokkar, sem áður voru rauðir og börðust fyrir málstað verka- lýðs, eru nú orðnir grænir og berjast alveg sérstaklega gegn verksmiðjum, þar sem atvinnu- öryggi er mest og kjörin bezt. Á sama tíma og stöðva á þróun at- vinnufyrirtækja, sem afla þjóð- félaginu mikils gjaldeyris, eru sömu öfl með áform um stór- felldan fjáraustur úr ríkissjóði til alls konar málefna. Nái stjórn- arandstaðan völdum eftir Alþing- iskosningarnar 12. maí 2007 má þess vegna búast við efnahags- kreppu í formi atvinnuleysis, eins og tíðkast víða í Evrópu, skulda- söfnun ríkisins og skattahækk- unum. Boðað „stóriðjustopp“ er merki um dæmigerða forræðishyggju stjórnmálamanna, sem ráðskast vilja með atvinnulífið og handstýra þróuninni. Hvort sem tækifærin eru olíuhreinsistöð, sem séð getur landsmönnum fyrir eldsneyti á all- an bíla-og skipaflotann, eða álver, þá er eðlilegast að stofna um slíkt undirbúningsfélag hagsmunaaðila til að velja fyrirtækinu stað, setja það í umhverfismat, semja um orku og lóð og fá að lokum fram- leiðsluleyfi. Kýótó-bókunin er eng- in hindrun, því að fyrirtæki geta keypt sér kvóta til mótvægis við koltvíildislosun sína. Íslenzkir skógarbændur eru samkeppn- ishæfir seljendur slíkra losunar- kvóta. Efnahagstjón íslenzka þjóð- arbúskaparins af handstýringu á borð við fimm ára stóriðjustopp er hrikalegt og getur numið um 200 milljörðum króna eða um einni milljón króna á hvern vinnandi mann í landinu. Stöðnun og aukið bótaútstreymi úr ríkissjóði mundi girða fyrir möguleikana á skatta- lækkunum, enda tapar hið op- inbera af um 80 milljörðum af þessum 200 milljörðum. Við þessar kreppuaðstæður í þjóðfélaginu er líklegast að inn- streymi erlends fjár minnki, og þá lækkar krónan. Gengisfall elur af sér verðbólgu, og uppskera stjórn- arstefnu vinstri aflanna í nafni draumórakenndrar náttúruvernd- ar yrði líklega dýrtíð samfara stöðnun („stagflation“). Þeir, sem verst verða úti í slíkri gjörn- ingahríð, eru unga kynslóðin og aðrir með þunga skuldabagga. Það er ljóslega mikill ábyrgð- arhluti af stjórnmálamönnum að hóta því að stöðva þróun atvinnu- lífs í landinu eða að beina því inn á brautir, sem eru síður arðvæn- legar. Það virðast nú vera orðin örlög stjórnmálaflokkanna tveggja hér- lendis, sem sprottnir eru upp úr sameignarstefnunni, að fórna hagsmunum almennings á altari ofstækisfullrar og efnahagslega glórulausrar náttúruverndar. Atkvæði greitt stjórnarandstöð- unni er ávísun á ævintýramennsku í atvinnu- og fjármálum landsins, og hinar vinnandi stéttir borga brúsann. BJARNI JÓNSSON, verkfræðingur, Ásbúð 46, Garðabæ. Afkoma vinnandi stétta Frá Bjarna Jónssyni ÞAÐ er einhver illa upplýstur maður sem ítrekað kennir Richard M. Nix- on forseta Bandaríkjanna setningu sem hann sagði aldrei, hann sagði að vísu margar svipaðar en aldrei þessa og engan veginn í því samhengi sem tilvitnunin er kennd við. Það var Lyndon Johnson sem sagði, ,,Let the bastard deny it!!!“ Um hluti sem hann vissi að voru ósannir í sam- henginu, þetta var einskonar „Ertu hættur að berja konuna þína“- aðstaða. Mér er í rauninni sama hvað er skrifað í Blaðið en í ljósi þess að þið leiðréttið stafsetningarvillur, þá skuldið þið lesendum að leiðrétta þessa sagnfræðilegu rangfærslu. Kveðja, KRISTÓFER MÁR KRISTINSSON, Skúlagötu 32, Reykjavík Til varnar Nixon Frá Kristófer Má Kristinssyni Fréttir í tölvupósti smáauglýsingar mbl.is smáauglýsingar mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.