Morgunblaðið - 06.05.2007, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 06.05.2007, Blaðsíða 56
56 SUNNUDAGUR 6. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Í SKÝRSLU utanríkisráðherra um fyrirkomulag þróunarsam- vinnu Íslands leggja höfundar fram tvær tillögur um breytingar sem fela báðar í sér að Þróun- arsamvinnustofnun Íslands (ÞSSÍ) færist nær utanríkisráðuneytinu. Þriðja leiðin, að ÞSSÍ verði áfram sjálfstæð stofnun og að verkefni færist frá ráðuneytinu til ÞSSÍ, er einnig nefnd en lítið reifuð þar sem hún þykir ekki falla að meg- inhlutverki ráðuneyt- isins, sem snýst um hagsmunarekstur á al- þjóðlegum vettvangi. Þessi þriðja leið hefur þó verið farin í Bret- landi og hefur gefið góða raun. Fyr- irkomulag Breta þykir til fyrirmyndar þar sem hún tekur meg- inmarkmið þróunarstarfs, að draga úr fátækt í heiminum, fram yfir önnur markmið. Nú þegar hvatt er til aukinnar þátttöku að- ila atvinnulífs og annarra í þróun- arsamstarfi er enn frekari ástæða til að tryggja að þróunarmarkmið verði höfð að leiðarljósi. Rök skýrsluhöfunda byggjast á því að heppilegast þykir að þróun- arsamstarf sé í samræmi við hags- muni gjafaþjóða. Með þessu mæla alþjóðastofnanir sem fást við þró- unarmál og er ekki um það deilt. Þó má túlka þessa kröfu með tvennu móti. Annars vegar að hagsmunir gjafaþjóða séu hafðir að leiðarljósi og hins vegar að þróun- armarkmið séu höfð að leiðarljósi. Skýrsluhöfundar ganga augljóslega út frá fyrri túlkuninni án þess að velta hin- um möguleikanum fyrir sér. Skýrsluhöf- undar gera grein fyr- ir fyrirkomulagi í ná- grannalöndum okkar og nokkrum OECD- löndum, sem eru auk Norðurlandanna, Holland, Írland, Lúxemborg og Nýja-Sjáland. Svo er fullyrt að „þróunarsamvinna er alls staðar talin órjúfanlegur hluti af utanríkisstefnu“ og ekki er ann- að að sjá en svo sé í þeim löndum sem miðað er við. Það vekur furðu að Bretland skuli ekki vera meðal þeirra landa sem miðað er við. Í Viðauka IV við skýrsluna um stoðefni, sem höfundar höfðu til hliðsjónar, eru m.a. upp taldar skýrslur um sk. jafningjamat OECD um fyr- irkomulag þróunarsamvinnu OECD-ríkja. Skýrsla um Bret- land, sem gefin var út á síðasta ári, er höfð þar með. Eins og fyrr segir er fyrirkomulag Breta helst í samræmi við þriðju leiðina til umbóta sem skýrsluhöfundar hlaupa yfir en Bretar fá mikið lof fyrir. Sérstaklega vekur athygli að Bretar hafa skapað yfirbyggingu fyrir allt þróunarsamstarf sem leitt er af Department for Int- ernational Development (DFID) og hefur að meginmarkmiði að draga úr fátækt í heiminum. Ráðuneyti, deildir og aðrar stofn- anir sem vinna að þróunarmálum setja sín eigin markmið en lúta yf- irstjórn DFID og má því segja að Bretar hafi í sínu þróunarstarfi þróunarmarkmið að leiðarljósi. Með þessu þykja Bretar hafa stór- bætt getu sína til að vinna mark- visst að þróunarmálum. Á Íslandi koma fjölmargir aðilar að þróunarsamstarfi. Má gera ráð fyrir að fleiri bætist við eftir að nýlega var undirritað samstarfs- verkefni sem miðar að því að auka þátttöku aðila viðskiptalífsins. Við- skiptalífið á vissulega fullt erindi í þróunarsamstarf en gæta þarf að þróunarmarkmið séu höfð að leið- arljósi. Til eru mörg dæmi þess að skammsýn gróðasjónarmið frjálsra markaðsafla hafi haft neikvæð áhrif í þróunarlöndum. Eitt dæmi er ákvörðunin, sem tekin var í kjölfar MacBride-skýrslunnar svo- kölluðu, að láta frjáls markaðsöfl ráða uppbyggingu samskiptaneta í heiminum. Þessi öfl hafa séð litla ástæðu til að byggja upp teng- ingar við Afríku, sem enn þann dag í dag er með slökustu net- tengingar í heiminum. Í fjölbreyttu þróunarsamstarfi með aðkomu margra ólíkra aðila er nauðsynlegt að tryggja að að- gerðir séu samræmdar og að þró- unarmarkmið séu höfð að leið- arljósi. Þegar þetta er haft í huga og litið er til reynslu Breta er augljóst að þriðja leiðin til umbóta í þróunarstarfi Íslendinga verð- skuldar meiri athygli en skýrslu- höfundar hafa gefið henni. Fjölbreytt þróun- arsamstarf með þróunarmarkmið að leiðarljósi Tryggvi Thayer skrifar um gildi þróunarsamstarfs » Aukin þátttakaólíkra aðila í þróun- arsamstarfi krefst um- bóta sem taka mið af þróunarmarkmiðum. Ís- lendingar geta lært margt af breskri fyr- irmynd. Tryggvi Thayer Höfundur hefur lokið MA-námi í stjórnsýslu alþjóðlegrar menntunar og þróunar. UNDARLEG umræða hefur átt sér stað um Reykjavíkurflugvöll undanfarin ár. Vitleysan hefur verið að stigmagnast og er komin á hættulegt stig. Stjórnmálamenn virðast sumir kok- gleypa vitleysuna og taka undir að „flytja“ þurfi Reykjavík- urflugvöll. Auðvitað verður sá völlur ekki fluttur eitt eða neitt. Hann verður einfald- lega eyðilagður. Stað- reyndin er að hann er vel staðsettur og borg- inni og landsmönnum öllum afar dýrmætur. Reykjavíkurflugvöllur er perla sem við eigum að gæta vel. Gegnum áratugi hefur hann verið vagga framfara í landinu. Flugvelli tyllt ofan á sker Ein hugmyndin er að gera nýjan flugvöll úti á Skerjafirðinum, á Lönguskerjum sem eru rétt innan við Kerlingarsker, skammt frá golfvell- inum á Seltjarnarnesi. Ég man þessar slóðir í mynni Skerjafjarðar frá barnæsku þegar ég vitjaði grá- sleppuneta með föður mínum og afa. Ég er kominn á miðjan áttræðisald- urinn og fæddur og uppalinn Sker- firðingur að Þvervegi 12, örfáa metra frá vestur-austur flugbraut Reykjavíkurflugvallar og skammt frá vörinni þaðan sem hraustir menn réru til fiskjar. Auk þess að tylla flugvellinum of- an á sker þar sem sjórinn brýtur á í flestum veðrum hefur líka verið tal- að um nýjan Reykjavíkurflugvöll uppi á Hólmsheiði, þar sem mér er sagt að veður séu líka vond. Enn- fremur telja sumir að nota megi Keflavíkurflugvöll fyrir innanlands- flugið, sem líklega væri skásta lausnin ef menn vilja endilega fara með flugvöllinn úr Vatnsmýrinni. Besti vinur barnanna Skipaðar eru nefndir á nefndir ofan til að gefa ráð í þessu „flutn- ingsmáli“ Reykjavík- urflugvallar. Vonandi missa menn bráðlega vinnuna við slíka ráð- gjöf. Hún er nefnilega með öllu óþörf. Meiri- hluti fólks vill þyrma lífi Reykjavík- urflugvallar samkvæmt skoðanakönnunum. Og við sem áttum því láni að fagna að alast upp við flugvöllinn frá því snemma á stríðs- árunum segjum ein- faldlega: Flugvöllurinn varð strax besti vinur okkar krakkanna í Skerjó. Þar hlupum við á eftir Erninum, Haf- erninum og öðrum far- kostum á vori flugsins á Íslandi og tókum á móti spottanum þegar þessar einshreyfils flugvélar lentu á Skerjafirði áður en flugvöll- urinn kom. Flugkappa þessara tíma þekktum við, Örn O. Johnson, Sigga flug og Agnar Kofoed-Hansen. 66 ára saga flugvallar. Ég var átta ára þegar Bretarnir hófu að byggja flugvöllinn í Vatns- mýri, það gerðu þeir í leyfisleysi og fengu bágt fyrir hjá Bjarna Bene- diktssyni borgarstjóra. Það tók Breta og íslenska verkamenn rétt rúmlega ár að gera flugvöllinn. Hann var tekinn í notkun sumarið 1941 og hefur verið í stöðugri notk- un í bráðum 66 ár. Reykjavíkurflugvöllur varð eign Íslendinga eftir stríð eins og Kefla- víkurflugvöllur. Án þessara hern- aðarmannvirkja hefði flug okkar ekki þróast eins og það gerði. Reykjavíkurflugvöllur var og er gott samgöngumannvirki á besta stað. Nokkrar erlendar borgir hafa álíka vel staðsetta flugvelli, en engum dettur í hug að eyðileggja þá. Þvert á móti eru þeir nýttir til fullnustu og farþegar fagna því að eiga svo vel staðsetta flugvelli. En eftir hverju eru menn að sækjast eftir í flugvallarlandinu? Vantar virkilega lóðir á Íslandi, þessu dreifbýla landi? Lóðir undir verslanir, skrifstofur, kannski fyrir einhverskonar „sóhó“ og skemmti- iðnað? Ég veit það ekki. En eitt veit ég. Hugmyndir manna um þennan „flutning“ eru afskaplega barna- legar. Það er óþarft með öllu að kasta þessum góða flugvelli. Hann sómir sér vel þar sem hann er. Hug- myndir um neðansjávargöng eða brú frá Lönguskerjum yfir á Álfta- nes eru fáránlegar. Hvað þá uppfyll- ingin á Lönguskerjum og kannski Kerlingarskeri þar sem flugvöllur yrði lagður mitt í öllu brimsoginu. En málið er í rannsóknarferli er okkur sagt og getur skaffað ein- hverjum vinnu um mörg ókomin ár. Enginn hefur talað við hafnsögu- mann Kópavogshafnar sem hefur sótt stór flutningaskip mörg hundr- uð sinnum út að Kerlingarskeri og siglt þeim inn fjörðinn. Ætli hann taki ekki undir með mér að þessi hugmynd er hrein firra stjórnmála- manna sem vilja láta á sér bera. Ég skora á alþingismenn og borg- arfulltrúa að loka eyrunum fyrir vit- leysunni. Látið Reykjavíkurflugvöll í friði. Látið Reykjavíkur- flugvöll í friði Magnús V. Pétursson skrifar um hugmyndir um „flutning“ Reykjavíkurflugvallar Magnús V. Pétursson »Reykjavík-urflugvöllur er perla sem við eigum að gæta vel. Gegnum áratugi hefur hann verið vagga framfara í landinu. Höfundur er fyrrverandi milliríkja- dómari í knattspyrnu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.