Morgunblaðið - 06.05.2007, Side 100

Morgunblaðið - 06.05.2007, Side 100
SUNNUDAGUR 6. MAÍ 126. DAGUR ÁRSINS 2007 Heitast 10° C | Kaldast 2° C  Norðaustan 3–10 m/s. Léttir til sunnan- og vestanlands. Stöku él n- og austan. » 8 ÞETTA HELST» Úttekt á öryggisþáttum  Farið hefur verið fram á það við forstöðumenn sundlauga Reykjavík- urborgar að þeir geri úttekt á örygg- isþáttum í kjölfar hörmulegs slyss sem varð í Sundlaug Kópavogs. Meðal annars verður farið yfir hvort endurnýja þurfi tækjabúnað. »2 Ókeypis forvarnaskoðun  Í gær var skrifað undir sam- komulag á milli fulltrúa samninga- nefnda heilbrigðis- og trygginga- málaráðherra og Tannlæknafélags Íslands um fyrirkomulag tann- læknaþjónustu og ókeypis for- varnaskoðun þriggja og tólf ára barna. Tannlæknafélagið lét jafn- framt bóka að miklu meira þurfi til eigi að bæta almenna tannheilsu ungmenna á landinu. »2 Geislaplötur vinsælar  Geislaplötusala jókst töluvert hér á landi í fyrra frá árinu 2005 og seld- um eintökum fjölgaði um meira en hundrað þúsund á tveimur árum. Telst þetta sérstaklega til tíðinda þegar litið er til þess að á heimsvísu hefur plötusala dregist saman á und- anförnum árum. »10 Hrapaði í Kamerún  Óvíst er um afdrif 114 manns sem um borð voru í nýlegri Boing 737- 800 þotu flugfélagsins Kenya Air- ways sem hrapaði skömmu eftir flugtak í Kamerún í gær. Vélin var á leið frá Fílabeinsströndinni til Nai- robi í Kenía. »2 Kosið í Frakklandi  Síðari umferð forsetakosninganna í Frakklandi fer fram í dag. Sam- kvæmt nýjustu könnunum virðist sem Nicolas Sarkozy hafi enn aukið forskot sitt á keppinautinn Ségolène Royal. »6 SKOÐANIR» Ljósvaki: ... að Kompás berji á fólki? Til þrautar? Forystugrein: Nýr tónn og fersk hugsun í heilbrigðismálum UMRÆÐAN» Um samkeppnishæfni þjóða ReykjavíkurAkademían 10 ára Orgel eða ópera? Friðun Alliance-húss fagnaðarefni FÓLK» Kate Moss vill eignast barn með Pete. 92 Arnar Eggert Thor- oddsen ræddi við Josh Groban, sem sagðist meðal ann- ars vilja vinna með Björk. 90 TÓNLIST» Vill vinna með Björk KVIKMYNDIR» Kóngulóarmanninum leiðist slúður. 95 FÓLK» Paris Hilton hefur verið dæmd í fangelsi. 97 Hljómsveitin Jak- obínarína hefur skrifað undir samn- ing við EMI um út- gáfu fyrstu plötu sveitarinnar. 94 Sömdu við risann EMI TÓNLIST» reykjavíkreykjavík 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana SPARIÐ HELMING MEÐ ÁSKRIFT Í LAUSASÖLU 300 ÁSKRIFT 2650 HELGARÁSKRIFT 1600 PDF Á MBL.IS 1700 VEÐUR» » VEÐUR mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Paris Hilton í 45 daga fangelsi 2. Myndar útúrdrukkinn föður sinn 3. Breskri stúlku rænt? 4. Ellý hissa á bloggvinsældum Eftir Ragnhildi Sverrisdóttur rsv@mbl.is UNNIÐ er að margvíslegum rann- sóknum á sviði nanótækni hér á landi. Viðar Guðmundsson, prófess- or í eðlisfræði við Háskóla Íslands, segir möguleika nanótækni ótal marga. Hann nefnir sem dæmi, að ef heimurinn skipti venjulegum ljósa- perum út fyrir ljósdíóður, með rækt- uðum kristöllum, yrði orkusparnað- urinn gríðarlegur. Til marks um hversu smá við- fangsefni nanótækninnar eru má nefna, að menn víla ekki fyrir sér að skoða eitt atóm í einu og jafnvel raða saman atómum. Rannsóknarhópur Sveins Ólafssonar, vísindamanns við Raunvísindastofnun, hefur þróað og smíðað nokkrar smugsjár, en svo nefnist búnaðurinn sem þarf til þess- ara rannsókna. Fleiri rannsóknarhópar fást við nanótækni hér á landi. Rannsóknar- hópur Kristjáns Leóssonar leitar að- ferða til að leiða ljós eftir örsmáum rásum örgjörva, í stað rafboða og rannsóknarhópur Snorra Þ. Ingv- arssonar, dósents við HÍ, rannsakar hitamyndun í örgjörvum. Grafín nefnist eitt af töfraefnum framtíðarinnar, að mati Viðars Guð- mundssonar. Grafín er aðeins eitt atómlag af kolvetni, minna en einn nanó-metri á þykkt. Smári úr efninu er svo lítill, að hægt er að stýra einni rafeind í gegnum hann. Viðar segir nanó-tæknina smám saman ryðja sér til rúms og á hinum fjölbreytileg- ustu sviðum. „Eðlisfræðin er rétt að byrja og áherslusviðin alltaf að breytast. Það er kolrangt að við séum komin að einhverjum endi- mörkum.“ Risastór tækifæri í örsmárri tækni Í HNOTSKURN »Forskeytið „nanó“ vísar tilhluta sem eru nokkrir nanó-metrar að stærð, en einn nanómetri er einn milljarðasti úr metra. »Smugsjár gera mönnumkleift að skoða eitt atóm í einu og jafnvel að raða þeim saman.  Stóra | 42 Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is „ÞAÐ sem kom okkur mest á óvart var að allt var eins og þegar við vor- um í skólanum,“ segir Sigrún V. Ás- grímsdóttir, sem heimsótti Mela- skólann í Reykjavík ásamt bekkjarsystkinum sínum í tilefni þess að þau útskrifuðust frá skól- anum fyrir 50 árum. Krakkarnir í 12 ára C 1957 komu saman í tilefni 40 ára afmælis Mela- skóla 1986 og svo aftur fyrir 10 ár- um en þeir höfðu ekki komið í skól- ann frá því þeir luku barnaskóla- prófi fyrr en nú. Sigrún segir að haldið hafi verið upp á daginn og byrjað á því að fara í skólann. Kenn- ararnir Hróðmar Margeirsson og Sveinn Víkingur Þórarinsson voru með og settust nemendur í gömlu kennslustofuna. 32 nemendur voru í bekknum fyrir 50 árum. 25 þeirra tóku þátt í fagnaði dagsins, sem lauk með kvöldverði, og þar af mættu 13 í skólann. „Ragna Ólafsdóttir skóla- stjóri og Karen Tómasdóttir skrif- stofustjóri tóku afskaplega vel á móti okkur og þetta var mjög gam- an, allir voru svo glaðir að hittast.“ Sigrún segir stórkostlegt hvað Melaskóli sé vandaður að allri gerð. „Það eru sömu gólfdúkarnir og sama klæðning á veggjum. Reynt hefur verið að halda sama litavali en það sem er öðruvísi er að nú er mjög mikið af munum eftir nemendur upp um alla veggi á skólastofunni og nemendasýningar í anddyrinu stóra þar sem nemendur söfnuðust saman áður en gengið var upp í stofurnar. Þetta tíðkaðist ekki þegar við vorum en er mjög skemmtilegt.“ 12 ára C 1957 Sveinn V. Þórarinsson kennari með útskriftarbekknum fyrir hálfri öld. Sigrún er fjórða frá vinstri. Morgunblaðið/Kristinn 50 árum síðar Nemendurnir og kennararnir rifja upp liðna tíð í skólastofunni sinni. Allt eins í Melaskóla og fyrir hálfri öld RAUÐHEGRI hefur verið að spóka sig í nágrenni Elliðavatns. Það var Hafsteinn Björgvinsson, starfs- maður Vatnsveitunnar, sem fann þennan sjaldgæfa fugl við Hellu- vatn, þar sem hann hefur haldið sig síðan og einnig hefur hann sést við Kirkjuhólmatjörn. Hann hefur að- eins einu sinni áður fundist hér á landi en það var við Kópasker 5. október 1983. Þessi rauðhegri er fullorðinn fugl og skrautlegur, með mikla fjaðraskúfa á hálsinum og síðan hnakkaskúf. Fuglinn er ætt- aður sunnan úr löndum. Ljósmynd/Jóhann Óli Hilmarsson Sjaldséður gestur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.