Morgunblaðið - 08.02.2008, Síða 1

Morgunblaðið - 08.02.2008, Síða 1
STOFNAÐ 1913 38. TBL. 96. ÁRG. FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2008 LANDSPRENT EHF. mbl.is La Traviata >> 53 Komdu í leikhús Leikhúsin í landinu KRÁSIR Á KORTERI TVEIR KOKKAR SÝNA OKKUR HVERNIG UNNT ER AÐ GERA GÓÐAN RÉTT Á METTÍMA >> 26 Eftir Andra Karl andri@mbl.is ENDURSKOÐA þarf lagaumhverfi Orkuveitu Reykjavíkur, ákvörðun- artökuferli og starfsreglur stjórnar og stjórnenda. Eins þarf að fara yfir verkferla víðar í borgarkerfinu og skerpa á þeim skilningi að borgar- stjóri þurfi skýrt umboð meirihluta borgarstjórnar þegar kemur að stórum ákvörðunum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í lokaskýrslu stýrihóps borgarráðs um málefni Reykjavík Energy Invest og Geysir Green Energy. Kaupréttir starfsmanna á hluta- bréfum í REI eru taldir einn ámæl- isverðasti þáttur í málinu, og við vinnu skýrslunnar blasti við að ekki hefði staðið til að greina frá samn- ingunum, enda reyndust þeir ekki hafa verið lagðir fram eða kynntir af hálfu forsvarsmanna OR á fundum með meirihluta borgarstjórnar, 2. og 3. október sl. Að endingu voru samn- ingarnir kynntir formlega þremur klukkstundum fyrir eigenda- og stjórnarfund OR 3. október, en þar var sameining REI og GGE sam- þykkt. Víða pottur brotinn Ljóst er af lestri skýrslunnar að víða var pottur brotinn þegar kom að samninga- og ákvarðanatökuferli um sameiningu félaganna. Kynning- arferli var verulega ábótavant og umboð stjórnarmanna, fulltrúa eig- enda eða stjórnenda í mörgum til- vikum óskýrt. Þannig er það talið orka tvímælis að stjórn REI hafi getað tekið afdrifaríkar ákvarðanir án þess að leita samþykkis stjórnar OR. Eigendafundurinn er svo kafli út af fyrir sig, og í tveimur álitsgerðum sem stýrihópurinn óskaði eftir er t.a.m. komist að mismunandi niður- stöðu hvað varðar lögmæti hans, þótt ekki sé þrætt fyrir að til fund- arins hafi verið boðað á ólögmætan hátt. Einnig eru skiptar skoðanir á því hvort Vilhjálmur Þ. Vilhjálms- son, þáverandi borgarstjóri, hafi haft umboð til að taka ákvarðanir á fundinum. Á þessu stigi er alls óvíst hvort einhver þarf að axla ábyrgð vegna málsins og t.a.m. sagðist Ólafur F. Magnússon borgarstjóri aðspurður ekki taka ákvörðun um það sjálfur, en tók fram að það sem gerast muni á næstunni verði í samræmi við það sem kemur fram í skýrslunni. Spurð- ur að nýju hvort það þýddi að ein- hver myndi axla ábyrgð sagði Ólaf- ur: „Ég efast ekki um að einhver muni gera það.“ Hann fékkst ekki til að skýra orð sín frekar.  REI og GGE | 2, 8, 9, og miðopna Fóru leynt með samninga  Skiptar skoðanir eru á því hvort þáverandi borgarstjóri hafði umboð til að taka ákvarðanir um sam- einingu REI og GGE  Fara þarf yfir verkferla í borgarkerfinu og endurskoða lagaumhverfi OR Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Hjörleifur B. Kvaran Guðmundur Þóroddsson Haukur Leósson Í HNOTSKURN »Stýrihópurinn komst aðþeirri niðurstöðu, að samn- ingaferlið um sameiningu REI og GGE hefði ekki verið í samræmi við reglur um vandaða stjórn- sýslu. »Þó var ekki leitað að söku-dólgum en frekar settar fram átta hugmyndir eða tillögur um hvernig hægt væri að læra af málinu. »Til að mynda að lýðræðislegtumboð sé skýrt þegar um meiri háttar ákvarðanir er að ræða í borgarmálum. »Að mati stýrihópsins er um-ræðan um REI-málið ákall um breyttar áherslur og vinnu- brögð hjá fyrirtækjum í opin- berri eigu. ÓFÆRT var víða um land í gær vegna fannfergis. Þjóð- vegum var lokað, bílar festust og snjóflóð féllu á vegi. Ekki er útlit fyrir betra veður í bráð en Veðurstofa Ís- lands spáir vonskuveðri á landinu í dag og á morgun. Líklega þurfa hrossin sem stóðu í höm í Hvalfirðinum í gær að halda því áfram í dag.| 6 Árvakur/RAX Snjóþungt víðast hvar á landinu Eftir Pétur Blöndal pebl@mbl.is ENN gætu hausar átt eftir að fjúka í REI-málinu. Augu flestra beinast að yfirstjórn Orkuveitu Reykjavík- ur, en einnig er horft til Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar. Enn er því hiti í málinu sem þegar hefur sprengt einn meirihluta. Það var „þrusuerf- itt“ að ná þessu saman og borg- arfulltrúar í stýrihópnum „fóru í gegnum allan tilfinningaskalann“. Það var því ekki skrýtið að borg- arfulltrúar í öllum flokkum fögnuðu því að sameiginleg niðurstaða hefði náðst. Og vissulega var það áfangi út af fyrir sig þegar litið er til þess hversu ólíka aðkomu þeir höfðu að málinu. „Það er þroskamerki í póli- tík, eftir að hafa staðið í átökum í langan tíma, að ýta væringum til hliðar og klára málið. Það er ekki búið að vera auðvelt! En við þurft- um að sýna að þetta væri ekki víg- völlur“. Hamagang- ur á Hóli  Stendur Vilhjálmur af sér | 2

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.