Morgunblaðið - 08.02.2008, Side 12

Morgunblaðið - 08.02.2008, Side 12
12 FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Volkswagen – kolefnisjafnaður útblástur Passat 4x4 F í t o n / S Í A Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is ÚTGERÐARFÉLAGIÐ Miðvík ehf á Tálknafirði fékk nú á dög- unum afhentan nýjan, yfirbyggðan bát frá Bátasmiðjunni Trefjum í Hafnarfirði. Þetta er fyrsta ný- smíði í smábátakerfinu sem af- greidd er til Vestfjarða með línu- beitningarvél. Annar línubeitningarbátur í litla kerfinu var keyptur til Bolungarvíkur frá Húsavík síðastliðið haust. Að útgerðinni stendur Guðjón Indriðason. Skipstjóri á bátnum er Þór Magnússon. Meiri hreyfanleiki „Það er mikill kostur að vera laus við landbeitinguna og á svona bátum er meiri hreyfanleiki. Þorskurinn hefur sporð og notar hann yfirleitt, en á því virðast þeir ekki átta sig hjá Hafrannsókna- stofnuninni,“ segir Guðjón. Hann segir að með útgerð báts með beitningarvél sé útgerðin ekki bundin löndun í heimahöfn eins og í línuívilnuninni. Þannig sé hægt að sækja sjóinn frá Skagaströnd eða Siglufirði yfir sumarið og á haustin og veturna sé hægt að vera við Snæfellsnesið, sunnan við það eða norðan eftir veðri. Afla stöðugra hráefnis fyrir vinnsluna „Það er verið að hugsa um að fá stöðugra hráefni til vinnslunnar hjá okkur í Þórsbergi. Við gerum einnig út einn stóran línubeitning- arbát, sem heitir Kópur. Við tók- um svo á leigu þetta fiskveiðiár tvo smábáta héðan. Eigendur þeirra Varnarbarátta í krappri stöðu Fyrsti nýsmíðaði línubeitningarbát- urinn í litla kerfinu til Vestfjarða ÚR VERINU Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is Í LOK apríl mun nefnd á vegum heilbrigð- isráðherra, undir forystu Guðjóns Magnús- sonar, skila tillögum um framtíðarfyrir- komulag á rekstri heilsugæslustöðva höfuðborgarsvæðisins. Nefndin kemur sam- an í fyrsta sinn næsta þriðjudag, að sögn Hönnu Katrínar Friðriksson, aðstoðarmanns ráðherra. Sagt var frá því í Morgunblaðinu í gær að skv. skýrsludrögum frá því í október væri hægt að spara hundruð milljóna á ári og auka afköst heimilislækna með breytingu á greiðslum ríkisins til heilsugæslustöðva og tengja þær afköstum að hluta. Byggjast skýrsludrögin á samanburði við einkarekna stöð í Salahverfi í Kópavogi. Mikil upplýsingasöfnun hefur farið fram síð- an í október, að sögn Hönnu Katrínar, og drög- in í raun aðeins hluti af þeim upplýsingum sem nú liggja fyrir. Drögin voru send hlutaðeigandi stofnunum og hagsmunaaðilum til umsagnar. Þó segir hún meginforsendur skýrslunnar ekki hafa breyst síðan í október. Upplýsingaöflunin sé gerð í góðri samvinnu við þá sem starfa á heilsugæslustöðvum og markmiðið sé að tryggja gott starfsumhverfi þeirra sem þar starfa, og að þar verði áfram veitt þjónusta í hæsta gæðaflokki. Engin stefna hafi verið mót- uð um hugsanlegar breytingar á rekstri heilsu- gæslustöðva. Guðmundur Einarsson, forstjóri Heilsu- gæslunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir skýrsludrögin ekki nógu nákvæman saman- burð á rekstri heilsugæslustöðva. Heilsugæsl- an er ein þeirra sem skilað hafa athugasemd- um til ráðuneytisins. Aldur íbúanna skiptir máli „Í fyrsta lagi er ekki verið að bera saman sambærilega hluti að öllu leyti,“ segir Guð- mundur, sem segir heilsugæsluna í Salahverfi ágæta og búa yfir mjög hæfu starfsfólki. „Stöð- in í Salahverfi sinnir svæði þar sem meðalaldur íbúa er mjög lágur. Þar er mikið af börnum og ungu fólki, sem yfirleitt kemur með styttri og færri erindi í hvert sinn sem það fer til heim- ilislæknis. Eftir því sem fólk eldist og meira er af útlendingum í hverfum verða mál gjarnan flóknari og taka lengri tíma. Eldra fólk hefur mörg erindi í hvert skipti og margir útlend- ingar þurfa túlk. Þetta minnkar afköst lækna hvað fjölda komutíma varðar,“ segir Guð- mundur. Hann telur útkomuna verða aðra ef afköstin séu skoðuð út frá þeim fjölda úrlausna sem fólk fær á heilsufarslegum vandamálum sínum, í stað fjölda komutíma. Kennslustörf taka sinn tíma Einnig nefnir Guðmundur að ekki sé nægi- legt tillit tekið til þeirra kennslustarfa sem heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins sinnir í samstarfi við Háskóla Íslands. Þar er hjúkr- unar- og læknanemum, kandídötum og heim- ilislæknum í sérnámi kennt. Þessi kennsla taki mikinn tíma. „Á því ári sem var notað til sam- anburðar í skýrslunni, þ.e. 2006, var engin slík kennsla á stöðinni í Salahverfi,“ segir Guð- mundur. Hann kveðst ekki gera athugasemdir við að önnur rekstrarform séu mögulega skoð- uð fyrir heilsugæsluna. Niðurstaða um heilsugæsluna í apríl

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.