Morgunblaðið - 08.02.2008, Síða 13

Morgunblaðið - 08.02.2008, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2008 13 VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF HEKLA Laugavegi 172-174 · sími 590 5000 · www.hekla.is · hekla@hekla.is Umboðsmenn HEKLU um land allt: Akureyri · Akranesi · Ísafirði · Reyðarfirði · Reykjanesbæ · Selfossi FÁANLEGUR MEÐ TDI® DÍSELVÉLINNI EINSTAKUR 4X4 DRIF- BÚNAÐUR Passat Variant 4MOTION® kostar aðeins frá 3.475.000 kr. Eða 39.900 kr. á mánuði miðað við gengistryggðan bílasamning til 84 mánaða og 20% útborgun. Árleg hlutfallstala kostnaðar er 6,19%. Passat Variant sameinar kraft, þægindi og magnaða akstursupplifun. DÚXAÐI Á EURO NCAP PRÓFINU 5 SINNUM GULLNA STÝRIÐ SVEIGJAN- LEGIR SÖLUMENN KOLEFNIS- JAFNAÐUR Í EITT ÁR EYÐIR AÐEINS FRÁ 6,7 l/100 KM Í fjórhjóladrifinni útfærslu færir Passat Variant þér kraftinn sem gerir allan akstur skemmtilegri og gerir gæfumuninn í erfiðri færð. Innra rýmið í Passat er í algjörum sérflokki, vel búið farþegarýmið setur ný viðmið fyrir þig og þína. Komdu og láttu lúxusinn drífa þig áfram. Fjarlægðarsk ynjarar að fr aman og aftan, 16" álf elgur, hiti í sæ tum, dökkar afturrúður, kr ómbogar á þ aki, leður á stýri og gírs tangarhnúð. Aukahlutapa kki fylgir Das Auto. ákváðu að hætta útgerð eftir kvótaskerðinguna, en þeir höfðu landað hjá okkur. Við áttum því þann kost að tapa hráefninu eða leigja bátana með heimildum. Við tókum síðari kostinn, en nú höfum við keypt annan bátinn með heim- ildum. Við setjum þann bát upp í hinn nýja og færum aflaheimild- irnar yfir á hann. Hinn leigjum við áfram út fiskveiðiárið. Það kemur svo í ljós hvað verður þá. Þetta er svona varnarbarátta í krappri stöðu. Þetta snýst um vörnina nú. Fólkinu fækkar og þeim sem eru eitthvað að gera og það þarf að bregðast við því,“ seg- ir Guðjón Indriðason Indriði Kristins BA Nýi báturinn hefur hlotið nafnið Indriði Kristins BA 751. Báturinn er 15 brúttótonn og er í krókaafla- markskerfinu. Aðalvél bátsins er af gerðinni Doosan L126 400 hestöfl, 2100 snúningar, tengd ZF gír. Ljósavél er af gerðinni Kohler. Í bátnum er ískrapavél frá Kælingu. Báturinn er útbúinn siglinga- tækjum af gerðinni Furuno frá Brimrún. Báturinn er einnig útbú- inn hliðarskrúfu sem tengd er sjálfstýringu hans. Öryggisbúnað- ur bátsins kemur frá Viking. Útbúinn til veiða með línubeitningarkerfi Báturinn er útbúinn til línu- veiða. Línubeitningarkerfi af gerð- inni Mustad er á millidekki fyrir 17.000 króka. Línuspil og færaspil er frá Beiti. Rými er fyrir 12 660 lítra kör í lest. Í bátnum er inn- angeng upphituð stakkageymsla. Borðsalur er í brúnni auk stóla fyrir skipstjóra og háseta. Svefn- pláss er fyrir fjóra í lúkar auk eld- unaraðstöðu með eldavél, ör- bylgjuofni og ísskáp. MIKLAR hafnarframkvæmdir verða í Snæfellsbæ á þessu ári. Björn Arnaldsson hafnarstjóri seg- ir í samtali við Morgunblaðið að framkvæmt verði fyrir 232 miljónir á þessu ári. Fyrirtækið Ísar ehf er nú að reka niður stálbita við Norð- urtanga en þar er um að ræða leng- ingu upp á 25 metra. Þegar er búið að reka niður 82 metra stálþil á austurbryggju í Rifi. Björn segir að stærstu fram- kvæmdinar verði á Rifi. „Um er að ræða lagningu norðurgarðs út að Tösku, auk þess sem nýr sandfang- ari verður byggður en hann er byggður samkvæmt niðurstöðum úr tilraunalíkani af innsiglingunni til Rifshafnar.“ Björn segir ennfremur að byggð verði ný trébryggja við núverandi löndunarkrana við Norðurtanga. Verður sú bryggja byggð til þess að bæta löndunaraðstöðu smábáta. Morgunblaðið/Alfons Finnsson Framkvæmdir Unnið við að reka niður stálþil í Ólafsvíkurhöfn Unnið við höfnina ÖSSUR hf. hlaut í gær Þekkingar- verðlaun Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga, FVH, sem afhent voru í tilefni Íslenska þekkingar- dagsins 2008. Auk Össurar voru fyr- irtækin Norðurál og Kaffitár tilefnd til verðlaunanna, sem afhent voru af Jóni Þór Sturlusyni, aðstoðarmanni viðskiptaráðherra, í fjarveru Björg- vins Sigurðssonar, sem var veður- tepptur. Þá var Karl Wernersson, eigandi Milestone, valinn viðskiptafræð- ingur ársins af sérstakri dómnefnd FVH, en um árlegar viðurkenningar er að ræða. Þema verðlaunanna að þessu sinni var drifkraftur árangurs. Í niðurstöðu dómnefndar segir m.a. að Össur hafi náð frábærum ár- angri í gegnum tíðina. Fyrirtækið hafi vaxið hratt síðustu árin og sam- einast eða sinnt uppkaupum á 13 fyrirtækjum frá árinu 2000. Frá 1999 hafi starfsmönnum fjölgað úr 120 í 1.600 manns í þremur heims- álfum. Um Karl Wernersson segir dómnefnd að hann hafi náð frábær- um árangri með fyrirtækin sín und- anfarin ár. Efnahagur þeirra nemi nú um 380 milljörðum króna. Karl Wernersson og Össur fá verðlaun Þekkingarverðlaun Á myndinni t.v. afhendir Jón Þór Sturluson, aðstoðarmaður ráðherra, Jóni Sigurðssyni, for- stjóra Össurar, verðlaun FVH og á þeirri t.h. fær Karl Wernersson, viðskiptafræðingur ársins, verðlaunin afhent. Árvakur/Frikki

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.