Morgunblaðið - 08.02.2008, Page 16

Morgunblaðið - 08.02.2008, Page 16
16 FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF                                                        !!"         !"#$ %& !"#$ '("#$ ) !"#$ *( (+ ("#$ ,#$(-(!#.*/0*  12 * ( !"#$ 3 !4( / "#$ ) + (0* "#$  *"#$ 56  - 7 89 :9#$+$"#$ ;-("#$ < "#$       =>"#$ *# 2"#$ * (2( ; * (25  * -5? ( ( */ !"#$ @ ;  12 * (2 !"#$ A" :("#$ ;//( /-(8&8( "#$ B( * &8( "#$      ! C  ;* -( - , ("#$ ,-!(8: "#$ "  # $ % &                                                                                        B(8(!( /(  (*+ 8D*  /E 3 !* $=FG$HHG $=II$>FG I>$=>$=H IG$IGF$ >H$H$= $F=$F =$F$=H =$=HI$>$=HG $>F$FI$G G$H$=GG H>$I$HG= H>$IF$GIF H$HGF$ G$F=$H $IG$= =I$$ F$ =$>>G$G 7 GH$ 7 $ $G$ 7 7 =$$ 7 7 GJH JI IJ HJ> FJ =JI I>J= GIJ IFJG HHJI J> IJFI J= HIJ JGF >J=F F=J J =J JG =J =J= I=JI 7 7 =J 7 7 GJH JG IJ HJH FJ =J I>J GI=J IFJF J JG IJH J=F HIJH JGH >J= F>J FJ J JF =J =J= I=J 7 7 =J HJ >J :&* ( %(8(!  I  > G G F = FG I = F IH = =    7 = 7  I 7 7  7 7 /  ( / %(8$% 8 G$I$IF G$I$IF G$I$IF G$I$IF G$I$IF G$I$IF G$I$IF G$I$IF G$I$IF G$I$IF G$I$IF G$I$IF G$I$IF G$I$IF G$I$IF G$I$IF G$I$IF G$I$IF $I$IF G$I$IF >$I$IF $I$IF G$I$IF >$I$IG II$F$IG G$I$IF I$$IF $$IF Eftir Halldóru Þórsdóttur halldorath@mbl.is SLÆMAR afkomutölur og væntur samdráttur breskra fyrirtækja ollu vonbrigðum í gær sem endurspegl- aðist í 2,6% lækkun FTSE 100-vísi- tölunnar í Lundúnum. Lyfjarisinn GlaxoSmithKline féll um 7,6% eftir hagnaðarviðvaranir og Alliance & Leicester lækkaði um 10% svo dæmi séu nefnd. Ekki var bjartara yfir breska seðlabankanum, þegar hann tilkynnti lækkun stýrivaxta úr 5,5% í 5,25%. Þetta er önnur lækkunin á síðustu þremur mánuðum, en henni er ætlað að koma til móts við vafann sem ríkt hefur á fjármálamörkuðum, mestu lækkun á fasteignaverði í ára- tug og erfiðleika vegna samdráttar á vexti í smásölu. Bankinn varaði við því að töluverður verðbólguþrýst- ingur væri enn til staðar, vaxtalækk- unin væri nauðsynleg til að reyna að mæta 2% verðbólgumarkmiði sínu. Gramir yfir óbreyttum vöxtum Evrópski seðlabankinn hélt sínum 4% stýrivöxtum, eins og búist hafði verið við. Stjórn bankans tilkynnti að hún teldi mikilvægara að halda verðbólgu í skefjum en að örva fjár- málamarkaði. Viðmælendur Fin- ancial Times innan bankageirans í Evrópu telja lækkun fullseint á ferð- inni, en líkur á lækkun við næstu fjórðungslok hafi þó aukist. Franska Cac- og þýska Dax-vísitalan lækk- uðu báðar. Fjárfestar vestanhafs virtust hafa fengið nóg af eilífum lækkunum og létu neikvæðar niðurstöður Wal- Mart, Cisco Systems og fleiri stór- fyrirtækja ekki á sig fá. Greining Thomson Financial benti þó á að tekjur tveggja af hverjum þremur smásölufyrirtækjum hefðu verið undir væntingum. Helstu vísitölurn- ar, Dow Jones, S&P og Nasdaq hækkuðu allar þrátt fyrir það. Atvinnuleysistölur drógust saman um 6% í síðustu viku frá vikunni áð- ur. Þá hafði atvinnuleysi í Bandaríkj- unum ekki mælst meira síðan í októ- ber 2005, en 2. febrúar síðastliðinn voru 356.000 skráðir atvinnulausir. Neikvæð afkoma vekur ólík viðbrögð Evrópumarkaðir lækka í kjölfar vaxtaákvarðana og uppgjöra Reuters Góð kaup Þrátt fyrir slæmar afkomutölur vestanhafs hafa lækkanir síð- astliðna þrjá daga líklega kitlað fjárfesta og frestað frekari lækkunum. Í HNOTSKURN »Gengi pundsins lækkaði um0,9% gagnvart Bandaríkjadal og 0,2% gagnvart evrunni í kjöl- far vaxtaákvörðunarinnar. Evr- an lækkaði að sama skapi um 0,8% gagnvart dollaranum. »FTSE 100-vísitalan hefurlækkað um 5% það sem af er vikunni og 11% á árinu. »Auk lyfjafyrirtækja vó 9,8%lækkun símafyrirtækisins BT þungt í lækkun FTSE, stóru bresku bankarnir lækkuðu á bilinu 2,1% til 3,6%. LÆKKUN fasteignaverðs, hækk- un skuldatryggingaálags á skulda- bréfum bankanna og almennur óróleiki á lausafjármörkuðum mun nú leggjast svo þungt á eina sveif með mjög háum stýrivöxtum Seðlabanka Íslands að raunveru- leg hætta er á brotlendingu hag- kerfisins. Kom þetta fram í máli Ásgeirs Jónssonar, forstöðumanns greiningardeildar Kaupþings, á blaðamannafundi þar sem efna- hagsspá greiningardeildarinnar var kynnt. Sagði Ásgeir að í öllu falli ætti núverandi staða að gefa Seðla- bankanum færi á því að fara að fordæmi erlendra seðlabanka og lækka vexti án þess að glata trú- verðugleika sínum eða virðingu á markaði. „Núverandi vaxtastefna Seðlabanka, eins og hún var kynnt í síðustu Peningamálum, er nær örugg leið að mjög harðri lendingu og hættulega nærri fjármálaóstöð- ugleika ef henni er haldið til streitu við núverandi aðstæður,“ segir Ásgeir. Einkaneysla dregst saman Greiningardeildin mælir með lengra og jafnara vaxtalækkunar- ferli en gert sé ráð fyrir af Seðla- bankanum og telur rétt að hefja ferlið í vor, jafnvel með lækkun í næstu viku. Lengri töf á lækkun vaxta myndi leiða til brattara og áhættusamara vaxtalækkunarferl- is, og gæti það skapað hættu á kollsteypu á gjaldeyrismarkaði sé vaxtamunur skyndilega keyrður niður eftir langa töf. Er í efnahagspánni gert ráð fyr- ir því að einkaneysla dragist sam- an um 5% á næstu árum, en hins vegar muni nýjar stóriðjufjárfest- ingar og framkvæmdir á vegum ríkisins mæta þessum slaka að ein- hverju leyti. Gerir greiningardeild- in ráð fyrir því að hagvöxtur á þessu ári verði rétt yfir 0% en aukist svo aftur á árunum 2009 og 2010. Hvað varðar gengi krónunnar er í spánni gert ráð fyrir því að það veikist í upphafi vaxtalækkunar- ferlis á öðrum og þriðja fjórðungi þessa árs, en hins vegar verði vaxtamunur við útlönd enn það mikill að krónan muni áfram hafa töluverðan stuðning. Þá er í spánni gert ráð fyrir lækkandi ávöxtunar- kröfu skuldabréfa á árinu. Áhersla á lækkun stýrivaxta MAT og meðhöndlun fjárfesta á Ex- ista og FL Group er svipað, þótt virði eigna þeirra sé ólíkt, ef marka má samstíga gengi félaganna síðustu sex mánuði. Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Landsbankans, segir félögin í eðli sínu lík, fjármögnunin sé misjöfn, en undirliggjandi eignir beggja rýrni við núverandi markaðsaðstæður. „Félögin eru bæði skuldsett og eðli þeirra er að hækka meira þegar markaðir eru góðir og öfugt. Bæði eiga mikið af skráðum eignum, meira en önnur félög í Kauphöllinni. Sveiflurnar geta því verið ýktari.“ Grétar Axelsson, hjá Greiningu Glitnis, segir að menn beri félögin þó nokkuð saman, bæði réttilega og ranglega. „Félögin eru jafn ólík og þau eru lík, enda skilgreinir annað sig sem fjármálaþjónustufyrirtæki, en hitt skilgreinir sig sem fjárfest- ingafyrirtæki. Hins vegar er margt líkt með eignasöfnum þeirra.“ Borin saman, enda eðlislík G H G H = IG #   $ $   %&  '$ () *              K/L  ! -+  M+  M% -+    -+   L H$ I$ IH$ G$ F$ IG$ F$ G$ I>$ >$ $ I>$ $ $ IF$ $ II$ =$ '(  ) *$ ● Í VIÐTALI við Jón Sigurðsson, sem birtist í Viðskiptablaði Morgunblaðs- ins í gær, féll orðið ekki út á einum mikilvægum stað. Setningin „Sam- starfið milli FME og Seðlabankans er mjög gott og ég sé að það myndi batna við formlega sameiningu þess- ara stofnana“ var því röng. Hún á þess í stað að hljóða: „Samstarfið milli FME og Seðlabankans er mjög gott og ég sé EKKI að það myndi batna við formlega sameiningu þess- ara stofnana.“ Beðist er velvirðingar á þessu. Leiðrétting: „Ekki“ vantaði í viðtali ● FÆREYSKA flugfélagið Atlantic Air- ways hefur samið um leigu á þremur vélum sínum til SAS, en þær á að nota í áætlunarflug frá Kaupmanna- höfn til London, Birmingham og Staf- angurs. Samningstíminn er frá mars nk. fram í maí 2009. Er þetta stærsti einstaki samningur sem Atlantic hef- ur gert til þessa en síðan í október hafa allt að tvær vélar verið í verk- efnum fyrir SAS, sem hefur lent í vanda á smærri flugleiðum eftir óhöpp og bilanir í Dash-vélum félags- ins. Er samningurinn sagður hafa mjög jákvæð áhrif á afkomu Atlantic Airways, sem skráð er í kauphöll- unum hér og í Kaupmannahöfn. SAS leigir þrjár vélar af Atlantic Airways ● FØROYA Sparikassi og Byr spari- sjóður eru nú á meðal stærstu hlut- hafa í Spron. Þetta kemur í ljós þegar listi yfir 20 stærstu hluthafa sjóðsins í lok janúar er borinn saman við samskonar lista frá áramótum. Sam- kvæmt nýrri listanum er Føroya Spari- kassi sjötti stærsti hluthafi Spron, með 3,45% hlut, en Byr er í 11. sæti á listanum með 1,26% hlut. Gengi Spron lækkaði um 26% en þar sem ekki kemur fram hvenær ofangreindir aðilar keyptu í sjóðnum er ekki hægt að segja til um hversu miklu þeir hafa tapað á fjárfestingunni. Meðal 20 stærstu hluthafa í Spron ● Í GÆR lækkaði Úrvalsvísitalan um 0,7%, í tæp 5.068 stig, en eina félagið sem hækkaði var Bakkavör, um 1,3%. 365 hf. tilkynnti 2,3 millj- arða tap og lækkaði um 6,8%. Mest viðskipti voru með bréf Kaupþings, fyrir 3,4 milljarða króna. Hlutabréfavelta nam 7,3 milljörðum króna en heildarvelta nam tæpum 25 milljörðum. Þá veiktist gengi krónunnar um 1,65%. Skuldatryggingarálag bankanna lækkaði í gær. Álag á bréfum Glitnis lækkaði mest, úr 465 punktum í 435 og Kaupþing fór úr 485,2 í 475. Álag Landsbankans er minnst sem fyrr, var 255 punktar en er nú 245. Bakkavör hækkaði ein TAP af rekstri fjölmiðlasamsteyp- unnar 365 hf. nam nærri 2,3 millj- örðum króna á árinu 2007. Árið áður nam tapið hins vegar 6,9 milljörðum og virðist sem endurskipulagning samstæðunnar sé að skila sér. Tæplega 2,1 milljarð tapsins má rekja til niðurfærslu á 19% eignar- hlut félagsins í Wyndeham Press Group í Bretlandi og er litið á félagið sem aflagða starfsemi. Með niður- færslunni vill félagið eyða óvissu og auka gagnsæi sitt. Alls nam tap af áframhaldandi starfsemi 365 hf. 188 milljónum króna og var það 85% minna tap en árið áður. Tekjur samsteypunnar námu 12,4 milljörðum á árinu og var það tæp- lega 12% aukning frá fyrra ári. Þar af námu tekjur fjölmiðlahlutans 8,2 milljónum og jukust um tæp 6%. Kostnaðarverð seldra vara og þjón- ustu dróst saman á sama tímabili og skilar þetta sér í 57% bata á fram- legð af sölunni milli ára, eða 4,5 millj- örðum króna. Samdráttur í öðrum tekjum og aukning annars rekstrarkostnaðar varð til þess að rekstrarhagnaður samstæðunnar dróst saman um þriðjung, og nam 592 milljónum. Fjármagnsgjöld voru 60% minni þetta árið, sem og hlutdeild í tapi. Efnahagsreikningur 365 hf. minnkaði um 22% á árinu vegna af- lagningar Wyndeham Press Group og sölu á Hands Holding en andvirði þess, 1,6 milljarðar, var notað til að greiða niður lán.        &  4  '  #1  5 #     5#   $ 2 )  6 *  7 , ,## 2 / &3   8    5 )* #       $ $% 4!4,, $% 5 "   6  $% !"# 3    & ,  9 * #  9 *     7,/( # #  #   $ "$" 7 $ $% $"% !4, $ $ ,, $%%  !  $ !$" HFI $ $ ,7 $  C   !! C GCJH G Minna tap hjá 365 hf. soffia@mbl.is Uppgjör 365 hf. ÞETTA HELST …

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.