Morgunblaðið - 08.02.2008, Síða 22

Morgunblaðið - 08.02.2008, Síða 22
22 FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Kópavogur | Framkvæmdir á og við Nýbýlaveg í Kópavogi eru vel á veg komnar og eru verklok áætluð í sumar. Kópavogsbær hefur séð um framkvæmdir í tengslum við teng- ingu við Skeljabrekku en þar sem Nýbýlavegur og Hafnarfjarð- arvegur (Kringlumýrarbraut) eru þjóðvegir hefur Vegagerðin haft framkvæmdir þar með höndum. Hlutur Kópavogsbæjar er langt kominn, en þar undir fellur m.a. gerð göngustíga og holræsa. Ístak hefur séð um framkvæmdirnar. Í verkinu felst að Nýbýlavegur er færður til og breikkaður á um 650 m löngum kafla milli Hafn- arfjarðarvegar og Birkigrundar, tvö hringtorg verða gerð á Nýbýla- vegi; við Auðbrekku og Skelja- brekku. Ný afrein kemur af Hafn- arfjarðarvegi inn á Nýbýlaveg og neðsti hluti Skeljabrekku verður færður til og endurgerður. Aðrein frá Nýbýlavegi að Hafnarfjarð- arvegi (Kringlumýrarbraut) verður færð til og endurgerð. Gerð verða þrenn ný undirgöng fyrir gangandi umferð; tvenn undir Nýbýlaveg og ein undir aðrein að Hafnarfjarð- arvegi og þau verða tengd við að- liggjandi stígakerfi. Samkvæmt áætlun á verkinu að vera lokið 15. júlí 2008. Breytingar einnig vegna Lundarhverfis „Þetta [Nýbýlavegur] verður fjögurra akreina vegur og þarna verða tvö hringtorg,“ segir Hafliði Richard Jónsson hjá Vegagerðinni. „Mesta búbótin, fyrir utan gott umferðarflæði, er að Hafnarfjarð- arvegur tengist Nýbýlavegi sunn- an frá, þannig að hægt verður að keyra beint inn á Nýbýlaveg frá Hafnarfjarðarvegi, sem ekki er hægt í dag,“ segir Hafliði. Hann segir hringtorgin munu verða þar sem nú eru umferðarljós rétt neð- an brúarinnar og annað aðeins austar. Ástæðuna fyrir hringtorgi á þessum stað segir hann að umferð- arfræðilega séð sé það miklu betra. „Umferðin frá Hafnarfjarðarvegi mun líka tengjast þessu hring- torgi,“ segir Hafliði og bætir við að breytingarnar sem nú sé verið að gera séu líka til komnar vegna skipulags í Lundarhverfi. „Þar er verið að búa til tengingu og það er hitt hringtorgið, neðan Auðbrekku. Þau gatnamót hafa verið erfið en hringtorgið mun leysa þá erfiðleika og miklu betri tengingar verða við hverfið.“ Hafliði segir að í vetur hafi verið unnið utan vegar svo að umferðin yrði fyrir sem minnstri truflun. „Ég held að það hafi gengið mjög vel,“ segir hann, „og síðan þegar fer að vora fer umferðin smám saman inn á þessa nýju vegi svo hægt verði að fara í framkvæmd- irnar þar sem núverandi vegur er.“ Breytingum á Nýbýlavegi lýkur í sumar Árvakur/RAX Þröngt Á Nýbýlavegi hafa í vetur verið þrengingar. Framkvæmdir hafa fram að þessu verið utan vegar. Framfarir Breytingarnar og hringtorgin hafa hér verið teiknuð inn á loftmynd af Kópavogi. BÆJARRÁÐ Akureyrar lýsir yfir eindregnum stuðningi við áform um uppbyggingu álvers á Bakka við Húsavík, skv. bókun sem gerð var á fundi ráðsins í gærmorgun. Fjórir ráðsmenn samþykktu bókunina en fulltrúi VG sat hjá við afgreiðsluna. „Á undanförnum árum hefur al- varlegur samdráttur í fiskvinnslu og landbúnaði haft veruleg áhrif á af- komu fólks, atvinnuöryggi og búsetu á svæðinu. Á síðustu 10 árum hefur íbúum á svæðinu frá Húsavík til Raufarhafnar, sem nú heitir Norð- urþing, fækkað um 15%. Mest hefur fækkunin verið í aldurshópnum 40 ára og yngri, en í þeim aldursflokki hefur íbúum fækkað um 25%. Kjöl- festa í atvinnumálum er nauðsynleg til þess að snúa vörn í sókn og við- halda gróskumikilli byggð á Norð- austurlandi,“ segir í bókun bæj- arráðs. „Fyrirhugað álver á Bakka getur skapað þessa kjölfestu. Álver- ið mun skapa um 300 ný framtíð- arstörf og afleidd störf verða mun fleiri og áhrifa þeirra mun gæta langt út fyrir Norðurþing, ekki síst á Akureyri og Eyjafjarðarsvæðinu. Bæjarráð skorar því á stjórnvöld að beita sér fyrir því að af þessum framkvæmdum geti orðið sem fyrst.“ Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Álver? Séð yfir Bakka við Húsavík. Vilja álver á Bakka Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is GAMANLEIKURINN Fló á skinni verður frumsýndur hjá Leikfélagi Akureyrar í kvöld. Aðsókn að sýn- ingum félagsins hefur verið með ein- dæmum góð síðustu misseri og svo virðist sem ekki verði breyting þar á nú; strax er uppselt á fyrstu 24 sýn- ingar þessa kunna, 100 ára gamla franska farsa eftir George Feydeau. Fló á skinni er ekta formúlufarsi, segir Randver Þorláksson, einn leik- aranna í sýningunni, í samtali við Morgunblaðið. „Farsar eru eins og stærðfræðiformúla, þeir verða að ganga upp,“ segir Randver. Þessi farsi, eins og svo margir aðr- ir, fjallar um framhjáhald og mis- skilning af ýmsu tagi – menn drífa sig inn og út úr herbergjum, hurðum er skellt … Þetta eru kunnugleg at- riði. Þegar Fló á skinni var á fjöl- unum hjá Leikfélagi Reykjavíkur á sínum tíma gekk verkið árum sam- an, þá var leikið „á franska mátann“ eins og Randver orðar það, en nú eru það hins vegar akureyrskir brodd- borgarar sem eru í sviðsljósinu. Verkið hefur verið þýtt á nýjan leik af Gísla Rúnari Jónssyni, og hann hefur staðfært verkið, sem nú gerist í Eyjafirði. Telur Randver að mjög vel hafi tekist til. Vert er að geta þess að leikarinn gamalkunni, Árni Tryggvason, stíg- ur aftur á svið í þessari uppfærslu LA. Þeir Þráinn Karlsson skipta með sér hlutverki, Árni frumsýnir er Þráinn mætir fljótlega til leiks. Aðrir leikarar eru Guðjón Davíð Karlsson, Jóhannes Haukur Jóhannesson, Hallgrímur Ólafsson, Kristín Þóra Haraldsdóttir, Viktor Már Bjarna- son, Atli Þór Albertsson, Linda Ás- geirsdóttir, Margrét Helga Jóhanns- dóttir, Tinna Lind Gunnarsdóttir, Randver Þorláksson, Valdimar Örn Flygenring og Aðalsteinn Bergdal. María Sigurðardóttir leikstýrir verkinu, Snorri Freyr Hilmarsson gerir leikmynd og búninga og Björn Bergsteinn Guðmundsson sér um lýsingu. Gervahönnun er í höndum Sunnu Bjarkar Hreiðarsdóttur, Gunnar Sigurbjörnsson hannar hljóð og Sprengjuhöllin gerir tónlist- ina. „Farsar eru eins og stærðfræðiformúla“ Ljósmynd/Grímur Bjarnason Smá misskilningur! Guðjón Davíð Karlsson í Fló á skinni en farsinn snýst, eins og svo oft, um framhjáhald og misskilning af ýmsu tagi. Í HNOTSKURN »LA hefur gengið mjög velsíðustu ár. Fyrir fjórum ár- um, þegar Magnús Geir Þórð- arson var ráðinn leikhússtjóri, var staða eigin fjár neikvæð um 30 milljónir en í haust var hún já- kvæð um 55 milljónir króna. Staðan er þá sem sagt 85 milljón krónum betri en þá og er enn betri nú. BÆJARRÁÐ Akureyrar tekur heilshugar undir þingsályktunartil- lögu um staðsetningu björgunar- þyrlu Landhelgisgæslunnar á Ak- ureyri. „Með staðsetningu þyrlu á Akureyri er öryggi sjófarenda á hafsvæðinu fyrir norðan og austan land aukið til muna. Auk þess gegna þyrlur Landhelgisgæslunnar nú mikilvægu hlutverki við björgun á landi og þar getur fjarlægð frá slysstað ráðið úrslitum um það hvernig til tekst. Á Akureyri er góð reynsla af sjúkraflutningum og FSA er varasjúkrahús landsins. Það er því ljóst að hér er gott bak- land til að styðja við þessa starf- semi. Bæjarráð skorar því á alþing- ismenn að styðja þingsályktunartillöguna og ríkis- stjórnina að koma henni til fram- kvæmda,“ segir í bókun frá fundi bæjarráðs í gær. Fulltrúar allra flokka samþykktu bókunina. Þyrla verði á Akureyri AKUREYRI MÁLSTOFA með tveimur erindum verður á vegum viðskipta- og raun- vísindadeildar Háskólans á Ak- ureyri í dag. Sigþór Pétursson, pró- fessor í efnafræði við deildina, fjallar um penisillín og penisill- ínasa; um uppgötvun penisillíns og þróun þess sem lækningalyfs. Þá fjallar Arnheiður Eyþórsdóttir, að- júnkt við HA, um meistaraverkefni sitt í líftækni við skólann sem ber titilinn: Heitur reitur á hafsbotni – Lífefnaleit á hverastrýtusvæðinu í Eyjafirði. Málstofan hefst kl. 11.45 í stofu K202 á Sólborg. Penisillín og lífefnaleit ♦♦♦ Fló á skinni frumsýnd hjá LA mbl.is | Sjónvarp

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.