Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1946, Qupperneq 5

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1946, Qupperneq 5
Búrhvalur. en neðri skolturinn langtum mjórri og allmiklu styttri. Tennur hvals þessa standa 5—10 cm. upp úr tannholdinu. Heimkynni búrhvalsins eru öll hitabeltishöf og tempruð höf, allt norður fyrir 60. breiddargráðu. Sjaldgæfur er hann í kaldari sjó, en þó verður hans stundum vart við ísland. Búrhvalurinn er afar verðmætur. f höfði hans eru firnin öll af sérstaklega fínu os- bráðfeitu lýsi, sem verður snióhvítt og smjöri líkast þegar það storknar. Feiti þessi er svo mikil að úr hval af meðalstærð fást 30—40 föt af höfuðlýsi Er lýsi þetta verðmikið og hvalurinn því ákaflega eftirsóttur. Þá er stundum í búrhvalnum hið fræga ambur eða ambra. Það eru einkennilegar kúlur, sem verða til í innýflum hvalsins. Úr þeim eru unn- in dýrmæt ilmefni, og er hvalambur því selt dýr- um dómum. Hafa einstök stykki verið seld á 9000 kr. eða meira. Andarnef ja er fremur lítill hvalur, tíðast 7—8 m. á lengd, en gétur orðið 12 m. eða lengri. Höf- uðið er stórt og mjög einkennilegt, því að fremsti hluti þess er eins og fuglsnef. Litur hvals þessa er tíðast grásvartur. Heimkynni andarnefju er Norður-Atlantshafið. Hennar verður oft vart við fsland, og er algengt að hana reki, einkum við vestur- og norður- ströndina. Hún lifir mikið á smokkfiski og eltir hann stundum svo ákaft, að hún „strandar“. Andarnefjan hefur verið allmikið veidd. þótt ekki sé hún sérstaklega verðmikil. Að vísu gef- ur hún af sér nokkurt spik og kjöt, en sá galli er á, að lýsið er svo bráðfeitt, að það verður ekki notað til manneldis Hins vegar hefur það þótt ágætt til áburðar og smyrsla. f Konungs- skuggsjá er talað um þessa eiginleika Anda- nefjulýsis, og ekki gert minna úr en réttmætt er. „Eru þeir fiskar ekki mönnum ætir, því að smjör er rennur af þeim sjálfum, þá mega menn ekki melta með sér sjálfum og ekki annað kvik- indi er þess neytir, því að það rennur í gegn um hann og jafnvel í gegn um tréð, og þó mun illa halda, ef nokkra hríð stendur, að horn sé“ Lýs- ing Jóns lærða á andarnefjulýsinu er einnig skemmtileg: „Andai’nefja, andhvalur, hefur þá náttúru, að hennar feiti kann hvorki fugl né nokkur skepna sú varman anda í sér hefur að melta, því þess háttar feiti, og svo sem svín- hvals, gegnum gengur heilt manns hold að sönnu, en þó allra örast andarnefjufeiti. Og því girnast það læknar við smyrsl sín. Lýsi eður feiti þessara hvala kann aldrei þi’átt né þrágult að verða, hvað gamalt sem verða kann“. Hvalveiðar til forna. Tvímælalaust er það, að Norðmenn liafa stundað hvalveiðar um það leyti sem ísland byggðist, þótt ósennilegt sé að þær veiðar hafi verið stórfelldar. Hin frumstæðu veiðitæki hafa kornið í veg fyrir það. f Gulaþingslögum hinum fornu er langur bálkur um hvali. Einkum eru þar margvísleg ákvæði varðandi hvalreka, hvernig með skyldi fara, og hvaða réttindi og skyldur hvíldu á mönnum í því sambandi. En þar er einnig kafli nokkur um hvalveiðar, sem sýnir ótvírætt, að Norðmenn hafa tekið að veiða hval snemma á öldum. Ákvæði Gulaþingslaga hinna fornu um hvalveiðar er á þessa leið. „Maður skal veiða hval hvar sem hann má. Nú veiðir maður hval og særist hann á djúpi, þá á hann hval hvort sem hann er minni eða meiri. Nú skýtur maður hval og hæfii’, og rennui’ á land upp, þá á sá hálfan er veiðir, en hinn hálf- an, er land á“. Svipuð ákvæði, en þó nokkru fyllri, eru í Gulaþingslögum hinum yngri. Þar er svo að orði komizt: „Nú skal maður veiða hval hvar sem hann má, utan síldreka í síldfiski. En ef maður skýtur síldreka í síldfiski, og hnekkir svo guðs gjöf, hann er sékur átta ærtogum, (ærtog er 1/3 eyr- is, bæði sem mynt og þyngdarmál) og þrettán mörkum silfurs við konung. Nú veiðir maður hval og særist hann á djúpi, þá á hann hval, hvort sem livalur er meiri eða niinni. Nú skýt- ur maður lival, og rennur hann eða rekur á land upp, þá á sá hálfan er veiðir, en hinn hálfan, er jörð á. Nú skýtur maður hval með mörkuðu skoti, og finna hann aðrir menn á djúpi, þá á sá hálfan er skaut, ef hann hefur vitni til skots síns, en hinir hálfan, er bjarga síðan“. Grágás, elzta lögbók íslendinga, hefur ýtar- leg og merkileg ákvæði um hvalveiðar. Þar segir: VI Kl N G U R 293
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.