Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1946, Blaðsíða 25

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1946, Blaðsíða 25
vöxtur í hvalveiðar Norðmanna. Allir byggðu á reynslu þeirri, sem Foyn hafði aflað, og settu upp hvalveiðistöðvar í Norður-Noregi. Voru stöðvar þessar orðnar 7 árið 1882, og hvalveiði- bátarnir samtals 15. Norskir hvalveiðimenn á fslandi. Þegar Foyn þótti farið að þrengjast um á mið- unum úti fyrir Norður-Noregi, hóf hann að svipast um eftir nýjum veiðisvæðum. Minntist hann þá fslands og hvalveiða þeirra, sem þaðan höfðu verið reknar. Að vísu var honum vel kunnugt um það, hvílíkt tap hafði orðið á þeim rekstri, en hann treysti því, að hinar nýju og hentugu byssur sínar og hraðskreiðir gufubát- arnir, gætu yfirunnið þá erfiðleika, sem orðið höfðu hinum fyrri hvalveiðamönnum við fsland að falli. Um líkt leyti og Foyn fékk augastað á íslandi, höfðu þrír menn aðrir rætt mjög um það sín á milli, að koma þar á fót hvalveiðum. Það voru Mons Larsen, útgerðarmaður í Haugasundi, og bræður tveir, P. Amlie í Haugasundi og Thomas Amlie í Kristianiu. Svend Foyn stofnaði nú nýtt hvalveiðifélag með þessum mönnum. Lagði hann sjálfur fram 8/5 hlutafjárins. Skyldi Thomas Amlie vera framkvæmdastjóri félagsins á íslandi, en P. Amlie annazt útvegi alla í Noregi. Svend Foyn fór sjálfur til íslands sumarið 1882. t.il að velja aðsetursstað fyrir útgerðina. Kaus liann til þess Álftafjörð við fsafjarðardjúp. Vorið 1883 hófust Norðmennirnir lianda á Langeyri við Álftafjörð. Svend Foyn lét flytja ýmsar vélar og tæki frá stöð sinni í Norður- Noregi, og koma þeim upp á Langeyri. Thomas Amlie stóð fyrir framkvæmdum. Ekki var not- aður nema einn hvalveiðabátur þetta sumar. Nefndist hann ísafold. Aflinn var fremur rýr. Segja sumir að hann hafi verið 8 hvalir, en blað- ið fsafold nefnir töluna 18. Þeir félagar mættu þegar ýmsum erfiðleikum af hálfu íslenzkra og danskra yfirvalda, sem litu það nokkru hornauga, ef aðkomumenn þess- ir tækju að raka saman fé hér við land. Urðu .VTnsar rekistefnur út af þessum málum. Þess var krafizt að Amlie gerðist danskur ríkisborg- ari. Jafnframt hófst á Alþingi allhörð sókn á hendur hinum nýju gestum. Tveir alþingismenn, Einar Ásmundsson, þingmaður Eyfirðinga og Ásgeir Einarsson, þingmaður Strandamanna, báru fram sumarið 1883 frumvarp um friðun hvala. Höfuðástæðuna töldu þeir þá, að „hvalir séu nauðsynlegir til að reka síld upp á grunn, þar sem hægt er að veiða hana með síldarnót- um“. Svend Foyn var skapstærri maður og ákaf- lyndari en svo, að hann vildi eiga í langvarandi stappi og argaþrasi við seinfær og silaleg yfir- völd. Leiddist honum þvarg þetta, og tók þá á- kvörðun þegar eftir fyrsta starfsár hvalveiði- stöðvarinnar á íslandi, að hætta þeim rekstri. Var hann jafnframt óánægður með staðinn Jæg- ar til kom, vildi flytja útgerðina til Austfjarða, en Amlie var mótfallinn því. Bauð Foyn honum þá að kaupa sinn hluta í fyrirtækinu. Mon;s Lar- sen vildi nú einnig losna, þar eð hann hafði sett allt sitt traust á Foyn og fjármálavit hans. Thomas Amlie var hér með komirn í slæma klípu. Hann var kennari að menntun og stundaði þann starfa framan af æfi.Nokkurundanfarin ár hafði hann fengizt við verzlun og útgerð, en var með öllu óvanur hvalveiðum. Hann hai ði bó slíka trú á fyrirtæki þessu, að honum datt exki eitt Thomas Amlie. andartak í hug að hætta við nýhafið verk Varði hann fjármunum sínum öllum til kaupa á hval- veiðistöðinni á Langeyri og gerðist nú aðaleig- andi hennar. Fluttist hann búferlum til íslands og stjórnaði hvalveiðistöð sinni af mikilli elju. Hafði hann einn gufubát til veiðanna, ísafold sem fyrr var nefnd. Þegar að loknu fyrsta starfsárinu tók hval- veiðin við ísland að ganga betur. Mikill hvalur var í nágrenni stöðvarinnar, jafnvel inni á sjálfu ísafjarðardjúpi. Veiddi Amlie 20—25 hvali á ári sumurin 1884—1886. Var það nægi- legt til að standa undir rekstrinum, og gaf jafn- vel nokkurn arð. Árið 1886 lét Amlie smíða nýjan hvalabát, er hann skírði „Reykjavík“. Hafði hann því tvo báta við veiðarnar árið 1887 og næstu árin. Afl- inn var sem hér segir: 1887 38 hvalir 1888 82 — 1889 65 — 1890 57 — 1891 49 — V I K I N □ U R 313
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.