Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1946, Page 29

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1946, Page 29
Langt mál mætti skrifa um hvalveiðar Norð- manna við ísland. Hér er þess ekki kostur. Verð- ur því í blaðagrein þessari að fara fljótt yfir sögu og sleppa mörgu. Árið 1902 náði aflinn hámarki. Það ár voru hér 30 hvalveiðibátar. Veiddu þeir samtals 1305 hvali. Lýsismagnið var 40 þús tunnur. Útflutningstollur var 1 kr. á lýsisfatið, og þótt það væri ekki hár tollur, hafði landssjóður dágóðar tekjur af þessum veiðum. Annars er það órannsakað mál, hversu miklar tekjur land- ið og landsmenn hafa haft af hvalveiðunum. Veiðin fyrra árið var því að meðaltali aðeins 864 föt lýsis á skip, en 1370 föt síðara ái'ið. Athyglisvert er það í þessu sambandi, að veiðin hjá þeim tveimur stöðvum, sem halda tryggð við Vestfirðina, „Heklu“ og Tálkna“, er miklu minni en Austfjarðastöðvanna. Austfjai’ða- stöðvarnar hafa meðalveiðina 1580 föt lýsis á bát, en Vestfjarðastöðvamar einungis um 900 föt lýsis. Þegar fram kom um 1910 fór hvalaþurrðin umhverfis ísland að gera æ meira vart við sig. Hvalabátarnir fóru nú langar leiðir eftir aflan- Hvalveiðistöö Ellefsens á Mjóafirði. Árin 1903 og 1904 kemur þegar nokkur aft- urkippur í hvalveiðarnar. Nú fara líka fyrstu hvalveiðistöðvarnar að hverfa frá íslandi, ein til Hjaltlands og önnur til Hebrideseyja. Sérstak- lega ber á því, að veiðin er orðin nokkuð mis- jöfn. Það eru áraskipti að henni. Sem dæmi skulu tekin árin 1906, sem var mjög lélegt, og 1907, gott veiðiár. Þegar hér var komið sögu, voru ekki nema sex hvalveiðifélög eftir á íslandi. Hvalveiðisföðvar Fjöldi veiði- báfa Hvalir samtals Lýsisföt 1 9 0 6: Ellefsen 7 210 7000 „Victor" 4 130 4000 Bull 3 61 ca. 2000 Evensen 3 63 ca. 2000 „Hekla“ 4 104 3800 „Tálkni" 4 82 2800 19 0 7 Ellefsen 7 268 10900 „Victor“ 4 184 8000 Bull 3 94 3600 Evensen 3 113 4500 „Ilekla" 4 94 4000 „Tálkni“ , 4 90 3250 um, allt norður til Jan Mayen og norður að rek- ís, en á hinn bóginn suður til Færeyja. Nú var búrhvalurinn ekki óverulegur hluti aflans. Einkum bar mikið á honum í veiðinni 1909. Árið 1910 var hvalveiðiflotinn stærri en nokkru sinni áður eða síðar, samtals 32 skip. Þrátt fyrir það hrakaði veiðinni stórum frá ár- inu áður. Hvalurinn var að ganga til þurrðar. Með hverju ári sem leið, minnkaði nú veiðin, svo að þar kom, að hvalveiðastöðvarnar voru rekn- ar með tapi. Veiðarnar hlutu að leggjast niður. Afli hinna einstöku stöðva var sem hér segir árið 1910: Hvalvoiðistöðvar Fjöldi veiði- báta Hvalir samtals Lýsisföt Ellefsen 9 170 6300 „Victor" 5 137 4500 Bull 5 91 3500 Evensen 3 47 1800 „Hekla“ 5 114 3900 „Tálkni“ 5 90 2600 Meðalafli á skip var því þetta ár 706 föt lýsis. Árið 1911 voru veiðiskipin ekki nema 22, VÍ K I N G U R 317

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.