Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1946, Side 58
til að ferðast með því góða skipi, og varð eigi
fyrir vonbrigðum, enda var ég þar, sem annars-
staðar á ferð minni, borinn á höndum góðvildar
og umhyggjusemi landa minna.
Ásgeir Sigurðsson skipstjóri var í sumarfríi
sínu, og hafði Grímur Þorkelsson stýrimaður
því skipstjórnina með höndum á þessari ferð.
Nuturn við ferðafélagar hinnar mestu vinsemd-
ar og kurteisi af hendi hans og hinnar ágætu
frúar hans, sem var með í förinni að þessu sinni.
Margt var farþega, og endurnýjaði ég þar kynni
við ýmsa gamla vini og kunningja og eignaðist
aðra nýja, en frjálslegt og fjörugt er löngum í
strandferðunum heima á fslandi, og revndist
mér það svo nú eins og áður.
Förin suður gekk greiðlega, því að viðkomu-
staðir voru fáir, en ég notaði mér góðvild Gríms
stýrimanns og var oft uppi í brúnni hjá honum
til þess að geta notið sem bezt útsýnis inn til
fjarða og fjalla, og greiddi hann fljótt og vel
úr mínum mörgu spurningum. Horfði ég löng-
um augum yfir til Hrafnseyrar, þá er við fórum
um þær slóðir, og harmaði ég það, að geta eigi
þangað komið, því að yfir þessum söguríka fæð-
ingarstað Jóns Sigurðssonar forseta hvílir mikil
helgi í hugum Vestur-íslendinga eigi síður .en
landa þeirra heima fyrir, enda hafa þeir reist
honum virðulegan minnisvarða í hinni vestrænu
Reykjavík, Winnipeg-borg, en ég reyndi að bæta
fyrir það, að ég gat eigi til Rafnseyrar komið,
með því að flytja ræðu fyrir minni Jóns forseta
á ísafirði, og fléttaði ég inn í hana, svo sem eins
og kveðju frá íslendingum vestan hafs, meðal
annars þetta hreimmikla og fagra erindi úr
kvæði Stephans G. Stephanssonar um vora
miklu frelsishetju:
IJonum juku þrautir þrek,
þrekið, sem að aldrei vék.
Ilans það var að voga bratt,
vita rétt og kenna satt.
Miklar Jón vorn Sigurðsson
sérhver fullnægð þjóðarvon.
Hann, svo stakur, sterkur, hár,
stækkar við hver hundrað ár.
Á þessari leið til Reykjavíkur hafði ég einnig
hugsað mér gott til glóðarinnar að njóta tiginn-
ar svipfegurðar Snæfellsjökuls úr nálægð, er þar
væri fram hjá farið, en hann hafði áður orðið
mér hugstæður. Á skólaárum mínum í Reykjavík
hafði ég lært að dá tíguleik hans og fegurð úr
fjarska, eigi sízt, „er sólin við Jökulinn rann“.
En sérstaklega var hann nú orðinn mér hjarta-
kær, fyi’ir þá sök, að sóluroðinn jökulhjámur
hans heilsaði mér fyrst hinna frónsku fjalla,
þegar ég kom svífandi með flugvélinni vestan
loftin blá heim til ættjarðarinnar, og var hann
mér þá, sem þar byði mig velkominn heim ,,ís-
lands hvíta móðurhönd". En að þessu sinni, á
suðurleið minni, hafði hann sveipazt þykkum
þokukufli, og voru mér það nokkur vonbi’igði.
Eigi að síður heldur hann, af fyrrgreindum á-
stæðum, áfram að ljóma í minningu minni sem
„íslands hvíta móðurhönd", táknmynd þeirrar
mjúku og hlýju móðurhandar ættjarðarinnar,
og ástúðar þjóðar minnar, sem umvafði mig á
allri ferð minni, hvort heldur var á sjó eða landi.
Allbjart var veður, þá er til Reykjavíkur kom,
og innsigling þangað fögur og tilkomumikil að
vanda. Fór það eigi fram hjá mér, hversu hátt
hinn nýi Sjómannaskóli gnæfir við himin ofar
borginni, þá er siglt. er þar til hafnar, og þótti
mér ágætlega fara á því, jafn mikilvægan þátt
og sjómannastéttin á í atvinnulífi þjóðarinnar.
Verður þar um hina þörfustu og ágætustu
menntastofnun að ræða.
Þá er að landi kom, var fjöldi fólks á hafnar-
bakkanum, eins og títt er, þá er skip koma og
þykir mér það fallegur siður og vingjarnlegur.
f hópnum tók ég fljótt eftir Ásgeiri Sigurðssyni
skipstjóra, er var þar kominn til að bjóða skip
sitt velkomið í höfn. Sá ég, að hann renndi hýr-
um ástaraugum til „Esjunnar“ sinnar, og skildi
ég það augnaráð vel, því líkt og nærfærnum
hestamanni þykir vænt um hestinn sinn, eins
ann skipstjórinn skipi sínu og formaðurinn bát
sínum. Man ég það enn, hversu vænt mér þótti
um hana „Gæfu“ mína, og var hún þó ekki nema
tveggja manna far („skekta" eins og við kölluð-
um það á Austfjörðum), en hún hafði margan
drjúgan feng borið að landi og fleytt okkur,
bátsverjum hennar, yfir marga bratta báru, því
að stundum kom það fyrir, að Krossanesröst eða
Álarnir milli Seleyjar og lands ýfðust í skapi,
og urðu „ygld og grett á brá“.
Er þá ógetið einnar sjóferðar minnar í ís-
landsförinni. Með flóabátnum „Víði“ fór ég,
nokkru á undan Vestfjarðarför minni, til Akra-
ness, í gistivináttu Haraldar Böðvarssonar, hins
kunna og mikla athafnamanns, og var Sturlaug-
ur sonur hans með í förinni. Veður var mjög
fagurt, og naut ég því til fulls hins fjölbreýtta
og tilkomumikla útsýnis, sem hlær við augum á
þeirri leið á góðviðrisdegi. Um viðtökurnar á
Akranesi og í Borgarfirði þarf eigi að fjölyrða;
þær voru, sem annarsstaðar, svipmerktar fá-
gætri gestrisni og vinhlýju. Hafði ég því að öllu
leyti hina mestu ánægju af þessari ferð minni.
En jafnframt sjófei’ðum með ströndum
fram, gerði ég mér nokkurt far um að kvnn-
ast með öðrum hætti kjörum íslenzkrar sjó-
mannastéttar, og fagnaði ég af heilum huga yfir
þeim framförum og umbótum, sem orðið hafa á
því sviði þjóðlifsins á síðari árum. Einkum var
mér allt það gleðiefni, sem gert hefir verið
346
V í K I N G U R