Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1946, Qupperneq 59

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1946, Qupperneq 59
til þess, um útbúnað skipa og báta, að tryggja öryggi sjómanna á hafi úti, því að nógu harðsótt er samt glíman við Ægi og hættuleg að sama skapi. Að lokum minnist ég eins hins ágætasta fulltrúa íslenzkrar sjómannastéttar og vinar míns, Ásgeirs Jónassonar skipstjóra, sem nú er nýlega látinn um aldur fram, og vinum hans mjög harmdauði. Hugði ég eigi, að þeir yrðu okkar síðustu samfundir, á þessu jarðlífssviði, er við hittumst í fyrra vestur í Winnipeg og endurnýjuðum forn kynni. Og um hvað haldið þið, að við höfum talað? Um sjómennsku og sjóferðir, að sjálfsögðu, en ekki um bókmenntir. Var Ásgeir skipstjóri, eins og kunnugt er. mik- ill bókmennta- og bókavinur og átti stórt og fjölskrúðugt bókasafn. Hannsameinaðiþað ágæt- lega að vera prýðilega að sér í sínum fræðum, öllu, sem að skipstjórn og sjómennsku laut, en átti sér jafnhliða miklu víðari sjónarhring og áhugaefni, kunni vel að meta bókmenntaauð þjóðar sinnar. Og ég veit, að þetta fer fjarri því að vera einsdæmi um íslenzka skipstjóra og sjómenn. T. d. var Grímur Þorkelsson nvlega í bréfi til mín að vitna til Stephans G. Stephans- sonar og skáldskapar hans. En því hefi ég á þetta minnst, að mér virðist hér vera um mikið grundvallaratriði að ræða í menningu og framtíð hinnar íslenzku þjóðar, sem sé það, að jafnframt því að íslenzk sjó- mannastétt heldur áfram að vera djörf og hraust og sem menntuðust á sínu vísu, þá haldi hún samtímis áfram að þekkja og meta þjóðleg og bókmenntaleg verðmæti þjóðar sinnar, sem eru hennar dýrmætasta eign og hafa skapað henni sérstöðu og virðingarsess meðal allra menningarþjóða. Ég trúi því, að íslenzk sjómannastétt beri gæfu til að eiga þá tvíþættu menntun framveg- is í ríkum mæli. Ég veit að hún muni leggja sinn ríka skerf til þess að verða sem drengilegast við þeim kvöðum, sem hið endurreista íslenzka lýðveldi leggur þjóðinni á herðar, svo að það afrek, sem þjóðin hefir með þeim hætti færst í fang, megi sem glæsilegast verða, en það er hin lieita ósk allra íslendinga, hvort sem þeir ala aldur sinn heima á ættjörðinni eða utan stranda liennar. Með það í huga hefi ég rifjað upp hughlýjar miningar mínar um góð kynni mín við íslenzka sjómenn og í þeim anda sendi ég þeim hugheil- ustu kveðjur mínar og blessunaróskir. Sigli þeir heilir til hafs, megi þeir verða sem fengsælastir, og komi þeir heilir af hafi! Kveð ég þá svo með orðum Davíðs skálds Stefánssonar frá Fagraskógi: Brenni þið vitar. Lýsið hverjum landa, sem leitar heim — og þráir höfn. S jómæUngabáturLnn. TÝR Á síðastliðnu sumri keypti Vitamálaskrifstofan bát af yfirstjórn breska flughersins hér, og lét breyta hon- um þannig', að hann hæfði sem bezt sjómælingum á fjörðum og flóum hér við land. Hlaut báturinn nafnið Týr og starfaði að mælingum, fyrst í Borgarfirði, en síðar ó Húnaflóa (Ströndum) mánuðina júlí—sept. í ár. Pór hann þá aftur til Reykjavíkur og var settur í vetrarlagi í Skerjarfirði. Reyndist báturinn prýðilega í alla staði við mælingarnar. Skipverjar voru 5 auk skipstjóra, sem var Pétur Sigurðsson. Báturinn er smíðaður árið 1944 af Rannlak Yacht Yard Ltd. i Bretlandi, og var mjög lítið notaður er hann var keyptur. Hann er allur byggður úr mahogny og með „diagmal“ (kross)-byggingarlagi. Lengdin er 18,30 m., breidd 4,27 m., og stærð brúttó 33,22 rúm- lestir. Aðalvél bátsins er 3 Perkins-dieselvélar, hver ca. 80 hestöfl, meðal snúningshraði 1800 snún. á mín Venjulegur hraði 10 sjóm. á klst. Auk þess er í bátn- um sérstök Ijósavél og allmiklir rafgeymar. j I bátnum eru vistarverur fyrir 6—7 manns. Fremst er svefnklefi (lúkar) fyrir 3—4 menn, þá eldhús með olíukyntri eldavél, er jafnframt hitar bátinn, og svo matsalur, en úr honum er svo gengið upp í stýris- húsið og þaðan út á þilfar. Úr matsal er ennfremur gengt í matargeymsluklefa og salerni. Vélarrúmið er bæði rúmt og vistlegt og liggur alveg miðskipa, beint fyrir aftan stýrishúsið. Er innangengt þar á milli. Ofan á þaki vélarrúmsins er svo fyrirkomið létt- byggðri brú með stóru kortaborði, til notkunnar við mælingar. Þar er ennfremur dýptarmælinum komið fyrir, en hann er af Hughe’s-gerð og því sjálfritandi. Fyrir aftan vélarúmið koma svo 3 herbergi. Er þar fremst herbergi skipstjóra, og er þar komið fyrir siglingatækjum skipsins, eins og kortum, bókum, sex- töntum, sjónaukum, talstöð o.fl. Aftar koma svo her- bergi fyrir stýrimann og vélstjóra. Eru herbergin öll hin vistlegustu. V I K I N G U R 347
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.