Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1946, Qupperneq 85

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1946, Qupperneq 85
sjálfur skipstjóri á skútunni og sigldi henni á sumrin út á rúmsjó, og hlóð þá oft skútuna af bezta fiski á fáum dögum, þegar aðrir urðu varla varir innfjarða“. 1 þeim annálum, sem eru í Landsbókasafninu og ég hefi kynnt mér, verður ekki séð, að nokkur íslendingur hafi gert út til fiskiveiða þilskip á undan séra Páli.. Ennfremur hefi ég talað um skútuútgerð séra Páls Björnssonar við dr. Pál Eggert Óiason, sem mun vera einhver sögufróðasti maður hér á landi og þaulkunn- ugur söfnunum hér syðra ,enda afkastað stórmiklu og þörfu verki í þarfir íslenzkra sagnvísinda. Hefir hann engar upplýsingar getað gefið mér, sem rengi eða kollvarpi umsögn Sighvatar Grímssonar um að séra Páll hafi verið fyrsti íslendingurinn, sem haldið hafi úti þilskipi til fiskiveða, heldur telur hann að Sighvatur hafi rétt fyrir sér í því máli. Séra Páll Björnsson prófastur í Selárdal verður því að teljast réttnefndur faðir jrilskipaútgerðarinnar á íslandi og skútan hans vísir hennar, þar sem hún var fyrsta þilskipið, sem gert var út til fiskiveiða af ís- lenzkum manni hér á landi. En jafnframt er þá Selár- dalur elzti þilskipaútgerðarstaður íslands og Króks- pollurinn elzta fiskijrilskipahöfn þess. Selárdalur er því réttnefndur fæðingarstaður þilskipaútgerðarinnar á íslandi. Frá því að þessi merki atburður, að séra Páll hóf skútuútgerð sína, skeði, eru nú liðin 296 ár. Að næstu fjórum árum liðnum' eða árið 1950 á því þilskipaút- gerðin á íslandi 300 ára afmæli. „Arnarfjörður fagra sveitin, fjöllum girt, sem átt þann reitinn, þar sem nafni hann var heitinn, hetjan prúð, sem landið ann“, kvað okkar mikla, andríka þjóðskáld Hannes Haf- stein, fyrsti ráðherra íslands, á aldarafmæli þjóðmær- ingsins Jóns Sigurðssonar forseta. Hvert mannsbarn á íslandi, sem komið er til vits og ára, veit að reitur sá, sem skáldið á hér við er á Hrafnseyri við Arnar- fjörð — fæðingarstað Jóns Sigurðssonar. En fjöllum girta fagra sveitin — Arnarfjörður — á líka annan frægan reit, en það er reiturinn, sem ís- lenzka þilskipaútgerðin fæddist á, nú fyrir 296 árum, og þessi reitur er í Selárdal, prestssetrinu fornfræga, hinumegin fjarðarins, þar sem vinir og ættingjar bezta og drenglyndasta höfðingja Sturlungaaldarinnar bjuggu. Nú búa á þessum fornfrægu arnfirzku höfuð- bólum frændur og vinir, eins og var á Sturlungaöld. Árið 1650, sem er fæðingarár íslenzku þilskipaút- gerðarinnar, verður að teljast meðal merkisára í sögu íslenzku þjóðarinnar, þegar sá aðalatvinnuvegur henn- ar fór inn á nýjar brautir, sem er og heldur áfram að vera með vaxandi vélamenningu, aðallífæð þjóðar- innar, færandi öllum framförum hennar lífsanda og þrótt. Nú vill svo vel til að mælt hefir verið að tilhlutun alþingis og ríkisstjórnar og eftir beiðni hreppsbúa í Dalahreppi, fyrir hafnarmannvirkjum og lendingar- bótum á þessum stað — þar sem vagga íslenzku þil- skipaútgerðarmnar stóð. Hefir alþingi leyft að ríkis- sjóður leggi fram fé til mannvirkis þessa, gegn jafn- miklu tillagi annarstaðar frá, og ennfremur að ríkið ábyrgðist lán, sem tekið væri í þessum tilgangi. En ekki hefir verið byrjað á framkvæmd þessa verks ennþá. Komist mannvirki þetta myndarlega í fram- kvæmd, verður það vafalaust til hinna mestu hags- bóta fyrir vélbátaútveginn við Arnarfjörð, og ef til vill víðar. Það væri mjög vel við eigandi að hafnarbótaverki þessu yrði lokið fyrir árið 1950, eða innan næstu fjögra ára. Það ár ætti svo vígsla þessa mannvirkis að fara fram á Sjómannadaginn. Það hefði að vísu verið æskilegast og bezt viðeigandi, að athöfn sú hefði farið fram sama dag sama mánaðar 1950, sem sr. Páll hélt skútu sinni í fyrsta sinn úr höfn í sína fyrstu veiði- för árið 1650. En þar sem enginn mun nú vita hvaða mánaðardag sá merki atburður skeði, þá finnst mér Sjómannadagurinn þetta ár sjáifvalinn vígsludagur mannvirkis þessa. Ætti að velja höfninni eða mann- virki þesu viðeigandi nafn, sem ótvírætt gæfi til kynna, að þar sé fæðingarstaður þilskipaútgerðarinnar á Is- landi, og að þar hafi vagga hennar staðið, þá fyrir 300 árum. Enda ég svo þessar hugleiðingar um hinn elzta forn- frægasta sögustað þessa lands á sviði þilskipaútvegs- ins á íslandi og fóður hans, prófastinn séra Pál Björns- son, sem var að dómi sagnfræðinga mesti tungumála- garpur, sem uppi hafði verið á íslandi, en var jafn- framt fyrsti fiskiskútuskipstjóri íslands, með þeirri ósk og von að dugmiklir og áhrifaríkir velunnarar sjávarútvegsins og þilskipaflotans islenzka leggi máli þessu lið, með því, að stuðla að því að verk þetta kom- ist í framkvæmd innan fjögra ára, sem að ofan grein- ir, svo að mannvirki þetta verði vígt með hátíðlegri viðhöfn á Sjómannadaginn ái'ið 1950 — 300 ára af- mæli fiskiþilskipaflotans íslenzka ■—, þilskipaútvegin- um til verðugs lofs og sjómannastéttinni íslenzku til ævarandi hróss og sóma. Einar Bogason frá Hringsdal. Jólakveðjur til sjómanna Á undanförnum jólum, þegar útvarpið hefur verið að senda jólakveðjur til sjómanna, hefur mér stundum dottið í hug hvort það væri að gera þetta fyrir sjó- mennina, eða aðeins til að krækja sér í aura fyrir þess- ar kveðjur. Ef jólakveðjurnar eiga að vera til gleði fyrir okkur sjómennina, er þar að mestu leyti skotið fram hjá markinu. Jólakveðjur til okkar, einum eða tveimur dögum fyrir jól, koma ekki að tiiætluðum notum. Störfum flestra okkar er svo háttað, að við getum ekki hvenær sem er hlustað á útvarpið. Hefur það því verið svo á undanförnum jólum, að flestir okkar hafa fengið jólakveðjurnar á skotspónum frá loftskeyta- mönnunum, og muna þeir oft ekki frá hverjum kveðj- urnar eru. Verða þær þess vegna ekki að hálfri gleði fyrir okkur. Ef útvarpið vill gleðja okkur sjómennina með útsendingu jólakveðja, ætti það að gera það á að- fangadagskvöld. Það kvöld reyna sjómenn að hlusta meira á útvarp en venja er til. Jólakveðjur til sjómanna eru ekki svo margar, að þæi' þyrftu að vera óviðkomandi útvarpshlustendum til mikilla leiðinda, þótt þær væru lesnar upp á aðfanga- dagskvöid. J. S. V í K I N □ U R 373
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.