Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1972, Blaðsíða 11

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1972, Blaðsíða 11
komandi árum, á sama tíma og heimsaflanum er spáð stöðnun og jafnvel hnignun. Þetta er þróun, sem snertir bæði saltfisk- og hraðfrystiiðnaðinn sameiginlega, og spurningin er, hvort þessum greinum fiskiðnaðarins tekst að notfæra sér þessa þróun til að auka vinnsluvirði afurðanna. Ef svo færi, gæti orðið um mikla fjármunamyndun í þessum báð- um greinum að ræða. Horfur á aukinni skreiðarfram- leiðslu eru almennt orðnar sára- litlar, þar sem markaður fyrir lé- lega skreið er nær enginn orðinn, og sæmilega gott verð hefur feng- ist fyrir 3. og 4. flokks saltfisk, og hefur því lélegri þorskurinn farið í saltfiskverkun. í ljósi þró- unar beztu markaða okkar, er lík- legt að þessi framleiðsla leggist að mestu leyti niður. I mjöl- og lýsisframleiðslu verða líklega litlar breytingar frá því, sem nú er. Hvort fiskmjöls- verksmiðjur finna sér nýtt hrá- efni til mjölvinnslu, eins og t. d. spærling og sandsíli, er erfitt að sjá fyrir í dag. Nýbyggingar verða sennilega sáralitlar eða engar. Aukin tækni með því markmiði að framleiða gæða- meira og um leið verðmeira fisk- mjöl til annarra nota, en þeirra hefðbundnu og núverandi, gerist með hverju árinu sem líður nauð- synlegri. Stórauknar tæknilegar endurbætur á geymslurými bræðslufisks eru og mjög nauð- synlegar. Útlitið hjá saltsíldariðnaðinum er ekki glæsilegt, verði allar síld- veiðar við Island bannaðar til sept. 1973, eins og fram hefur komið í tillögum frá Hafrann- sóknastofnuninni. Þetta bann gæti einnig haft mikil áhrif á niðurlagningarverksmiðjur, sem framleiða úr kryddsíld. Hvaða möguleika saltsíldar- framleiðendur eiga þá á því, að flytja síldina frá fjarlægumveiði- svæðum til söltunar hér eða salta um borð í veiðiskipunum, er ekki gott að sjá fyrir í dag. Aðalvandamálin í niðursuðu- og niðurlagningariðnaðinum hafa VlKINGUR verið sölumálin, skortur á sam- vinnu framleiðendanna og rekstr- arfjárskortur. S.l. 15—20 ár hef- ur mikið verið rætt og ritað um það að efla niðursuðu og niður- lagningu sjávarafurða og gera þannig verðmætisaukningu pr. kg eins mikla og framast er unnt, en þar við situr, sáralítið hefur ver- ið gert. Það er trú mín, að þessi grein fiskiðnaðar okkar eigi mikla framtíð hér á landi, þar sem aflamagn fer minnkandi og því verðum við að auka verðmæti fiskaflans og nýta hann miklu betur, en nú er. Vonandi opnast augu forystumanna okkar á þessu hið fyrsta, svo að við verðum ekki til frambúðar hráefnisgjafar fyrir aðrar þjóðir. Mig langaði að enda þetta er- indi mitt með spá um skiptingu mannafla, sem starfa mun við fiskveiðar og fiskiðnað 1975 og 1985, sem gerð var af Efnahags- stofnuninni: 1965 1975 1985 Fiskveiðar 6,7% 5,5% 4,6% Fiskiðnaður 9,5% 8,7% 7,8% Til fróðleiks og samanburðar eru hér einnig spár fyrir nokkr- ar aðrar greinar atvinnulífs okkar: 1965 1985 Landbúinaður 12,7% 8,3% Annar iðnaður: (án byggingar- starfsemi) 17,1% 19,3% Samgöngur: 9,5% 11,0% Verzlun: 14,9% 16,6% Aðrar þjónustugreinar: 16,4% 19,8% Af þessum tölum má sjá að fækkun mun aðeins eiga sér stað í höfuðatvinnugreinum þjóðar- innar, sjávarútvegi og landbún- aði. Reynist þessi spá rétt fyrir fiskiðnaðinn, er það mjög alvar- legur hlutur á framþróun hans. Mér finnst, að ríkisstjórn, alþingi og reyndar þjóðin öll ættu að íhuga vandlega, hvaða áhrif slíkt hefði á efnahag okkar, þar sem fiskafurðir munu skapa megin- hluta gjaldeyristekna þjóðarinn- ar um ófyrirsjáanlega framtíð. 123
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.