Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1972, Qupperneq 14

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1972, Qupperneq 14
hann á slíkan hátt? Þvínæst stökk hann á fætur með kreppta hnefa, öskrandi eins og naut, and- litið afskræmt af gremju starandi á mig. „Hvað meinarðu, og hvern heldurðu að þú sért að tala við?“ „Ég er að tala við þig, skipstjóri", svaraði ég, „ég endurtek, ef skipinu er ekki vent á aðra stefnu, rennur það upp í klettana eftir minna en tíu mín- útur!“ Hann sagði ekki neitt, nú var hann rétt eins og drukkinn maður, Svefninn og orð mín höfðu stillt hann nokkuð, en meðfædd stífni hans var ennþá fyrir hendi og meinaði honum að viður- kenna fyrir sj álfum sér að hann ætti að taka söns- um. Hann sneri sér að mér með endurteknum hót- unum og skömmum, ég taldi víst að hann mundi slá mig. „Farðu út úr herberginu og sjáðu um þín eigin störf", öskraði hann og bætti við röð af blótsyrðum. Þú þykist ætla að kenna mér að sigla skipi, eða hvað? - Ég sem sigldi skipum áður en þú fæddist!“ „Það getur vel verið“, svaraði ég“, en þú siglir þessu skipi ekki miklu lengur, nema því sé vent. Ef þú vilt líta á kortið augnablik, skal ég sýna þér að það er ómögulegt að þetta sé vitinn á Northumberland-höfða". „Ég þarf ekki að læra neitt af þinni nýju vís- indalegu siglingafræði", svaraði hann. „Mín sigl- ingafræði dugir mér!“ Ég sneri mér við til að fara út úr herberginu og kallaði: „Allt í lagi skipstjóri, ef þú vilt ekki venda, þá geri ég það!“ „Ef þú vogar þér það“, hrópaði hann, þá skýt ég þig!“ Ég flýtti mér upp og upp á skutpallinn, hann kom rétt á eftir, klæddur náttfötunum einuni. Hvort hann hafði skammbyssuna með sér, gat ég ekki greint í myrkrinu, en ég þóttist viss um að hann mundi einskis svífast, þegar hann var í þess- um ham.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.