Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2002, Blaðsíða 3

Náttúrufræðingurinn - 2002, Blaðsíða 3
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Nýtt útlit Náttúrufræðingsins Náttúrufræðingurinn hefur eignast nýjan búning og kernur nú út með allbreyttu útliti. Það er von stjórnar að hinn nýi Náttúrufræðingur falli lesendum betur í geð en fyrra snið blaðsins og að útlitsbreytingarnar bæði laði að nýja lesendur og hvetji menn til dáða á ritvellinum. Undan- farin ár hefur breytt útlit tímasrits- ins borið á góma öðru hverju í stjórn félagsins. Arið 2001 skipaði þáver- andi stjórn þau Álfheiði Ingadóttur ritstjóra og stjórnarmennina Helga Torfason og Hilmar J. Malmquist í nefnd til að koma með tillögur að breytingum. í haust sem leið var leitað til Finns J. Malmquist, graf- ísks lrönnuðar og HÍN-félaga, um aðstoð við hönnun á útlitsbreyting- um Náttúrufræðingsins og tók hann málaleituninni vel og endurgjalds- laust. Stjórnin ákvað síðan að vinna með tillögur nefndarinnar og að tölublaðið sem nú kemur út, fyrsta liefti 71. árgangs, yrði fyrsta blaðið með breyttu útliti. Það er miður hversu langt er síðan síðasta hefti kom út en nú kemur tvöfalt hefti og stefnt er að því að vinna upp þann hala sem er á útgáfunni á næstu tveimur árum. Ymsir hvatar liggja að baki breytingum á tímaritinu. Smæð gamla brotsins skapaði oft erfið- leika við uppsetningu greina, sér- staklega varðandi kort og myndir, en í náttúrufræðiritum er gjarnan stuðst mikið við slíkt. í seinni tíð hefur myndefni aukist talsvert, ekki síst ljósmyndir í lit. Stjórnin taldi að smæð gamla brotsins ásamt ríkulegri myndnotkun hefði í för með sér að lesmál væri of sundurslitið milli blaðsíðna. Stærra brot í þrídálki, eins og nú er, auðveldar til muna uppsetningu blaðsins og gefur fjölbreyttari möguleika sem vonandi skila okk- ur enn skemmtilegra og betra tímariti. Náttúrufræðingurinn hefur nokkra sérstöðu enda langelsta tímarit landsins á sviði náttúru- fræði. Stjórn félagsins tók þá ákvörðun að halda einföldu, stíl- hreinu og sígildu útliti á blaðinu. Flestar fyrirlrugaðar breytingar koma fram í því hefti sem nú birtist þótt búast megi við einhverjum breytingum í næstu heftum. Sem dæmi verður tilvísun í heimildir breytt í næsta tölublaði á þann hátt að vísað verður í heimildir með númerum í staða höfundanafna. Rökin fyrir þessu eru að þannig sparast rými til góða fyrir lesmál og að almennt finnst fólki langar heimildatilvísanir í einn eða fleiri lröfunda inni í textanum truflandi. Að vísu er slík upptalning náttúru- fræðingum líklega mjög töm en stjórnin telur að nýja fyrirkomulag- ið komi almennum lesendum og stærsta hluta félagsmanna HÍN betur. Ég livct fólk til að skrifa í Nátt- úrufræðinginn og bendi höfundum á leiðbeiningar um frágang greina aftast í blaðinu. Með því að fylgja þessum leiðbeiningum auðvelda höfundar ritstjóra starfið. Að end- ingu vil ég fyrir hönd stjórnar fé- lagsins þakka Finni J. Malmquist kærlega fyrir framlag lrans við hönnun og uppsetningu á blaðinu með von um að breytingarnar verði tímaritinu til góðs og félagsmenn taki þeim vel og njóti áfram vand- aðs náttúrufræðitímarits. Kristín Svavarsdóttir, formaður HÍN 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.