Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2002, Side 18

Náttúrufræðingurinn - 2002, Side 18
Náttúrufræðingurinn 6. mynd. Fullorðinn górillukarl getur vegið allt að 200 kíló. Hann getur náð hátt í tveggja mctra hæð uppréttur og faðmurinn er nærri 2,5 metrar. Þrátt fyrir þessa miklu líkamsburði eru górill- ur alla jafna friðsamar jurtaætur. Ljósm. Tómas G. Gíslason. 7. mynd. Þegar karldýrin verða kynþroska byrja þau að grána á bakinu, enda eru fullorðnu karlarnir nefndir silfurbakar. Hérna liggur górillukarlinn Marcel á maganum á skógarbotninum og sjást þá vel silfurlit hárin á baki hans. Ljósm. ]ón Gcir Pétursson. og fjölga þær sér iðulega með 3 ára millibili eða sjaldnar. Mökun getur átt sér stað hvenær ársins sem er. Al- gengt er að karlarnir verði kyn- þroska um 15 ára aldur en kerling- arnar nokkru fyrr, en þær eignast yfirleitt ekki unga fyrr en 10-12 ára. Meðgöngutíminn er svipaður og hjá mönnum, eða um 9 mánuðir, og gór- illukerlingar eignast yfirleitt einn unga sem fylgir móðurinni fyrstu árin. Unginn var, ólíkt pabbanum, mjög áhugasamur um heimsóknina og kom til okkar og sýndi mynda- vélunum mikinn áhuga. Urðum við að gæta þess að koma ekki við hann, því bannað er að snerta górillurnar vegna sjúkdómahættu. Sakir þess hve skyldar þær eru okkur mönnum geta margir sjúkdómar borist í þær sem ónæmiskerfi þeirra þolir ekki. Því er fólki bannað að heimsækja górillurnar ef það er með einhvern kvilla sem górillumar gætu hugsan- lega smitast af. Fengju þær til dæm- is lungnabólgu, kíghósta eða misl- inga gæti það haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir stofninn. Aðrar górillur úr hópnum vom allt í kringum okkur og af ýmsum stærðum: ungar, kvendýr og hálfstálpuð karldýr. Með ólíkindum var hve hreyfingar þeirra em líkar okkar, fingurnir, augun og andlits- hreyfingar, allt gefur þetta svo sterkt til kynna skyldleika þessara teg- unda. Ohjákvæmilega finnur maður til samkenndar með þessum risa- vöxnu dýmm, sem þrátt fyrir ógn- vekjandi stærð og krafta em mein- lausar jurtaætur og eiga sér fáa náttúrlega óvini. Samkennd er gagn- kvæm að einhverju leyti því maður- inn er eina dýrategundin sem górill- urnar hleypa svo nærri sér og sýna svona mikið traust. Eftir að við höfðum verið hjá hópnum í um hálftíma fór Marcel að bæra á sér eftir blundinn. Reisti hann sig upp, barði sér á brjóst nokkmm sinnum en greip svo blaðstilk og fór að éta. Þegar hann hafði reist sig upp sáum við enn betur hversu risavax- inn hann var. Fjallagórillukarlar geta náð nærri tveggja metra hæð upp- réttir og faðmurinn getur spannað allt að tveimur og hálfum metra (6. og 7. mynd). Hann renndi stilknum í gegnum kjaftinn og settist niður á skógarbotninn svo hann hefði nægi- legt æti innan seilingar. Górillurnar verja stómm hluta dagsins í að éta ýmis blöð, stilka, ávexti, börk og jafnvel skordýr, en hvíla sig vana- lega yfir miðjan daginn. A kvöldin búa þær sér til einskonar hreiður eða bæli úr blöðum og greinum á skóg- arbotninum, sem þær liggja á yfir nóttina. Þekkjast hreiður fjallagórillu og sléttugórillu í sundur á því að fjallagórillur gera stykki sín í hreiðr- in á nóttunni. Vegna þess hve kalt er upp í fjöllunum fara þær ekki fram- úr á nóttunni og gera því þarfir sínar í hreiðrið. Sléttugórillan lifir hins vegar í hlýrra loftslagi þar sem ekki er eins kalt á næturnar. Þessi háttur fjallagórillunnar er þó ekki eins sóðalegur og ætla mætti því úrgang- ur hennar er vanalega þurr og fastur vegna þess að hún étur mest blað- og trjákennda fæðu. Sléttugórillan étur hins vegar mikið af ávöxtum, sem væri miklu óþrifalegra að fá í hreiðrið. Eftir að hafa étið um stund fór Marcel að verða órólegur og fengum við á tilfinninguna að hann vildi að fæmm að hypja okkur. Að lokum stóð hann upp og gekk í burtu inn í skóginn ásamt nokkmm öðmm úr hópnum. Höfðum við þá verið hjá hópnum í um eina klukkustund, en það er sá tími sem ferðamannahópar fá að staldra við hjá górillunum. Virtist eins og Marcel vissi að heim- sóknartíminn væri ekki lengri; best væri að hætta þessu hangsi, eftir að hafa setið með okkur í þennan klukkutíma, og fara að sinna þarfari hlutum. Tíndust górillurnar þannig 18

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.