Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2002, Side 57

Náttúrufræðingurinn - 2002, Side 57
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Mánuður/Month 2. mynd/Fig. 2. Árstíðnbreytingar ífjölda svartfngla i porskanetum 1993-1994; byggt á gögnum frá fiskmörkuðum (úr Morgunblaðinu, sjá Ævar Petersen 1998a). - The figure shows the temporal variation 011 numbers ofalcids drowned in cod nets 1993-1994; based on information from fishmarket sales (published in the newspaper Morgunblaðið, see Ævar Pet- ersen 1998a). A 2. mynd eru sýndar árstíða- bundnar breytingar í svartfugla- dauða í þorskanetum og er línurit- ið byggt á gögnum frá fiskmörk- uðunum 1993-1994. Fæst eru dauðsföllin síðsumars og fram á haust. Frá september aukast þau jafnt og þétt og ná tveimur hámörkum, öðru í desem- ber en hinu í maí og er það síðara margfalt hærra. Ymsar upplýsingar benda til þess að mest drepist af svartfuglum á því tímabili þegar þeir fylgja loönutorfum, oft alveg upp undir landsteina. Sjómenn veiða á sömu slóðum því þorskur- inn eltir einnig loðnugöngurnar. Árin 1993 og 1994 kom meirihluti fuglanna á fiskmarkaði við Faxa- flóa og Breiðafjörð. I ljósi þess komu fuglarnir sennilega flestir af veiðislóð undan Vesturlandi, líkt og á árunum 1999-2001 (sbr. Við- skiptablað Morgunblaðsins 18. 10. 2001). Árið 2001 var selt yfir 21 tonn af svartfuglum á fiskmörkuðum, eða sem nemur 20-30 þúsund fuglum (Viðskiptablað Morgunblaðsins 18. 10. 2001). Greinilega varð mikil aukning í sölu fugla á fiskmörkuð- um frá 1993 og 1994 þegar seldir voru um 7 þúsund fuglar á ári (Ævar Petersen 1998a) til 2001. Alþjóðasamvinna Litið er á sjófugladauða í veiðarfær- um sem alþjóðlegt vandamál, eins og lesa má í ritum Northridge (1991), BirdLife Int. (1995), FAO (1995) og Brothers, Cooper og Lokkeborg (1999), svo einhver séu nefnd. Innan CAFF-samstarfsins hafa dauðsföll sjófugla í veiðarfær- um lengi verið til umræðu. Sjófugla- hópur CAFF hefur bent á nauðsyn þess að skoða og skilgreina vanda- málið betur í norðurskautslöndun- um átta. I fyrstu var ákveðið að taka sam- an yfirlit um stöðu mála, þ. á m. hve mikið af fuglum var talið að dræpist á þennan hátt, hvort löndin aðhefð- ust eitthvað til að draga úr slíkum fugladauða og hvort og þá hvaða gögn vantaði til þess að fá betri yfir- sýn. Árið 1998 kom skýrslan út (Bakken og Falk 1998), en þar er m.a. staða mála hérlendis tíunduð í stuttu máli ásamt tillögum um frek- ari aðgerðir (Ævar Petersen 1998a). Skýrslunni var dreift til fjölmargra aðila hér á landi, bæði á sviði um- hverfis- og sjávarútvegsmála, í þeirri von að hún mætti verða til þess að þessi mál yrðu tekin fastari tökum en hingað til. CAFF-samstarf- ið byggist á samvinnu en ákvarðan- ir þess eru ekki bindandi fyrir lönd- in; það er undir hverju þeirra komið hvort og til hvaða aðgerða er gripið. Því miður hafa engin viðbrögð orð- ið hérlendis til þessa. Innan CAFF hefur verið reynt að vinna áfram að framgangi málsins. Til þess að taka saman frekari hug- myndir um umfang vandans og lausnir á honum boðuðu kanadísk stjórnvöld til vinnufundar árið 2000. Skýrsla var tekin saman eftir fund- inn þar sem lagðar voru fram marg- ar tillögur til úrbóta (CAFF 2000). Síðan hefur verið unnið að því að finna heppilegustu leiðirnar til að þoka málinu enn frekar áfram. Á öðrum alþjóðlegum vettvangi, innan FAO (Matvæla- og landbúnað- arstofnunar Sameinuðu þjóðanna), var samþykkt ályktun árið 1999 er lýtur að sjófugladauða. Ályktunin tók einungis til tiltekins veiðarfæris, þ.e. línu, og var fyrst og fremst til- komin vegna þess mikla fjölda sjald- gæfra albatrosategunda sem drepst vegna línuveiða í Norður-Kyrrahafi. Þótt fugladauði af völdum línuveiða sé einnig umtalsverður í Norður- Atlantshafi (Dunn og Steel 2001) er álit manna að dauðsföll í netum vegi enn þyngra (Bakken og Falk 1998). Ályktun FAO gerir ráð fyrir að lönd Sameinuðu þjóðanna taki sam- an yfirlit yfir hve mikið drepst af fuglum vegna línuveiða (FAO 1998, 1999). Ályktunin var samin innan þess geira FAO sem fjallar um ábyrg- ar fiskveiðar (Code of Conduct for Responsible Fisheries, FAO 1995). Þar er lagt til að upplýsingum verði m.a. safnað urn eftirtalin atriði: fjölda og stærð skipa sem stunda línuveiðar, tegund línuveiða, staðsetningu veiðisvæða, á hvaða árstíma veiðar standa yfir, ásamt upplýsingum um aflabrögð, fisktegund og saman- lagða lengd lína, stöðu sjófugla- stofna á veiðisvæðum, fjölda fugla sem drepst við þessar veiðar, hvað gert er til þess að koma í veg fyrir fugladauða o.fl. FAO leggur til að lönd sem geri slíka úttekt leggi fram tillögur um hvernig þau hyggist draga úr sjófugladauða við línu- veiðar. Hingað til hefur Island ekki séð ástæðu til þess að taka saman skýrslu í kjölfar ályktunar FAO. Greinilegt er að netaveiðar taka hér mun stærri toll af stofnum sjófugla en lína. Á Islandsmiðum eru svart- fuglar umtalsverður hluti þeirra fugla sem koma í veiðarfæri, senni- lega sá veigamesti, einkum langvía. Árið 1997 var sérstök áætlun um vernd langvíu og stuttnefju sam- þykkt af umhverfisráðherrum norð- urskautslandanna (CAFF 1996). Þar er kveðið á um að löndin vinni sam- an að því að meta dauðsföll svart- fugla í veiðarfærum og leiti leiða til að draga úr þeim. Taka verður þetta mál fastari tökum en hingað til, ef verndaráætlunin á að vera annað og meira en orðin tóm. 57

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.