Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2002, Blaðsíða 57

Náttúrufræðingurinn - 2002, Blaðsíða 57
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Mánuður/Month 2. mynd/Fig. 2. Árstíðnbreytingar ífjölda svartfngla i porskanetum 1993-1994; byggt á gögnum frá fiskmörkuðum (úr Morgunblaðinu, sjá Ævar Petersen 1998a). - The figure shows the temporal variation 011 numbers ofalcids drowned in cod nets 1993-1994; based on information from fishmarket sales (published in the newspaper Morgunblaðið, see Ævar Pet- ersen 1998a). A 2. mynd eru sýndar árstíða- bundnar breytingar í svartfugla- dauða í þorskanetum og er línurit- ið byggt á gögnum frá fiskmörk- uðunum 1993-1994. Fæst eru dauðsföllin síðsumars og fram á haust. Frá september aukast þau jafnt og þétt og ná tveimur hámörkum, öðru í desem- ber en hinu í maí og er það síðara margfalt hærra. Ymsar upplýsingar benda til þess að mest drepist af svartfuglum á því tímabili þegar þeir fylgja loönutorfum, oft alveg upp undir landsteina. Sjómenn veiða á sömu slóðum því þorskur- inn eltir einnig loðnugöngurnar. Árin 1993 og 1994 kom meirihluti fuglanna á fiskmarkaði við Faxa- flóa og Breiðafjörð. I ljósi þess komu fuglarnir sennilega flestir af veiðislóð undan Vesturlandi, líkt og á árunum 1999-2001 (sbr. Við- skiptablað Morgunblaðsins 18. 10. 2001). Árið 2001 var selt yfir 21 tonn af svartfuglum á fiskmörkuðum, eða sem nemur 20-30 þúsund fuglum (Viðskiptablað Morgunblaðsins 18. 10. 2001). Greinilega varð mikil aukning í sölu fugla á fiskmörkuð- um frá 1993 og 1994 þegar seldir voru um 7 þúsund fuglar á ári (Ævar Petersen 1998a) til 2001. Alþjóðasamvinna Litið er á sjófugladauða í veiðarfær- um sem alþjóðlegt vandamál, eins og lesa má í ritum Northridge (1991), BirdLife Int. (1995), FAO (1995) og Brothers, Cooper og Lokkeborg (1999), svo einhver séu nefnd. Innan CAFF-samstarfsins hafa dauðsföll sjófugla í veiðarfær- um lengi verið til umræðu. Sjófugla- hópur CAFF hefur bent á nauðsyn þess að skoða og skilgreina vanda- málið betur í norðurskautslöndun- um átta. I fyrstu var ákveðið að taka sam- an yfirlit um stöðu mála, þ. á m. hve mikið af fuglum var talið að dræpist á þennan hátt, hvort löndin aðhefð- ust eitthvað til að draga úr slíkum fugladauða og hvort og þá hvaða gögn vantaði til þess að fá betri yfir- sýn. Árið 1998 kom skýrslan út (Bakken og Falk 1998), en þar er m.a. staða mála hérlendis tíunduð í stuttu máli ásamt tillögum um frek- ari aðgerðir (Ævar Petersen 1998a). Skýrslunni var dreift til fjölmargra aðila hér á landi, bæði á sviði um- hverfis- og sjávarútvegsmála, í þeirri von að hún mætti verða til þess að þessi mál yrðu tekin fastari tökum en hingað til. CAFF-samstarf- ið byggist á samvinnu en ákvarðan- ir þess eru ekki bindandi fyrir lönd- in; það er undir hverju þeirra komið hvort og til hvaða aðgerða er gripið. Því miður hafa engin viðbrögð orð- ið hérlendis til þessa. Innan CAFF hefur verið reynt að vinna áfram að framgangi málsins. Til þess að taka saman frekari hug- myndir um umfang vandans og lausnir á honum boðuðu kanadísk stjórnvöld til vinnufundar árið 2000. Skýrsla var tekin saman eftir fund- inn þar sem lagðar voru fram marg- ar tillögur til úrbóta (CAFF 2000). Síðan hefur verið unnið að því að finna heppilegustu leiðirnar til að þoka málinu enn frekar áfram. Á öðrum alþjóðlegum vettvangi, innan FAO (Matvæla- og landbúnað- arstofnunar Sameinuðu þjóðanna), var samþykkt ályktun árið 1999 er lýtur að sjófugladauða. Ályktunin tók einungis til tiltekins veiðarfæris, þ.e. línu, og var fyrst og fremst til- komin vegna þess mikla fjölda sjald- gæfra albatrosategunda sem drepst vegna línuveiða í Norður-Kyrrahafi. Þótt fugladauði af völdum línuveiða sé einnig umtalsverður í Norður- Atlantshafi (Dunn og Steel 2001) er álit manna að dauðsföll í netum vegi enn þyngra (Bakken og Falk 1998). Ályktun FAO gerir ráð fyrir að lönd Sameinuðu þjóðanna taki sam- an yfirlit yfir hve mikið drepst af fuglum vegna línuveiða (FAO 1998, 1999). Ályktunin var samin innan þess geira FAO sem fjallar um ábyrg- ar fiskveiðar (Code of Conduct for Responsible Fisheries, FAO 1995). Þar er lagt til að upplýsingum verði m.a. safnað urn eftirtalin atriði: fjölda og stærð skipa sem stunda línuveiðar, tegund línuveiða, staðsetningu veiðisvæða, á hvaða árstíma veiðar standa yfir, ásamt upplýsingum um aflabrögð, fisktegund og saman- lagða lengd lína, stöðu sjófugla- stofna á veiðisvæðum, fjölda fugla sem drepst við þessar veiðar, hvað gert er til þess að koma í veg fyrir fugladauða o.fl. FAO leggur til að lönd sem geri slíka úttekt leggi fram tillögur um hvernig þau hyggist draga úr sjófugladauða við línu- veiðar. Hingað til hefur Island ekki séð ástæðu til þess að taka saman skýrslu í kjölfar ályktunar FAO. Greinilegt er að netaveiðar taka hér mun stærri toll af stofnum sjófugla en lína. Á Islandsmiðum eru svart- fuglar umtalsverður hluti þeirra fugla sem koma í veiðarfæri, senni- lega sá veigamesti, einkum langvía. Árið 1997 var sérstök áætlun um vernd langvíu og stuttnefju sam- þykkt af umhverfisráðherrum norð- urskautslandanna (CAFF 1996). Þar er kveðið á um að löndin vinni sam- an að því að meta dauðsföll svart- fugla í veiðarfærum og leiti leiða til að draga úr þeim. Taka verður þetta mál fastari tökum en hingað til, ef verndaráætlunin á að vera annað og meira en orðin tóm. 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.