Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2002, Blaðsíða 25

Náttúrufræðingurinn - 2002, Blaðsíða 25
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 4. kafli fjallar um „steina er rek[ur] af sjó og haldnir [nefnilega taldir] eru lækninga- eður náttúrusteinar". Þar er fyrstur í flokki blóðstemmusteinn, hæmatitis, sem Jón segir oftast finn- ast í fjörum. Hér virðist átt við baggalúta eða hreðjasteina. Jón Olafsson hefur Jón nokkum Jónsson fyrir því að „sé slíkum steini haldið í hnefanum láti hann ei blæða þó maður sé skorinn flenni skurði í hendina, fyrr en hann er látinn í burt." Næst er „Marmennis smíð, almennilega rangt kall- aður Marbendils smíði" - hvítur steinn sem rekur af sjó. Þennan stein kalla útlenskir Kóral, segir Jón, á latínu Corallum. Honum sýnist að þessi steinn sé „skelja kyns og einhver sjávar ávöxtur", og vitnar því til staðfestingar í Comenius (1592-1670), sem segir að kórall sé tré sem vaxi niðri í sjónum. Steinn þessi er sagður heilnæmur þeim er lífsýki hafa ef þeir drekka af honum heita mjólk. Og fleiri dyggðir hafi hann, sem Albertus Magnus eignar honum; er hann allmikil gersemi (3. mynd). Aðra dularfulla steina nefnir Jón undir þessum lið - Sugustein, Sund- stein og Kviðstein úr óskabirni. Menn segja um hinn síðastnefnda að engin innyfli séu í óskabirninum önnur en þessi steinn, en Jóni sýnist um alla þrjá að þeir séu ekki annað en hert sjávar kvoða. Síðan koma tveir alvöru steinar: kúskeljar sem orðnar eru að steini finnast í sjávar- björgum nokkrum á Tjörnesi, og raf (beygist hjá honum rafur, raf). Stein- arnir á Tjörnesi eru í kúskelja mynd og er skelin auðsén utan á með nafl- anum og fínum bárum. En innan í er fiskurinn orðinn að steini, gulur að lit og liggur í köntum. Þessum svo- nefnda kandíssteini lýsa Eggert og Bjarni líka, en skeljarnar eru kunn safnsýnishorn. Jón Helgason (1926) segir lýsingu Jóns Ólafssonar á þess- um skeljum vera hina elstu sem þekkt er (4. mynd). Af rafi segir Jón vera tvær tegund- ir, gula og svarta. „Sú gula, sem danskir kalla Rav, þýskir Bernstein en latínskir Electrum, flýtur á vatni og logar af ef á honum er kveikt. Sumir þykjast hafa reynt, að draugar flýi reyk hans og ber því saman við Hornium í sinni Arca Mosis." Horni- us þessi mun hafa gefið út ritið Hi- storia sacra árið 1667, og kaflinn sem Jón vitnar til er um Mósebók. Svarti rafur- 4. mynd. Sykurberg, kalkspat í kúskel úr Tjörneslögunum. Stærð 5 cm. (Ljósm. Sigurður Sv. Jónsson) (Þorleifur Einars- son 1991) inn, sem Jón lýsir, gæti allt eins verið surtarbrandur, því hann brennur og sýnist hafa trésvígindi tálgaður. „Þó má sjá," segir Jón, „að bæði sá guli og svarti eru af einhverri fitu eður gúmmí því báðir loga og fljóta. Hvort sem sú fita er úr sjóvar trjám eður sveitt úr sjávar botni af undir- jarðar eldi viðlíka sem Sturmius í sinni Physica meinar um sinn Barn- stein." Hér vitnar Jón í ritið Physica curiosa, sive mirabilia et artis (1676-1685) eftir Johannes Christo- phorus Sturmius. Síðastur náttúrusteina sem rekur af sjó er Lausnarsteinn. „Til margs hefur almúgi trú á honum, en þó helst að greiða um fæðingu sængur- kvenna, bundinn við vinstra lær konu eður hún er látin drekka af honum heita mjólk" o.s.frv. Jón lýsir steininum og telur, með vísan til steinafróðs manns utanlands, dós- ents Riis, að þessi svokallaði lausn- arsteinn sé ei annað en vestur-indísk baun er vaxi þar á trjám og falli nið- ur í sjóinn og reki síðan til Islands. Síðan skrifar hann: „Hvað sem hann er, þá er nóg ef hann hefur ummælt- an lausnar kraft." 5. kafli fjallar um náttúrusteina, sem svo eru nefndir vegna þess að þeir hafa furðanlegri náttúru en al- mennir steinar annað hvort í því að lækna meinsemdir eður verka þá hluti er yfirganga almenna náttúr- unnar krafta. Sömuleiðis kallast þeir oftlega náttúrusteinar sem hafa einhvern sérdeilis frábrugð- inn skapnað þó menn viti ei þeirra verkan. Engan þessara steina hefur Jón sjálfur séð, en margsinnis heyrt talað um þá af trúverðugustu mönnum. Þessir eru Lífsteinn, en sá getur ekki dáið sem hefur hann undir höfðinu, Hulinhjálmssteinn, Pen- inga-steinn sem gerir eigand- ann ríkan, Lukku-steinn og Óskar-steinn. Af sumum þeirra eru sögur hafðar eftir nafngreindu fólki og um hulin- hjálmsstein er auk þess vitnað í 39. kafla Ólafs sögu þar sem segir frá Ey vindi keldu sem varð ósýnilegur ef hann bar stein þennan í hendi sér. Síðan segir Jón: „En ef þetta kynni satt að vera, þá rnega nátt- úruskoðararnir (Physici) aðgæta þess mögulegleika og sjá hvort nokkur steinn geti haft þau efflu- via, er með einhverju móti rang- hvolfi eður umhverfi globis æthereis, sem ljósið gengur í gegn- um til augans (Bartholin, Cap. 7, s. 1). Þó svo að mitt innan úr þeirra centro verði séð út frá sér, en ei að utan lengra en að hringnum þar sem er þeirra sphæra ætivitatis eður hvað annað því valda kann." Jón telur semsagt að náttúrlegar skýringar kunni að vera á verkan hulinhjálmssteins. Um aðra óalmenna steina að skapnaði, verkun eður öðrum eig- inleikum er fjallað í 6. kafla. Þeir eru tíu að tölu, og allir skv. sögnum sannfróðra íslendinga, þeirra á meðal Jóns Marteinssonar, sem sagði nafna sínum frá steini með bókstöfum innan í. Þarna er lýst steinum sem hoppa og dansa, steinum sem þyngjast eða hverfa, steinum sem slökkva þorsta eða hungur, steinum með sagnaranda, steinum með dýramyndir vaxnar innan í o.s.frv. Um hina síðast- nefndu - en sá íslenski, sem Katrín Abrahamsdóttir á Þingeyrum lýsti fyrir Jóni, var með mynd liggjandi 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.