Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2002, Qupperneq 4

Náttúrufræðingurinn - 2002, Qupperneq 4
Náttúrufræöingurinn S Olafur K. Nielsen FÁLKI KOSTGANGARI í hugum lærðra og leikra er fálkinn Falco rusticolus bæði glæsilegur og harðsækinn ránfugl og hræát víðs fjarri þeirri mynd sem menn hafa gert sér af honum. Reyndin er allt önnur og fálkar leggjast á hræ ef þeim býður svo við að horfa. í þessu atferli felst aðlögun að erfiðum lífsskilyrðum á norð- urslóðum og er líklega mikilvægast fyrir fálkann á veturna. Þær tegundir sem standa fálkanum næst (36 tegundir af ættkvíslinni Falco) stunda fæst- ar hræát en mjög margar fálkategundir fela bráð ef vel veiðist og geta sótt og étið af þeim forða mörgum dögum eftir að bráðin var lögð að velli. Segja má að aðeins sé stigsmunur á þessu háttalagi og því þegar fálkinn leggst á hræ sem hann finnur úti á mörkinni. Skemmtilegur flötur á þessu atferli fálkans er að hann sækir í hræ sem menn leggja út og nokkur tilvik eru þekkt þar sem fálkar hafa verið á vetrarfóðrum svo árum skiptir. Fálkinn Falco rusticolus er stór og glæsilegur ránfugl. Hann er afburðaflugfugl, bæði fimur og snarpur. Aðalfæða fálkans eru fuglar, einkum rjúpa Lagopus mutus. Fálki á veiðum flýgur hratt og lágt yfir jörðu og kemst þannig í návígi við grandalaust fórnarlamb eða hann steypir sér að bráðinni hátt úr lofti. Stundum hremmir hann fugla í klærnar eða hann slær þá niður og snýr svo snarlega aftur til að sækja fenginn. Hann drepur hvort heldur er í lofti eða á jörðu og einnig getur hann tekið bráð bæði á sjó og vatni. Sleppi fugl undan fyrstu atlögu fálka upphefst mikill eltingaleikur þar sem báðir reyna sitt ýtrasta - bráðin annaðhvort að fljúga fálkann af sér eða klifra í loftinu upp fyrir hann, en fálkinn aftur á móti að fljúga fuglinn uppi og vera rétt fyr- ir ofan hann og aftan um það bil sem hann gerir atlögu að honum. Árið 1989 birti norskur fuglafræð- ingur, Per J. Tommeraas að nafni, grein um hræát fálka. Með því að skoða allar tiltækar heimildir komst hann að þeirri niðurstöðu að hræát væri útbreiddur siður meðal fálka, þvert á viðteknar skoðanir fugla- fræðinga (samanber t.d. Cramp og Simmons 1980). Tommeraas fann dæmi um hræát frá öllum tímum árs og bæði ungir fálkar og fullorðnir tóku þátt í því. Hann taldi að hræát væri hluti af aðlögun fálkans að hörðum lífskjörum á norðurhjara. Nokkur þeirra dæma sem Tommer- aas tilfærir í ritgerð sinni eru frá Is- landi (sbr. Hallgrím Vigfússon 1938, Timmermann 1949). Höfundur hefur fengist við fálka- rannsóknir frá 1981 og meðal annars kannað fæðu fálkans (Olafur K. Nielsen 1999). Fæðurannsóknir mín- ar hafa byggst á fæðuleifum eða ælum. Þessi gögn eru þess eðlis að ómögulegt er að segja hvað var drepið af fálka og hvað tekið sem dauðyfli en ég geri ráð fyrir að hann hafi sjálfur drepið obbann af fæð- unni. Þó hef ég nokkrum sinnum orðið var við hræát, meðal annars í eitt skipti að vetrarlagi þegar fálki tók rjúpu sem hafði flogið á raflínu nokkrum dögum áður og drepist. Tilefni þessara skrifa er að segja frá tveimur tilvikum þar sem menn fóðruðu fálka og þau samskipti stóðu yfir árum saman. Annað til- vikið er af Álftanesi og hitt af Skaga- strönd. Fálkar Sigurfinns Sigurfinnur Klemensson (1913-1998) var bóndi á Vestari-Skógtjörn á Álftanesi og fóðraði þar fálka um 2. myttd. Fálkinn Friðrik, Skagaströnd, 3. mars 1999. - Adidt female Gyrfalcon. Ljósm. / Photo: Jóhann Óli Hilmarsson. 4 Náttúrufræðingurinn 71 (1-2), bls. 4-7, 2002
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.