Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2002, Blaðsíða 58

Náttúrufræðingurinn - 2002, Blaðsíða 58
Náttúrufræðingurinn UMRÆÐA og ályktanir Tíðni sjófugladauða af völdum veið- arfæra fer mjög eftir fuglategund- um, gerð veiðarfæra, veiðiálagi, veiðislóð og árstíma. Olöglegt er að nýta þennan aukaafla, en það lagaá- kvæði var sett til þess að koma í veg fyrir að veiðarfæri, einkum net, væru beinlínis lögð til að veiða fugla, eins og dæmi eru um frá fyrri tíð. Skjalfest dæmi eru einnig til um slíkt frá síðari tímum, s.s. við Grímsey vorið 1990 þegar þorskafli var tregur og um 10 þúsund svartfuglar voru drepnir á einum degi (óbirtar uppl. á Náttúrufræðistofnun Islands). Þrá- látur orðrómur hefur lengi verið um að net séu lögð í grennd við fugla- björg á vorin í þeim tilgangi að ná miklum fjölda fugla á sem skemmst- um tíma. Góð fiskimið eru einmitt í grennd við sum stærstu fuglabjörg landsins, þ. á m. Látrabjarg, Svörtu- loft og Krísuvíkurberg. Því virðist enn vera full ástæða til þess að hafa vakandi auga með því að veiðarfær- in séu ekki notuð beinlínis til fugla- dráps. Þótt nýting aukaafla sé óheimil verður að segjast að hún dregur úr skotveiðum, enda geta sjómenn boð- ið netafugl á lægra verði en veiði- menn skotfugl. Að því leyti er skyn- samlegt að leyfa nýtingu þessa aukaafla ef fuglar lenda óvart í veið- arfærum. Fuglar sem seldir eru á fiskmörkuðum eru þó aðeins lítill hluti af öllum fuglum sem farast í veiðarfærum við landið ár hvert og þar er einungis um að ræða fugla úr netum. Nokkuð er selt af fuglum beint eða þeir eru gefnir. Samt er lík- legt að stórum hluta þeirra sé hent og þess vegna um óþarfa sóun á mat að ræða. Dauðum fuglum er m.a. hent í talsverðum mæli vegna banns við nýtingu slíkra fugla (t.d. DV 17. 5. og 21. 5. 2001, Fiskifréttir 24. 5. 2002). Að drepa fugla í veiðarfærum er hins vegar ekki heppilegasta að- ferðin til að aflífa fugla til matar. Full ástæða er til að taka fugladauða í veiðarfærum alvarlega sem dýra- vemdarmál. Eins og fyrrgreindar upplýsingar bera með sér er vissulega ástæða til að staldra við og skoða betur um- fang sjófugladauða í veiðarfærum á íslandsmiðum. Líklega drepast 100- 200 þúsund sjófuglar á þennan hátt á ári hverju. Upplýsingar um ástandið em allsendis ófullnægjandi og lítið sem ekkert hefur verið gert til þess að reyna að draga úr þessu drápi. Þótt ályktun FAO hafi beinst sér- staklega að línuveiðum virðast þær ekki vera stærsta vandamálið hér við land. Netin, ekki síst þorskanet, virðast taka stærstan toll af sjófugla- stofnum. Þó er breytilegt eftir gerð veiðarfæra hvaða fuglategundum þau em hættulegust. Mikilvægt er fyrir Island sem fiskveiðiþjóð, sem vill ganga vel um náttúmlegar auð- lindir og nýta þær á sjálfbæran hátt, að sýna að fugladauði af þessu tagi sé tekinn alvarlega og reynt sé að draga úr honum. Hér er um að ræða sambærilegt mál og það sem endur- speglast í mikilli umfjöllun fjölmiðla um brottkast á fiski á ámnum 2001- 2002. Svör þurfa að fást við áleitnum spurningum um hugsanleg áhrif á stofna þeirra fugla sem drepast á þennan hátt. Við Islendingar þurfum að hafa svör fyrir okkur sjálfa, auk þess sem við verðum krafðir svara á vettvangi alþjóðlegrar samvinnu og skuldbindinga. Sama á við í ferskvatni, því talsvert af fuglum drepst í silunga- og laxanetum. Á Mývatni drepast endur og flórgoðar Podiceps auritus í stómm stíl í sil- unganetum (Arnþór Garðarsson 1961). Árni Einarsson (munnl. uppl.) hefur gert tilraunir til þess að draga úr slíku drápi með því setja út líkan af himbrima í grennd við silunganet til að hræða aðra fugla frá þeim. Engar tilraunir hafa verið gerðar hérlendis til að draga úr fugladrápi í veiðarfærum í sjó, þótt einstaka sjó- menn hafi reynt aðferðir sem þróað- ar hafa verið erlendis, þ. á m. að hafa veifur ofan við línuna þegar hún er lögð út. Auk þess að vera fuglaverndar- mál er þetta hagsmunamál sjó- manna, enda geta dauðir fuglar dregið úr fiskafla og tafið störf þeirra. Með bréfi 30. apríl 2002 lagði Náttúmfræðistofnun Islands til að yfirvöld umhverfis- og sjávarútvegs- mála tækju á þessum málum og var þeim send stutt greinargerð í því sambandi (Ævar Petersen 2002). I næsta kafla em settar fram til- lögur um hvernig bæta megi þekk- ingu okkar á umfangi sjófugladauða í veiðarfæmm. Vonandi leiðir frekari gagnasöfnun til hnitmiðaðra tillagna um úrbætur. Tillögur Mikilvægt er fyrir íslendinga að geta svarað með meiri vissu en nú hvort dauðsföll í veiðarfæmm hafi áhrif á íslenska fuglastofna. Því er lagt til að unnið verði skipulega að þremur meginmarkmiðum í þessu skyni: • Bæta þekkingu á því hve mikið drepst af fuglum á ári og hvaða veiðarfæri em hættulegust ein- stökum fuglategundum • Meta hvort og að hvaða marki dauði í veiðarfærum hefur áhrif á stofna sjófugla • Skoða með hvaða hætti unnt er að draga úr dauðsföllum fugla í veið- arfæmm Til að byrja með er lagt til að stöðu- skýrsla verði tekin saman þar sem reynt verði að meta umfang fugla- dauða á Islandsmiðum í heild, hvaða fuglategundir og hvaða veið- arfæri eiga í hlut. Síðar er mikilvægt að takast á við verkefni sem lúta að einstökum fuglategundum. Ekki verði aðeins leitast við að afla upp- lýsinga um fugladauða í línuveið- um, svo unnt sé að mæta ályktun FAO, heldur einnig í net og önnur veiðarfæri. Slík skýrsla yrði mikil- vægt innlegg í framkvæmd áætlun- ar norðurskautslandanna um vemd svartfugla, sbr. CAFF (1996). Unnt er að beita mismunandi að- ferðum við að taka saman stöðu- skýrslu. Sjómenn gætu svarað spurningum í vel skipulagðri könn- un. Leita má eftir nánari upplýsing- um frá fiskmörkuðum. Unnt er að láta veiðieftirlitsmenn skrá aukaafla í veiðarfæmm. Ennfremur er heppi- legt að nota niðurstöður úr fugla- merkingum frekar eftir því sem þær 58
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.